Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Hjólaðu í vinnuna 16“ 16“ CUBE AIM Verð: 89.990 kr. Maí tilboð hjólað í vinnuna 75.990 kr. 14“-16“-18“-20“-22“ Álhjól, Shimano gírbúnaður, 24 gíra, V-bremsur, þyngd 13,5 kg. CUBE ANALOG Verð: 109.990 kr. Maí tilboð hjólað í vinnuna 93.990 kr. 14“-16“-18“-20“-22“ Álhjól, Shimano gírbúnaður, 27 gíra, V-bremsur, þyngd 13,3 kg. CUBE Hybrid LTD CLS Verð: 113.990 kr. Maí tilboð hjólað í vinnuna 96.990 kr. 46, 50, 54, 58 og 62cm Álstell lite trekking Cross, Shimano gírbúnaður, 24 gíra, V-bremsur, þyngd 13,1 kg. Hluti af Team Cube liðinueftir síðasta CUBE prolouge Minnum einnig á önnur tilboð á heimasíðu TRI Arabískir fjöl- miðlar áttu í nokkrum vand- ræðum með að flytja fréttir af út- nefningu nýs for- sætisráðherra Frakklands, Jean-Marc Ay- rault, en þegar eftirnafn hans er umritað yfir á ar- abísku verður úr heiti yfir kynfæri karlmanna á þó nokkrum arabískum mállýskum. Vandræðin stóðu yfir í nokkrar klukkustundir eftir útnefninguna og gripu blaðamenn m.a. til þess ráðs að kalla hann einfaldlega „Aro“. Það var síðan franska utanríkisráðu- neytið sem kom til bjargar og gaf út tilskipun sem leyfir að nafnið sé um- ritað eins og það er skrifað. Dónalegur ráðherra Jean-Marc Ayrault Frakkland Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Ratko Mladic, fyrrum yfirmaður her- afla Bosníu-Serba, klappaði saman höndum í kaldhæðni þegar dómarar Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag gengu inn í dómsal í gær, þar sem réttað verður yfir Mladic sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyn- inu. Mladic, sem hefur lýst sig sak- lausan af ákærunum, sýndi enga iðr- un við upphaf réttarhaldanna en ögraði þvert á móti fórnarlömbum Bosníustríðsins og ættingjum þeirra sem viðstaddir voru í salnum og fyrir utan dómshúsið. Lék hann það að skera á háls með því að draga hönd sína þvert yfir háls sinn á meðan hann horfði í átt að áhorfendabekkj- unum, samkvæmt fréttum CNN. Skipulagði þjóðarmorð Ákæran yfir Mladic, sem er 70 ára gamall, er í 11 liðum og snýr að glæp- um sem hann er sagður hafa framið eða staðið fyrir í stríðinu sem stóð yf- ir frá 1992 til 1995 og lagði um 100 þúsund manns í valinn og gerði 2,2 milljónir heimilislausar. Mladic er meðal annars gefið að sök að hafa borið ábyrgð á dauða um 8 þúsund múslimskra manna og drengja sem voru myrtir af hersveitum Bosníu- Serba í Srebrenica í júlí 1995, sem þá var griðasvæði undir stjórn Samein- uðu þjóðanna. Þá er hann sagður ábyrgur fyrir 44 mánaða löngu um- sátri um Sarajevo, þar sem spreng- ingar og árásir úr launsátri urðu um 10 þúsund manns að bana. „Reif úr okkur hjörtun“ Saksóknari SÞ í málinu, Dermot Groome, sagði við réttarhöldin í gær að þjóðernishreinsanirnar hefðu ekki verið „hliðarafurð“ stríðsins heldur hefði Mladic haft þær að markmiði. Hóf hann málflutning sinn með því að sýna kort sem sýndu hvernig dreifing þjóðarbrota í landinu hefði breyst í stríðinu. Sagði hann að fyrsta markmiðið hefði verið að að- greina Serba frá Bosníumönnum og Króötum. „Þúsundir fjölskyldna voru neyddar af landi sínu,“ sagði Groome m.a. og lýsti því hvernig aðr- ir íbúar landsins en Serbar hefðu verið teknir af lífi og t.d. neyddir af hersveitum Mladic til að kasta sér fram af brú. „Ratko Mladic reif úr okkur hjört- un,“ sagði Fatima Mujic, sem missti alla karlkyns ættingja sína í Srebre- nica, í Sarajevo í gær. „Ákæruvaldið verður að segja sögu og sagan er að sjálfsögðu ljót. Okkar verkefni er að sýna fram á að það sem þeir segja er ekki satt,“ sagði hins vegar Branko Lukic, verjandi Mladic, við lok dags í gær. Sýndi enga iðrun  Réttarhöld yfir „slátraranum frá Bosníu“ hafin  Ákærður fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð  Ögraði fórnarlömbunum AFP Glæpir Saksóknarinn sagðist myndu leggja fram sönnunargögn sem sýndu hvernig Mladic hefði átt þátt í þeim stríðsglæpum sem framdir voru í Bosníustríðinu. Verði hann fundinn sekur bíður hans lífstíðarfangelsi. Ratko Mladic Fyrrum yfir- maður herafla Bosníu-Serba er ákærður fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð Hersveitir Mladic ráðast inn á griðasvæði undir stjórn Sameinuðu þjóðanna í Srebrenica og myrða um 8 þúsund múslima 1995 12. mars 1943 Fæddur í Bosníu 1991 Skipuleggur skæruliðahópa serb- neskra aðskilnaðarsinna í Króatíu 1992 Gerður að yfirmanni herafla Bosníu-Serba 1996 Alþjóðaglæpadómstóllinn gefur út handtökuskipun á hendur Mladic fyrir glæpi gegn mannkyninu, stríðs- glæpi og hlutdeild í þjóðarmorði Maí 2011 Handtekinn í Serbíu Neitar ásökunum um þjóðarmorð fyrir dómstóli SÞ og segist alvarlega veikur Júní 2011 Mannréttindadómstóll Evrópu tók í gær fyrir mál þýsks ríkisborgara sem segir bandarísku leyniþjón- ustuna, CIA, hafa numið sig á brott í Makedóníu árið 2003 og flogið með sig til Afganistan þar sem hann hafi verið pyntaður. Khaled el-Masri, 48 ára, segist hafa verið numinn á brott af útsend- urum CIA þegar hann var í fríi í Skopje en hann hafi í kjölfarið verið fluttur í fangelsi í Afganistan þar sem hann hafi verið yfirheyrður á hrottafenginn hátt. Masri segist hafa legið undir grun um að tengjast al-Kaída en honum hafi að lokum verið sleppt án ákæru eftir fimm mánuði og skilað aftur til Þýska- lands. Niðurstöður athugana á vegum Evrópuráðsins renna stoðum undir frásögn Masri sem telur sig hafa vera fórnarlamb fangaflutninga- áætlunar leyniþjónustunnar. Hann höfðar málið á hendur Makedóníu, sem hann segir hafa greitt fyrir brottnámi sínu, en stjórnvöld í bæði Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa neitað að taka ásakanir hans til um- fjöllunar. Brottnuminn og pyntaður af CIA  Málið hjá Mannréttindadómstólnum Reuters Fangi Masri höfðar málið á hendur stjórnvöldum í Makedóníu. Forsætisráðherra Úkraínu, My- kola Azarov, sagði í gær að Júlíu Tymoshenko, fyrrverandi forsætis- ráðherra landsins sem nú afplánar sjö ára fangelsisdóm fyrir valda- misnotkun, fengi bestu læknisað- stoð sem völ væri á í Úkraínu. Dómurinn yfir Tymoshenko og meðferð hennar í fangelsinu hafa verið harðlega gagnrýnd en Az- arov sagði Tymonshenko, fyrrver- andi leiðtoga appelsínugulu bylt- ingarinnar, leika píslarvott í rógsherferð gegn stjórnvöldum í Kíev. Málið hefur valdið nokkrum stirðleika í samskiptum Úkraínu og Evrópusambandsins en Azarov sagði það tímabundið vandamál og ítrekaði að stjórnvöld væru ákveð- in í því að halda áfram vinnu við að koma á umbótum í landinu. AFP Frestað Stuðningsmenn Tymoshenko fjölmenntu fyrir utan dómshúsið í Kíev á þriðjudag þar sem fyrirtöku á áfrýjun hennar var frestað til 26. júní. Tymoshenko fái bestu læknisaðstoð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.