Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað Ferðasumar 2012 ferðablað innanlands föstudaginn 25. maí. Ferðablaðið mun veita upplýsingar um hvern landshluta fyrir sig og verður aðgengilegt á mbl.is. Því verður einnig dreift á upplýsingamiðstöðvar um land allt. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 21. maí. SÉ RB LA Ð Ferðasumar 2012 ferðablað innanlands Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Innanríkisráðuneytið, sem fer með málefni sveitarfélaganna, hefur enn til meðferðar kæru sem barst ráðu- neytinu í júní í fyrra vegna samein- inga leik- og grunnskóla í Reykjavík. Sigríður Jónsdóttir, sem átti sæti í foreldraráði leikskólans Fálkaborg- ar í Breiðholti, sendi kæruna, að fenginni leiðbeiningu frá umboðs- manni Alþingis en þangað leitaði hún fyrst í kjölfar þess að borgar- stjórn samþykkt í apríl 2011 að ráð- ast í fjölmargar sameiningar á leik- og grunnskólum víða í borginni. Sigríður kærði ákvörðun borgar- innar í heild sinni. Hún telur að borgin noti sameiningar til að ganga framhjá lögum og ákvæðum þeirra um skólastjórnendur, í þeim eina til- gangi að ná niður launakostnaði. „Ég er ósátt við hvað þetta mál hefur tekið langan tíma. Kæran fór inn í júní í fyrra og það átti fyrst að koma úrskurður í janúar. Síðan þá hefur alltaf verið að fresta þessu frá mánuði til mánaðar og síðustu svör voru þau að þetta myndi koma núna í maí eða júní,“ segir Sigríður. Hún telur að borgin fari framhjá lögum með því að sameina nokkra skóla undir einn skólastjóra. Sam- kvæmt lögum skuli vera skólastjóri við hvern leikskóla en borgin sé að búa til einhvers konar klasaskóla þar sem nokkrir skólar eru settir undir eina stjórn. Ekki sé hins vegar um neinn samrekstur að ræða, eins og borgin hafi lagt málið fram, held- ur hreina og klára sameiningu. „Ef svo auðvelt var að sameina skólastofnanir, hvers vegna var þá verið að setja ákvæði um samrekst- ur í lög árið 2008? Ákvæði um sam- rekstur var sett inn sem undantekn- ingarákvæði og neyðarúrræði en núna eru klasaskólar orðnir norm- ið.“ Sigríður er jafnframt ósátt við að menntamálaráðuneytið hafi á sínum tíma gefið grænt ljós á þessar sam- einingar, án þess í raun að skilja inn- tak þeirra og áður en foreldrar fengu ráðrúm til að segja álit sitt, sem sé þeirra lögbundni réttur gegnum skóla- og foreldraráð. Ekki hlustað á foreldra „Mér finnst ámælisvert ef stjórn- valdi er leyft að ganga framhjá gild- andi lögum og af hverju lögin vernda ekki skólastofnanir og nærsamfélög þeirra. Það er ekkert hlustað á radd- ir foreldra og við erum að sjá brott- fall menntaðra leikskólakennara,“ segir Sigríður og telur sameining- armálin í borginni vekja upp stórar spurningar um hvaða opinberu menntastefnu stjórnvöld vilja fylgja. Í Reykjavík sé kominn langur ferill niðurskurðar í leikskólanum, með yfirvinnubanni, ráðningarbanni, sameiningum og nú síðast hafi neysluhlé kennara verið tekið af. „Það er bara kraftaverk að enn skuli vera einhverjir leikskólakenn- arar starfandi í Reykjavík. Niður- skurðurinn hefur til dæmis gert for- eldrastarf nær ómögulegt þar sem kennarar fá ekki að funda með for- eldrum utan vinnutíma eða halda námskeið,“ segir hún og fagnar óvæntum stuðningi Samtaka at- vinnulífsins, sem nýverið gerðu at- hugasemdir við fjölda starfsdaga í leikskólunum. Starfsdagarnir séu af- leiðing niðurskurðarins þar sem skólaundirbúningur megi ekki fara fram utan skólatíma. Sigríður telur þetta ekki það fyrirkomulag sem leikskólakennarar og -stjórnendur sjálfir vilja en eru nauðbeygðir til. Enn beðið eftir úr- skurði ráðuneytis  Foreldri leikskólabarna ósátt við seinagang í stjórnkerfinu Morgunblaðið/Kristinn Leikskólar Reykjavíkurborg hefur sameinað nokkra leik- og grunnskóla, yfirleitt í mikilli andstöðu við foreldra. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samband sveitarfélaga á Suð- urnesjum hefur ekki óskað eftir lög- banni á akstur Allrahanda á milli Leifsstöðvar og Reykjavíkur. Stjórnin vinnur að útboði almenn- ingssamgangna en núverandi samn- ingur, við Kynnisferðir, rennur út í haust. Sveitarfélögin á Suðurnesjum tóku við sérleyfisakstri á Suður- nesjum, með samningum við ríkið, og samþættu almenningssam- göngum á vegum sveitarfélaganna. Samið var við Kynnisferðir um verkefnið en fyrirtækið hafði áður annast flugrútuna. Voru þetta fyrstu samningar landshluta- samtaka við ríkið um almennings- samgöngur. Lagaákvæði styrkt Innanríkisráðuneytið beitti sér fyrir því að styrkja lagaákvæði, þannig að hægt væri að semja við samtök sveitarfélaga um allt land um einkaleyfi til aksturs í einstökum landshlutum og samþætta almenn- ingssamgöngum. Slíkir samningar hafa verið gerðir í nokkrum lands- hlutum og hafa sveitarfélög tekið við akstrinum, til dæmis á Suðurlandi og Vesturlandi, þar sem Strætó veitir aðstoð við skipulagningu leiðakerfa og rekstur. Tildrög þess að ríkið taldi sig þurfa að styrkja lagaákvæðin er akstur sem hópferðafyrirtækið Allrahanda hóf að bjóða til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í sam- keppni við Kynnisferðir. Það var tal- ið grafa undan samningum um það sem þá var rætt um sem sérleyfis- akstur en nú er skilgreindur sem akstur með einkaleyfi. Mótmæltu ýmis samtök í ferðaþjónustu breyt- ingunni. Allrahanda hefur haldið akstrinum áfram og talið sig í fullum rétti til þess. Stjórnandi hjá Allra- handa lét í ljós það álit í grein sem birtist í Morgunblaðinu í mars að einkaleyfi til almenningssamgangna stangaðist á við Evrópureglur um almenna farþegaflutninga. Þá benti hann á að fyrirtækið stundaði ekki reglubundnar áætlunarferðir heldur veitti ferðamönnum þjónustu sem tæki mið af áætlunarflugi um Kefla- víkurflugvöll. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) gerði bókun um miðjan mars þar sem samþykkt var að óska eftir lögbanni á akstur Allrahanda, á milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar. Berglind Krist- insdóttir, framkvæmdastjóri SSS, segir að ekki sé talið tímabært að óska eftir lögbanni. Bendir hún á að samningurinn við Kynnisferðir renni út í lok október og unnið sé að undirbúningi útboðs. Öllum gefist kostur að taka þátt í þeirri sam- keppni sem felist í útboði. Hún bæt- ir því við að enginn vafi geti leikið á um lögmæti samnings sem gerður verði að afloknu útboði. Hann muni grundvallast á nýju lögunum sem kveði á um einkaleyfi til aksturs. Ekki óskað eftir lögbanni á flug- stöðvarakstur  Einkaleyfið boðið út á næstunni Morgunblaðið/Sverrir Leifsstöð Sóst er eftir því að aka farþegum til og frá flugstöðinni. Eftirsótt verkefni » Allrahanda heldur uppi sam- keppni í akstri til og frá Leifs- stöð. » Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum telja aksturinn óheimilan. Forsala miða á landsmót hesta- manna sem fram fer í Víðidal í Reykjavík í sumar gekk vel. Henni er nú lokið. Fleiri miðar seldust en áður hefur þekkst frá því Landsmót ehf. tók við framkvæmd landsmóta. Erlendir gestir landsmótsins hafa ávallt skipulagt sig fram í tímann og nýtt sér þau afsláttarkjör sem í boði eru í forsölu. „Íslendingarnir hafa oft verið lengi að taka við sér og mikið hefur verið um að fólk sem alltaf fer á landsmót hafi ekki nýtt sér forsöluna. Við höfum náð til þessa fólks núna. Auk þess fengum við margar fyrirspurnir síðustu dag- ana frá fólki sem er að koma á sitt fyrsta landsmót. Það er gleðilegt að ná til þessa jaðarhóps einnig,“ segir Anna Lilja Pétursdóttir, verk- efnastjóri hjá LH. Starfsmenn landsmótsins leggja ekki í að spá um gestafjöldann út frá aukinni for- sölu. Reynslan sýnir að salan róast í nokkra daga eftir að forsölu lýkur og tekur síðan aftur við sér og stendur fram á mót. Einnig er mikið selt á mótinu sjálfu. Haraldur Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri seg- ir að erfitt sé að bera forsöluna saman við mótið í fyrra þar sem því hafi verið frestað og margir geymt miðana sem þeir keyptu árinu fyrr. Unnið er að lokaundirbúningi á mótssvæðinu. Dagskrá mótsins er tilbúin og hliðardagskrá smám sam- an að skýrast. helgi@mbl.is Líflegri forsala en þekkst hefur á landsmótum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Setning Fulltrúar hestamanna- félaga ríða með íslenska fánann.  Unnið að undir- búningi í Víðidal Landsmót » Landsmót hestamanna verður haldið í Víðidal dagana 25. júní til 1. júlí. » Verð á vikupassa er nú 18 þúsund kr. en félagsmenn í hestamanna- og búnaðar- félögum og viðskiptamenn N1 geta fengið afslætti. Lægsta verð er 14 þúsund. Borgarlögmaður hefur svarað foreldrum í Hamra- og Húsa- skóla í Grafarvogi, sem hafa verið mjög ósáttir við samruna unglingadeilda við Foldaskóla. Vildu foreldrarnir að borgin tæki mið af áliti menntamála- ráðuneytisins um samrunann, sem taldi undirbúningi við ákvörðun borgarinnar hafa ver- ið áfátt. Telur borgarlögmaður að það álit ráðuneytisins sé ekki bindandi fyrir borgina, en vísar til þess að innanríkisráðu- neytið eigi eftir að úrskurða um málið. Borgin svarar foreldrum SAMRUNI Í GRAFARVOGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.