Morgunblaðið - 17.05.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.05.2012, Qupperneq 28
✝ Jóhanna Krist-ín Guðjóns- dóttir Hjaltalín fæddist 22. sept. 1918 í Reykjadals- koti í Hruna- mannahreppi. Hún lést á Sjúkrahús- inu í Stykkishólmi 30. apríl 2012. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Halldórsson frá Reykjadalskoti, f. 20. apríl 1884, d. 24. maí 1965, og Jó- fríður Jóhannsdóttir frá Rauðasandi, f. 27. mars 1881, d. 31 des. 1964. Hún ólst upp í Reykjadalskoti til 10 ára aldurs er foreldrar hennar fluttu til Reykjavíkur. Hinn 21. sept. 1940 giftist Jóhanna Vilhjálmi V. Hjaltalín frá Brokey á Breiðafirði, f. 31. des. 1905, d. 16. maí 2000. Þar bjuggu þau til 1980 er þau fluttu í Stykkishólm og bjuggu þar til dánardags. Þeim varð fjögurra barna auðið en þau ardóttur. Dóttir þeirra er Jóhanna Kristín. Fyrir á Ásta Margréti Erlu, Söndru og Sig- urð Júlíusarbörn. Jóhanna lærði kjólasaum hjá danskri konu sem var kjóla- meistari í Reykjavík og var ein- hver sumur í kaupavinnu með móður sinni. Síðan fór hún í kaupavinnu vestur í Breiða- fjörð, til Þorvarðar og El- ínbjargar í Rifgirðingum. Þar kynntist hún Vilhjálmi en hann var úr Brokey. Eftir það varð ekki aftur snúið og þau hófu búskap í Brokey ásamt Jóni bróður hans og Ingibjörgu, en hún var frænka Jóhönnu. Í 40 ár var mjög náið sam- býli og í sama eldhúsi í 15 ár. Eftir að þau fluttu í Stykk- ishólm var samgangur milli þeirra á hverjum degi, þegar Ingibjörg lést fékk það mjög á Jóhönnu. Jóhanna var jarðsungin frá Stykkishólmskirkju þriðjudag- inn 15. maí 2012. eru: 1) Freysteinn V. Hjaltalín. 2) Friðgeir V. Hjalta- lín, kvæntur Sal- björgu Sigríði Nóadóttur. Börn þeirra: a) Jóhanna Rós F. Hjaltalín. Hennar maður Magnús Snorri Magnússon, synir þeirra eru Fannar og Dagur. b) Eydís F. Hjaltalín. c) Jófríður F. Hjaltalín. Hennar maður Steinar Þór Al- freðsson. Dætur þeirra eru Sandra Rut, Svana Björk og Rakel Myrra. 3) Laufey Gerður V. Hjaltalín. Gift Þorsteini Sig- urðssyni. Þeirra synir: a) Vil- hjálmur Hjaltalín, í sambúð með Völu Björk Víðisdóttur, þeirra synir eru Bjarki Freyr og Brynjar. b) Steindór, kvænt- ur Önnu Kurzeja, þeirra börn eru Sigurður Maciej og Krist- jana Ósk. 4) Guðjón V. Hjalta- lín, í sambúð með Ástu Sigurð- Mig langar til að minnast ömmu í Brokey í nokkrum orðum. Ég var svo lánsamur að fá að eyða mestum hluta sumarsins hjá ömmu og afa í Brokey í æsku, oft var ég þar eina barnið ásamt ömmu og afa, Ingu og Jóni og hundinum Depli. Amma og Inga voru öllum stundum að hreinsa dúninn meðan ég lék mér úti með Depli eða fór út að róa. Minnisstætt er það þegar amma bakaði kökur fyrir okkur afa, með rúsínum fyrir afa en án rúsína fyrir mig. Daginn eftir lögðu tveir piltar af stað, annar 82 ára og hinn 10 ára, róandi inn í Barmeyjar sem mér fannst tölu- verður spotti, okkur munaði ekki um að leita allar þrjár eyjarnar. Við skiptumst á að róa og afi sýndi mér hvernig faðir hans reri stund- um með því að sitja á þóftu fyrir aftan árarnar og snúa sér fram. Það var þreyttur kútur sem kom heim til ömmu sem hafði þá útbúið hangikjöt fyrir okkur með upp- stúfi fyrir afa en kartöflustöppu fyrir mig og grjónagraut í eftir- rétt. Þegar amma hafði lokið skyld- um sínum yfir daginn settumst við oft niður og spiluðum marías eða kasínu eða hún sagði mér sögur. Hún rifjaði þá oft upp æsku sína þegar hún bjó með foreldrum sín- um austur í Reykjadalskoti í Hruna. Stundum settist Inga með okkur og þá varð forvitinn strákur ein eyru, þegar frænkurnar kom- ust á flug. Þótt sumt sem þær rifj- uðu upp hafi kannski ekki verið ætlað mér lét ég fara lítið fyrir mér og hlustaði af áfergju og drakk í mig hvert einasta orð. Þegar þær komu aftur í stofuna eftir minningaflugið tóku þær það skýrt fram að ég ætti nú ekki að hafa þetta kerlingahjal eftir þeim. Þegar ég hugsa til baka til þeirra stunda sem ég átti með ömmu og afa í æsku og fram að dánardegi afa vekur það hjá mér mikla hlýju að sjá hve samhent hjón þau voru og ást þeirra var virkilega djúp eftir öll þessi ár. Afi var á spítalanum síðustu ár ævi sinnar og dagurinn hjá ömmu byggðist á því að komast upp á spítala í heimsókn. Oft var það mitt hlutverk að keyra hana þang- að þótt hún teldi það ekki eftir sér að labba. Þegar ég sótti hana fór ég upp til þeirra og sat með þeim dálitla stund. Oft sátu þau saman út við glugga og horfðu út á sjó og eyjarnar og héldust í hendur og þurftu ekkert endilega að tala heldur var návist hvort annars þeim alveg nóg, líkt og ungt og ástfangið par. Einu sinni þegar ég var að keyra ömmu heim af spítalanum skemmti hún sér yfir því að ein- hverjar hjúkrunarkonur á spítal- anum hefðu verið að tala um sjald- séða gamla ást. Seinna meir fórum við Anna að venja komur okkar til ömmu, oft- ast vikulega, þegar Anna þreif hjá henni á meðan ég sat og blaðraði við ömmu um heima og geima og svo að sjálfsögðu með Silla og Kristjönu eftir að þau fæddust. Þegar langt var liðið á milli heim- sókna minnti Silli okkur á að nú þyrftum við að fara að heimsækja langömmu. Ég kveð þig nú, elsku amma, með sorg og söknuð í huga þótt innst viti ég að þú hefur hitt afa, stóru ástina í lífi þínu, aftur og ég ylja mér við þá tilhugsun að kannski fái ég tækifæri til að segja barnabörnunum mínum sögur af einstakri ömmu. Hvíl í friði elsku amma í Brok- ey. Steindór. Jóhanna Kristín Guðjónsdóttir Hjaltalín 28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Til hærri sviða hugur snýr helgi breiðist yfir Það er söknuður á kveðju- stundu, þegar fækkar í systk- inahópnum. Sérstaklega finnst það þegar mikil samheldni hef- ur verið alla tíð hjá systkinum. Við vorum fimm í eldri hópnum sitt á hverju árinu og vorum við því mjög nátengd félagslega í uppvexti okkar. Fimm og sex árum síðar bættust við tvö yngri systkini okkar. Alla tíð hélt þessi hópur mjög góðu sambandi, þótt hann dreifðist síðar. Fyrsta ferð okkar Hrefnu að heiman út í hinn stóra heim var haustið 1939. Þá vorum við 12 og 15 ára. Við dvöldum vestur á Flateyri hjá Hirti móðurbróður okkar og Rögnu konu hans.Við vorum þar í unglinga-kvöld- skóla. Hrefna sinnti auk þess mikið heimilisstörfum, en ég var mest með frjálsa viðveru á daginn. Það var notalegt að hafa systur sína með í þessari Hrefna Þórarinsdóttir ✝ Hrefna Þór-arinsdóttir fæddist á Hólum í Hjaltadal 27. júlí 1924. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 7. maí 2012. Útför Hrefnu fór fram frá Digra- neskirkju 16. maí 2012. fyrstu ferð að heiman. Hrefna var mikil handíðamanneskja. Prjónaskapur í höndum og í vél og ekki síður hekl lék í höndum hennar. Þá annaðist hún mikið saumaskap og beitti þar sér- stakri nýtni ef gera þurfti upp flíkur eða lagfæra listmuni. Hógværð hennar og búhyggindi komu fram í öllum verkum hennar. Heimilisstörfin urðu hennar að- alverkefni. Hún rækti þau af mikill nákvæmni og samvisku- semi. Auðlegð í hennar garði var hin vandaða persóna, en ekki innistæður í fallvöltum bönkum. Hrefna annaðist ræstingar í Kópavogsskóla í fjöldamörg ár. Þar eignaðist hún marga trausta vini, sem minnast henn- ar og héldu tryggð og kunn- ingsskap við hana. Að leiðarlok- um stendur þó fremst hið fagra og farsæla uppeldishlutverk hennar, sem kemur fram í börnum hennar og barnabörn- um og ekki síður þau góðu áhrif sem hún hafði á samferðafólk sitt. Þetta stendur fremst þegar við systkinin minnumst góðrar systur á kveðjustundu. Söknuður í brjósti býr, blessuð minning lifir Hjörtur Þórarinsson. Hún Ebba systir mín er látin eftir veikindi frá því í október 2010. Hún var þriðja í röðinni af sjö systkinum, fimm eldri og tveim yngri hálfsystkinum. Öll alin upp saman. Það kom mikið í hlut Ebbu minnar að passa okkur og ég veit að oft var það hennar hlutverk, að vera með okkur hin yngri þegar aðrir voru við leik og störf úti. Að hennar sögn var það ekkert leiðinlegt og við hefðum ekkert verið óþekk. Hún hafði líka gott lag á börnum eins og ömmu- börnin hennar hafa fundið, og mörgum er hún búin að kenna að hekla og prjóna. Hún var ákaflega flink i höndunum, lærði á námskeiðum að sníða og sauma. Hannaði marga flíkina bæði á mig og aðra, t.d. ferm- ingarkjólinn minn sem var hvít- ur og síður. Svo nutu auðvitað börn og barnabörn góðs af þessum hæfileikum hennar. Hún Ebba mín reyndi margt um ævina. Heilsan var oft ekki góð og ýmsir erfiðleikar mættu henni á lífsleiðinni, en lundin var létt og alltaf var stutt í hlát- urinn. Hún var góður leikari, hún gat næstum því leikið hvern sem var og skemmti öðr- um með þessum hæfileikum sínum þegar það átti við. Hún tók öllu með jafnaðargeði og gerði gott úr öllu. Eiginmaður hennar Hendrik Rasmus lést árið 1991. Börn þeirra eru þrjú og kominn er fallegur hópur af ömmu- og langömmubörnum. Þessi fallegi hópur hennar hefur sinnt henni af mikilli alúð og miklum kær- leika í þessum síðustu veikind- um hennar. Ég kveð kæra syst- ur með þökk fyrir allt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut, en aftanskinið hverfur fljótt, það hefur boðið góða nótt. (Magnús Gíslason) Börnum Ebbu og fjölskyld- um þeirra sendum við Máni innilegar samúðarkveðjur. Kristín Ingibjörg Tómasdóttir. Kynni okkar Hrefnu hófust í brúðkaupi hennar og föður míns, 12. september 1951. Ég hafði lítið samband haft við hann frá skilnaði foreldra minna og sú mynd, sem ég ólst upp við af honum, var býsna broguð. Starf hans og lífsmáti þóttu lítt til fyrirmyndar, spil- andi djass og danslög með til- heyrandi óreglu eða siglandi um heimsins höf. Gallar hans voru gjarnan tíundaðir og brýnt fyrir mér að vinna gegn þeim sem ég kynni að hafa erft. Hafði sjálf þó ekki haft nema gott af honum að segja, það litla sem var. Það kom mér á óvart þegar hann bað mig að vera við fyr- irhugaða hjónavígslu sína, sá ekki að hún kæmi mér mikið við en féllst þó á það, m.a. fyrir hvatningu fósturforeldra minna. Ég kveið því að hitta nýju kon- una, taldi næsta víst að mér mundi lítt líka við hana – sem gerði svo sem ekkert til því að ég átti ekki von á að kynni okk- ar yrðu mikil – og varð því heldur betur undrandi að hitta fyrir tilgerðarlausa, fremur stórgerða en fallega konu, sem frá streymdi ótrúleg hlýja og kraftur; handtakið þétt og aug- un djúp og skær. Mér létti og hugsaði, að manni sem hefði valið sér slíka konu að lífsföru- naut, gæti ekki verið alls varn- að. Milli okkar Hrefnu tókst þegar sterk vinátta sem aldrei bar skugga á. Er skemmst frá því að segja að hún varð til þess að auka samband mitt við föður minn og sýna mér hans betri eðlisþætti. Hann var þó oft heldur brokkgengur, blessaður, og veikur fyrir freistingum Bakkusar, en ætíð stóð Hrefna eins og klettur við hlið hans og var óþreytandi að benda börn- um hans sem öðrum á kosti hans umfram galla. Það duldist heldur engum sem til þekkti hversu mikils hann mat hana og virti; hann gerði sér þess ljósa grein að hún var lífsankeri hans. Þau eignuðust svo þrjú yndisleg börn sem urðu að vel menntuðum, frábærum mann- eskjum. Öll fundu þau sér mæta maka og eignuðust samtals níu börn, hvert öðru glæsilegra. Þau og barnabarnabörnin átta hafa verið svo lánsöm að njóta ástar og umhyggju þessarar einstöku konu, sem hefur verið þeim öllum styrk stoð. Fjöl- skyldu minni sýndi hún ætíð takmarkalausa hlýju og kær- leika, tók okkur öllum jafnan opnum örmum. Hrefna var ein besta mann- eskja sem ég hef kynnst. Hún var ætíð róleg og yfirveguð í framkomu, tók með jafnaðar- geði hverju sem að höndum bar. Afstaða hennar til manna og málefna var ætíð mörkuð raunsæju mati, velvild og mannskilningi. Hún var trygg vinum sínum og fjölskyldu og aldrei heyrði ég hana lasta nokkra manneskju. Hrefna vann alltaf mikið, bæði heima og heiman; það var sem henni félli aldrei verk úr hendi. Öll nutum við góðs af hannyrðum hennar því að hún saumaði föt á alla fjölskylduna og var slyng að sjá hvað hverjum hentaði. Hún heklaði mikið, m.a. vett- linga með sérstöku mynstri, sem voru fastir liðir í jólapökk- um barnanna allt frá fæðingu fram á fullorðinsár. Það var mér mikil gæfa að kynnast þessari einstöku konu sem við nú kveðjum að lokinni langri ævi hennar. Þakkir ómældar flyt ég henni frá mér og mínum og innilegar samúð- arkveðjur fjölskyldu hennar allri. Margrét H. Langri og fallegri lífsgöngu Hrefnu Þórarinsdóttur er lokið. Hún sýndi samferðafólki sínu gott fordæmi. Hún var góð manneskja, hlý og umhyggju- söm. Vináttan milli fjölskyldu minnar og hennar var óslitin alla tíð. Móðir Hrefnu og stjúpfaðir tóku við Reykhólajörðinni á Barðaströnd eftir að forfeður mínir hættu þar búskap, en aldrei rofnaði sambandið við Reykhóla og vináttan var svo mikil að ég, sem strákur, leit alltaf á Hrefnu sem „frænku“ mína. Ég fékk að vera í sveit á Reykhólum og var hún borg- arbarninu stoð og stytta í sveit- inni. Hún og Dídí systir hennar kenndu bæði mér og Bent frænda mínum að synda í heimalaug Reykhóla. Oft feng- um við að vera daglangt í laug- inni og komum aðeins upp úr til að borða. Sundárangurinn stóð heldur ekki á sér og við frænd- urnir fengum alltaf 10 í einkunn í sundi í barnaskóla. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru PERLU K. ÞORGEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og elsku- legheit. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, sjá frikirkja.is. Brandur Þorsteinsson, Lárus Geir Brandsson, Ingibjörg Marinósdóttir, Jóna Margrét Brandsdóttir, Guðbergur Ástráðsson, Jón Þór Brandsson, Sif Stefánsdóttir, Fríður Brandsdóttir, Guðlaugur Sæmundsson, Hafdís Brandsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNHILDAR ÖBBU MAGNÚSDÓTTUR frá Sauðárkróki. Sérstakar þakkir til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og Hrafnistu í Reykjavík. Hildur Svafarsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Ólöf Svafarsdóttir Wessman, Wilhelm Wessman, Svavar Ásbjörnsson, Linda Wessman, Knútur Rúnarsson, Róbert Wessman, Ýr Jensdóttir, Gunnhildur Wessman, Arnar Haraldsson, Arnþór Jónsson, Alda Jónsdóttir, Ómar Andri Jónsson, Arna Ragnarsdóttir og langömmubörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.