Morgunblaðið - 17.05.2012, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.05.2012, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Fyrstu kynni okkar Guðrúnar voru þegar við settumst í 3ja bekk í Menntaskól- anum í Reykjavík fyrir margt löngu. Kunningsskapurinn þróað- ist upp í vináttu og væntumþykju sem aldrei bar skugga á. Vinátta okkar náði yfir til foreldra minna sem Guðrún leit oft til og átti góð- ar stundir með. Þegar svo þústn- aði að í fjölskyldu minni og veik- indin tóku að herja jók hún mjög komur sínar til okkar. Þannig var vinátta Guðrúnar. Hún lét sig einnig varða um börnin mín og tók þátt í hátíðum þeirra og raunar hvunndeginum líka meðan heilsan leyfði. Fyrir allt þetta þökkum við. Guðrún var kennari. Ég sagði stundum við hana að hún væri kennari af guðs náð. Það var þó ekki öldungis rétt því að mikil og góð kennslufærni hennar var tilkomin vegna stað- góðrar fagþekkingar og ánægju og gleði af að kenna. Meðan hug- urinn leyfði var hún sívakandi að freista þess að bæta við fagkunn- áttu sína og skilning á því hvernig maðurinn lærir. Kennslan var fyrir Guðrúnu lífsviðhorf, lífs- máti. Við vorum ekki alltaf sammála um aðkomu að málum og þá gafst gott tækifæri til að kryfja málin. Stundum var farið að birta af degi þegar okkur þótti nóg rætt. Allar eru þessar stundir dýrmætar og minningin kær. Þegar æviárin eru orðin mörg verðum við að sætta okkur við að sjá á eftir vinunum. Og nú kveðj- um við, fjölskylda mín og ég, kær- an vin með söknuði og innilegu þakklæti. Bryndís Víglundsdóttir. Guðrún Halldórsdóttir, skóla- maður og mannvinur, er fallin frá. Það var árið 1974 sem við urð- um þeirrar gæfu aðnjótandi að verða nemendur Guðrúnar. Síðan þá hafa samverustundirnar orðið margar. Frá fyrsta degi var okk- Guðrún J. Halldórsdóttir ✝ Guðrún JónínaHalldórsdóttir fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1935. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 2. maí 2012. Útför Guðrúnar var gerð frá Hall- grímskirkju 16. maí 2012. ur ljóst að Guðrún var einstök. Hún kom fram við nem- endur af virðingu og hlýju. Hún náði at- hygli okkar og kryddaði kennsluna með litlum sögum. Guðrún naut strax mikillar virðingar. Hún var athugul og eftirtektarsöm og lét sig varða velferð allra. Guðrún kenndi okkur dönsku. Eftir dönskunámið héldum við áfram í skóla lífsins og Guðrún var áfram kennarinn okkar. Hún réði okkur í vinnu hjá Námsflokk- um Reykjavíkur. Námsflokkarnir voru heillandi stofnun sem Guð- rún stjórnaði af miklum myndar- brag og metnaði. Námsframboðið var afskaplega fjölbreytt. Fjöl- mennur nemendahópur frá 16 ára aldri og alveg upp í fullorðið fólk. Sérhver nemandi var einstakur í augum Guðrúnar. Hún hlustaði af athygli, kom með góð ráð og hvatti fólk áfram. Fyrir Guðrúnu voru allir jafnir. Hún var for- dómalaus, víðsýn, skilningsrík og dæmdi ekki. Guðrún lagði sig sérstaklega fram um að mæta þörfum fólks með námsvanda og hún var í far- arbroddi í íslenskukennslu fyrir nýbúa. Hjartalag og mannúð Guðrúnar settu svip sinn á allt starf Námsflokkanna. Það var góður andi í gamla Miðbæjarskól- anum bæði á meðal nemenda og starfsfólks. Guðrún sá oft spaugi- legar hliðar á tilverunni. Hún var ekki viðkvæm fyrir sjálfri sér, sagði skemmtilega frá, var glettin og hló innilega. Með sanni má segja að Guðrún hafi helgað Námsflokkum Reykjavíkur líf sitt og starfskrafta þó svo að hún hafi einnig setið á Alþingi í nokkur ár. Það voru mikil forréttindi fyrir okkur að hafa slíkan vinnuveit- anda og góða fyrirmynd. Við verðandi kennarar fylgdumst með framkomu Guðrúnar við nemendur og viðhorfum hennar til þeirra fjölmörgu sem stunduðu nám í Námsflokkunum. Það var svo árið 1985 að Tjarn- arskóli fékk inni í Miðbæjarskól- anum. Þrengslin í Miðbæjarskól- anum voru mikil. Auk Námsflokkanna voru Vesturbæj- arskólinn og MR þar og svo bætt- ust 75 unglingar við. Þessi ráð- stöfun þrengdi að og olli enn fleiri viðfangsefnum hjá Guðrúnu en hún tók unglingunum vel. Hjarta- lag hennar leyndi sér ekki. Leiðir okkar þriggja lágu aftur saman. Guðrún hafði um árabil verið fé- lagi í Félagi kvenna í fræðslu- störfum. Við fengum tækifæri til að ganga í það góða félag. Þá hitt- um við aftur fyrrverandi kennara okkar og vinnuveitanda og þráð- urinn var tekinn upp að nýju. Samverustundirnar í gegnum árin eru orðnar margar og við eigum Guðrúnu margt að þakka. Ein af síðustu samverustundun- um var á jólafundi í félaginu okk- ar. Guðrún flutti orð til umhugs- unar og rifjaði upp bernsku sína í Laugarneshverfinu. Orð hennar endurspegluðu væntumþykju, hlýju og virðingu. Þessa mynd ásamt af einstökum samferða- manni geymum við í hjarta okkar. Í dag kveðjum við Guðrúnu Halldórsdóttur. Við minnumst hennar með virðingu og þakklæti. Hún auðgaði líf þess fólks sem var svo lánsamt að verða á vegi hennar. Blessuð sé minning henn- ar. Fanný Gunnarsdóttir, María Solveig Héðinsdóttir. Við hittumst fyrst á Sóknar- námskeiði í Námsflokkunum 1980 sem er dæmigert fyrir það sem lífið skóp okkur á næstu árum. Ég kom á annað námskeið og kynnt- ist Guðrúnu þá meira og sá að hún bar mikla umhyggju fyrir okkur nemendum. Svo liðu nokkur ár og þá tók ég við forystuhlutverki í Sókn og þar varð samstarf við Guðrúnu eitt af mínum verkefn- um sem svo stóð óslitið þar til hún hætti og starfsemi Námsflokk- anna breyttist. Fyrstu árin okkar í þessu samstarfi voru mjög gjöful því það tókst að semja um ennþá meira námskeiðsframboð og líka fyrir fleiri starfsgreinar innan Sóknar. Þarna var Guðrún óþreytandi í að aðstoða okkur í röksemdafærslu fyrir gildi starfs- menntunar jafnvel með tillögum til að leggja fram. Á þessum árum tók Guðrún þátt í norrænu sam- starfi um starfsmenntun á Norð- urlöndunum og þar rakti hún sögu m.a. Sóknarnámskeiðanna og hafði þau sem sýniverkefni Námsflokkanna. Birtust um þetta greinar í blaði sem hét Voxud. Fyrir þetta verkefni og fleiri fékk hún alþýðufræðsluverðlaun 2003. Áfram var haldið og enn var fund- ið upp á nýjungum s.s. að meta annað nám inn í námskeiðsflór- una. Allt þetta leiddi síðan til þess að úr hverjum árgangi fóru ein- staklingar í enn frekara nám og þannig hafði sjálfstraust og stuðningur lyft Grettistaki. Guð- rún var líka vakandi fyrir að koma með tillögur að námi sem hún kynntist á Norðurlöndunum og urðu Námsflokkarnir á því sviði frumkvöðlar að stuttum námsbrautum og aðfararnámi starfsnáms. Félagsliða- og leik- skólaliðabrautir urðu til sem var draumur okkar beggja og margra nemenda en það er nám sem hafði skotið rótum í Danmörku og notið vinsælda. Þessi starfsemi var Guðrúnu heilagt mál og það að hjálpa fólki til að komst áfram þegar lítið vantaði gat leitt til að hún las með fólki um helgar eða á kvöldin. Hún sleppti ekki hend- inni af námskeiðunum meðan hún sat á Þingi og þá var vinnudag- urinn langur. Hún tók líka upp mál fyrir réttindum Sóknarfólks á Alþingi. Þau ár sem við unnum saman var þetta hennar hugsjón og þekki ég engan sem hefur haft eins sterka trú á að lausnir væru til svo sem flestir gætu haldið áfram námi. Í hennar skjóli var farið að vinna að stuðningi við les- blinda og þróa aðferðir. Auk alls þessa var mikið framboð á námi í Námsflokkunum og á endanum fór hún sjálf á námskeið í gler- skurði og hafði mjög gaman af. Nokkur ár skáru sig úr hvað nem- endafjölda varðaði en þá urðu nemendur um 700 á einum vetri. Við hverja námskeiðsútskrift tal- aði Guðrún til nemenda og kenn- ara og hvatti fólk áfram en hún bætti oft við lífssýn sinni á gild- unum og á hvaða hættubraut við værum í leit að röngum lífsgild- um. Þessi hugsjón hennar var sprottin frá því að hafa ung stúlka unnið á Vífilsstöðum og þráð menntun. Þegar starfsdeginum lauk var stofnaður Guðrúnarsjóð- ur sem veitti styrki til fólks sem vildi læra en hafði ekki fjármuni og þarna naut Guðrún sín. Hún hefði viljað hjálpa svo miklu fleir- um en sjóðurinn gat. Þetta voru gleðistundir og henni mikilvægar. Guðrún var heil, sönn og trygg. Ég kveð góðan kæran vin til ára- tuga. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi formaður Sóknar. Þeir eru ófáir sjúkraliðarnir sem minnast Guðrúnar Halldórs- dóttur með hlýhug, en hún átti stóran þátt í að þeir menntuðu sig til sjúkraliðastarfa. Guðrún var skólastjóri Náms- flokkanna í Reykjavík þegar Sjúkraliðaskóli Íslands var stofn- aður árið 1975. Á þeim tíma gerðu stjórnendur skólans meiri kröfur um menntun í skólann. Með því voru margir áhugasamir einstak- lingar útilokaðir frá námi. Um var að ræða konur sem höfðu sinnt heimilisstörfum og barnauppeldi. Þeirri ósk var komið á framfæri við heilbrigðisráðuneytið að starfsstúlkum sem áhuga hefðu á inngöngu í Sjúkraliðaskólann gæfist kostur á frekara undirbún- ingsnámi sem auðveldaði þeim inngöngu. Til þess að hrinda því í framkvæmd leitaði Sjúkraliða- skólinn, að undirlagi ráðuneytis- ins til skólastjóra Námsflokka Reykjavíkur, með ósk um að hann skipulegði undirbúningsnám sem gerði einstaklingum með ónóga menntun kleift að komast inn í Sjúkraliðaskólann. Guðrún Halldórsdóttir, skóla- stjóri Námsflokkanna, tók þess- ari málaleitan vel. Í upphafi var um eins vetrar nám að ræða og kennt í tveimur bekkjardeildum. Síðar varð breyting á inntöku- kröfum Sjúkraliðaskólans, þær hertar og til þess að fullnægja þeim kröfum varð að breyta for- skólanum og lengja námið í fjórar annir. Skólastjóri Námsflokk- anna var á þeim tíma atorkukona landsþekkt fyrir dugnað, mann- gæsku og ósérhlífni og ekki stóð upp á hana að hrinda náminu í framkvæmd. Undirrituð var meðal þeirra sem stunduðu nám við náms- flokkana og er það í huga mér einkar ánægjulegur tími. Ég minnist Guðrúnar sem konu sem umfaðmaði allt og alla með hlýju og lúmskum húmor. Sjúkraliðafélag Íslands á Guð- rúnu mikið að þakka og var hún því heiðruð á 40 ára afmæli fé- lagsins árið 2006. Við það tækifærið sagði Guð- rún um Námsflokkana og fyrr- verandi nemendur sína: „Margs góðs er að minnast frá samstarfinu við nemendur For- skóla sjúkraliða. Oft hef ég dáðst að dugnaði og einbeitni þessa fólks sem þar stundaði nám með fullu starfi og heimilisforsjá og náði samt dágóðum árangri og hef ég tæpast skilið hvernig það fór að því.“ Það var víðar sem spor okkar Guðrúnar lágu saman, en hún var ein þeirra sem stóðu að stofnun Landssamtakanna 60+ innan Samfylkingarinnar, en stofnfund- urinn var haldinn 27. apríl, 2003. Hún átti sæti í stjórn samtakanna á árunum 2003-2007 og frá árinu 2011 hef ég verið formaður þeirra samtaka. Þátttaka Guðrúnar í stofnun samtakanna sýnir hana í réttu ljósi því að þrátt fyrir veikindi sem þá þegar voru farin að herja á hana hafði hún enn viljann. Vilj- ann til þess að láta gott af sér leiða og til þess að halda uppi merkjum þeirra sem töldu sig vera órétti beitta, eins og aldraðir telja um réttindi sín. Ég vil fyrir hönd forystu Sjúkraliðafélags Ís- lands og þeirra sjúkraliða sem stunduðu nám við Námsflokkana enn og aftur þakka fyrir forgöngu hennar og baráttu fyrir menntun og tilurð stéttarinnar. Jafnframt vil ég koma á fram- færi þakklæti Landssamtakanna 60+ fyrir hennar forgöngu að því að samtökin yrðu stofnuð. Minningin lifir um mæta konu. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliða- félags Íslands. Ég hef þekkt Guðrúnu Hall- dórsdóttur í aðeins meira en ára- tug en ég stend í ævinlegri þakk- arskuld við hana fyrir íslenska tilveru mína. Ein af mörgum gáf- um Guðrúnar var að geta breytt lífi annarra en gera það á sérstak- lega hugulsaman hátt og maður gerir sér grein fyrir því árum eða jafnvel áratugum seinna. Þannig verður hún hér alltaf. Guðrún sem ég þekkti myndi ekki vilja heyra lofsöng um sig en myndi þiggja ljóð, ekki síst ljóð um kött. Úr ljóðinu „Köttur í tómri íbúð“ sem Wisława Szymborska orti kemur þetta erindi: Eitthvað hefst hér ekki á venjulegum tíma. Eitthvað á sér ekki stað eins og til er ætlast. Einhver var og var en hvarf þá skyndilega og er þrálátt áfram ekki hér. (Endir og upphaf, 1993.) Olga. Látin er Guðrún Halldórsdótt- ir, fv. skólastjóri, þingkona og brautryðjandi starfsmenntunar fullorðinna. Kvatt hefur einstök merkiskona, kona sem allt sitt líf fylgdi sínum hugsjónum. Til Námsflokka Reykjavíkur gátu þeir leitað sem ekki höfðu haft tækifæri eða aðstæður til að geta lokið sínu skólanámi eða þeir sem vildu auka við nám sitt. Margir eru þeir nemendur sem nutu aðstoðar og stuðnings Guð- rúnar og þakka henni hversu vel þeim hefur farnast í lífinu. Guð- rún gaf sér alltaf tíma til að sinna sínum nemendum og hlúa að þeim en gleymdi sjálfri sér og að huga að eigin heilsu, þannig var Guð- rún. Fyrstu kynni okkar Guðrúnar voru þegar ég leitaði í smiðju til hennar 1979 varðandi uppbygg- ingu á starfsmenntunarnám- skeiðum fyrir starfsmenn Verka- kvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum. Samstarf okk- ar átti síðan eftir að verða langt og farsælt. Fyrstu Sóknarnám- skeið fyrir starfsmenn í heima- þjónustu hófust 1988. Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, Sókn og Námsflokkarnir höfðu skipað námskeiðsnefnd. Árið 1990 áttu sér stað miklar breyt- ingar og uppbygging í heimaþjón- ustu og Öldrunarþjónustu Reykjavíkurborgar. Að starfa með Guðrúnu og Þórunni Svein- björnsdóttur í námskeiðsnefnd var einstaklega ánægjulegt. Báð- ar voru þær eldhugar og báðum var mjög mikilvægt að efla heimaþjónustuna og starfs- menntun starfsmanna. Í lok hvers námskeiðs og við slit þeirra talaði Guðrún til nem- enda og kennara. Mér er mjög minnisstæð sú virðing, hlýja og umhyggja sem hún bar fyrir nem- endunum og kom fram í orðum hennar. Lífssýn Guðrúnar og gildi, trúmennska, heiðarleiki og mannkærleikur var þeirra vega- nesti. Þegar félagsliðanám var sam- þykkt var það Guðrún Halldórs- dóttir og Námsflokkar Reykja- víkur sem fengu leyfi til að útskrifa félagsliða. Fyrstu fé- lagsliðar í félagslegri heimaþjón- ustu og öldrunarstofnunum út- skrifuðust 2004. Félagsliðanámið hefur haft mikil áhrif fyrir starfs- menn, aukið sjálfstraust þeirra og sjálfsöryggi og orðið þeim hvatn- ing til frekara náms. Við starfslok var það Guðrúnu mikið fagnaðar- efni að félagsliðanám starfs- manna í heimaþjónustu, sem var eitt af mörgum baráttumálum hennar, var komið í höfn. Með Guðrúnu Halldórsdóttur er horfin ein þeirra kvenna af kynslóð sem hafði þá lífssýn að trúmennska, heiðarleiki og mann- kærleikur væru þau gildi sem skiptu máli á lífsleiðinni. Ég kveð kæran samstarfs- mann og vin með virðingu og þakklæti. Sigrún Karlsdóttir. Guðrún J. Halldórsdóttir er látin í Reykjavík 77 ára að aldri. Guðrún starfaði við kennslu, var forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur í yfir 30 ár og sat á Alþingi fyrir kvennalistann. Fyrst og síðast var Guðrún þó öt- ull talsmaður þess að allir sætu við sama borð í okkar samfélagi og þar nutu hennar margir og þá sérstaklega nýbúar á Íslandi. Guðrún var félagi í Soroptimista- klúbbi Reykjavíkur, en hún gekk til liðs við klúbbinn í nóvember árið 1969 og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir klúbbinn. Al- þjóðasamtök Soroptimista voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1928 og fyrsti klúbburinn á Ís- landi, Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur, var stofnaður 1959. Nafn samtakanna er dregið af „sorores ad optumum“ sem felur í sér samstöðu systra sem stöðugt vinna að því ná fram því besta. Markmið hreyfingarinnar endur- spegla nafnið er það er að stuðla að jafnrétti og jafnræði, skapa öruggt og heilsusamlegt um- hverfi, í stuttu máli að bæta þenn- an heim sem við öll búum í. Í frið- aryfirlýsingu Soroptimista stendur „Við sjáum fyrir okkur heim þar sem umburðarlyndi, sættir, samvinna og samstaða verða raunveruleiki.“ Guðrún endurspeglaði með lífi sínu og störfum allt það sem Soroptim- istahreyfingin stendur fyrir. Hún hlaut líka mikla viðurkenningu fyrir störf sín. Hún var sæmd Riddarakrossi hinnar Íslensku Fálkaorðu árið 1985, forseti Ís- lands veitti henni starfsmennta- verðlaun í flokki einstaklinga árið 2000, hún fékk verðlaun íslensku menntasamtakanna árið 2000, hlaut viðurkenningu frá Sam- bandi norrænnar almennings- fræðslu árið 2003, var heiðruð af Reykjavíkurborg og Eflingu – stéttarfélagi árið 2005 og fékk samfélagsverðlaun Fréttablaðs- ins 2008. Öll þessi viðurkenning sýnir að þarna fór einstök kona. Við í Soroptimistaklúbbi Reykja- víkur þökkum Guðrúnu sam- ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir, mágur og afi, KJARTAN JÓNSSON, Kjartansgötu 8, Reykjavík, lést sunnudaginn 13. maí. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 25. maí kl. 13.00. Ólöf Júlía Kjartansdóttir, Árni Rúnar Inaba Kjartansson, Anna Arnardóttir, Jón Ólafsson, Ólöf E. Árnadóttir, Steingerður Jónsdóttir, Örlygur Karlsson, Ólafur Jónsson, Skafti Jónsson, Bente Nielsen og afabörnin. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, BERGSTEINN GARÐARSSON trillukarl, er lést sunnudaginn 6. maí, verður jarðsung- inn frá Glerárkirkju föstudaginn 18. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Orgelsjóð Glerárkirkju. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurveig, Jónas og Barbara. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNAR B. HÁKONARSON, Strikinu 4, Garðabæ, lést laugardaginn 12. maí. Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir, Hákon Gunnarsson, Guðný Helgadóttir, Helga Gunnarsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Unnar Reynisson, Hrefna Gunnarsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.