Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eins og spáðvar á þess-um vett- vangi, strax eftir grísku kosning- arnar, verða Grikk- ir látnir kjósa aft- ur. Enda hófst áróðurinn eins og eftir skot úr startbyssu eftir að ljóst varð að undirlægjumenn höfðu ekki lengur tryggan meirihluta í gríska þinginu. Undirtónn áróðursins gekk út á þá eymd sem blasa myndi við Grikkjum, ef síðustu kosningaúrslit yrðu ekki snarlega leiðrétt. Áróðurstilburðirnir nálg- uðust lætin í íslenska rík- isútvarpinu, þegar það ham- aðist með yfirgengilegan hræðsluáróður sinn í 24 tíma þegar forseti hafði vísað Ice- save í fyrsta sinn til þjóð- arinnar. Í kjölfar áróð- ursherferðar sinnar lét RÚV svo gera skoðanakönnun sem sýndi að meirihluti þjóðarinnar ætlaði, þrátt fyrir allt, að sam- þykkja Icesave. En þjóðin sá í gegnum hræðsluáróðurinn, fyr- irleit hlutleysisbrotin og hafn- aði svikasamningunum með eft- irminnilegum hætti. Það er verðugt fordæmi þótt staðan sé ekki með öllu sam- bærileg. En hinu má ekki gleyma, að Grikkir hafa hlotið slíkar barsmíðar frá „bræðra- þjóðunum í ESB“ að sjálfs- traust þeirra er í molum og því alls ekki útilokað að þeir láti segjast. Enda blasir við þeim ekki aðeins auðn og eymd, sam- kvæmt áróðrinum, ef þeir und- irgangist ekki allar kvaðir, heldur muni tilveran, jafn öm- urleg og hún er þegar orðin, breytast í hreint helvíti. Grikkjum er að vísu bannað að fara úr evrunni samkvæmt lögum ESB, sem eru öllum bók- stöfum æðri á svæðinu. En það yrði leyst með því að þvinga þá úr sambandinu sjálfu, ef þeir óhlýðnast áfram. Þá myndu kjör þeirra versna í einu vet- fangi um svo sem 50–80 prósent samkvæmt spunameisturum áróðursins. En öfugt við áróðurinn, sem hafður var uppi hér á landi vegna Icesave, þá er þessi ekki alveg innantómur, þótt óhugn- anlegur sé eins og hinn. Því varla er um það deilt að Grikk- land tæki efnahagslega dýfu í dýpri kantinum við brottför út af myntsvæðinu. En munurinn er þó sá, að með nýrri mynt, sinni eigin, myndi landið losna úr hálfrar aldar þrældómi og ánauð við erlenda banka og er- lent vald eins og núgildandi samningar skammta þeim. Þjóðin yrði snarlega sam- keppnishæf og það myndi til- tölulega fljótt vega á móti þrenging- unum. Grikkir fengju með öðrum orðum tækifæri til að vinna sig úr vandanum á miklu skemmri tíma en ella. Áróðurinn hefur fram til þessa haft þau áhrif að meiri- hluti Grikkja telur enn að land- ið verði að vera áfram innan evrusvæðis, eigi það að eiga einhverja von, ef marka má fréttaskýrendur. En kannski eru veðrabrigði núna, því skyndilega er eins og áróð- urinn, sem átti að skelfa Grikki, sé farinn að valda ugg hjá áróð- ursmeisturunum sjálfum og ekki síst valdhöfunum í Berlín. Því að þótt hið dekkaða borð væri hugsað til þess að Grikkir misstu lystina við að horfa á það sem þeim yrði boðið upp á þumbist þeir við að reyna að stjórna sér sjálfir, þá er farið að renna upp fyrir ráðamönnum Evrópu að kræsingarnar gætu einnig og ekki síður staðið í þeim, sem bjóða upp á þær, en fulltrúum hinnar hrjáðu þjóðar. Það er vegna þess sem gert hef- ur verið þegar af hálfu neyð- arsjóða, seðlabanka evrunnar og einstakra ríkja hennar upp á síðkastið í viðleitni við að forð- ast hrun evrunnar. Reiknimeistarar hafa sem sagt komist að þeirri nið- urstöðu að brottrekstur Grikkja út af evrusvæðinu myndi kosta evruþjóðirnar óhemju fé. Og skellurinn yrði fyrst og fremst Þjóðverja og Frakka og það eru einu löndin sem hafa raunverulegan at- kvæðisrétt á evrusvæðinu. Tal- andi jakkaföt og gráar dragtir á vegum hinna þjóðanna greiða atkvæði til málamynda og upp á punt. Forrétturinn, það sem fellur til eftir fyrsta skellinn, við fréttirnar um að Grikkir væru farnir fyrir borð, myndi kosta 155 milljarða evra sam- kvæmt útreikningunum. En þegar kemur að aðalréttinum eru tölurnar komnar í billjónir evra, að mati reiknimeist- aranna. Því augljóst má vera að eftir þann atburð muni efna- hagur Belgíu, Frakklands, Ír- lands, Ítalíu, Portúgals og Spánar ekki kemba hærurnar. Og hvar stendur Þýskaland sjálft þá? Kannski rennur upp fyrir Grikkjum í tæka tíð að jafnvel þeir sem glaðbeittastir hóta öðrum hrakförum og skelfingu eru ekki líklegir að standa við slíkar hótanir ef þær munu á endanum hitta þá sjálfa verst fyrir. Og enn sannast að í upphafi skyldu menn endinn skoða. Nú segja sérfróðir að hræðsluáróður brusselmanna sé sennilega bjúgverpill} Skamma stund verður hönd höggi fegin H ér áður fyrr voru börn fædd til að létta undir með fjölskyldunni. Störf biðu þeirra og skyldur til að leggja sitt að mörkum til fjöl- skyldunnar. Að vera góður við börnin var ekkert sérstakt atriði. Það sem skipti máli var að ala upp vel vinnuhæfan ein- stakling sem myndi verða til gagns í lífsbarátt- unni. Í umræðum með sálfræðingi í skóla átta ára fósturbarns míns orðaði hún það þannig að í dag væru börn meira eins og gæluverkefni. Þau eru böðuð í ást og umhyggju og upplifa sig sem miðpunkt alheimsins enda eru þau mið- punktur athygli og ástar foreldra sinna. Svo þegar á að koma öllum þessum fallegustu, bestu og bráðgáfuðustu börnum saman í einn bekk og þau átta sig á því að þau eru ekki mið- punktur athyglinnar alls staðar, alltaf, getur það verið ákveðið sjokk. Mér varð hugsað til foreldra minna og afa míns og baráttunnar sem þau þurftu að ganga í gegnum. Faðir minn fór að heiman tólf ára en um þann aldur var ég enn að leika mér að tindátum. Hann var kominn í fullt starf sem sjómaður fjórtán ára en um þann aldur hafði ég mjög óljósa hugmynd um hvað vinna væri, hvað þá fullt starf. Nálægð okkar við barnadauða, hung- urdauða, gríðarlega fátækt auk skorts á tækifærum er svo mikil að flest okkar getum þreifað á henni í gegnum lífs- sögur foreldranna eða afa og ömmu. En við getum ekki þreifað á henni í samtíma okkar. Þrátt fyrir hrunið og harmsögur fólks í samtímanum þá ná þær aldrei að verða almennar enda þjóðfélag okkar bæði ríkt og fullt af tæki- færum. Þótt fólk lendi alltaf í hremmingum og fátækt verði alltaf til þá er hún hvorki almenn né svo svakaleg að vofa hungurdauðans ráfi hér um götur. Samt er ekkert minna um kvart og kvein í dag en var, sumir vilja meina að það sé meira. Sársaukaþröskuldurinn hefur hækk- að verulega sem er kannski eðlilegt þegar meirihluti barna er alinn upp við það að vera miðpunktur alheimsins. Hvert þeirra hefur þær skyldur helst í hávegum að láta drauma sína rætast. Við búum í barngóðu velmeg- unarþjóðfélagi og það er vel. Augljóst er að fórnfýsi og þörf fyrir að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið hefur minnkað, en hugsanlega fylgja þessu líka kostir. Í greiningu á Vest- urlöndum er oft bent á að flest þeirra eru kom- in með mjög takmarkaða getu til stríðsrekst- urs. Ástæðan er sú að foreldrar eiga orðið ekki fleiri en eitt til þrjú börn og það er ekkert foreldri sem á bara eitt barn tilbúið til að senda það á vígvöllinn. Þolmörk þjóða fyrir mannfalli er orðið mjög lítið. Það var áhugavert að vera í Írak og finna það á fréttamönnum frá Bandaríkj- unum að stríð sem hafði kostað þá nokkur þúsund her- menn, svipað og féll á nokkrum dögum í seinni heimsstyrj- öldinni, var komið að þolmörkum bandarísku þjóðarinnar. En þetta er kostur, enda er minna um stríð í heiminum í dag en var, þótt það sé meira fjallað um þau. Mannréttindi eru meira í hávegum höfð á Vesturlöndum þótt þau spili litla rullu utan þeirra og nú er það algengara að fólk fæðir börn í heiminn til að láta þeirra drauma rætast en ekki til að láta sína drauma rætast. borkur@mbl.is Börkur Gunnarsson Pistill Stórbreytt samfélag STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is V erðbólguhorfur til skamms tíma hafa versnað og útlit er fyrir að verðbólga verði rúm- lega 6% á öðrum árs- fjórðungi og haldist fyrir ofan 5½% út árið. Spáð er að meðalverðbólga á þessu ári verði 6%, sem er tæplega 1½ prósentu meira en í síðustu spá,“ segir í Peningamálum Seðlabankans, sem birt voru í gær. Þar birtist dekkri verðbólguspá en sett var fram í byrjun ársins og segja sérfræðingar bankans ennfremur að einföld tölfræðilíkön bendi til enn þrálátari verðbólgu og að hún haldist um og yfir 6% út árið. Ársverðbólga hefur haldist fyrir ofan 5% síðan sum- arið 2011 og verðbólguhorfur hafa versnað frá því sem var í upphafi þessa árs, ekki síst vegna veikingar krónunnar. Seðlabankinn gerir ekki ráð fyrir því að verðbólga verði komin niður í 2,5% markmið Seðlabankans fyrr en í lok árs 2014. Verðbólguspá Seðla- bankans fyrir næstu mánuði og miss- eri er svartsýnni en fram kom hjá ASÍ í fyrradag en ASÍ gerir ráð fyrir 5,1% verðbólgu á þessu ári í nýbirtri spá sinni. Nú telja sérfræðingar Seðlabank- ans að á öðrum ársfjórðungi verði verðbólgan um 6%, sem er ríflega prósentu meira en spáð var í febrúar. „Samkvæmt spánni mun hún lítið hjaðna það sem eftir lifir ársins, ólíkt því sem gert var ráð fyrir í febrúar, og verða töluvert meiri en áður var spáð fram á árið 2014. Spila þar sam- an nokkru veikara gengi krónunnar, heldur minni slaki í þjóðarbúinu, hækkandi verðbólguvæntingar og mikil innbyggð tregða í verðbólg- unni,“ segir í Peningamálum. Mikil óvissa er um þróun gengis krónunnar á næstu misserum og óvissan fer vaxandi um hvað verður þegar forsendur kjarasamninga koma til endurskoðunar í byrjun næsta árs. Seðlabankinn bendir á að verði samningum sagt upp og/eða samið um meiri launahækkanir sé hætta á að verðbólguþrýstingur verði enn meiri en reiknað er með í grunnspá bankans. Verði samið um meiri launahækk- anir sé hætt við að kostnaðarhækk- unum verði velt út í verðlagið og ef framleiðniaukning verður ekki undir- staða meiri launahækkana munu þær svo auka þrýsting á gengi krónunnar til lækkunar. Fjárfestingar ná sér ekki á skrið Seðlabankinn spáir nú 2,6% hag- vexti á þessu ári og megi rekja það bæði til aukinnar einkaneyslu og fjár- munamyndunar. Nýjar hagspár bæði Seðlabankans og ASÍ bera með sér að áfram muni landsmenn búa við litl- ar fjárfestingar. Seðlabankinn segir að fjárfestingarstigið hafi verið 14,1% yfir seinasta ár. Þetta er afar lágt hlutfall samanborið við það sem eðli- legt hefur talist á umliðnum árum. Þrjátíu ára meðaltal hlutfallsins er 20,8%. „Í spánni er áætlað að fjárfesting í heild aukist um 12,4% í ár og um 5,7% á því næsta. Í lok spátímans er reikn- að með að hlutur fjárfestingar í lands- framleiðslunni nálgist langtímameð- altal sitt og verði um 18% um mitt ár 2015,“ segir í nýrri spá bankans. Fjárfesting hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, dregst enn saman í ár skv. spá bankans og nær sögulegu lágmarki. ,,Sé litið til þriggja ára fjár- hagsáætlana stærstu sveitarfélag- anna virðist sem fjárfesting þeirra muni áfram dragast saman í ár þrátt fyrir mikinn samdrátt á síðasta ári.“ Hraðastillir verðbólg- unnar fastur í 5-6%? Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdir Fjárfestingar ríkis og sveitarfélaga halda áfram að dragast saman í ár og ná sögulegu lágmarki, samkvæmt spá Seðlabankans. Seðlabankinn er farinn að gera reglubundnar kannanir á verð- bólguvæntingum aðila á mark- aði. Fram kemur í Peninga- málum bankans að ef miðað er við miðgildi svara í könnun sem gerð var í byrjun maí sýna niðurstöðurnar að markaðs- aðilar vænta þess að árs- verðbólga verði 5½% eftir eitt ár og einnig um 5½% eftir tvö ár. „Jafnframt gera þeir ráð fyrir að verðbólga verði 5,8% á fjórða ársfjórðungi þessa árs. Niðurstöður voru svipaðar ef horft var lengra fram í tímann þar sem markaðsaðilar gera ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali u.þ.b. 5% bæði á næstu fimm árum og á næstu tíu árum. Verðbólguvæntingar þeirra eru nokkru hærri en í síðustu könnun í febrúar,“ seg- ir í umfjöllun um niðurstöð- urnar. Föst yfir 5% næstu árin? KÖNNUN SEÐLABANKANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.