Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.05.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2012 Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál KROM 53x80 cm • Aluminum / Ál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Sannkölluð sumarstemning mun ríkja í Perlunni í Reykjavík um helgina en 5.-6. maí verður þar sér- stök sumarsýning. Margvíslegar vörur og þjónusta, sem létta mönnum lífið á sumrin, verða kynntar á sýningunni. Boðið verður upp á mörg tilboð og tæki- færi gefst til þess að fræðast um ýmsa þætti. Aðgangur er ókeypis en sýningin verður opin frá 12-18 báða dagana. Ókeypis sumar- sýning í Perlunni Umfangsmikil flugslysaæfing verð- ur haldin á Keflavíkurflugvelli á laugardag. Lögreglustjórinn á Suð- urnesjum, almannavarnadeild rík- islögreglustjóra og Isavia ohf. efna til æfingarinnar. Flugslysaáætlun Keflavíkur- flugvallar segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar flug- slyss á eða við Keflavíkurflugvöll. Æfingin er almannavarnaæfing þar sem allir viðbragðsþættir vegna flugslyss eru prófaðir, þ.m.t. rann- sókn og úrvinnsla. Líkt er eftir flugslysi við lendingu á Keflavíkur- flugvelli og æfð samvinna við- bragðsaðila með áherslu á samhæf- ingu og virkni áætlunarinnar. Æfingin er umfangsmesta við- bragðsæfing vegna flugsamgangna sem haldin er í landinu með reglu- bundnum hætti. Slík æfing var síð- ast haldin árið 2009. Þátttakendur í æfingunni eru all- ir viðbragðsaðilar á Suðurnesjum auk viðbragðsaðila á höfuðborgar- svæðinu, alls um 350 manns. Morgunblaðið/Kristján Æfing Umfangsmikil flugslysaæfing verður á Keflavíkurflugvelli á laugardag. Umfangsmikil flugslysaæf- ing á Keflavíkurflugvelli Halldór Guðmundsson hefur verið ráðinn forstjóri tónlistar- og ráð- stefnuhússins Hörpu. Halldór er fæddur í Reykjavík 1956. Hann lauk BA-prófi í al- mennri bókmenntafræði með ís- lensku sem aukagrein 1979 og mag. art.-prófi í almennri bókmennta- fræði frá Kaupmannahafnar- háskóla 1984. Halldór var frá vori 2008 til skamms tíma framkvæmdastjóri verkefnisins Sögueyjunnar Íslands á bókasýningunni í Frankfurt. Hann var útgáfustjóri Máls og menningar frá 1984, fram- kvæmdastjóri og forstjóri og síðar útgefandi hjá Eddu – útgáfu hf. 2000-2003. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst, haldið fyr- irlestra víða og gert útvarps- og sjónvarpsþætti um bókmenntir og bókmenntasögu. Halldór hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin árið 2004 fyrir bók sína Halldór Laxness – ævi- saga. Morgunblaðið/Kristinn Halldór Guðmundsson. Halldór ráðinn forstjóri Hörpu Á Evrópufrímerkjum, sem Íslandspóstur gaf út í gær, er landslag byggt inn í svonefndan QR-kóða. QR-kóðar eru svokallaðir tvívíddarkóðar og frá- brugðnir öðrum hefðbundnum strikamerkjum sem eru í einni vídd. Þetta þýðir að hægt er að koma mun meiri upplýsingum fyrir í QR-kóðum en hefð- bundnum strikamerkjum. Hægt er að vista margs- konar upplýsingar í QR-kóðum, allt frá vefslóðum til textaskráa. QR-kóðar hafa breiðst mjög hratt út með tilkomu svokallaðra snjallsíma og viðeigandi hugbúnaðar. Á íslensku Evrópufrímerkjunum þetta árið er lands- lag byggt inn í QR-kóða. Þegar kóðinn er skannaður í snjallsíma opnast vefsíðan BeIceland.is þar sem hægt er að finna nytsamlegar upplýsingar um þjónustu fyrir ferðamenn á Íslandi, s.s gistingu, veitingastaði, afþrey- ingu og margt fleira sem getur nýst þeim sem heimsækja landið. QR-kóðar á Evrópufrímerkjum Evrópufrímerki með QR-kóða. Nú eru um 820 skip og bátar í fer- ilvöktun hjá Landhelgisgæslunni. Vilja varðstjórar í stjórnstöð minna sjómenn á að hlusta á rás 16, sem er neyðar- og uppkallsrás, og sem þeim beri skylda til að hafa opna þegar þeir eru á sjó. Að sögn Landhelgisgæslunnar hafa mörg tilfelli komið upp eftir að strandveiðitímabilið hófst á mið- vikudag, þar sem erfitt hafi verið að ná í þá sem eru á strandveiðum en rásin sé mjög mikilvæg í örygg- ismálum sjómanna. Hafi allnokkur atvik komið upp þar sem nærstaddir bátar hafi verið kallaðir til aðstoðar. Sjómenn hlusti á neyðarrás 16 STUTT Tíðarfar í apríl var hagstætt um meg- inhluta landsins, samkvæmt yfirliti, sem birt er á vef Veðurstofunnar. Þó var frekar svalt við austurströndina. Mjög þurrt var víða um landið sunnanvert. Apríl var kaldari en mars á svæðinu frá norðanverðum Vestfjörðum austur um Norðurland og suður til Hornafjarðar. Hiti var undir meðallagi austast á landinu en annars yfir því. Hlýjast var vestanlands og á hálendinu vest- anverðu. Þar var hiti 1,3 til 1,8 stigum yfir meðallagi. Meðalhiti í Reykjavík mældist 4,3 stig og er það 1,4 stigum ofan meðallags. Á Akureyri var með- alhitinn 2,2 stig sem er 0,5 stigum of- an meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 3,1 stig og -1,6 á Hvera- völlum. Um austurhluta landsins og víðast norðanlands var apríl talsvert kald- ari heldur en mars. Mestu munaði á Dalatanga, 2,7 stigum. Veðurstofan segir sjaldgæft, að munur á mán- uðunum sé svo mikill á þennan veg. Hlýtt það sem af er árinu Hlýtt hefur verið það sem af er árinu. Meðalhitinn í Reykjavík er 2,6 stig og er það 1,8 stigum yfir meðal- lagi, að sögn Veðurstofunnar. Fyrstu fjórir mánuðir ársins hafa aðeins sex sinnum verið hlýrri í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga 1870. Það var 1926, 1972 og 1974, 2003, 1929 og 1964. Á Akureyri hefur verið enn hlýrra að tiltölu heldur en í Reykjavík, meðalhitinn fyrstu fjóra mánuði árs- ins er 2 stig og er það 2,8 stigum yfir meðallagi. Frá því að samfelldar mælingar hófust á Akureyri 1881 hafa fyrstu fjórir mánuðir ársins að- eins fjórum sinnum orðið hlýrri en nú. Það var 1929, 1974, 2003 og 1964. Tíðarfar var víðast hvar hagstætt í apríl Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Njóta veðursins Menn og málleysingjar nutu góða veðursins á Akureyri í apríl.  Hiti í Reykjavík 1,4 gráðum yfir meðallagi  Apríl víða kaldari en mars  Hæsti hiti 18,2 stig, lægsti hiti -25,7° Hæsti og lægsti hiti Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 5,1 stig á Garðskaga- vita og í Surtsey. Lægstur var meðalhitinn á Gagnheiði, -5,3 stig. Meðalhiti í byggð var lægstur í Möðrudal, -1,5 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist á Hallormsstað hinn 30., 18,2 stig, en lægstur á Brúarjökli 2. apríl, -25.7 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.