Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Tim Piper hefur túlkað John heitinn Lennon í sýningunni Just Imagine í tíu ár, sem er ansi langur tími. Eins og sjá má af með- fylgjandi mynd er Piper býsna líkur Lennon í útliti og þegar við bætist keimlíkur hreimur og söngur er engu líkara en Lennon sé mættur á svið, af umsögnum að dæma. Just Imagine hefur hefur um ára- bil verið á fjölum Hayworth-leik- hússins í Los Angeles en er nú kom- in til Íslands, í Gamla bíó. Sýningin er blanda tónleika og frásagnar, Piper flytur lög Lennons ásamt hljómsveit, fer yfir ævi Bítilsins og störf en margmiðlun er beitt til að auka á sjónræna upplifun gesta. Pi- per og félagar hans í hljómsveitinni hafa flakkað víða um heim með sýninguna og nú er röðin komin að Íslandi. Blaðamaður ræddi við Piper í fyrradag en þá var hann nýkominn til landsins. – Þú ert ansi líkur John Lennon! „Já, ég er svo lánsamur að líkjast honum nægilega og fyrir vikið verð- ur sýningin raunverulegri. Hljóm- sveitin lítur líka út fyrir að vera frá árinu 1978,“ segir Piper og hlær. – En þú ert ekki frá Liverpool… „Nei, ég fæddist í New York, nokkrum húsaröðum frá staðnum sem Lennon var myrtur á. Við höf- um hins vegar komið fram í Liver- pool og þá m.a. í The Cavern.“ – Þú hefur líkt eftir Lennon til ansi margra ára, ekki satt? „Jú, í mjög mörg ár og um allan heim. Nú erum við komnir til Ís- lands en við höfum líka sýnt á Ind- landi, í Tókíó, vítt og breitt um Kan- ada, Suður-Ameríku og auðvitað í Bandaríkjunum.“ Piper segir að sýningunni hafi verið hleypt af stokkunum árið 2002 og að hún hafi breyst til hins betra með árunum. Vildi segja sögu Lennons – Hvernig byrjaði þetta allt sam- an, hvenær ákvaðstu að gera þetta að lifibrauði, að líkja eftir Lennon? „Ég var í Bítlasýningum, þannig hófst það, með Bítlahljómsveitum sem flökkuðu um heiminn. Ég var m.a. í hljómsveitinni Rain sem lék á Broadway. En mér fannst hægt að gera meira, segja sögu Lennons betur og velti því fyrir mér af hverju enginn hefði gert það,“ segir Piper. Hann hafi því slegið til og sett upp þessa sýningu. Í henni fari hann yfir ýmsa viðburði sem mót- uðu Lennon, m.a. móðurmissi, frægðina, ástarsambönd og sólófer- ilinn. Piper segir að eldri áhorf- endur njóti sýningarinnar með öðr- um hætti en þeir yngri, hún rifji upp gamla tíma fyrir þeim eldri en þeir yngri fái sögukennslu. „Ég hef kynnt mér Lennon um árabil, lesið allar bækurnar og séð allar mynd- irnar,“ segir Piper um dálæti sitt á viðfangsefninu. Fyrsta sýning á Just Imagine í Gamla bíói fór fram í gær og eru fjórar til viðbótar fyrirhugaðar, í kvöld og 18., 19. og 20. maí kl. 20. Frekari upplýsingar má finna á vef Gamla bíós, gamlabio.is. Morgunblaðið/Kristinn Eftirherma Tim Piper í Gamla bíói, rennsli á Just Imagine framundan. Lennon snýr aftur og skemmtir í Gamla bíói  Saga Bítilsins er rakin í sýning- unni Just Imagine Mexíkóski rithöfundurinn Carlos Fuentes er látinn, 83 ára að aldri. Forseti Mexíkó, Felipe Calderon, greindi frá andláti Fuentes í fyrra- dag en Fuentes lést á sjúkrahúsi í Mexíkóborg. Hann var einn þekkt- asti spænskumælandi rithöfundur heims og gaf út sína fyrstu bók, smásagnasafnið Los días enmasc- arados, 26 ára gamall. Árið 1958 vakti hann mikla athygli í heimi bókmenntanna fyrir skáldsöguna La Región Más Transparente og af öðrum þekktum verkum hans má nefna La Muerte de Artemio Cruz sem hlaut fjölda verðlauna. Fuentes skrifaði á þriðja tug skáldsagna, gaf út nokkur smásagnasöfn og bækur með greinasöfnum og rit- gerðum. Hann hlaut helstu bók- menntaverðlaun spænskumælandi höfunda, Cervantes, árið 1987. Rithöfundurinn Carlos Fuentes látinn AFP Virtur Mexíkóski rithöfundurinn Carlos Fuentes naut mikillar virðingar. NÝTT Í BÍÓ Avengers.Marvel.com Stærsta ofurhetjumynd allra tíma! Empire Total film Variety UNDRALAND IBBA Skemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd með íslensku tali Yfir 45.000 bíógestir! EGILSHÖLL 16 16 VIP VIP 1212 12 12 L L 10 10 10 12 12 L 10 AKUREYRI DARKSHADOWS KL. 8 2D THEAVENGERS (3D) KL. 5 - 10:20 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D WRATHOF THE TITANS KL. 8 - 10:10 2D 16 12 L SELFOSS THEAVENGERS KL. 7 - 10 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D SVARTURÁLEIK KL. 8 - 10 2D MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUMSAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ KEFLAVÍK 12 12 16 DICTATOR KL. 8 2D SAFE KL. 8 - 10 2D DARKSHADOWS KL. 10 2D THEAVENGERS KL. 5 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D 16 12 THEDICTATOR KL. 4 - 6 - 8 - 10 2D SAFE KL. 9 - 11 2D DARKSHADOWS KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 2D THEAVENGERSKL. 3 - 5:10 - 6 - 8 - 10:45 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 3 2D ÁLFABAKKA THEDICTATOR KL. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 2D THEDICTATORVIP KL. 2 - 4 - 8 2D SAFE KL. 6 - 8 - 10 2D SAFEVIP KL. 6 - 10 2D DARKSHADOWSKL. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 2D THEAVENGERS KL. 2 - 5 - 8 - 10:50 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 1:30 - 2 - 4 - 6 2D CABIN IN THEWOODS KL. 8 2D BATTLESHIP KL. 10 2D FJÖRFISKARNIRM/ÍSL.TALI KL. 2 - 4 2D 16 KRINGLUNNI 12 L L 10 10 SAFE KL. 6 - 8 - 10:30 2D DARKSHADOWS KL. 3:20 - 5:40 - 8 2D THEAVENGERS KL. 3 - 6 - 9 - 10 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 2 - 4 2D Nýjasta meistaraverk Tim Burtons Johnny Depp er stórkostlegur í þessari frábæru gamanmynd O.G. Entertainment Weekly P.H. Boxoffice Magazine Empire Joblo.com Mögnuð hasarmynd með Jason Statham í aðalhlutverki Sprenghlægileg mynd Ein fyndnasta mynd ársins frá þeim sömu og færðu okkur BORAT –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími:569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 1. júní NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudginn 25. maí. í blaðinu verður fjallað um tískuna sumarið 2012 í förðun, snyrtingu, sólarkremum og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. SÉRBLAÐ Tíska & förðun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.