Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 25
fylgdina í tæp 43 ár. Við minn- umst hennar af virðingu og með hlýhug. Fjölskyldu hennar send- um við samúðarkveðjur. Herdís Sveinsdóttir, formaður Soroptim- istaklúbbs Reykjavíkur. Það er skammt stórra högga á milli í stofndeild Delta-Kappa- Gamma alþjóðasamtakanna á Ís- landi. Guðrún Halldórsdóttir er önnur úr stofndeildinni sem kveð- ur þennan heim á rúmu hálfu ári. Guðrún var einn af máttarstólp- um og einn af stofnfélögum Alfa- deildar. Hinn 13. september 2011 lést Sigríður Valgeirsdóttir. Guðrún Halldórsdóttir var mikil kjarnakona og brautryðj- andi á sviði menntamála enda hlaut hún margs konar viður- kenningar fyrir störf sín. Hún leit á menntun sem mannrækt og lagði sálu sína í starf sitt fyrir Námsflokka Reykjavíkur sem blómstruðu undir hennar stjórn í gamla Miðbæjarskólanum þar sem hún hlúði vel að nemendum sínum, breytti viðhorfi margra til náms og efldi sjálfstraust þeirra. Guðrún setti sitt persónulega mark á skólastarfið og voru Námsflokkarnir ekki bara vinnu- staður hennar heldur líka hennar annað heimili þar sem nemendur og kennarar voru hluti af stórri fjölskyldu. Guðrún var ósérhlíf- inn dugnaðarforkur með hlýja og góða nærveru. Hún mætti fyrst til vinnu og fór síðust heim að kveldi. Í Delta-Kappa-Gamma var hún öflug liðskona. Guðrún sá um undirbúning og hýsti jólafundi Alfa-deildar á meðan hún var skólastjóri Námsflokkanna og fannst henni ekkert eðlilegra, þrátt fyrir erilsamt starf. Innan Alfa-deildar gegndi hún ýmsum embættisstörfum, sat í stjórn og var formaður um skeið. Það var skemmtilegt að ræða við Guðrúnu, hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og sá spaugilegu hliðarnar á til- verunni. Við kveðjum Guðrúnu Hall- dórsdóttur með þakklæti í huga og minnumst margra góðra stunda í Delta Kappa-Gamma. Við vottum aðstandendum innilega samúð. Sigríður Ragna Sigurð- ardóttir, forseti lands- sambands Delta-Kappa- Gamma, Marta Guðjónsdóttir, formaður Alfa-deildar. Aumt væri að láta hjá líða að kveðja hana Guðrúnu Halldórs- dóttur og þakka henni kynnin og samveruna í gegnum árin. Ég man enn býsna vel hvenær ég fyrst veitti henni eftirtekt – líklega vegna þess að hún setti þá á svið svo myndrænan og tákn- rænan sjónleik að hann hefur síð- an verið greyptur í huga minn: Ég er nemandi í skólastofu í Lindargötuskólanum veturinn 1969-70. Úti hefur kyngt niður svo miklum snjó alla nóttina að fá- ir nemendur eru mættir í skól- ann. Í mínum bekk var þó messu- fært og ég læt hugann reika og gýt augunum út í hvíta auðnina. Skólalóðin er „Tabula raca“ – hvítt, óskrifað blað, eins og hugur hins nýfædda barns. Þá kom Guð- rún inn á sviðið og skrifaði líf sitt í snjóinn, svolítið þybbin, arkandi með litríkt hippasjal og húfu, eins og franskur látbragðsleikari, með alla sína nemendur í halarófu á eftir sér. Þau voru í þrautakóng og létu eins og vitleysingar í snjónum. Allir skemmtu sér kon- unglega. Þetta var Guðrún í hnotskurn, allar götur síðan. Alltaf fremst meðal jafningja þegar skólastarf var annars vegar. Alltaf kát og hlý í kulda hversdagsins og sífellt með nýjar hugmyndir í mennta- málum sem snérust um það að bæta líf og sjálfsmat þeirra sem verst voru staddir. Seinna kenndi ég karla- og kvennasmiðjum Námsflokkanna stærðfræði og kynntist þá betur þessari ógleymanlegu konu, frá- bærum kennurum hennar, stjórn- unaraðferðum hennar og lífsaf- stöðu. En ég kynntist því einnig hvernig embættismenn og stjórn- málamenn hjá Reykjavíkurborg, sem kenndu sig við félagshyggju og mannúð, lögðu niður lífsstarf Guðrúnar, á sama tíma og þeir stofnuðu Guðrúnarsjóð til að heiðra þetta sama lífsstarf. Það var skrýtin mótsögn sem særði þessa sómakonu. Ég er sann- færður um að þegar fram líða stundir verður Guðrún almennt talin í hópi merkustu skólamanna okkar, fyrr og síðar. Það á líklega eftir að vekja gremju ýmissa sem náðu lengra en hún í „skólapóli- tíkinni“. En Guðrúnu hefði staðið á sama. Hún lifði ekki sjálfri sér. Kjartan Gunnar Kjartansson. Ég minnist Guðrúnar Hall- dórsdóttur með miklum hlýhug og virðingu, henni kynntist ég í Kvennalistanum bæði í grasrót- arstarfinu og þegar ég var starfs- kona þingflokksins og hún sat á Alþingi um tíma. Guðrún var ekki sú sem hafði hátt og tók orðið á fundum. Hún beitti sér þegar hún taldi þörf á, var fylgin sér og ef henni misbauð fór það ekki framhjá neinni okkar. Hún var mikil baráttukona fyr- ir réttindum og stöðu láglauna- fólks og ekki síst þeirra sem þurftu á stuðningi og hvatningu að halda til að mennta sig. Náms- flokkar Reykjavíkur voru henni mikið hjartans mál, nánast eins og barnið hennar og gætti hún að hag og hagsmunum nemendanna af einstakri natni og umhyggju- semi. Kvennabaráttan var henni einnig mikilvæg til að bæta sam- félagið þannig að jafnrétti kvenna og karla myndi nást. Hún var öfl- ug talskona Kvennalistans og tal- aði af mikilli þekkingu og reynslu um stöðu kvenna. Hún tók þátt í starfi Samfylkingarinnar og starfaði með 60+ innan flokksins. Það var lærdómsríkt að kynn- ast og fá að starfa með Guðrúnu Halldórsdóttur á vettvangi Kvennalistans á sínum tíma. Vil ég þakka henni fyrir kynnin og samstarfið. Ættingjum hennar og aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Minning hennar lifir. Sigrún Jónsdóttir. Félag dönskukennara kveður í dag Guðrúnu Halldórsdóttur með vinsemd og virðingu. Hún var ein af forgöngumönnum um stofnun þess og formaður á árunum 1973 til 1982. Guðrún var heiðursfélagi í Félagi dönskukennara og eru henni þökkuð störf í þágu félags- ins. Guðrúnu hlotnuðust margs konar viðurkenningar fyrir störf sín á vettvangi menntamála. Hún hlaut m.a. riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu, riddarakross Dannebrogsorðunnar og einnig hlaut hún viðurkenningu frá Sam- fundet for nordisk voksenunderv- isning og frá Íslensku mennta- samtökunum. Guðrún tók saman nokkrar kennslubækur í dönsku á árunum 1969 til 1979. Bækurnar brutu blað vegna þess hversu nútíma- legar þær þóttu á þeim tíma. Þær voru notaðaðar til kennslu í flest- um grunnskólum landsins og sumar bókanna hafa verið notað- ar allt fram á þennan dag. Guðrún var mikil sómamann- eskja og raungóð. Hún vann í þágu félagsins af áhuga og ein- lægni og var málsvari danskrar tungu í ræðu og riti. Hún var fylgjandi því að nemendum í ís- lenskum skólum gæfist tækifæri til að leggja stund á norsku og sænsku. Guðrúnar er minnst með hlýju og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Erna Jessen, formaður Félags dönskukennara. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Mig langar í örfáum orðum að kveðja kæran æskuvin minn Benedikt Karl Bachmann. Það er einstök gæfa að eignast svona góðan vin eins og Bósa minn, en svo var hann ávallt kall- aður. Bósi var drengur góður, hann vildi hvers manns vanda leysa og var á sinn einstaka hátt ávallt hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Vinmargur var Bósi og voru vinirnir aldrei langt undan, gleðin var honum í blóð borin. Þær eru elskulegar allar minningarnar sem ég á og get ylj- að mér við nú frá uppvaxtarár- unum okkar á Hlíðarenda hjá séra Friðriki, en einmitt þar hitt- umst við fyrst fyrir sextíu árum. Margs er að minnast frá æsku- og unglingsárunum; keppnisferð- ir innanlands og fræg Danmerk- urferð þriðja flokks Vals 1961 þegar við vorum 16 ára og byrj- aðir að bragða á lífinu. Þá urðu til „Snabbi Gísla og Kalli Gunnars“, höfundarréttur- inn var þinn. Unglingsárin okkar í Skíðaskála Vals og úti á lífinu voru skemmtileg, þú fannst Möggu þína fljótt en það tók mig nokkur ár að finna Erlu mína. Síðan áframhaldandi ævilöng vin- átta við ykkur bæði þótt stundum væri bil á milli samvista en alltaf voru það skemmtilegar stundir. Við hugsum um tilgang lífsins, örlög okkar allra og um hvert stefnir við fráfall ástvina okkar og óvissa ríkir í huga okkar um stund. Þegar að er gáð er dauðinn ekki aðeins dauði og lífið ekki að- eins líf, heldur er því stundum öf- ugt farið, dauðinn aðeins áfram- haldandi líf og lífið stundum harðara en hel. Af hverju er þetta svo? Ég á ekki eitt svar til við því, en hef samt skilið, að þeir sem við elsk- um eru alltaf hjá okkur, í ein- hverri mynd, og veita okkur styrk í sorginni. Á tímamótum sem þessum öðlast kærleikurinn auk- ið gildi. Sama er að segja um þá sem elska okkur. Þeir halda áfram, hvert sem leið þeirra ligg- ur, því ástin er sterkari en dauð- inn og það sem lifir í minningunni eigum við áfram. Það verður aldr- ei frá okkur tekið. Þegar maður fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á … í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Mig skortir orð til að lýsa til- finningum mínum á viðeigandi hátt. Þess vegna verð ég að láta mér nægja að votta þér að lokum mitt innilegasta þakklæti fyrir Benedikt Karl Bachmann ✝ Benedikt KarlBachmann fæddist í Reykja- vík 12. mars 1945. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 9. maí 2012. Útför Benedikts fór fram frá Bú- staðakirkju 16. maí 2012. hverja stund, sem ég fékk að njóta þíns stóra hjarta, Bósi minn. Það að hafa átt því láni að fagna að eiga þig að vini tel ég verulegan hluta af þeirri hamingju sem ég hef notið um liðna daga. Ég bið góðan guð að styrkja alla ást- vini þína elsku Bósi minn; sér í lagi Möggu þína og börnin ykkar í þeirra sáru sorg. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Sigurður S. Gunnarsson. Þegar mér barst sú harma- fregn til Suðaustur-Asíu að æsku- félagi minn og stórvinur til ára- tuga væri dáinn setti mig hljóðan og varð sleginn og hálflamaður. Hvernig gat það gerst að þessi glaðlyndi maður, Benedikt Bach- mann, sem við gjarnan kölluðum Bósa, væri hrifinn burt frá okkur langt um aldur fram og alltaf jafn hress og kátur. Já, frá ástríkri eiginkonu sinni og tveimur yndislegum börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum og fjölskyldu. Við Benedikt kynntumst í yngri flokkum Vals þar sem hann lék við góðan orðstír en hætti allt- of snemma. Sú trausta og sanna vinátta sem þá myndaðist entist svo alla tíð, vinátta sem aldrei bar skugga á heldur einkenndist ein- göngu af gleði og galsa öllum stundum. Benedikt var sannur gleðigjafi öllum sem honum kynntust og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Benedikt rak ásamt yndislegri eiginkonu sinni verslunina Corus í Hafnarstræti, en síðar ráku þau innrömmunarmiðstöð, sem naut mikilla vinsælda. Á unglingsárum skemmtum við okkur mikið saman á svo- nefndum Glaumbæjarárum og þá voru sjaldan færri en 10 eða 15 aðrir Valsmenn með í för, enda mikil eining í þeim sigursæla hópi. Snemma kynntist Benedikt svo Möggu sinni, sem síðar varð eiginkona hans, og stóð hún alla tíð eins og klettur við hlið hans í blíðu og stríðu, miklu oftar þó í blíðu. Benedikt hafði talsverða ævintýraþrá og henni varð ekki fullnægt nema að freista gæfunn- ar í Bandaríkjunum og auðvitað var Magga með í för. Hann kom heim reynslunni ríkari og hélt ótrauður áfram við alls konar verkefni, m.a. stundaði hann veit- ingarekstur um tíma. Skömmu eftir einvígi aldarinn- ar í Laugardalshöll árið 1972 ákváðum við nokkrir félagar að stofna skákklúbb, sem við kölluð- um Peðið. Við vorum sex í þessum klúbbi og áherslan var jafnan á kaffið og meðlætið, ásamt tilheyr- andi fíflalátum, en stundum var skákin látin sitja á hakanum, menn gleymdu stað og stund og enginn tók framförum í skáklist- inni. Það var alltaf jafn ánægju- legt að heimsækja þau Möggu og Bósa á þessum skákkvöldum, en þá skemmti hann okkur oft með spilagöldrum og hefði vafalaust náð langt á þeirri braut. Reyndar var hann oft fenginn til að sýna þessa galdra sína, en vildi helst hafa þá fyrir bestu vini sína. Það er svo margs að minnast frá samskiptum við þau hjónin og börn þeirra og það bara allt mannbætandi og skemmtilegt. Fyrir það vil ég þakka af heilum hug, þessar fjölmörgu gleði- stundir og jákvæðni, sem ein- kenndi Bósa. Elsku Magga mín, börnin ykk- ar, dásamlegu barnabörn. Missir ykkar er mestur, en einnig þeirra fjölmörgu ættingja og vina sem syrgja frábæran mann. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja í sorginni, en höfum hugfast að minningin um þennan trausta, skemmtilega og glað- lynda dreng mun aldrei deyja. Hermann Gunnarsson. Er góðir drengir falla frá og skilja eftir sig stórt skarð verður maður lítill og finnur til vanmátt- ar og orð skortir. Þegar það versta er yfirstaðið huggar mað- ur sig við það að hafa þó fengið að kynnast og eiga samleið með þeim og af Benedikt er aðeins góðs að minnast. Við höfðum vit- að hvor af öðrum frá eldri tíð, þó að vinskapur hafi ekki orðið fyrr en leiðir lágu saman við húsbygg- ingu við Reyðarkvísl. Sá vinskap- ur stóð hnökralaus allt frá þeim degi. Við byggðum hlið við hlið við Reyðarkvísl og varð vel til vina. Bósi flutti fyrr inn en hann var alltaf hugsunarsamur og glettinn félagi og gott að leita til hans. Einhverju sinni var ég einn að vinna á efri hæð og heyri þá Bósa kalla: Óli, ertu heima? Ég skýst út á svalir: hérna er bjór, gríptu, og hér er annar, grípt’ann líka. Margs er að minnast frá þessum árum sem við vorum þarna þó að þau hafi ekki verið mörg. Loftljós og aðra smámuni á ég enn sem hann gaukaði að mér. Hann kall- aði mig yfir vegna ljósa sem geymd voru uppi á lofti hjá þeim hjónum og meðan ég skoðaði þau nagaði hvolpurinn Petra klossana mína, sem var í lagi en ljós fékk ég sem er enn á mínu heimili og ég bætti um betur og skrifaði undir heimilisfesti Petru. Bósi sagði svo að hann hefði fyrst gefið mér ljósið og svo hefði hann feng- ið mig til að skrifa. Hann varð fertugur á nýja staðnum og var mikið afmæli en þau hjón stoppuðu stutt á Kvísl- inni, seldu og fóru til Ameríku. Ekki misstum við kontaktinn og skrifuðumst á og voru þetta 5 til 10 síðna bréf skrifuð beggja vegna. Ég skrifaði Bósa um breytingu á mínum högum 1986 og eins og hans var von þá hringdi hann í mig og sagði stutt, komdu og heimsæktu okkur. Ég fór til Möggu og Bósa á Flórída í febr- úar 1987 og var hjá þeim í 3 vikur. Ekki er að orðlengja að þessi dvöl mín var eitt ævintýri enda hafði ég lítið lagst í utanferðir. Margt skemmtilegt var gert og voru þau hjón og Hrefna alveg einstök og var dekrað við mig. Þarna fékk ég nýtt gælunafn, en mig langaði mikið að eignast Co- lemanStove, hitunartæki, sem ég hafði séð þarna í stórbúð og að- stoðaði hann mig við að nálgast það og pakka fyrir Íslandsferð. Honum fannst þetta svo skemmtileg della hjá mér að alla tíð síðan kallaði hann mig Colem- an í okkar samskiptum. Á Flórída lékum við keilu og svo voru farnir kvöldbíltúrar. Eitt skipti spiluð- um við Black Jack við konu sem hafði það verkefni að spila við gesti og féfletta. Bósi sagði mér að leggja 5 undir og myndi ég komast í hagnað u.þ.b. 10 þegar eitt spil væri eftir og þá ynni hún. Svo fór hann og spilaði, sá við henni og hafði mína 5 til baka og 5 að auki. Þá hringdi fraukan bjöllu og tvær svartklæddar górillur sögðu: No professional gamblers allowed – get out! Við fáum okkur einn fyrir þessa auka 5, sagði Bósi og skemmtum okkur vel. En Benedikt var með snjallari töfra- mönnum enda listamaður fram í fingurgóma og allt virtist leika í höndum hans. Megi sár söknuður eiginkonu, barna og afkomenda mildast við ljúfar og góðar end- urminningar um góðan dreng. Ólafur J. Bjarnason. (Coleman.) Hver óttast er lífið við æskunni hlær sem ærslast um sólríka vegi, og kærleikur útrás í kætinni fær, sé komið að skilnaðardegi. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Blessuð sé minning um góðan vin. Þórhallur og Gróa. Kæri Bósi. Það er stutt millibil milli lífs og dauða. Það var mikill harmur að heyra af andláti þínu og mikill söknuð- ur. Eftir alla áratugina sem vin- skapur okkar hjónanna hefur staðið yfir kom mikið áfall þegar hringt var í okkur og okkur til- kynnt andlát þitt. Það var alltaf gleðistund þegar við hjónin hitt- umst í kvöldmat hjá hvort öðru og spiluðum á spil eftir matinn. Þeir voru ófáir brandararnir sem hrutu af vörum þínum og margar frásagnir því þú varst manna fróðastur og inni í flestum mál- um. Við viljum þakka þér fyrir það allt. Þetta var óvæntur og sár missir. Við viljum færa konu þinni, Möggu og börnum og barnabörnum innilegar samúða- kveðjur Björg og Steingrímur. Mikið óskaplega var gaman að umgangast hann Bósa. Hann var sennilega nálægt heimsmetinu í þeirri list að láta fólki líða vel í kringum sig. Ekki endilega af því að hann trommaði upp sjálfur með endalausa skemmtidagskrá, heldur vegna þess að hann gat sett tóninn á augabragði þannig að aðrir fóru umsvifalaust að njóta sín og blómstra. Ef hann hitti einhvern sem hann ekki þekkti, þurfti ekki nema fimm mínútur til að sá hinn sami gleymdi honum aldrei upp frá því, sama hvort viðkomandi var fimm eða níutíu og fimm ára. Og með fullri virðingu fyrir öllu því góða fólki sem ég þekki þá veit ég eng- an annan sem almennt er talað eins vel um og Bósa, jafnt af vin- um hans sem nánast bláókunn- ugu fólki. Enda var hann virðing- ar verður. Hann var traustur og vandaður, ósérhlífinn og hugul- samur og gekk til starfa sinna af fádæma samviskusemi og dugn- aði alla tíð, bóngóður og sann- gjarn nánast úr hófi. En um leið og hann var ábyrgðartilfinningin holdi klædd og ekkert fékk að danka eitt andartak eða lausir endar að hanga óhnýttir, skórnir alltaf burstaðir og brot í buxun- um, var í honum svo mikil lífs- gleði og leikur að það hálfa væri meira en nóg. Hann kunni brand- arana á færibandi, tíkalla- og spilagaldra í röðum og var svo auðvitað algjör dellukarl á nánast öll spil og hafði þroskað með sér sannkallaða meistaratakta í að halda spilafélögunum við efnið löngu eftir að tími var til kominn að segja þetta gott og fara heim að sofa. Þá skipti engu hvort verið var í borðspili við stofuborðið heima eða allra, allra síðasta úr- slitageiminu á billanum eftir að búið var að loka og byrjað að stóla. Það er þess vegna ekki al- veg í karakter að hann skuli vera kallaður burt svona snemma, meðan ævikvöldið er ennþá bráð- ungt og svo margt eftir að gera, sér og öðrum til skemmtunar. Hann var gjörsamlega ófeim- inn. Hafði gaman af öðru fólki og annað fólk af honum. Hans verð- ur minnst með hlýju og gleði. Smitandi, gáskafullur hláturinn er sko alls ekki þagnaður. Hann hljómar áfram í höfði okkar og hjarta sem vorum svo lánsöm að fá að deila lífinu með Bósa Bach- mann. Ólafur Grétar Haraldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.