Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 11
Vandvirkni Bakararnir lögðu sig fram á námskeiðinu eins og hér má glögglega sjá. dálitla lægð í kreppunni. Í dag sé reynt að hafa kransakökurnar minni og nettari til að fólk geti not- að þær þegar litlir hópar fólks koma saman. Það hafi einmitt verið eitt þema námskeiðins að gera slíkar minni kökur. Samhliða auknum vin- sældum marsipansins er nú áætlað að halda slíkt námskeið aftur í haust og næsta vetur. Almennt séð segir Gunnar Örn nú vera mikla að- sókn í matvælaiðngreinar og mikið sótt í nám í bakaraiðn. „Það er sveifla í greininni núna og vantar bakarí til að taka lærlinga á samning. Enda hefur það alltaf gerst í kreppu að brauðsala eykst en fíneríið dettur niður,“ segir Gunnar Örn. Hann segir nemendur í bakaranáminu enn að meirihluta karlkyns en konurnar sæki frekar í kökugerðina. Alls tekur bak- aranámið fjögur ár en nám í kondi- tori þrjú ár. Listaverk á marsipankökur Gunnar Örn hóf störf sem bak- ari 17 ára gamall og segist ætíð hafa elskað marsipan og fundist skemmtilegt að baka úr því. „Þegar bakari er búinn að búa til fallega köku þá verður hann allt- af dálítið stoltur rétt eins og fólk sem eldar góðan mat. Síðan gefur það manni enn þá meiri ánægju þegar fólk nýtur þess að borða hana. Kökugerðin gleður bæði augu og bragðlaukana en við bakarar gerum ýmis konar listaverk og höf- um til að mynda fengið listmálara til að mála alvöru listaverk með kakó á marsipantertur,“ segir Gunnar Örn. Vinsælar Minni kökur og nettari. Skreytt Fallegar marsipanrósir. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Skeifunni 8, 108 Reykjavík, Kringlunni sími 588 0640. Útskriftargjöfin fæst í Casa Verð kr. 2.990 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Svona bók er virkilega nauð-synleg fyrir þá sem ferðastum landið eða borgina, því þarna er að finna á einum stað yfir tvö hundruð söfn, setur, sýningar, höfuðkirkjur og þjóðgarða á Íslandi öllu,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, en hún er í ritstjórn Safnabókarinnar 2012 sem er nýkomin út bæði á ís- lensku og ensku. Bókinni er skipt í kafla eftir landshlutum og í henni eru landakort þar sem hægt er að sjá hvar söfnin eru staðsett og einnig eru gps- staðsetningarnúmer.“ Ætlar að skoða Rokk- minjasafnið og fuglana Rósa segir þetta vera þriðja árið sem Guðrún bókaútgáfa gefur út Safna- bókina en Safnaráð styrkir útgáfuna með ráðum og dáð. „Þetta er hugsjóna- og gæluverk- efni og allsherjar samstarfsverkefni milli okkar, Safnaráðs og safnanna í land- inu,“ segir Rósa sem sjálf er með langan lista yfir þau söfn sem hana langar að heimsækja. „Ég kíkti á Þórbergs- setrið í Suður- sveit í fyrrasumar og fannst það æðislegt. Mig langar líka rosalega að sjá fuglasafn Sigurgeirs við Mý- vatn og Rokkminjasafnið á ég eftir að heimsækja, sem er ótækt hjá tónlistarkonu. Ég þarf líka að gera mér ferð sem fyrst á safn Einars Jónssonar sem er perla hér í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Rósa og bætir við að hún mæli með að allir verði með Safnabókina góðu með sér í bílnum í sumar á flakki um landið, en hana er hægt að nálgast ókeypis á öllum upplýsingamiðstöðum og fleiri stöðum. Safnabókin 2012 Safn Þjóðlagasetrið á Siglufirði er skemmtilegt safn og þar er árlega hátíð. Rósa Birgitta Yfir tvö hundruð söfn Fiskur Söfnin á Íslandi eru mörg og Byggðasafn Vestfjarða er eitt þeirra. Flestir Íslendingar eru vel kunn- ugir Odense-marsipaninu sem margir tengja við Danmörku og danska matarmenningu. Enda menn hrifnir af marsipani þar í landi. Odense-fyrirtækið á sér langa sögu en það var stofnað árið 1909 og hefur síðan lagt sig fram um að búa til gæða mars- ipan. Yfir 170 ólíkar gerðir mars- ipans eru búnar til hjá Odense og eru vörur fyrirtækisins seld- ar í yfir 25 löndum. En einna stærstur er markaðurinn á Norðurlöndunum, í Þýskalandi, Englandi, á Ítalíu og í Austurríki. Odense marsipan vinsælt víða um heim FYRIRTÆKIÐ STOFNAÐ 1909

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.