Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Laugavegi 54, sími 552 5201 Sumarkjólar ný sending 20% afsláttur Ótrúlegt úrval af sumarkjólum stærðir 38-48 NÝTT KORTATÍMABIL LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gjöf sem gleður Gull 16.500 kr. Silfur 5.900 kr. Rauði kross Íslands stendur fyrir fatasöfnun um allt land á uppstign- ingardag, fimmtudaginn 17. maí, í samstarfi við Eimskip. Allur fatn- aður, hvort sem hann er slitinn eða heill, nýtist Rauða krossinum í hjálp- arstarfi hérlendis sem erlendis. Fata- verkefnið er orðið eitt af mikilvæg- ustu fjáröflunarverkefnum Rauða krossins og skilaði 84 milljónum á síð- asta ári. Af þessu tilefni var í gær gengið frá þriggja ára samningi um að Eimskip verði aðalstuðningsaðili fatasöfn- unarverkefnisins með því að flytja án endurgjalds fyrir Rauða krossinn all- an fatnað innanlands og alla fata- gáma til útlanda fyrir tiltekið lág- marksverð. „Fatasöfnunin stendur og fellur með stuðningi Eimskips, Sorpu og þeirra hundraða sjálf- boðaliða sem prjóna, sauma, flokka, pakka og standa vaktina í verslunum allan ársins hring,“ segir í frétt frá Rauða krossinum. Gömul föt og ný, skór, handklæði, rúmföt, gluggatjöld og önnur vefn- aðarvara er velkomin á fatasöfn- unarstöðvar Rauða krossins. Á höfuðborgarsvæðinu verða fatagám- ar við allar sundlaugar ÍTR í Reykja- vík og við sundstaði í Kópavogi, Hafnarfirði, á Álftanesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ. Á landsbyggðinni verður tekið á móti fötum, skóm og vefn- aðarvöru á móttökustöðvum Eim- skips-Flytjanda. Að vanda er einnig hægt að skila fatnaði á endurvinnslustöðvar Sorpu og söfnunargáma Rauða krossins all- an ársins hring. Fólk er beðið um að skila fatnaði í lokuðum plastpokum til að koma í veg fyrir óhreinindi og auð- velda flokkun. Að sögn Rauða krossins eru árlega um þúsund tonn af fötum og klæðum urðuð að óþörfu hérlendis. Öllu þessu væri hægt að koma í endursölu og -vinnslu og skapa um leið tekjur fyrir Hjálparsjóð Rauða krossins. Fatasöfnun Stoltir strákar í Hvíta-Rússlandi með íslenskar prjónahúfur. Fötum safnað um allt land í dag  Fataverkefnið er orðið eitt af mikilvæg- ustu fjáröflunarverkefnum Rauða krossins Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég er að sjálfsögðu mjög glöð. Þetta er afar falleg bygging. Mér sýnist hún koma til móts við allar þær væntingar sem við höfum haft til byggingarinnar,“ sagði frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, eftir að hulunni var svipt af hönnun nýrrar byggingar fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, sem mun rísa á horni Brynjólfsgötu og Suð- urgötu á lóð Háskóla Íslands. Frú Vigdís segir rannsóknir á tungumálum mikils virði. „Tungumálin tengja okkur við umheiminn. Við Íslendingar höfum aldrei náð neinum tengslum við um- heiminn öðruvísi en að læra erlend tungumál, því okkar málsvæði er svo lítið. Þessi nýja aðstaða mun því hafa mikið að segja. Í byggingunni verður nokkurs konar aflstöð fyrir rann- sóknir í erlendum tungumálum. Þar verður einnig kennsla og miðlun þekkingar um tungumál, auk ann- arrar atvinnuskapandi starfsemi. Það þykir mér ekki síst mjög vænt um. Þetta verður mikil lyftistöng fyrir Ísland,“ segir frú Vigdís. Vigdís rifjar upp að stofnunin sem við hana er kennd hafi fengið sam- þykki Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, til að starfa undir formerkjum hennar og er hún sú fyrsta í veröldinni sem hafi hlotið slíka viðurkenningu. Stefnt að vígslu 2014 Að sögn Auðar Hauksdóttur, for- stöðumanns stofnunarinnar, er stefnt að því að vígja húsið 2014. „Sú starfsemi sem þarna mun fara fram verður í miklu samstarfi við er- lenda aðila og mun meðal annars kalla á ráðstefnuhald, þekkingar- miðlun og alþjóðlegt samstarf. Nú þegar hafa margir erlendir hópar leitað til okkar og óskað eftir upplýs- ingum um starfsemi stofnunar- innar.“ Auður segir tækifærin óþrjótandi í tengslum við Alþjóðlegu tungumálmiðstöðina og bendir á að starfsemin þurfi ekki einungis að fara fram innan húss. Einn af kost- um vinningstillögunnar sé, að sunn- an við húsið sé gert ráð fyrir úti- svæði, sem myndi hálfhring og minni helst á útileikhús. Það skapi aðstöðu fyrir menningarviðburði svo sem tónleika og leiksýningar. Það sé vel við hæfi í ljósi þess að Vigdís hafi alla tíð haft mikinn áhuga á leikhúsi og lagt drjúgan skerf til leiklistar hér á landi. Fyrst og síðast mun byggingin stórbæta aðstöðu til kennslu og rannsókna í erlendum tungumálum. Kostnaður við bygginguna er áætlaður 1.200 milljónir og hafa nú þegar safnast 1.020 milljónir til framkvæmdanna. Ríkið leggur til 200 milljónir auk þess sem ýmsir vel- unnarar hafa lagt verkefninu lið með rausnarlegum hætti. Mest munar þar um rúmlega 100 milljóna króna framlag danska sjóðsins A. P. Møller og Hustru Chastine Mc-Kinney Møllers Fond til almene Formål. Hulunni svipt af útliti vinningstillögunnar Morgunblaðið/Kristinn Verðlaunahafar Vigdís með Kristínu Ingólfsdóttur háskólarektor. Við hlið Vigdísar stendur Haraldur Örn Jónsson og við hlið Kristínar er Kristján Garðarsson en þeir starfa báðir hjá arkitektastofunni Arkitektúr.is. Á bak við þau eru fleiri arkitektar sem fengu viðurkenningu vegna tillagna.  Hús Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur opnað 2014 Úti og inni 43 tillögur bárust og varð arkitektastofan Arkitektúr.is hlut- skörpust. Byggingin verður tengd Háskólatorginu með undirgöngum. Teikning/Arkitektúr.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.