Morgunblaðið - 17.05.2012, Síða 30

Morgunblaðið - 17.05.2012, Síða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Ég hef ekki skipulagt neitt í kringum afmælið mitt. Ég ætlabara að slaka á og njóta þess að vera í fríi ásamt því að kíkjaí mat til ömmu og afa,“ sagði Arnar Geir Sæmundsson, nem- andi í Verzlunarskóla Íslands, þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Hann fagnar 21 árs afmæli sínu í dag. Arnar Geir útskrifast úr Verzlunarskóla Íslands eftir rúma viku svo afmælið rennur að vissu leyti saman við stúdentsveisluna sem haldin verður 26. maí nk. ,,Það verður skrítið að útskrifast, ég er orðinn svo vanur Verzló-lífinu en það verður líka gott að klára þetta,“ segir Arnar Geir afmælisbarn sem heldur síðan í útskriftar- ferð með árgangi sínum til að fagna þessum áfanga. Hann er að fara í annað sinn í útskriftarferð því hann lagði leið sína til Perú árið 2008 í eitt ár sem skiptinemi. ,,Ég gat ekki gert upp á milli árgang- anna því ég var í þeim báðum, svo ég ákvað að fara í báðar ferðirnar enda rosalega skemmtilegar ferðir,“ segir Arnar Geir. Í sumar vinnur Arnar Geir á bílaþvottastöðinni Splash og hefur gaman af. „Ég er ennþá svolítið óákveðinn varðandi haustið, en ég ætla í háskóla, það er bara spurning hvað ég ætla að læra og í hvaða skóla. Ég er þó mest spenntur í augnablikinu fyrir fjármálaverk- fræði í Háskóla Reykjavíkur en það gæti verið fljótt að breytast eins og allt annað,“ segir Arnar Geir að lokum. aslaug@mbl.is Arnar Geir Sæmundsson er 21 árs í dag Stúdent Arnar Geir útskrifast úr Verzló eftir rúma viku. Afmælið og útskrift renna saman í eitt Þ orgils Óttar Mathiesen fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1982, viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1987, hefur stundað MSc-nám í endurskoðun frá 2010 og var að ljúka síðasta prófverkefninu í gær. Þorgils var sérfræðingur á fjár- málasviði Iðnaðarbanka Íslands hf. og sérfræðingur í reikningshaldi Ís- landsbanka hf. 1987-91, deildarstjóri í reikningshaldi og áætlunargerð þar 1991-92, forstöðumaður rekstr- ardeildar 1992-94, forstöðumaður reikningshalds og áætlana þar 1994- 2000 og Íslandsbanka FBA hf. 2000- 2001, framkvæmdastjóri reiknings- halds og bakvinnslu hjá Íslandsbanka frá 2001 og rekstrar frá 2002, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs til 2004, forstjóri Sjóvár 2004-2005 og forstjóri og síðan stjórnarformaður Klasa – fasteignafélags 2006-2010. Í bæjarpólitíkinni til 2002 Þorgils hóf störf hjá KPMG árið 2010, hefur samhliða því stundað MSc-nám í endurskoðun og stefnir á löggildingarréttindi í faginu. Þorgils var varamaður í íþróttaráði Hafnarfjarðar 1986-90, sat í íþrótta- og æskulýðsnefnd Sjálfstæðisflokks- ins 1988-94 og formaður hennar 1993- 94, var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn 1990-94 og 1998-2002 og varabæjarfulltrúi 1994- 98, varaformaður bæjarráðs 1998- Þorgils Óttar Mathiesen 50 ára Í sól og sumaryl Þorgils Óttar, ásamt börnum sínum, Sigrúnu og Einari Páli, í sumarfríi á eyjunni Kos, sumarið 2010. Í endurskoðun og golf Í handboltaham Þorgils Óttar setur eitt af sínum 575 landsliðsmörkum í leik gegn Dönum á árum áður. Steinar Birgisson fylgist vel með. Alexander Máni Eirikss- son og Halla Sól Þor- björnsdóttir héldu tom- bólu og söfnuðu 13.312 kr. sem þau gáfu Rauða krossi Íslands. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.