Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 138. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Tom Cruise: Á Íslandi að vinna 2. Reyna að róa Rihönnu 3. Gömul ösp barkarflett 4. Blómvöndur frá Jennifer Aniston »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Leikarinn Tom Cruise verður fimm- tugur 3. júlí nk. og segir hann í viðtali í tímaritinu Playboy að hann muni halda upp á afmælið á Íslandi. Hann verði þá staddur hér á landi við tökur á kvikmynd. Sú nefnist Oblivion. Reuters Heldur upp á fimm- tugsafmælið á Íslandi  7. júní nk. mun Minningarsjóður Kristjáns Eldjárns gítarleikara halda tónleika í Há- skólabíói til að minnast þess að tíu ár eru liðin frá því Kristján lést. Fjöldi flytjenda kemur fram, m.a. Bubbi Morthens og Páll Óskar. Allur ágóði rennur í sjóð- inn sem veitir framúrskarandi tón- listarmönnum viðurkenningu. Minningartónleikar um Kristján Eldjárn  Tónlistarmennirnir Snorri Helga- son og Ásgeir Trausti koma fram í salnum Gym & Tónik á Kex Hosteli í kvöld kl. 21. Snorri hefur gefið út fjórar plötur, þar af tvær með hljómsveitinni Sprengjuhöllinni. Ásgeir Trausti vinnur hins vegar að fyrstu sóló- plötu sinni og er hún væntanleg síðar á árinu. Snorri og Ásgeir Trausti á Kex Hosteli Á föstudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og dálitlar skúrir, en stöku él norðaustanlands. Hiti 1 til 8 stig. Á laugardag Suðlæg átt með vætu á sunnanverðu landinu, en bjartviðri nyrðra. Hlýnandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg átt og dálítil slydda á norðan- verðu landinu og snjókoma til fjalla, en smáskúrir syðra. Hiti 1 til 10 stig, svalast norðaustantil. VEÐUR Brynjar og Helgi með tilboð frá KR „Ég gerði ekkert öðruvísi nema þá að ég tók mér ekkert frí. Ég var eins og margir vita að reyna koma mér út og fór á reynslu hjá nokkrum liðum,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, sem er leikmaður 3. umferðar í Pepsi- deildinni að mati Morg- unblaðsins. »3 Kjartan Henry bestur í 3. umferðinni Rúnar Sigtryggsson er aftur á leið í handboltaþjálfun en hann hefur verið ráðinn þjálfari þýska handknattleiks- liðsins Aue frá og með næstu leiktíð. „Þetta kom fyrst upp á borðið hjá mér í mars og þetta er búið að vera ákveðið í þónokkurn tíma,“ sagði Rúnar við Morgunblaðið en hann verður kynntur til sögunnar hjá félag- inu á laugardaginn. »3 Rúnar verður næsti þjálfari Aue ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Beint flug Icelandair til Denver breytir öllu,“ segir Sverrir Ragn- arsson, framkvæmdastjóri Door Training & Consulting á Íslandi með búsetu í Denver, en starfs síns vegna þarf hann að fljúga reglulega til Íslands og annarra landa. „Þetta einfaldar öll ferðalög og er í raun stórkostlegt.“ Denver í skjóli Klettafjallanna í Colorado er heimsborg og alþjóða- flugvöllurinn þar er sá stærsti í Bandaríkjunum. Um hann fóru tæplega 53 milljónir farþega í fyrra, og setur það völlinn í 11. sæti í heiminum hvað farþega- fjölda varðar. Lesendur Business Traveler Magazine kusu hann besta flugvöllinn sex ár í röð (2005-2010), en Icelandair hóf beint flug þangað fyrir viku. Allur pakkinn í Denver „Fyrir áhugamann um íþróttir eins og ég er má fá allan pakkann í Denver,“ segir Sverrir, sem er fyrsti Íslendingurinn til að útskrif- ast frá University of Denver en hann hóf þar viðskiptanám 1992 og útskrifaðist 1996. Hann tók hluta meistaraprófsnáms við sama skóla og eftir að hafa keypt hús í borginni 2005 hefur fjölskyldan búið þar allt að þrjá mánuði á ári þar til hún flutti þangað alfarið í desember sem leið eftir að Þrúður Gunnarsdóttir, eiginkona Sverris, hafði lokið doktorsprófi á Íslandi. Hún þróaði meðferðarúrræði fyrir fjölskyldur og of feit börn og fékk í kjölfarið boð um að vinna í sínu fagi við bestu aðstæður í Denver. Sverrir stofnaði eigið ráðgjaf- arfyrirtæki, SR Training, 2007 og hafði hug á að komast í samband við alþjóðlegt fyrirtæki á sama sviði. „Ég hringdi í eiganda Door Training og sagði honum að ég væri einn sá besti sem hann ætti völ á. Þetta var á föstudegi í maí 2008, hann kunni vel að meta hvatvísina og spurði hvort ég gæti komið til Þýskalands á mánudegi til þess að sanna mig. Ég mætti á tilsettum tíma og við skrifuðum undir samning fyrir kvöldið.“ Heilbrigður lífsstíll einkennir Colorado og Sverrir segir að hann höfði til fjölskyldunnar en þau Þrúður eiga tvær dætur, Mel- korku 12 ára og Söru 5 ára. „Frá Denver er stutt í útivistarsvæðin í fjöllunum og hér er sól 300 daga á ári. Vegna þess hvað loftið er þurrt er aldrei of kalt eða of heitt og héðan liggja vegir til allra átta.“ Opnar margar dyr frá Denver  Beint flug Ice- landair auðveldar alla tengingu Morgunblaðið/Kristinn Á ferð og flugi Sverrir Ragnarsson býr í Denver og beint flug Icelandair þangað auðveldar honum að fara á milli. DOOR Training & Consulting (doortraining.com) er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki með bækistöðv- ar í yfir 60 ríkjum um allan heim. Höfuðstöðvarnar eru í Þýskalandi og er Sverrir Ragnarsson fulltrúi DOOR á Íslandi. Fyrirtækið er eitt hið öflugasta sinnar tegundar í heiminum og sér um þjálfun starfs- manna til að bæta árangur hjá mörgum stórfyrirtækjum á ýmsum sviðum. Þar má nefna Adidas, BMV, Coca Cola, Hilton, Honeywell, IBM, IKEA, Johnson & Johnson, Micro- soft, Siemens, Sony og Vodafone. Þjálfunin nær yfir mismunandi svið eins og til dæmis stjórnun, samskipti, sölufærni, samn- ingatækni, tímastjórnun og fleira. „Við vinnum við að opna margar dyr úti um allan heim,“ segir Sverrir. Denver tenging við allan heim SVERRIR RAGNARSSON Á FERÐ OG FLUGI Brynjar Þór Björnsson og Helgi Már Magnússon, landsliðsmenn í körfuknatt- leik, gætu verið á leið heim til þess að spila með upp- eldisfélagi sínu KR á næsta tímabili. Þeir eru í það minnsta með tilboð frá KR samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Báðir léku þeir í Svíþjóð á síðasta tímabili. Brynjar með Jämtland og Helgi með 08 Stockholm. »1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.