Morgunblaðið - 17.05.2012, Side 13

Morgunblaðið - 17.05.2012, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Kynntu þér málið á www.arionbanki.is/ibudarsparnadur og reiknaðu dæmið út frá eigin forsendum. Með reglubundnum sparnaði þar sem lagðar eru fyrir að lágmarki 10 þúsund krónur á mánuði í tvö ár fá þeir sem taka íbúðalán hjá Arion banka: Sparaðu fyrir þínum fyrstu íbúðarkaupum Anna Guðný og Örn keyptu sína fyrstu íbúð eftir að hafa lokið háskólanámi í Danmörku. Þau tóku lán hjá Arion banka og nutu ráðgjafar frá starfs- fólki bankans. • 50% afslátt af lántökugjöldum • Frítt greiðslumat • Innflutningsgjöf, í formi gjafakorts arionbanki.is – 444 7000 Mikið verður um dýrðir í Dómkirkj- unni í dag, uppstigningardag, sem einnig er dagur aldraðra og þjóðhátíðardagur Norðmanna. Kl. 11 er guðsþjónusta í kirkjunni í tilefni dags aldraðra. Þar munu sr. Hjálmar Jónsson og sr. Anna Sig- ríður Pálsdóttir þjóna en Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, fv. borg- arstjóri, flytur hugvekju. Dóm- kórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Á eftir er viðstöddum boð- ið í kaffi í safnaðarheimilinu. Klukkan 14 er svo norsk guðs- þjónusta í tilefni þjóðhátíðardags Norðmanna, 17. maí. Hjálmar pre- dikar og þjónar fyrir altari en þessi messa hefur verið fastur liður í starfi Dómkirkjunnar nokkur und- anfarin ár. Norðmenn búsettir á Ís- landi munu koma til kirkjunnar í skrúðgöngu, undir dynjandi lúðra- blæstri, sem fer af stað frá Nor- ræna húsinu kl. 13.30. Að sögn Hjálmars hefur þessi athöfn jafnan tekist vel og verið vel sótt af Norð- mönnum og frændum þeirra. Fjölbreytt dagskrá er í Norræna húsinu og víðar í dag á vegum norska sendiráðsins og Nord- mannslaget, félags Norðmanna á Íslandi, þar sem endað verður í Heiðmörk í kvöld með kjötsúpu- veislu og skemmtun. Annríki í Dómkirkj- unni í dag  Dagur aldraðra og Norðmanna Morgunblaðið/Rax Dómkirkjan Skrúðganga verður til norskrar messu kl. 14 í dag. Listahátíðin List án landamæra hlaut í gær mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar. Dagur B. Egg- ertsson, formaður borgarráðs, af- henti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða í gær á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtök- um eða stofnunum sem hafa á eft- irtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Mark- miðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á málefnum sem varða mannréttindi og á mannrétt- indastefnu Reykjavíkurborgar. Listahátíðin List án landamæra var fyrst haldin á Evrópuári fatlaðra árið 2003 og hefur verið haldin ár- lega. Markmið hátíðarinnar er að bæta aðgengi, fjölbreytni og jafn- rétti í menningarlífinu, að leita nýrra tækifæra ekki takmarkana. Þá kem- ur hátíðin list fólks með fötlun á framfæri og kemur á samstarfi milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýni- leiki ólíkra einstaklinga er mikilvæg- ur, bæði í samfélaginu og í sam- félagsumræðunni. Dagur B. Eggertsson sagði við af- hendinguna að List án landamæra væri vel að viðurkenningunni komin. Það gætu ekki allir orðið miklir lista- menn en góðir listamenn gætu kom- ið hvaðanæva að því listin þekkti engin landamæri. Listin er án landamæra Morgunblaðið/Golli Í Höfða Margrét M. Norðdal tók við mannréttindaverðlaununum í gær.  Listahátíðin List án landamæra hlaut mannréttindaverð- laun Reykjavíkurborgar  Hefur verið árlega síðan 2003 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur afgreiddi á fundi sínum í gær styrki til þróunar- og samstarfsverkefna fyrir rúmar 25 milljónir króna. Hæsti styrkurinn til þróunarstarfs, 3,5 milljón króna, rennur til sam- starfsverkefnisins Skína smástjörn- ur sem fjórir sameinaðir leikskólar taka þátt í og miðar að því að þróa gæðastarf í fagstarfi með yngstu leikskólabörnunum. Önnur verkefni fá einnig veglega þróunarstyrki, s.s. læsisverkefni í Úlfarsárdal, jafnrétt- isfræðsla í Rimaskóla og forvarnir gegn veggjakroti í Grafarvogi. Einn- ig verkefni sem miðar að því að þróa samhæft námsmat í þremur grunn- skólum í sunnanverðum Grafarvogi. Veittu 25 milljónir til skólastarfs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.