Morgunblaðið - 17.05.2012, Side 17

Morgunblaðið - 17.05.2012, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Upplifun Slökun Endurhæfing LSX 700 214 x 214 x 92 cm 4 - 5 manna EXETER 214 x 214 x 92 cm 5 - 6 manna VIÐ FUNDUM EKKI UPP HUGMYNDINA, EN VIÐ FULLKOMNUÐUM HANA Fáðu meira fyrir minna með Master Spas nuddpottum, þar sem gæði, ending og vandaður frágangur er til fyrirmyndar. SOMERSET 168 x 214 x 82 cm 2 - 3 manna ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hretið síðustu daga hefur verið magnað. Vetur, sumar, vor og haust, segir í kvæðinu, og þetta hefur allt átt við í höfuðstað Norð- urlands síðustu daga. Stundum var meira að segja vetur fyrir hádegi og sumar eftir mat.    Einn daginn var reyndar vetur frá morgni til kvölds, en hásumar daginn eftir. Svo smá haust, aftur vetur og loks vor.    Sem betur fer var einhvers kon- ar vor í gær, barna og unglinga bæjarins vegna. Þau fjölmenntu nefnilega í miðbæinn og skemmtu þar gestum og gangandi með margvíslegum hætti.    Ástæða barnafjöldans var uppskeruhátíð leik- og grunnskóla Akureyrar, sem skipulögð er í til- efni 150 ára afmælis bæjarins. Nemendur og kennarar leik- og grunnskóla hafa lengi undirbúið há- tíðina og listaverk, sem skreyta bæinn.    Hjartavernd Norðurlands af- henti í vikunni Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri (FSA) fullkomið ómtæki, sem verður á svæfinga- og gjör- gæsludeild.    Hjartalæknar sjúkrahússins ákváðu að endurnýja ómtæki, Hjartavernd Norðurlands gaf sjö milljónir til kaupanna, en það sem upp á vantaði kom frá gjafasjóði hjartalækninga sem hefur verið til í nokkur ár. Tækið, sem er frá Gene- ral Electric, kostaði í heild 11 millj- ónir.    Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Sjónlistamiðstöðv- arinnar á Akureyri, segir að „markaðsfróðir menn með vit á nú- tímalegum auglýsingaaðferðum“ telji að umfjöllun um kaup mið- stöðvarinnar á plastmáli með vara- lit forsætisráðherra jafngildi 35 milljóna króna auglýsingaherferð fyrir hina nýju miðstöð. Þetta kem- ur fram á heimasíðu miðstöðv- arinnar.    Hannes er auðvitað ánægður með þetta. „Það verður að teljast harla góð ávöxtun á 105 þúsund krónum, sem runnu allar til lang- veikra barna (þótt mörgum sé greinilega alveg sama um það).“    Sýningin Syntagma hefst í Sjónlistamiðstöðinni á laugardag og Hannes getur þess að í tvo daga, laugardag og sunnudag, verði hið fræga mál með varalit Jóhönnu Sigurðardóttur til sýnis.    Hægt verður að kaupa „einstök plaköt af tvöfalda plastmálinu í tengslum við Syntagma, sem prent- uð verða að hámarki í 333 tölusett- um og „árituðum“ eintökum. Lítur sjónlistastjóri svo á að um fjölföld- un sé að ræða á upprunalega lista- verkinu með varalitafari forsætis- ráðherrans og efast ekki eitt andartak um að þetta sé bæði höggheld og afskaplega eiguleg fjárfesting. Þessu máli er langt frá því að vera lokið. Það er ekki dautt, heldur sprelllifandi,“ segir Hannes.    Árleg Vorsýning Myndlistaskól- ans á Akureyri hefst í dag í hús- næði skólans við Kaupvangsstræti. Sýnd verða verk nemenda forn- ámsdeildar, listhönnunar- og fag- urlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nem- endur í frjálsri myndlist og graf- ískri hönnun hafa verið að fást við á þessu skólaári.    Háskólinn á Akureyri, Rann- sókna- og þróunarmiðstöð skólans og Byggðastofnun halda næsta mánudag málþing þar sem kynntar verða ESPON-rannsóknir á sviði svæða- og byggðamála.    ESPON er ein af svæða- eða byggðatengdu aðgerðaráætlunum Evrópusambandsins.    Auk Íslendinga eru fræðimenn frá Noregi, Svíþjóð, Bretlandi, Pól- landi og Austurríki meðal fram- sögumanna. Málþingið fer fram á ensku. Það er öllum opið og er þátttökugjald ekkert. Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi á morgun.    Kiriyama Family leikur á Græna hattinum annað kvöld ásamt Boogie Trouble.    Hátíðarútgáfa af skjaldar- merki Akureyrar, prjónað og hekl- að úr 3.107 bútum, var meðal verka á árlegri handverkssýningu Fé- lagsstarfs eldri borgara í þjónustu- og félagsmiðstöðinni í Víðilundi, sem staðið hefur yfir upp á síðkast- ið. Verkið var gert í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman á Ráðhústorgi Börn úr Lundarskóla syngja á Ráðhústorgi í gærmorgun á uppskeruhátíðinni. Sumir höfðu annað að gera en taka undir í söngnum, til dæmis að leika sér undir sviðinu og skemmtu sér ekki síður en aðrir! Hannes ánægður með ávöxtunina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.