Morgunblaðið - 17.05.2012, Side 19

Morgunblaðið - 17.05.2012, Side 19
Nýkjörinn forseti Frakklands, François Hollande, og kanslari Þýskalands, Angela Merkel, sögðu eftir fund sinn á þriðjudag að þau væru bæði meðvituð um ábyrgð sína og viljug til að leita lausna á skulda- kreppunni á evrusvæðinu. Þá sagði Merkel bæði löndin vilja Grikkland áfram í evrusamstarfinu og að stjórnvöld í Berlín og París væru tilbúin til að skoða möguleika á frek- ari hagvaxtahvetjandi aðgerðum í Grikklandi ef þarlend stjórnvöld færu þess á leit. Panagiotis Pikrammenos, dóm- stjóri við æðsta stjórskipunar- dómstól Grikklands, var í gær skip- aður forsætisráðherra landsins og mun leiða utanþingstjórn sem verð- ur við völd þar til aðrar þingkosn- ingar fara fram 17. júní næstkom- andi. Óvissuástandið í Grikklandi hefur sett mark sitt á fjármálamarkaði en sérfræðingar segja líkurnar á því að Grikkland gangi úr evrusamstarfinu hafa aukist til muna þegar ekki tókst að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningarnar 6. maí. Grískur al- menningur virðist ekki síður áhyggjufullur um framtíð gjaldmið- ilsins en alls voru 700 milljón evrur teknar út úr grískum bönkum á mánudag. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans, sagði í gær að bankinn vildi Grikki áfram í evru- samstarfinu en fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, og forseti framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins, Jose Manuel Bar- roso, sögðu báðir að ekki kæmi til greina að semja aftur um skilmála neyðarláns ESB og AGS til handa Grikkjum. Vilja Grikki áfram í evr- unni en samningar standa AFP Val Margir segja framtíð Grikkja innan Evrópusambandsins og evr- unnar undir í kosningunum.  Grikkir taka út 700 milljónir evra FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð BARMMERKI FUNDURINN ÆTTARMÓTIÐ ENDURFUNDIR N NÁMSKEIÐIÐ RÁÐSTEFNUR Við öll tækifæri Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið. Snúrur í hangandi merki Vörunr. 1033 Vörunr. 1020 K Vörunr. 1025 K Vörunr. 1018 K Hægt er að velja á milli þess að hafa snúru, hangandi klemmu eða klemmu og nælu á baki bammerkis. Pappírinn kemur rifgataður í A4 örkum, fyrir þá sem vilja prenta sjálfir. Nokkrar algengustu gerðir barmmerkja: Vörunúmer h (mm) br (mm) 130-1018K 28 70 130-1020K 43 70 130-1025K 55 90 130-1033 55 85 Sjá nánari upplýsingar á vef okkar: www.mulalundur.is Síðumúla 16 ~ 108 Reykjavík ~ Sími: 580 3900 ~ fastus.is Bjóðum upp á margar gerðir af rafskutlum Hafðu samband og við hjálpum þér að finna rafskutlu við hæfi Fjölbreytt úrval af rafskutlum Njótum lífsins Fastus til framtíðar Andófsmaðurinn Chen Guang- cheng, sem flúði úr stofufangelsi í Shandong-héraði í Kína 22. apríl síðastliðinn, hefur fyllt út vega- bréfsumsóknir sem munu heimila honum og fjölskyldu hans að ferðast til Bandaríkjanna til náms. Chen, sem er blindur, sjálfmennt- aður lögfræðingur, hefur fengið inngöngu í New York-háskóla og sagði talsmaður bandaríska innan- ríkisráðuneytisins í gær að þarlend yfirvöld væru reiðubúin til að taka á móti honum. Chen lýsti því í símtali við utan- ríkismálanefnd neðri deildar bandaríska þingsins í gær að fjölskylda hans sætti enn ofsókn- um af höndum stjórnvalda í Shandong og að skyldmenni hans hefðu m.a. verið beitt ofbeldi. Chen dvaldi í bandaríska sendiráðinu í Pekíng í sex daga eftir að hann flúði úr stofufangelsinu og hefur ákveðið að yfirgefa Kína þar sem hann óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Kína Búinn að fylla út umsókn Chen Guangcheng Hæstiréttur í Svíþjóð tók í gær fyrir mál Simonar Lundström, sér- fræðings og þýðanda japanskra manga-teiknimyndasagna, sem á neðri dómstigum var fundinn sek- ur um að hafa barnaklám undir höndum. Lundström, sem dæmdur var til greiða 5.600 sænskar krón- ur í sekt, áfrýjaði úrskurðinum og heldur því fram að myndirnar 39 sem fundust á hörðu drifi í hans eigu séu alls ekki af börnum. Verjendur Svíans segja dóm- stóla verða að taka tillit til jap- anskrar menningar í málinu þar sem krúttlegheit, eða kawaii, séu í hávegum höfð. „Margar per- sónur í teikni- myndasögum líta út fyrir að vera minni og yngri, en þær eru ekki endi- lega börn,“ sagði teikni- myndasögu- sérfræðingurinn Fredrik Ström- berg dóminum í gær. Sænsk lögregluyfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum af málinu og segja tímanum betur varið í að aðstoða raunveruleg fórnarlömb heldur en að eltast við teikningar. Svíþjóð „Krútt“ en ekki barnaklám Manga-teikning. Sjómenn í Qionghai í Kína lönduðu síðasta afla vertíð- arinnar í gær en bæði Kína og Filippseyjar banna veið- ar í Suður-Kínahafi á ákveðnum tímum ársins, meðal annars til að vernda fiskistofnana. Bann Kína nær með- al annars til hafsvæðisins umhverfis Scarborough- grynningarnar, sem ríkin deila um yfirráð yfir. AFP Síðasta afla vertíðarinnar landað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.