Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 w w w . o p t i c a l s t u d i o . i sTEG: LINDBERG SPIRIT TEG: CHROME HEARTS TEG: RAY•BAN OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði í okkar fullbúnu gleraugnaverslun á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A BAKSVIÐ Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is Ritstuldur á sér stað bæði meðal nemenda og fræðimanna í íslenskum háskólum. Reglur allra háskólanna kveða á um að textaþjófnaður sé með öllu bannaður, en samhæfingu skortir í eftirliti og viðurlögum. Sem dæmi má nefna að nemandi við Há- skóla Íslands varð fyrir því að rann- sóknarspurningum sem notaðar voru við gagnaöflun fyrir BS-ritgerð var stolið óbreyttum og þær notaðar við vinnslu annarrar ritgerðar. Við- komandi nemandi hafði samband við stjórnendur deildarinnar sem úr- skurðaði að ekkert væri athugavert við þessi vinnubrögð. Að sögn nemandans voru þau við- brögð vonbrigði. „Auðvitað er þetta leiðinlegt, að hægt sé að hoppa yfir þetta stóra skref í vinnsluferlinu fyr- ir svona ritgerð. Það liggur mikið vinna að baki spurningum sem þess- um og skrýtið að ekki þurfi allir að inna þá vinnu af hendi“, segir nem- andinn sem ekki vill láta nafns síns getið. Úrræðaskortur Í byrjun mánaðarins var haldið málþing í HÍ undir yfirskriftinni Rit- stuldur í vísinda- og fræðaskrifum. Að sögn Þórarins Guðjónssonar, for- seta Vísindaráðs Íslands ríkti sam- hljómur meðal gesta þingsins um að vísindasamfélagið og stofnanir hefðu brugðist og ekki komið með nægj- anlega öflug úrræði gegn ritstuldi og öðrum fölsunum. Að sögn Þórarins hafa íslenskir fræðimenn gerst sekir um þjófnað á texta í umsóknum sem sendar eru erlendis í umsagnarferli. „Eftir að byrjað var að senda umsóknir til út- landa hefur ítrekað komið í ljós að fræðimenn stela texta erlendra fræðimanna. Í einu tilfelli komst þetta upp því sá sem tók á móti um- sókninni var höfundur textans.“ Í þessum tilfellum hlaut viðkom- andi fræðimaður ekki úthlutun, en að öðru leyti var ekki refsað fyrir brotin. „Við þetta missa menn þó auðvitað trúverðugleikann sem er verðmætasta eign hvers fræði- manns,“ segir Þórarinn. Rannís hef- ur í kjölfarið sett á fót siðaráð þar sem verið er að leggja drög að siða- reglum fyrir vísindasamfélagið þar sem tekið yrði á ritstuldi og öðrum fölsunum sem kæmu upp í tengslum við umsóknir. Að mati Þórarins þarf að taka á málum er varðar ritstuld og öðrum fölsunum í vísindum og fræðum af meiri festu en verið hefur hér á landi. „Það er nauðsynlegt að stofn- anir og háskólar taki ákveðið á slík- um málum með skýrum verkferlum og samræmi viðurlög.“ Hann segir að vegna skorts á viðurlögum taki nemendur reglur um ritstuld ekki nægilega alvarlega. „Menn komast einfaldlega upp með þetta, nem- endum er ítrekað gefinn kostur á að skila annarri ritgerð eftir að upp hefur komist að þeir stálu efni.“ Eyja Margrét Brynjarsdóttir, heimspekingur við HÍ, hélt erindi á málþinginu. Að hennar sögn eru úr- ræðin fá og óljós þegar einstaklingar verða fyrir því að efni er stolið frá þeim. „Það er hægt að hafa samband við útgefendur en annars eru engin sérstök úrræði önnur en að leita sér lögfræðiaðstoðar.“ Að sögn Eyju Margrétar er rit- stuldur óljóst hugtak. „Ritstuldur getur verið af ýmsum toga, hann er ekki einungis bundinn við tilfelli þar sem vitnað er í texta án þess að höf- undar sé getið, heldur líka til að mynda þegar gamalt efni er endur- útgefið eins og það sé nýtt, eða svo- kallaður sjálfsritstuldur,“ segir hún. Á málþinginu fjallaði Eyja um rit- stuld meðal nemenda en hún telur að viðurlögum mætti beita af meiri festu en nú er gert hjá háskóla- yfirvöldum. Sjálf segist Eyja Mar- grét verða vör við ritstuld í því nám- skeiði sem hún kennir að meðaltali annað hvert ár. Núll í einkunn Steinn Jóhannsson, forstöðumað- ur kennslusviðs Háskólans í Reykja- vík, segir viðurlögin við brotum gegn reglum skólans um ritstuld vera skýr. „Ef ritstuldur uppgötvast fær viðkomandi nemandi 0 í einkunn í námskeiðinu og í sumum tilfellum á hann ekki kost á að fara í skiptinám því við viljum ekki að nemendur sem brutu af sér á þennan hátt komi fram sem fulltrúar skólans erlendis eða á öðrum vettvangi.“ Alvarlegri tilvik, eins og til að mynda ritstuldur í lokaritgerðum, eru lögð undir úrskurð siðanefndar skólans. „Nemendur fá kynningu á reglunum og eiga að vera meðvitaðir um alvöru brota af þessu tagi og gera sér grein fyrir afleiðingunum.“ Fræðimenn sekir um ritstuld  Skortur á eftirliti og úrræðum gegn ritþjófnaði í íslenskum háskólum  „Viðurlög víða of væg“ Morgunblaðið/Golli Brot á reglum Íslenskir nemar taka reglur um ritstuld ekki nógu alvarlega. Að sögn Steinunnar J. Krist- jánsdóttur, dósents í fornleifa- fræði, stytta sumir nemendur sér leið í námi. „Í fornleifafræði kom upp tilfelli á síðasta haust- misseri þar sem nemandi hafði auglýst eftir ritgerð á Barna- landi. Hann auglýsti þá einfald- lega eftir ritgerð um kuml og víkinga og fékk gífurleg við- brögð.“ Fleiri dæmi eru um vinnubrögð af svipuðum toga þar sem við leit á Barnalandi fannst færsla þar sem notand- inn Píakanína auglýsir eftir ein- staklingi til að „ritstýra“ BA- ritgerð sinni í lögfræði. Auglýst eftir ritgerð á Barnalandi VAFASÖM HEIMILDAÖFLUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.