Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gamla varðskipið Þór hverfur nú sjónum smátt og smátt í Helguvík. Þar vinna starfsmenn Hringrásar að því að búta þetta sögufræga skip niður og beita við það stór- virkum vélum. Skipið er gamalt og sterkbyggt og í því mikið af stáli sem verður endurunnið hér og flutt út sem hráefni til bræðslu. Ýmsir munir varðveittir Hringrás er með athafnasvæði í Helguvík og var Þór tekinn þar á þurrt. Grafin var rás upp í fjöru og skipinu fleytt upp á háflóði. Byrjað var á að tæma skipið af spilliefn- um, að sögn Einars Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Hringrásar. „Þór er vel smíðaður og þetta verður nokkurra vikna vinna,“ sagði Einar. „Það hefur verið gengið ægilega illa um skipið og þetta mikla fley er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður var.“ Einar sagði að stálið úr Þór yrði endurunnið og brætt. Hann mundi þannig eiga sitt framhaldslíf í því sem búið yrði til úr stálinu. Önnur aðalvélin er ónýt og hin komin vel til ára sinna og ólíklegt að hlut- verk finnist fyrir hana. Þær fara því báðar í brotajárn. Einar sagði að þannig mundu þær afla gjald- eyris og borga fyrir niðurrif skips- ins. Hringrás á Nýfundnalandi Framtíðin leiðir í ljós hvort Hringrás tekur fleiri skip á land í Helguvík til niðurrifs. Hringrás er einnig með starfsemi á Nýfundna- landi í Kanada og er þar með 20 ára samning um endurvinnslu. „Við erum þar með heilmikla starfsemi og vinnum þarna á okk- ar eigin forsendum og fyrir eigið fé. Það er okkar útrás,“ sagði Ein- ar. „Við höfum mjög góðan með- byr og höfum fengið góðar und- irtektir í Kanada. Við finnum mikinn velvilja hjá heimamönn- um.“ Hjá Hringrás á Nýfundnalandi vinna 35 starfsmenn, þar af 6-7 Ís- lendingar. Á Nýfundnalandi eru nokkur skip sem bíða niðurrifs og ekki ljóst hvort þau verða rifin þar eða jafnvel hér á landi. Í gær var Hringrás að skipa út um 4.000 tonnum af stáli frá Ný- fundnalandi sem verða flutt til endurvinnslu í Evrópu. Einar sagði það fara eftir markaðsverði og flutningskostnaði hvert brota- járnið er flutt hverju sinni til end- urvinnslu. Nú réð hagkvæmur flutningskostnaður því að stálið fór til Evrópu. Með járnríkt blóð Einar framkvæmdastjóri Hring- rásar ber nafn afa síns, Einars Ás- mundssonar sem kenndur var við Sindra. Einar eldri stofnaði til endurvinnslu brotajárns og málma árið 1950 undir nafni Sindra. Son- ur hans, Ásgeir, tók síðan við framkvæmdastjórninni og Einar yngri tók við af honum við stjórn endurvinnslunnar. Hann segist gera sitt besta til að kveða niður goðsögnina um dugleysi þriðja leggsins! „Við höfum mikið járn í blóðinu – enginn járnskortur hjá okkur,“ sagði Einar og hló. „Við fáumst við að endurvinna málma, dekk, timb- ur, pappír og plast. Við þjónum mörgum stórum fyrirtækjum eins og álverunum og fleirum.“ Einar sagði að góðir og dugandi starfsmenn á öllum starfsstöðvum Hringrásar væru lykillinn að vel- gengni fyrirtækisins. „Við erum mjög heppnir með starfsfólk og það er ástæða til að hrósa því.“ Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Endurvinnsla Hringrás vinnur nú að því að endurvinna gamla varðskipið Þór. Skipið er traustbyggt og efnismikið auk þess að eiga sér merka sögu. Sögufrægt skip að hverfa  Verið er að rífa gamla varðskipið Þór í brotajárn  Hringrás endurvinnur stálið til bræðslu  Mikil umsvif hjá Hringrás við endurvinnslu á Nýfundnalandi Ferðum Iceland Express til og frá Keflavíkurflugvelli seinkaði aldrei á fyrri hluta þessa mánaðar. Stundvísi fyrirtækisins hefur verið góð allar götur síðan tékkneskt flugfélag hóf að fljúga fyrir það í nóvember. Nærri níu af hverjum tíu ferðum Icelandair voru á réttum tíma á tímabilinu. Þetta kemur fram á vef- síðunni Túristi.is. Icelandair flaug rúmlega fimm hundruð sinnum til og frá landinu síðustu tvær vikur. Ferðir Iceland Express voru rúmlega sjötíu sem er minna en lagt var upp með þegar flugáætlun vorsins var kynnt. Sam- kvæmt henni var gert ráð fyrir dag- legu flugi Iceland Express til Kaup- mannahafnar og London en úr því varð ekki. Flug sem tefst um minna en stundarfjórðung telst vera á áætlun. sunna@mbl.is Iceland Express stundvísast  Hefur alltaf haldið flugáætlun í maí Tveir vélsleða- menn lentu í snjó- flóði í suðurhlíð- um Kerlingar í Glerárdal ofan Akureyri í gær- dag. Annar mann- anna grófst í flóð- inu en náði að komast upp úr því af sjálfdáðum. Hvorugur þeirra slas- aðist. Nokkrir vélsleðamenn voru á leið upp á fjallið og lentu tveir þeir öftustu í flekaflóði sem fór af stað í kjölfar þeirra sem á undan voru. Sá sem grófst í flóðinu var með bakpoka með útblásanlegum loftpúðum sem ætlað er að koma mönnum til að- stoðar í aðstæðum sem þessum og náði maðurinn að virkja loftpúðana og má telja líklegt að það hafi hjálpað til að halda manninum efst í flóðinu. Félagar mannsins sáu því allan tím- ann hvar hann var staddur í flóðinu. Vélsleðamenn lentu í snjóflóði í Glerárdal Verðmæti álframleiðslu á árinu 2011 var liðlega 230 millj- arðar króna og samkvæmt hagtölum nam útflutningur á áli um 40% af heildarverðmæti útflutningsvara. Þetta var á meðal þess sem kom fram í erindi Ragnars Guðmunds- sonar, formanns stjórnar Samtaka álfyrirtækja, á árs- fundi samtakanna í gær. Framlag til landsframleiðslu var um 90 milljarðar samkvæmt nýlegri úttekt Hagfræðistofnunar. Fjárfest- ingar áliðnaðarins á síðasta ári voru ríflega 28 milljarðar króna og tengdra greina um 14 milljarðar, þannig að í heild er fjárfesting tengd áliðnaði um 43 milljarðar eða 28% af heildarfjárfestingum atvinnuveganna. Þá sagði Ragnar að losun gróðurhúsalofttegunda á Ís- landi minnkaði á síðasta ári um 6% á hvert framleitt tonn af áli. Losun hefði minnkað um 75% á hvert framleitt tonn frá árinu 1990. Að sögn Ragnars er þetta mun betri árangur en hjá fyrirtækjum annars staðar í heiminum. Losun gróðurhúsalofttegunda í Kína sé um 15 tonn á hvert áltonn en á Íslandi sé sambærileg losun 1,6 tonn. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti ávarp á fundinum. Hún benti á að þó að dregið hefði úr losun á gróðurhúsalofttegundum á hvert áltonn sem framleitt væri á Íslandi hefði heildarlosun frá íslenskum áliðnaði aukist verulega á síðustu árum vegna aukinnar fram- leiðslu hér á landi. egol@mbl.is Álframleiðsla um 40% af útflutningsverðmæti  Mengun af hverju framleiddu tonni af áli dregst saman Morgunblaðið/Ómar Straumsvík Ál er mikilvæg útflutningsgrein á Íslandi. Þór sem nú er verið að rífa var þriðja varðskip Íslendinga til að bera Þórs-nafnið. Skipið var smíðað í Danmörku og afhent Íslendingum ár- ið 1951. Þór var flaggskip Landhelgisgæslunnar á sínum tíma og var í fremstu víglínu í þremur þorskastríðum. Þór var endurbyggður að hluta árið 1972 og þjónaði sem varðskip til ársins 1982 að það varð skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna og fékk nafnið Sæbjörg. Var í fremstu víglínu ÞRIÐJA VARÐSKIPIÐ SEM BAR NAFN ÞÓRS FER Í BROTAJÁRN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.