Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 27
Minning þín lifir og ég mun aldrei gleyma þér. Guðjón Rúnar Emilsson. Guðbjörg Sigurjónsdóttir var nágranni minn til fjölda ára. Hún er ein af þeim sem var allt- af „nærri“ lífi mínu þó svo að margt hafi einnig aðskilið. Ég man fyrst eftir henni þeg- ar hún varð ekkja. Halldór, eig- inmann sinn, missti hún þegar hann hvarf í hafið við Vest- mannaeyjar án þess að nokkur hefði orðið vitni að. Þeir voru að koma af miðunum og hann eitt- hvað að bauka aftast á bátnum þegar síðast sást til hans. Ég sá þegar áhöfnin af Maí kom til hennar að votta samúð. Þetta mun hafa verið 1957 en þá voru þau nýflutt inn í húsið sitt við Faxastíg í Vestmannaeyjum. Þó svo að ég hafi verið aðeins 5 ára þá deildi ég þessum atburði með Guðbjörgu og börnum hennar. Í tímans rás verða stundir sem þessar til að auka tengsl milli fólks. Guðbjörg átti með manni sín- um þrjú börn, þau Guðríði, Ágúst og Björgu, sem voru leik- félagar og vinir æ síðan. Eftir brotthvarf Halldórs flutti Björg systir hennar inn á heimilið og þær bjuggu saman með börn- unum upp frá því eða þar til Guðbjörg flutti til Reykjavíkur. Alltaf var heimili hennar opið okkur félögunum þegar við vild- um leika með börnum hennar. Auðvitað þurfti hún að róa okk- ur niður því sjálfsagt hefur verið mjög fjörugt á stundum en aldr- ei var okkur meinaður aðgang- ur. Ég deildi líka með henni mörgum stundum í Betel, söfn- uði hvítasunnumanna, þar sem við bæði sóttum samfélag trúar og uppörvunar, bæði á góðum og erfiðum stundum lífsins. Þá var Guðbjörg alltaf til staðar. Hún ver ekki ræðumaðurinn eða kennarinn sem hélt uppi samkomuhaldinu en hún var samt rödd „hrópandans“ – hróp- andi rödd bænakonunnar. Alltaf þegar söfnuðurinn var beðinn um að biðja fyrir mönn- um og málefnum og þungi dauð- ans hafði sótt einhvern heim var það rödd Guðbjargar sem ómaði upp í himininn með bænir, beiðnir og árnaðaróskir fyrir hönd þeirra líðandi sem í hlut áttu. Þessi gjöf bænar og mildi var Guðbjörg. Mér er næst að halda að hún hafi tekið þessa trú inn með móðurmjólkinni en svo einnig að hin sára kvöl sem Guð- björg leið við dauða eiginmanns- ins hafi sett bænamál hennar í þann farveg sem ég minnist helst. Hún var alltaf tíguleg og kvik. Hún hélt sínu góða útliti allt fram til dauðadags. Við Hrefna Brynja heimsóttum hana nýlega þegar hún var á hjartadeild Landspítalans og þá leit hún ekki út sem fársjúk kona. Þó að hjartað hafi verið orðið veikt hafði hún útlitið með sér og von- ina um frelsisverk Jesú Krists. Í einum sálmi Hörpustrengja, söngbók hvítasunnumanna, seg- ir: „Eitt sinn mun rödd mín hljóðna hér.“ Nú hefur bæn- arödd Guðbjargar hljóðnað – hér, en fyrirheit Guðs eru þau að hann mun leggja við bænir hinna heilögu og gera þær enn magnaðri en okkur grunar. Bænirnar lifa í eyrum Guðs og þeim verður svarað þó svo að fyrirbiðjandinn sé horfinn. Það munum við sjá eftir að Guðbjörg hefur kvatt, þá verða bænir hennar enn á meðal okkar og Guð svarar þeim bænum með vitjun blessun og englavernd. „En sú kona sem óttast Drottin á hrós skilið.“ (Orðskv. 31:30) Þannig kveð ég Guðbjörgu, í Guðs friði. Snorri í Betel. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 ✝ Hildiþór Kr.Ólafsson fædd- ist á Fögrugrund í Miðdölum, Dala- sýslu 14. júní 1927. Hann lést á krabbameinslækn- ingadeild Land- spítalans við Hringbraut 30. apríl 2012. Foreldrar hans voru María Ög- mundsdóttir sem ólst upp á Harrastöðum í Miðdölum og Ólafur Samúelsson frá Bæ í sömu sveit. Hildiþór ólst upp á Fögrugrund fyrstu ár ævi sinn- ar. Við lát föður síns fluttist Hildiþór með móður sinni að Fellsenda í Miðdölum og ólst þar upp til fullorðinsára. Fóst- urfaðir Hildiþórs var Benedikt Jónsson bóndi á Fellsenda. Hildiþór kvæntist 24. júlí 1956 eftirlifandi konu sinni Önnu Margréti Albertsdóttur, f. 24. júlí 1931, frá Erpsstöðum í Miðdölum. Foreldrar hennar voru Albert Finnbogason frá Sauðafelli í sömu sveit og El- ísabet Benediktsdóttir frá Erpsstöðum. Dætur Hildiþórs og Önnu Margrétar eru: María, f. 24. febrúar 1959, M.ed. í sér- og síðustu starfsár sín vann hann hjá Brauðgerð Mjólk- ursamsölunnar í Reykjavík. Hildiþór og Anna hófu búskap á Hraunteig 15 en fluttust í Fellsmúla þegar Hreyf- ilsblokkin var byggð. Starfs- mannafélag Hreyfils byggði það hús og var þar mikið sam- félag starfsmanna Hreyfils og mikill vinskapur sem mynd- aðist milli íbúa þar. Þar bjuggu þau í rúmlega 40 ár eða þar til þau fluttust að Ár- skógum 8 í Reykjavík árið 2008. Hildiþór var mikill Dalamað- ur í sér alla tíð og fylgdist grannt með sveitastörfum og tíðarfari í sinni gömlu sveit. Hann átti hesta sem ungur maður og hafði mikla ánægju af hestum og hestaíþróttum. Hann fylgdist alla tíð vel með þjóðmálunum og hafði vakandi áhuga á málefnum samfélags- ins á hverjum tíma. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir og fylgdist grannt með öllu slíku efni í fjölmiðlum. Hildi- þór bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og var afar ná- inn fjölskyldu sinni, dætrum sínum og dótturdætrum. Hann var ávallt boðinn og búinn að aðstoða fjölskyldu og vini við allt það sem hann hafði tök á og vildi greiða götu allra í hví- vetna. Útför Hildiþórs fór fram frá Fossvogskirkju 14. maí 2012. kennslufræðum, starfar nú sem framkvæmdastjóri við Fjölmennt, sí- menntunar- og þekkingarmiðstöð, og Elísabet, f. 20. ágúst 1963, sér- kennari við Sel- ásskóla í Reykja- vík, nú í framhaldsnámi við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Maki Elísabet- ar er Guðjón Baldursson pípu- lagningamaður, f. 2. september 1963, frá Hjarðarholti í Dölum. Dætur þeirra eru Þórhildur, f. 2. maí 1995, nemi við Kvenna- skólann í Reykjavík, og Mar- grét Anna, f. 5. janúar 2000, nemi við Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Hildiþór vann við sveitastörf fram á unglingsár, tók ungur meirapróf og vann við vinnu- véla- og bifreiðaakstur stærst- an hluta ævi sinnar. Hann vann við vegavinnu í Dölum sem ungur maður. Hildiþór fluttist til Reykjavíkur árið 1950. Hann vann sem leigubílstjóri hjá Hreyfli um margra áratuga skeið. Hann vann einnig hjá Sambandinu við vöruflutninga Það var með nokkuð snöggum hætti að faðir minn kvaddi þenn- an heim. Að minnsta kosti vorum við ekki undir það búin að missa hann og alls ekki tilbúin. Sjálfsagt er maður aldrei tilbúinn og vill alltaf lengri tíma. En nú ber hins vegar að þakka. Nú ber að þakka allan þann tíma sem við fengum og allt það sem við fengum að njóta og þiggja af pabba og það er margt, því hann var örlátur maður. Hann var ör- látur á tímann sinn og allt það sem hann gat gert fyrir okkur. Það var aldrei spurning hvernig hann forgangsraðaði í lífi sínu. Við sem stóðum honum næst vor- um alltaf númer eitt. Hann vildi allt fyrir okkur gera. Ef hann gat lagt lið þá var hann boðinn og bú- inn. Hann gerði ekkert með lát- um, hann notaði ekki mörg eða stór orð, hann tranaði sér ekki fram eða gerði mikið úr sínum hlut. Hann tróð engum um tær, hann var hógvær, hljóðlátur og lét yfirleitt lítið fyrir sér fara. Hann var samt sem áður fastur fyrir og hafði sterkar skoðanir á hlutunum. Hann vildi standa með þeim sem vildu stuðla að jöfnuði og hann vildi standa með þeim sem stóðu höllum fæti. Hann hafði ríka réttlætiskennd, vildi leggja sitt af mörkum og var ein- staklega ósérhlífinn maður. Nú ber að þakka fyrir slíka fyrir- mynd og slík skilaboð okkur til handa sem varðveitum nú dýr- mætar minningar. Að leiðarlokum er gott að minna sig á að „Hinir látnu eru ekki horfnir að fullu. Þeir eru að- eins komnir á undan“ (Cypria- nus). Leiðirnar skiljast en ljós okkar skín er liðinna daga minnumst. Ég þakka af hjarta og hugsa til þín uns heima hjá Drottni við finnumst. (ók. höf.) Elísabet. Á sólríkum degi þann 30. apríl sl. lést faðir minn eftir stutta sjúkdómslegu. Nokkrum dögum fyrr höfðum við fengið niðurstöð- ur rannsókna sem gáfu til kynna alvarleika sjúkdómsins sem lagði hann að velli svo skyndilega. Við fjölskyldan sitjum eftir harmi slegin og erum að átta okkur á að hann sé ekki lengur á meðal okk- ar. Á þeim tíma sem liðinn er frá andláti hans höfum við rifjað upp atburði úr lífi hans, tilsvör hans og takta sem hafa verið órjúfan- legur þáttur í lífi okkar allra svo lengi. Við þökkum nú auðmjúk fyrir þann tíma sem við áttum með honum og allt það sem hann gaf okkur með sinni ljúfu og rólegu nærveru. Pabbi var hlédrægur maður, hafði sig lítt í frammi, tranaði sér aldrei fram en gat verið fastur á sínu. Hann hafði alla sína tíð mikinn áhuga á þjóð- málum, var verkamaður alla sína starfstíð og Dagsbrún var hans stéttarfélag. Hann notaði hvert tækifæri til að benda okkur á gildi vinnunnar, hver sem verkefnin voru og mikilvægi þess að sinna störfum okkar af heilindum, ósér- hlífni og hollustu. Jöfnuður í sam- félaginu var hans lífsstefna og í hans huga voru öll störf mikilvæg og áttu að vera til þess bær að fólk gæti lifað sómasamlegu og góðu lífi með reisn. Hann var sannur vinur vina sinna og var alltaf tilbúinn til að aðstoða á allan hátt. Þau voru samhent í því foreldrar mínir að heimili þeirra stóð vinum og vandamönnum opið, sjálfsagt að hafa mat og kaffi með heimabök- uðu kaffibrauði fyrir alla þá sem litu inn og velkomið að veita fólki gistingu. Hann leit alltaf á sig sem landsbyggðarmann og var það honum sérlega kært ef hann gat liðsinnt vinum og vanda- mönnum sem bjuggu á lands- byggðinni og þurftu að erinda í höfuðstaðnum. Pabbi hafði alltaf mikinn áhuga á lífi okkar dætra sinna og fylgdist með því sem við tókum okkur fyrir hendur, lét sig mál okkar sig varða og hvatti okkur til góðra verka. Hann dáði afastelpurnar sínar takmarka- laust og var alltaf tilbúinn til að gera allt fyrir þær. Hjá honum höfðu þær ávallt forgang. Pabbi var af þeirri kynslóð sem vildi ekki íþyngja öðrum, hann var til þjónustu reiðubúinn. Hann var ósérhlífinn og greiðvikinn og það var hans lífsgildi að gera allt það sem hann gat fyrir aðra. Hann hafði unnið lengi sem leigu- bílstjóri, hafði þolinmæði umfram aðra, stillti alltaf klukkuna sína aðeins á undan, til að vera örugg- ur með að vera kominn aðeins fyrir réttan tíma. Þau lífsgildi sem hann reyndi ávallt að inn- leiða hjá okkur dætrum sínum byggðust á þessum eiginleikum hans, að leggja öðru fólki lið, hjálpa til og aðstoða þá sem á þurftu að halda án þess að láta á því bera eða að það væri sérstakt tiltökumál. Sýna hógværð og lít- illæti en vera drjúg í vinnunni, hver sem hún var. Ég vona að okkur í fjölskyldunni auðnist að koma lífsgildum hans til skila í eigin fari og til afastelpnanna hans sem hann átti svo fallegt samband við. Ég bið fyrir styrk mömmu til handa á þessum erfiðu stundum um leið og ég í auðmýkt þakka pabba fyrir samveruna á lífs- göngu okkar. Blessuð sé minning hans. Þín dóttir, María. Líkt og sól að liðnum degi, laugar kvöldið unaðsblæ, gyllir skýin gullnum roða, geislum slær á lönd og sæ. Þannig burtför þín í ljósi, þinnar ástar, fögur skín. Okkur fluttu ótal gæði elskuríku störfin þín. Elskulegi afi, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum, ávallt þinni hendi frá; þú varst okkar ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkæri afi, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu, þínum litlu vinum frá. Vertu sæll um allar aldir, alvaldshendi falinn ver, inn í landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Nú höfum við kvatt elskulegan afa okkar sem við eigum svo margar góðar minningar um. Hann stjanaði í kringum okkur alla tíð. Hann sótti okkur í leik- skólann þegar við vorum litlar, sótti okkur í skólann þegar við vorum byrjaðar í grunnskóla, keyrði okkur til og frá, í tónlistar- tíma, á hljómsveitaræfingar, til vinkvenna, í afmæli, bara hvert sem við þurftum að fara. Við þurftum ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að bíða eftir honum eða verða of seinar þegar hann hafði tekið okkur að sér, hann var alltaf mættur tímanlega, vildi alltaf standa vel við sitt og alls ekki láta okkur bíða. Þetta kunn- um við að meta og veitti okkur ör- yggi. Ef afi var búinn að taka að sér að sinna okkur þá mátti alger- lega treysta á hann. Afi vildi alltaf allt fyrir okkur gera. Hjá honum vorum við alger- lega númer eitt. Ef hann gat eitt- hvað fyrir okkur gert þá var það ekki nein spurning, hjá honum gekk það fyrir öðru. Afi var alltaf svo áhugasamur um það sem við tókum okkur fyr- ir hendur. Hafði svo mikla trú á okkur og efaðist aldrei um að við stæðum okkur alltaf framúrskar- andi vel í öllu sem við gerðum. Hann var alltaf svo spenntur að fá að sjá vitnisburðinn okkar úr skólanum, talaði við okkur í síma og vildi fá að heyra hann upples- inn, svo var hann kominn við fyrsta tækifæri til að fá að lesa vitnisburðarblöðin og hann las þau vandlega. Hann var svo stolt- ur af okkur. Efaðist aldrei um að við gætum allt sem við vildum taka okkur fyrir hendur. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm- lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Núna varðveitum við í huga okkar allar góðu minningarnar sem við eigum um afa sem var einstakur fyrir okkur. Minning- arnar um hann eru og verða okk- ur alltaf dýrmætar. Þær munum við varðveita. Þórhildur og Margrét Anna. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Í dag kveðjum við Mumma mág minn og svila með sorg í hjarta. Við hefðum viljað hafa samferðatímann lengri því hann var stór hluti af okkar fjölskyldu- lífi í gegnum árin. Fyrstu kynnin af Mumma voru í Dölunum þar sem hann ólst upp og þar kynntist hann Önnu systur minni, eftirlifandi eiginkonu sinni. Hann var alltaf boðinn og búinn að rétta hjálparhönd og mjög gott að koma til þeirra. Margs er að minnast en við ætl- um ekki að fara að telja það upp hér því hann hefði ekki viljað það, hann vildi ekki mikla athygli. Okkur langar samt að minnast á það þegar þau Anna tóku við okk- ur Páli með 3 börn og tvo gesti inn á heimili sitt í tvær vikur rétt fyr- ir jólin, þegar við vorum að flytja í Breiðholtið, ekki töldu þau það eftir sér og þökkum við innilega fyrir það. Einnig langar okkur að minnast á allar ferðirnar í Dalina meðan foreldrar mínir bjuggu þar og svo einnig seinna meir, ófáar stundir höfum við átt þar saman. Dalirnir voru hans heim- kynni og fannst honum alltaf jafn gaman og gott að koma þangað. Hann var mjög umhyggjusam- ur í sambandi við foreldra mína og taldi ekki eftir sér að snúast hvert sem var fyrir þau og þakka ég honum það. Hann fylgdist mjög náið með íþróttum sérstaklega handbolt- anum og fótboltanum og hafði mjög gaman af og þekkti leik- menn alla með nafni. Mummi er einn af okkar elstu og nánustu lífsförunautum og er stórt skarð höggvið í okkar líf við fráfall hans. Takk fyrir samfylgd- ina. Undir Dalanna sól, við hinn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir Dalanna sól hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör. Undir Dalanna sól hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftast í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arin, minn svefn- stað og skjól. (Hallgrímur Jónsson frá Ljár- skógum) Við og fjölskylda okkar send- um Önnu, Maríu, Elsu, Guðjóni, Þórhildi og Margréti Önnu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guðrún og Páll. Það er með söknuði sem við kveðjum góðan vin okkar, hann Mumma. Hann var óvenjuheil- steyptur og trygglyndur maður sem átti gott með að eiga sam- skipti við aðra, sama á hvaða aldri fólk var. Börn hændust að hon- um, því hann gat alltaf rætt þeirra áhugamál hvort sem það var fótbolti, hestamennska eða eitthvað annað. Góður vinur hans sem átti við heilsuleysi að stríða sagði eitt sinn: „Mér líður alltaf betur þegar ég er búin að tala við Mumma.“ Það er þessi rósemi, ásamt léttri kímni sem gerði það að verkum að fólki leið vel í návist hans. Hann fór ungur úr sveitinni eins og ungt fólk þurfti oft að gera, en það var eins og sveitin væri alltaf í honum. Hann fylgdist vel með hvernig búskapurinn gekk á hverjum tíma, hringdi stundum til að vita um sauðburð- inn, hvernig heyskapur gengi og ekki síst um smalamennsku á haustin. Þau voru mjög gestrisin hann og Anna, heimili þeirra stóð alltaf opið fyrir okkar fólk, börn og barnabörn ef á þurfti að halda. Fyrir það viljum við þakka og alla greiðana fyrr og síðar. Hann átti mjög góða fjölskyldu sem alltaf hefur staðið einstaklega vel sam- an í gleði og sorg. Við sendum Önnu, dætrum, tengdasyni og dótturdætrum innilegar samúðarkveðjur Hljóma mitt í hversdagsönn hreimar svanalagsins, aldrei máir tímans tönn töfra æskudagsins. Þegar sumarsólin heið signir gróður jarðar flýgur hugur heim á leið, heim til Breiðafjarðar (Jón frá Ljárskógum.) Kristín og Hörður, Sauðafelli. Hildiþór Kr. Ólafsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). kveðju, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.