Morgunblaðið - 17.05.2012, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 17.05.2012, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Nýttu svalirnar allt árið um kring idex.is - sími: 412 1700 - merkt framleiðsla Skjól Lumon svalagler veitir skjól gegn rigningu og roki. Mjög einfalt er að opna svalaglerið og renna því til og frá. Hljóð- og hitaeinangrun Svalaglerin veita hljóð- og hita- einangrun sem leiðir til minni hljóðmengunar innan íbúðar og lægri hitakostnaðar. Óbreytt útsýni Engir póstar eða rammar hindra útsýnið sem helst nánast óbreytt sem og ytra útlit hússins. Auðveld þrif Með því að opna svalaglerið er auðvelt að þrífa glerið að utan sem að innan. Stækkaðu fasteignina Með Lumon svalaglerjum má segja að þú stækkir fasteignina þína þar sem þú getur nýtt svalirnar allan ársins hring. hefur svalaglerin fyrir þig! Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Vísindaskáldsöguandi sveif yfir vötnum í Háskólanum í Reykjavík í gær þegar Gervigreindarsetur Há- skólans í Reykjavík (CADIA) og Vit- vélastofnun Íslands (IIIM) stóðu fyrir opnum degi. Kynnt voru ýmis verkefni á sviði vitvéla og gervigreindar, en að sögn doktors Kristins R. Þórissonar hef- ur áhugi fólks á þessum málum auk- ist talsvert síðustu ár. ,,Þetta eru rosalega spennandi fræði og dag- skrá ráðstefnunnar í ár er flott og áhugaverð.“ Sálfræði og heimspeki Aðspurður hvort rannsóknir á sviði þessara fræða séu langt á veg komnar hér á landi segir Kristinn svo vera. ,,Gervigreindarsetur HR er á sjöunda starfsári og það er lík- legast styrkjakóngurinn úr sam- keppnissjóðum innan háskóla- umhverfisins og jafnframt stærsti vaxtarbroddur hátækni. Vitvéla- stofnun Íslands hóf svo starf sitt síðla árs 2009 en hún var ekki full- mönnuð fyrr en einu og hálfu ári seinna því vísindamenn sem geta hoppað inn í gervigreindarrann- sóknir eru ekki á hverju strái.“ Að sögn Kristins koma vís- indamennirnir fyrst og fremst úr tölvunarfræði. ,,Einnig koma þarna inn áhrif úr sálfræði, heimspeki, taugalífeðlisfræði og stærðfræði. Þetta er þannig í raun mjög þverfag- legt.“ Kristinn segir að upphaf gervigreindar megi rekja til stærð- fræði- og tölvunarfræðingsins Alans Turing og að hans mati er helsti hvatinn á bak við rannsóknirnar að líkja eftir þeirri greind sem finnst í náttúrunni, meðal dýra og manna. Mannlegar gáfur vélmenna Kristinn segir að stutt sé í að tölv- urnar nái mannshuganum í greind. ,,Forsenda þess að geta búið til greinda vél er reikningsgeta, en reikningsgetan hefur tvöfaldast á eins og hálfs til tveggja ára fresti síðustu áratugi. Með því áframhaldi verðum við komin með vél sem er jafn greind og maður einhvers stað- ar á árunum 2025-2035. Margir spyrja hvers vegna í ósköpunum við viljum fjölfalda manneskjur enda 7 milljarðar manna á jörðinni. En ef við höfum vél sem er jafn greind og maður myndi hún til að mynda sinna störfum sem eru stórhættuleg, senda þá til Plútó eða nýta þá til að- stoðar manninum,“ segir Kristinn að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vísindi Í einu verkefninu var gerviskuggum varpað á vegg og þeim gefið sjálfstætt líf með hjálp gervigreindar. Áhugi fólks á gervi- greind hefur aukist  „Vélmenni munu líklega ná mönnum í greind árið 2025“ Fjögur ríki skiluðu skriflegum athugasemdum um Icesave-málið til EFTA-dómstólsins en frestur til þess rann út á þriðjudag. Auk Breta og Hollendinga skiluðu Noregur og Liechten- stein athugasemdum. Síðar- nefndu löndin tvö taka undir sjónarmið Íslendinga um að ríkisábyrgð á innistæðutrygg- ingum verði ekki byggð á til- skipun um innistæðutryggingar án þess að það komi skýrt fram í tilskipuninni sjálfri. Engin þjóðanna víkur hins vegar að málsástæðum Eftirlits- stofnunar EFTA um meinta mis- munun innistæðueigenda. Noregur og Liech- tenstein taka undir sjónarmið Íslands Umtalsverð fækkun þeirra sem skráðir eru atvinnulausir hefur komið fram í seinustu mælingum á ástand- inu á vinnumarkaði. Ekki liggur þó ljóst fyrir hvort störfum er að fjölga að einhverju ráði eða hvort aðrar skýringar eru á þessu. Skv. Vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofunnar sem birt var í gær fyrir aprílmánuð voru að jafnaði 179.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 166.000 starfandi og 13.500 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 80%, hlutfall starfandi 74% og atvinnuleysi var því 7,5% Þetta er nokkru hærra hlutfall en kom fram í tölum Vinnumálastofnunar yfir skráð atvinnuleysi en Hagstofan notar aðr- ar aðferðir við mat á fjölda vinnandi fólks. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að tölur um fjölda starfandi á vinnumarkaði hafi sveiflast milli mánaða og ársfjórðunga en ef litið sé yfir seinustu ár sé heildarfjöldinn nokkuð flatur. Hann segir veikar vís- bendingar um að ástandið sé eitthvað að glæðast á vinnumarkaðinum. Mjög veik hreyfing sé þó upp á við ef litið er á tölur um fjölda starfa. Tölur sem sýna að fækkað hefur á skrám at- vinnulausra geti bent til þessa en hafa verði huga að fleiri skýringar geti ver- ið á því, s.s. sú að margir hafi dottið út af atvinnuleysisskrá vegna betra eft- irlits. Seðlabankinn benti á í gær að dregið hefði út langtímaatvinnuleysi en afskráning rúmlega 900 manns í janúar vegna þátttöku í námsverkefni skýrði líklega þessa fækkun að mestu. omfr@mbl.is 7,5% atvinnuleysi í apríl  Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu sýnir að atvinnuleysi hefur minnkað  Veikar vísbendingar um aðeins betra ástand, að sögn framkvæmdastjóra SA Færri vinnustundir » Meðalfjöldi vinnustunda skv. vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofunnar var 36,3 klst. hjá þeim sem voru við vinnu í við- miðunarvikunni en voru 37,3 klst. í apríl 2011. » Árstíðaleiðréttir útreikningar sýna að atvinnulausum fækkað um 2.100 manns frá apríl 2011. Á ráðstefnunni kynntu tölvunar- fræðinemarnir Gunnar Steinn Val- garðsson og Hrafn Þorri Þórisson verkefni sitt. ,,Verkefnið snýst um að taka hversdagslegt fyrirbæri eins og skugga og glæða þá lífi,“ segir Hrafn Þorri. ,,Þátttakandinn stendur and- spænis fleti sem skuggi hans varp- ast á. Með hjálp gervigreindar er skugginn svo látinn taka sjálfstæðar ákvarðanir óháðar ,,eigandanum“. Þannig getur skugginn átt í sam- skiptum við aðrar skuggamyndir, sparkað bolta, klappað hundi og fleira í þeim dúr.“ Að sögn Hrafns er markmiðið að setja sýninguna upp í HR svo allir geti prófað ,,sinn“ skugga og síðar að hafa það aðgengilegt á netinu. ,,Tæknin á bak við verkefnið felst í tölvusjón sem skoðar útlínur ein- staklingsins og varpar svo þeirri mynd á vegginn, en ekki raunverulegum skugga. Gervigreind greinir svo hreyfingar manneskjunnar.“ Verkefnið er óvenjulega sjónrænt. ,,Fókusinn er að miklu leyti á listræna hlið verkefn- isins, þó svo að það sé byggt á tæknilegum forsendum.“ Glæða skuggana lífi SINNA VERKEFNAVINNU FYRIR VITVÉLASTOFNUN Gunnar Steinn og Hrafn Þorri. Söngleikjaverkefni Grundaskóla á Akranesi hefur hlotið foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka for- eldra. Verðlaunin voru afhent í 17. skipti í gær. Markmiðið með söngleikjaverkefninu eru mörg og tengjast beint eða óbeint námskrá skólans. Slík verkefni eru kostnaðarsöm og tímafrek og foreldrar hafa stutt þau með mikilli sjálfboðavinnu, að sögn samtakanna. Verkefnið Þorpið – þekkingarsamfélag í Laugarnes- skóla fékk hvatningarverðlaun Heimilis og skóla. Fyrir verkefninu fer Ragnheiður Kristinsdóttir iðjuþjálfi. Þór- oddur Helgason fræðslustjóri fékk dugn- aðarforkaverðlaun samtakanna fyrir ötult starf í þágu foreldra í Fjarðabyggð. Söngleikjaverkefni Grundaskóla verðlaunað Frá verðlauna- afhendingunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.