Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Kristján Fjárfesting Nýjasta skipið í flotanum, Heimaey. Atvinnuveganefnd Alþingis fékk sérfræðingana Daða Má Kristófersson og Stefán Gunnlaugsson til að meta efnahagslegar og byggðalegar afleiðingar samþykktar frumvarpa um veiðigjöld og fiskveiði- stjórnun og er vikið er að greinargerð þeirra nið- urlagi nýrrar umsagnar fjármálaráðuneytisins. Í ágripi að greinargerð sérfræðinganna segir meðal annars: „Mat frumvarpsins á fjármagnsþörf er vanmat á raunverulegri fjármagnsþörf í veiðum og vinnslu. Þetta vanmat leiðir til ranglega metinnar auðlinda- rentu og þar með ranglega ákvarðaðs sérstaks veiðigjalds. Mat frumvarpsins á fjármagnskostnaði virðist tilviljanakennt. Betur hefði farið á því að fjármagnsþörf yrði metin af sérfræðingum á grundvelli markaðsgagna ... Skatthlutfall sérstaks veiðigjalds verður að að teljast mjög hátt, sérstaklega í ljósi þeirra ágalla sem nefndir hafa verið. Ljóst er að afleiðingar gjaldtöku af þessu umfangi eru verulegar, bæði fyr- ir fyrirtæki í sjávarútvegi og tengdum greinum, starfsfólk og sjávarbyggðir … Að teknu tilliti til allra þessara ágalla er nið- urstaðan sú að umfang gjaldtöku samkvæmt frum- varpinu sé langt umfram það sem útgerðin getur staðið undir. Verulegar breytingar þarf að gera á aðferðafræði frumvarpsins við mat á auðlindarentu áður en hægt er að ákvarða hvað mundi teljast hóf- leg gjaldtaka. Álagning sem byggir á meðaltals- gögnum heillar atvinnugreinar, gögnum sem aldrei var safnað í þeim tilgangi að meta auðlindarentuna, þarf að vera hófleg …“ aij@mbl.is Vanmat á raunverulegri fjármagnsþörf 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Á aðalfundi Faxaflóahafna sf. var undirritaður samningur við Lands- björg, Björgunarbátasjóð Reykja- víkur og fjórar björgunarsveitir við Faxaflóa um styrk við starfsemina næstu fimm árin. Í samningnum felst m.a. að björgunarsveitirnar fá árlega tvær milljónir króna frá Faxaflóahöfnum sf. Heildarstyrkur Faxaflóahafna sf. á samningstím- anum nemur því 10 milljónir. Auk Landsbjargar og Björgunarsjóðs Reykjavíkur nær samningurinn til Björgunarsveitarinnar Ársæls í Reykjavík, sem hyggur á bátakaup, Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi, Björgunarfélags Akra- ness og Björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi. Styrktarsamningur Föstudaginn 18. maí flytur David Vareba fyrirlestur í Háskóla Ís- lands, Öskju, stofu 131. klukkan 12. Hann er gestur Íslandsdeildar Am- nesty International sem stendur að fyrirlestrinum í samvinnu við Framtíðarlandið, Mannréttinda- skrifstofu Íslands og Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. David Vareba er mannréttinda- frömuður, menntaður í heimspeki. Hann fæddist í Bodó í Ogonílandi í Nígeríu árið 1978 og þekkir vel þær raunir sem íbúar á svæðinu hafa mátt þola vegna umhverfisspjalla og mannréttindabrota olíurisans Shell, segir í tilkynningu. Hann mun m.a. greina frá áhrifum olíu- mengunar Shell á lífsviðurværi og mannréttindi íbúa á óseyrum Níg- erfljóts. Fyrirlestur um áhrif olíumengunar Sýning á verkum nemenda í hönn- un við listnámsbraut Iðnskólans í Hafnarfirði verður að þessu sinni í anddyri IKEA. Sýningin verður opnuð 18. maí og er opin á versl- unartíma. Listnámsbraut Iðnskólans í Hafnarfirði hefur verið starfrækt síðan árið 2000 og býður upp á list- nám með kjörsvið í almennri hönn- un. Námstími er að jafnaði þrjú ár en nemendur með stúdentspróf geta lokið því á tveimur árum. Sýning í IKEA Margir af glæsilegustu fornbílum Íslands verða til sýnis á Korputorgi, helgina 18.-20. maí, þegar Forn- bílaklúbbur Íslands fagnar 35 ára afmæli sínu. Um 80 bílar verða til sýnis, sá elsti frá 1930 og sá yngsti frá 1987, en miðað er við að bílar séu a.m.k. 25 ára til þess að vera kallaðir forn- bílar. Í Fornbílaklúbbi Íslands eru 1.100 félagsmenn og stendur hann fyrir afmælissýningum sem þessari á fimm ára fresti. Sýningin hefst áföstudaginn kl. 18 og stendur til kl. 22, opið verður á laugardaginn kl. 10-22 og sunnudaginn kl. 12-18. Fornbílar verða til sýnis á Korputorgi Morgunblaðið/Ernir STUTT Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi gróðrarstöðvarinnar Lambhaga, tók í gær á móti Gao Hongbin, aðstoðarlandbúnaðar- ráðherra Kína. Gao kynnti sér starfsemina í gróðurhúsinu en mik- ill áhugi er á því að byggja gróð- urhús að íslenskri fyrirmynd í Suð- ur-Kína. Gróðurhúsin hér eru einfaldari en í Evrópu. Vonast er til þess að fyrsta gróðurhúsið verði tekið í notkun næsta sumar í Kína. Aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína skoðaði gróðurhúsin í Lambhaga í gær Skoða íslensk gróðurhús Morgunblaðið/Árni Sæberg Smakkað Gao Hongbin, aðstoðarlandbúnaðarráðherra Kína, smakkar grænkál í Lambhaga. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Deloitte sendi frá sér yfirlýsingu síð- degis í gær þar sem fyrirtækið hafn- ar þeim ávirðingum sem það segir sjávarútvegsráðuneytið setja fram í umsögn sinni um skýrslu þess um kvótafrumvörpin. Þá harmar fyr- irtækið það sem það kallar aðför sjávarútvegsráðherra að því á fund- um og opinberum vettvangi í tengslum við frumvörpin. Í yfirlýsingu er farið lið fyrir lið í gagnrýni sjávarútvegsráðuneytisins á skýrslu Deloitte. Varðandi for- sendur fyrirtækisins í útreikningum á fjárfestingum og fjármagnskostn- aði segir Deloitte að ágreiningurinn snúist um hvort byggja eigi á göml- um, óverðleiðréttum fjárhæðum frá því fyrir hrun eða á raunverulegri fjárfestingarþörf sjávarútvegsins miðað við núverandi verðlag og gengi. Skýrsla Deloitte styðjist við hið síðarnefnda. Bent er á að vaxtaálag íslenskra banka fari hækkandi og gera megi ráð fyrir að vextir hækki. Fisk- veiðistjórnunarkerfið eigi að gilda í áratugi og því gangi ekki að miða við vexti á þeim tíma í fortíðinni þegar vextir og vaxtaálag hafi verið í sögu- legu lágmarki. Varðandi þá gagnrýni ráðuneyt- isins að margar umsagnir sem bár- ust um frumvörpin hafi byggt á skýrslu Deloitte bendir fyrirtækið á að aðeins 19 umsagnir af 78 hafi bor- ist þinginu eftir að skýrslunni var skilað. Þar af hafi átta komið frá ráðuneytum og undirstofnunum þeirra, sex frá sveitarfélögum og tengdum aðilum og ein frá sér- fræðihópi skipuðum af atvinnuvega- nefnd. Mat ekki hærra veiðigjald Deloitte bendir einnig á að fyr- irtækið hafi aldrei lagt mat á hversu hátt veiðigjald útgerðin þolir, aðeins áhrif þess veiðigjalds sem kveðið sé á um í frumvörpunum. Fyrirtækið hefði hvergi ályktað að útgerðin þyldi ekki hærra veiðigjald. Ekki verði annað séð en að nið- urstöður í skýrslu Daða Más Krist- óferssonar og Stefáns Gunnlaugs- sonar um áhrif frumvarpanna á einstök félög og sjávarútveginn í heild sinni sé samhljóða niðurstöðum Deloitte: að útgerðin geti ekki staðið undir gjaldinu. Átelur fyrirtækið vinnubrögð stjórnvalda, hversu hratt frumvörpin hafi verið keyrð áfram og þann skamma tíma sem hagsmunaaðilar hafi haft til að skila umsögnum. „Jafnframt er það áhyggjuefni að sjá með hve miklu offorsi sjáv- arútvegsráðuneytið ræðst gegn heil- indum fyrirtækisins í ummælum sín- um. Vinnubrögð sem þessi geta varla talist til þess ætluð að hlúa að vand- aðri málsmeðferð,“ segir í yfirlýs- ingu Deloitte. Morgunblaðið/RAX Afli Deloitte studdist við EBITDA-afkomu sjávarútvegsfyrirtækja árið 2010 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni í útreikningum sínum. Hafna gagnrýni ráðuneytis  Deloitte finnur að vinnubrögðunum Skannaðu kóðann til að sjá meira um heimsóknina. Sjávarútvegsráðuneytið hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis samantekt „um aðferðafræði og niðurstöður Deloitte“. Í samantektinni eru vinnu- brögð endurskoðunarfyrirtækisins gagnrýnd harkalega og finna má þar orð eins og vafasamar og fráleitar forsendur, órökstuddar fullyrðingar, að afskriftir séu „vísvitandi áætlaðar um 60% hærri en rök standa til“ og marklausa útreikninga. Í niðurlagi samantektar ráðuneytisins segir svo: „Af ofangreindum at- hugasemdum er ljóst að niðurstöður Deloitte um áhrif veiðigjalda á af- komu fiskveiða og fiskvinnslu eru ekki marktækar þar sem afskriftir eru ofreiknaðar, fjármagnskostnaður of hár og fjárfestingarþörf ofáætluð. Allt þetta leiðir til miklu dekkri niðurstöðu um áhrif frumvarpsins en ætla mætti. Í raun staðfestir greinargerð Daða Más [Kristóferssonar] og Stef- áns Gunnlaugssonar þetta því að í henni er komist að þeirri niðurstöðu að útgerðin þoli miklu hærra veiðigjald en Deloitte kemst að niðurstöðu um. Sérstök ástæða er svo til að vekja athygli á því að margar þær umsagnir sem borist hafa þinginu byggja á niðurstöðum Deloitte og ætla mætti að þær væru öðruvísi ef vandaðra mat lægi þeim til hliðsjónar.“ aij@mbl.is Ráðuneyti gagnrýnir Deloitte harkalega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.