Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 29
Tengslin við Hrefnu styrkt- ust svo enn frekar þegar hún giftist frænda mínum, Hendrik Rasmus, en móðir mín, Líney Bentsdóttir, og Henni voru systkinabörn. Svo skemmtilega vildi til að Hrefna og Henni bjuggu næst- um alla sína hjúskapartíð í næsta húsi við fjölskyldu mína í Kópavogi. Tíðar heimsóknir Hrefnu til foreldra minna voru alltaf uppfræðandi og skemmti- legar. Hrefna sem hafði alist upp á Reykhólum var mjög fróð um lífið í sveitinni og þær mamma skemmtu sér við að rifja upp mögnuð ævintýri lang- afa míns Bjarna Þórðarsonar, fyrrverandi stórbónda á Reyk- hólum. Seinna þegar móðir mín var komin á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð reyndist Hrefna henni einstaklega vel. Hún heimsótti hana reglulega þó að hún væri sjálf farin að finna fyrir ýmsum líkamlegum kvillum. Iðulega var hún fótgangandi því strætó tók hún helst ekki nema í mjög slæmri færð. Hrefna var ávallt boðin og búin að aðstoða foreldra mína í hvívetna á ævikvöldi þeirra. Fyrir þá nærveru og hlýju vin- áttu sem hún sýndi þeim er fjölskylda mín afar þakklát. Ég votta börnum Hrefnu, þeim Steinunni, Hugo og Tóm- asi, og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð. Gísli Gestsson. Í dag kveð ég hinsta sinni vinkonu mína Hrefnu Þórarins- dóttur Rasmus. Hrefna var merkileg kona sem kenndi mér margt. Það sem lýsti hennar persónu einna best var heið- arleiki, trúmennska og endalaus dugnaður, en það var líka ávallt stutt í húmorinn og hjartahlýrri manneskja var vandfundin. Allt sem Hrefna gerði var vel gert. Hún steikti bestu kleinur í heimi, bjó til bestu rabarbar- asultu í heimi og rifsberja- hlaupið sem hún gaukaði að móður minni var eiginlega það eina í ísskápnum sem alls ekki mátti snerta nema á hátíðisdög- um. Það gat nefnilega enginn annar en Hrefna búið til hlaup sem var „almennilegt hlaup“. Hrefna var líka mikil sauma- kona en í mínum huga var að- alsmerki hennar þó vettlingarn- ir sem hún heklaði svo listilega. Alla okkar barnæsku sá Hrefna okkur systkinunum – og fjölda- mörgum öðrum börnum – fyrir vettlingum. Reyndar var það svo að í Kópavoginum í gamla daga var hægt að sjá það á vettlingunum hvort barn hefði einhver tengsl við Hrefnu eður ei, því öll börn sem Hrefna þekkti fengu vettlinga sem voru engu öðru líkir, og handbragðið var einstakt. Ávallt var gaman að koma til Hrefnu í Barmahlíðina. Hin seinni ár skapaðist sú venja að ég heimsótti hana um hádeg- isbilið á aðfangadag og þá var mikið spjallað. Hún sagði mér frá gamalli tíð en einnig af börnunum sínum og barnabörn- um sem hún var afar stolt af. Um leið og ég þakka Hrefnu fyrir allt vil ég votta börnum hennar þeim Steinunni, Tómasi og Húgó, mökum þeirra og barnabörnum mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning einstakr- ar konu. Ragnheiður Gísladóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 ✝ Svandís Jóns-dóttir Witch fæddist í Breið- holti 5. júní 1932. Hún lést 4. maí sl. Hún var dóttir hjónanna Katrínar Eyjólfsdóttur, f. 18. janúar 1891, og Jóns Ingimars- sonar, f. 16. apríl 1894. Hún var yngst af 7 börnum þeirra. Systkini hennar voru: Eyjólfur, f. 1920, látinn, Rann- veig, f. 1922, látin, Guðrún, f. 1923, látin, Ingimar Guð- mundur, f. 1925, Aðalsteinn Valdimar, f. 1927, látinn, Tóm- as, f. 1929. Foreldrar hennar voru bændur í Breiðholti 1925 til 1936. Hún gekk í Miðbæj- arskólann. Fór síðan í Kvenna- skólann og þaðan í Mennta- skólann í Reykjavík. Eftir stúdentspróf vann hún við upp leikritið Belinda í Hafn- arfirði. Hún þýddi leikritið og lék aðalhlutverkið og fékk góða dóma. Þau unnu hér um tíma og gengu í hjónaband hinn 1. júní 1963. Skömmu síðar fluttu þau til London og bjuggu þar síðan. Hún var skrifstofustjóri hjá flutningafyrirtæki þar til hún komst á eftirlaun. Raymond Herbert Witch fæddist í Hampton Court 6. október 1927. Hann lærði leiklist í R.A.D.A. og starfaði við leik- list alla ævi. Hann lék í fjölmörgum leik- ritum, kvikmyndum og í yfir 50 sjónvarpsþáttum. Hann lést 8. desember 2009. Þau voru barnlaus. Minningarathöfn um þau fer fram í dag, 17. maí 2012, í Kópavogskirkju kl. 11. Á sama tíma fer útför Svandísar fram í London. skrifstofustörf hjá Verslun O. Ellingsen um tíma. Síðan fór hún í leiklistarnám í Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins og útskrifaðist þaðan. Þá tóku hún og félagar hennar sig saman og ferðuðust um landið og sýndu leikrit víða um land. Síðan fór hún til London og stundaði nám við R.A.D.A. um tíma. Þar kynntist hún Ray- mond Herbert Witch og kom með honum heim. Hann setti Svandís Jónsdóttir föðursystir mín er látin. Hún var með Alzheimer í 15 ár. Þakka má fyrir að hún hafi nú fengið hvíldina. Ég man eftir Svönu, eins og hún var alltaf köll- uð sem barn, á Spítalastíg hjá ömmu og afa. Þegar hún fór í leiklistarskólann komu félagar hennar mjög oft með henni heim. Það var mjög gaman fyrir smá- skjátu að fá að hitta og kynnast leikurum framtíðarinnar. Hún fór til London í fram- haldsnám og kom heim með til- vonandi manninn sinn Raymond Witch. Hún þýddi leikritið Bel- inda sem er um mállausa og heyrnarlausa stúlku, hún lék sjálf Belindu og Ray, eins og hann var alltaf kallaður, var leik- stjóri. Ég fékk að fara og sjá leikritið með ömmu og afa þá að- eins 12 ára gömul og var það mikil upplifun að fara í leikhús að kvöldi. Þau giftu sig 1. júní 1963 og fluttu fljótlega út til London þar sem hún vann skrifstofustörf hjá flutningsfyrirtæki. Ray lék í kvikmyndum, á leiksviði og í ýmsum sjónvarpsþáttum, þar á meðal var Onedin-skipafélagið sem var sýnt hér á sínum tíma. Árið 1972 fór ég fyrst til Lond- on og bjó hjá þeim í viku og þá kynntist ég þeim báðum aftur. Nú gat ég talað við Ray sem ég hafði ekki getað hér heima. Ég fór nokkrar ferðir út og bjó hjá þeim og það var mjög gaman að vera með þeim. Alltaf var maður velkominn og leið vel hjá þeim. Ég man að fyrst þegar ég var hjá þeim var Svana farin í vinnu þegar ég vaknaði, hún fór af stað kl. 6 á morgnana. Þá hafði Ray til morgunmat, síðan fór ég í versl- anir. Þegar heim kom vildi hann sjá allt sem var í pokum. Ég tíndi upp á borð og voru viðbrögðin hjá honum „oj bara“ mér brá og hélt að þetta væri bara drasl og pakkaði saman. Þegar Svana kom sagði ég henni frá þessu, þá hló hún og sagði þetta þýðir flott og vandað, þar með var því lokið. Við hjónin fórum nær árlega til London og alltaf til þeirra, borðuðum hjá þeim eða við fór- um saman út að borða. Eftir að Svana fór á hjúkrunarheimili héldum við áfram að fara til Ray og svo með honum til Svönu. Fyrst þegar við fórum til hennar talaði ég og talaði, hún var þá hætt að tala, allt í einu tekur hún í mig og segir „komdu“ þá átti ég að fara og ganga með henni. Svana lést hinn 4. maí 2012 og fer útför hennar fram í dag á sama tíma og minningarathöfnin hér. Ray fór til hennar daglega á meðan heilsa hans leyfði, hann var veikari en hann gaf manni upp og fór meira af vilja en mætti. Hann lést 8. desember 2009 og fór útför hans fram í London á Þorláksmessu 2009. Ég verð að þakka séra Sigurði Arnarsyni, fyrrverandi sendiráðspresti í London og nú sóknarpresti í Kópavogskirkju, sérstaklega fyrir alla hans aðstoð og hjálp. Hann heimsótti þau og sat fundi með starfsfólki heim- ilisins ásamt ýmsu öðru sem hann gerði enda segir hann nú að þeir Ray hafi verið vinir, er hægt að hugsa sér eitthvað fallegra? Elsku pabbi, Ingimar og Est- er, innilegar samúðarkveðjur, blessuð sé minning Svönu og Ray og megi þau hvíla í friði. Margrét. Svandís Jónsdóttir Witch og Raymond Witch Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Skálalækjarás 15, lnr. 195-687, Skorradal, þingl. eig. Stefán Smári Lárusson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 16. maí 2012. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Eyjabakki 28, 204-7492, Reykjavík, þingl. eig. Katrín Ösp Bjarkadóttir og Ricardo Jorge Rosario Sousa, gerðarbeiðandi Eyjabakki 18-32, húsfélag, þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 15:00. Gyðufell 14, 205-2504, Reykjavík, þingl. eig. Magnús Finnur Magnússon, gerðarbeiðandi Síminn hf., þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 14:00. Háholt 7, 208-3152, Mosfellsbæ, þingl. eig. Áslákur ehf., gerðarbeiðendur Mosfellsbær og NBI hf., þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 11:30. Í Miðdalsl. II, 125174, 208-4613, Mosfellsbæ, þingl. eig. Alda Val- garðsdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 10:00. Kvíslartunga 52, 231-7940, Mosfellsbæ, þingl. eig. K52 ehf., gerðarbeiðandi Mosfellsbær, þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 16. maí 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bræðraborgarstígur 4a, 200-0884, Reykjavík, þingl. eig. Guðmundur R. Mýrdal Jónsson, gerðarbeiðendur Drómi hf., Kreditkort hf., Reykjavíkurborg og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 21. maí 2012 kl. 15:00. Jónsgeisli 75, 227-0739, Reykjavík, þingl. eig. Ragna Ársælsdóttir og Haraldur R. Gunnarsson, gerðarbeiðendur Fjarskipti ehf., Holtavegur 10 ehf. og Reykjavíkurborg, mánudaginn 21. maí 2012 kl. 10:30. Sólvallagata 45, 200-2341, Reykjavík, þingl. eig. Árni Sigurðsson, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Vörður tryggingar hf., mánudaginn 21. maí 2012 kl. 14:30. Úlfarsbraut 18-20, 230-8280, Reykjavík, þingl. eig. Magnús Ver Magnússon, gerðarbeiðendur BYR hf., Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar og Reykjavíkurborg, mánudaginn 21. maí 2012 kl. 10:00. Þorláksgeisli 49, 226-1296, Reykjavík, þingl. eig. Erna Agnarsdóttir, gerðarbeiðandi Hekla ehf., mánudaginn 21. maí 2012 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 16. maí 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Baugakór 19-23, 0001, fastanr. 227-9011, þingl. eig. Davíð Hrannar Hafþórsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 11:00. Fákahvarf 9, fastanr. 228-4332, þingl. eig. Sigurþór Þórólfsson og Rut Aðalsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 11:30. Fossahvarf 10, fastanr. 230-2676, þingl. eig. Rut Hallgrímsdóttir, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 13:00. Hlaðbrekka 11, 0001 (206-1621), þingl. eig. Kristborg Halldórsdóttir, gerðarbeiðendur Gildi -lífeyrissjóður, Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn í Kópavogi, þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 14:30. Jöklalind 6, fastanr. 222-5969, þingl. eig. Guðmundur Aðalsteinsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 13:30. Kórsalir 3, 0604 (225-1939), þingl. eig. Salóme Eiríksdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 10:30. Vatnsendablettur 710, fastanr. 228-4188, þingl. eig. Íris Fanney Friðriksdóttir og Vilhelm Patrick Bernhöft, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 22. maí 2012 kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 16. maí 2012. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Böggvisbraut 5, íb. 01-0101, bílsk. 02-0101 (215-4731) Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Brynja Ólafsdóttir og Matthías Matthíasson, gerðarbeið- endur Dalvíkurbyggð, Íslandsbanki hf. og Sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 14:15. Klettastígur 12, íb. 01-0101 (214-8354) Akureyri, þingl. eig. Erling Þór Júlínusson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf. 0565 og Landsbankinn hf., miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 10:00. Lyngholt 6, íbúð 01-0201, bílskúr 02-0102 (214-8848) Akureyri, þingl. eig. Aron Freyr Hermannsson og Helena Sigurdórsdóttir, gerðarbeið- endur Akureyrarkaupstaður og Landsbankinn hf., miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 10:15. Norðurgata 31, íb. 01-0101 (214-9491) Akureyri, þingl. eig. Leifur Egils- son, gerðarbeiðandi Valitor hf., miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 10:30. Smárahlíð 7, íb. L 04-0304 (215-0544) Akureyri, þingl. eig. Jóhanna Hildiberg Harðardóttir, gerðarbeiðandi Arion Bank Mortgages Institutio, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 10:45. Strandgata 49, veitingahús 01-0101 (215-1008) Akureyri, þingl. eig. GSB veitingar ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 11:00. Vallartún 6, íb. 01-0102 (228-2742) Akureyri, þingl. eig. Elva Dögg Hafdísardóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 11:20. Sýslumaðurinn á Akureyri, 16. maí 2012. Halla Einarsdóttir, ftr. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Álfhólsvegur 32, 0101, fastanr. 205-8051, þingl. eig. Haffrú ehf., gerðarbeiðandi Búseti svf., húsnæðissamvinnufél., miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 10:00. Álfhólsvegur 81, 0101, fastanr. 205-8194, þingl. eig. Halldór Kristinn Björnsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 10:30. Engihjalli 25, 0602, fastanr. 206-0185, þingl. eig. Einar Sigurður Einarsson, gerðarbeiðendur Engihjalli 25, húsfélag og Íbúðalána- sjóður, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 11:00. Eskihvammur 2, 0101 (206-0196), þingl. eig. Jóhannes Viggósson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn í Kópavogi, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 11:30. Hluti Nýbýlalands nr. 8, ca. 2 1/2 hektari, landsnr. 115731, þingl. eig. Benedikt Kristinsson, gerðarbeiðandi Arion banki hf., miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 13:00. Nýbýlavegur 40, 0102, fastanr. 206-4441, þingl. eig. dánarbú Gunnars Björns Björnssonar, gerðarbeiðandi Nýbýlavegur 40, húsfélag, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 13:30. Túnbrekka 2, 0101, ehl. gþ., fastanr. 206-5715, þingl. eig. Gunnar Valdimarsson, gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 14:00. Vogatunga 24, 0101, fastanr. 206-6125, þingl. eig. NatalieT. Narvaéz Antonsdóttir og Sigurður Óskar Arnarsson, gerðarbeiðandi Lands- bankinn hf., miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 14:30. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 16. maí 2012.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.