Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 7. M A Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  115. tölublað  100. árgangur  –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG MIKILL ÁHUGI Á LISTAHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR VIÐSKIPTI LIFIR Á ÞVÍ AÐ LÍKJA EFTIR LENNON SAGA BÍTILSINS RAKIN 37MIÐAR SELJAST VEL 34 Ómar Friðriksson Baldur Arnarson „Það er ekki búið að ganga frá því. Þegar unnið var að langtímaáætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum voru menn að vinna með tölu sem var vel undir 2% í heildina. Það er óbreytt. Það er hins vegar ekki búið að skipta aðhaldskröfu endanlega á milli stofn- ana eða málaflokka. Það er ekki búið að ganga frá neinu,“ segir Guðbjart- ur Hannesson velferðarráðherra, spurður við hvaða prósentutölu sé miðað við í fyrirhuguðum niður- skurði á fjárlögum næsta árs. Ríkisstofnanir fá fyrirmæli Kristján Þór Júlíusson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, á sæti í fjár- laganefnd Alþingis. Hann segir nefndina ekki hafa fengið fjárlagatillögur fyrir næsta ár en að spurst hafi út að stofnanir hafi fengið fyrirmæli um 1,75% flatan niðurskurð á næsta fjárlagaári. Guðbjartur staðfestir að rekstur Landspítalans sé umfram fjárlög á fyrstu þrem mánuðum ársins. Björn Zoëga, forstjóri Landspítal- ans, segir spítalann þurfa að bregð- ast við 150 milljóna kr. viðbótar- útgjöldum það sem af er árinu. Ef skera eigi meira niður verði að leggja einhverja starfsemi niður, enda sé ekki hægt að hagræða neitt meira í rekstri spítalans. Undirbúa niðurskurð  Velferðarráðherra segir markmið um innan við 2% niðurskurð vera óbreytt  Þingmaður segir horft til 1,75% niðurskurðar  Landspítala vantar 150 millj. MStefnir í að umframútgjöld »6 Ekki nóg aðhald » Því er haldið fram í nýjustu Peningamálum Seðlabankans að slaknað hafi á aðhaldi í ríkisfjármálum. » Þá er bent á að óvissa sé um 7 milljarða tekjur sem eigi að afla með sölu eigna. Munur á milli verðtryggðra útlána- vaxta banka og sparisjóða og vaxta á verðtryggðum innlánum hefur auk- ist verulega síðan í ársbyrjun 2009 og lætur nærri að bilið hafi tvöfald- ast. Munurinn var 1,86% í byrjun árs 2009 en er nú kominn í 3,64%. Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, bendir á að gerðar séu strangar kröfur til stóru bankanna um eiginfjárhlutfall. Það þýði aftur að þeir þurfi að viðhalda miklum vaxtamun til að standa undir arð- semiskröfum Bankasýslu ríkisins. Hagnaður stóru bankanna á ár- unum frá 2009 til 2011 var að veru- legu leyti til kominn vegna end- urmats á útlánasöfnum sem voru tekin yfir. Sökum þess að þessara áhrifa gætir ekki lengur gæti vaxta- bilið aukist enn frekar. »Viðskipti Vaxandi vaxta- munur Morgunblaðið/Kristinn Austurstræti Útibú Landsbankans.  Aukinn munur á inn- og útlánsvöxtum Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur voru í óða önn við að setja upp göngu- brú og laxateljara í Elliðaánum þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði fyrr í vikunni. Það hefur eflaust verið kalt að standa út í miðri ánni en napurt hefur verið í borginni undanfarna viku. Vorframkvæmdum stýrt úti í Elliðaám Morgunblaðið/Golli Turner opnar dyr fyrir Latabæ sem ætlar sér landvinninga í Asíu með hans hjálp mundur Magnason, fram- kvæmdastjóri alþjóðasölusviðs Latabæjar, en bætir við að samrun- inn við Turner ætti að hjálpa til við markaðssetningu þar. Latibær var yfirtekinn af bandaríska stórfyrirtækinu Turner sem tryggir fjár- magn til þáttagerðar. Guðmundur segir að sú langa bið sem hafi verið á milli þáttaraða skýrist af því að þættirnir séu dýrir í framleiðslu og tekið hafi tíma að afla fjár- magns, s.s. með leyf- isgjaldasölu. »Viðskipti  Latibær er sýndur í 170 löndum og nær til barna á 500 milljón heim- ilum. Fyrirtækið er með um 300 virka samninga á hverjum tíma, bæði við sjónvarpsstöðvar og margs konar framleiðendur sem hafa gert samning um að nýta vörumerkið. „Latibær hefur mjög sterka stöðu í N- Ameríku og Evrópu, í hverju einsta landi í Mið- og Suður-Ameríku og eins í arabalöndunum og flestum löndum Afríku. Til þessa höfum við átt erfitt uppdráttar í norðaustur- hluta Asíu,“ segir Guð- lengi hafi verið þörf fyrir forrit af þessu tagi. „Forritið, sem nefnist Turnitin, safnar saman áður útgefnum gögnum og innsendu efni og heldur gagna- grunn um þau, og þegar nýtt efni kem- ur inn er það borið saman við það efni sem þegar er til staðar í gagnagrunn- inum.“ Forritið nemur ákveðin ein- kenni sem benda til þjófnaðar, jafnvel þegar texta hefur verið breytt lítillega. „Á endanum er það þó alltaf mat kenn- ara eða annars sérfræðings hvort um ritstuld sé að ræða. Forritið dæmir ekki um það sem slíkt.“ »15 Ritstuldur kemur reglulega upp í há- skólum landsins, ekki bara meðal nem- enda heldur einnig fræðimanna. Skort hefur á úrræði og samræmt eftirlit með ritstuldi hér og þykja mörgum refsingar við brotunum of vægar. Kröfum um aukið og samræmt eft- irlit á þessu sviði verður að miklu leyti mætt næsta haust þegar notkun forrits sem gefur vísbendingar um ritstuld í greinum og ritgerðum verður tekin upp í öllum háskólum landsins. Verkefnisstjóri innleiðingarinnar er Sigurður Jónsson, en hann segir að Spornað gegn ritstuldi  Forrit sem gefur vísbendingar um ritstuld tekið í notkun næsta haust FINNUR.IS Heldur hátt orkuverð fyrirtækjum frá landinu? Ofursvöl vika Lovísu Óskar með GusGus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.