Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Varnarliðið komið Krían er komin á Seltjarnarnes, vinum hennar til mikillar gleði, þ. á m. þessum æðarfuglum sem fögnuðu komu hennar innilega, enda er hún varnarlið margra æða á nesinu. Ómar Hin nýju sjávar- útvegsfrumvörp ríkis- stjórnarflokkanna hafa fengið hraklega útreið hjá öllum þeim sem hafa metið þau. Frum- vörpin einkennast af fúski, þau munu minnka þann arð sem við náum út úr nýtingu fiskveiðiauðlind- arinnar, þau munu skaða atvinnugreinina, verða áfall fyrir margar sjávarbyggðir og áhrif- in verða sérstaklega alvarleg fyrir þá sem nýjastir eru í atvinnugrein- inni og byggðir þar sem slíkar út- gerðir eru umsvifamiklar. Rekjum nokkrar staðreyndir málsins, sem vakin hefur verið at- hygli á í hópi þeirra 70 til 80 um- sagnaraðila sem látið hafa álit sitt í té, hjá atvinnuveganefnd Alþingis. Þetta eru staðreyndirnar: 1. Nýi veiðiskatturinn átti að nema 70% af útreiknaðri rentu. Niðurstaðan er, þegar málin eru krufin til mergjar, skattheimta upp á 140% af útreiknaðri rentu. Það er að segja tvöfalt hærri skattur en boðaður var. Skatturinn er 40% hærri en allur skattstofninn eins og hann leggur sig! 2. Þegar veiði í tilteknum teg- undum eykst, er ætlunin að þeir sem hafa veiðiréttinn í dag njóti aukning- arinnar bara að hluta. Skerðing afla- heimilda, þegar til hennar kemur, á hins vegar að bitna á þeim sem hafa veiðiréttinn. Menn taka sem sagt á sig kvótaskerðinguna að fullu, en njóta bara aukningar að hálfu. 3. Þetta ýtir undir óábyrgar veiðar, þar sem hvatinn til þess að stunda ábyrgar veiðar er tekinn út úr fisk- veiðistjórnarkerfinu. Menn njóta sem sagt þess ekki, þegar áhrifin af veiðitakmörkunum fara að skila sér í stærri fiskistofnum. 4. Flestir telja að framundan sé aukning á þorskkvótum. Það hefði dugað sjávarútveginum almennt til þess að standa undir fjárhagslegum skuldbindingum sínum, að mati sér- fræðinga. Skerðingarákvæði nýju frumvarpanna gera þá möguleika að engu. 5. Þetta er sérstaklega alvarlegt fyrir krókaflamarkið, sem er veiði- flokkur minni bátanna. Þar eru fjár- festingarnar nýrri, vegna þess að krókaflamarkið í núgildandi mynd er tiltölulega nýtilkomið. Frum- vörpin eru þess vegna sérstök atlaga að smábátaútgerðinni, nýliðum í at- vinnnugreininni og einyrkjum. 6. Langflest sjávarútvegsfyrir- tækin í landinu hefðu getað staðið við skuldbindingar sínar, ef ekki kæmu til lagabreytingar af því tagi sem nýju sjávarútvegsfrumvörpin boða. Niðurstaða sérfræðinga at- vinnuveganefndar sýnir okkur að helmingur 23 stærstu sjávarútvegs- fyrirtækjanna í landinu verður ófær um að standa undir skuldbindingum og fleiri til viðbótar lenda í vandræð- um. Af úrtaki úr hópi krókaafla- marksbáta kemur í ljós að 75% þeirra munu ekki ráða við sínar skuldbindingar. 7. Athuganir Landsbanka Íslands, sem er langstærsti lánveitandi ís- lensks sjávarútvegs, sýna að afleið- ingar frumvarpanna eru sérstaklega alvarlegar fyrir Suðurnesin, Vest- urland og Vestfirði. Á þeim land- svæðum er að finna þær byggðir sem lakast standa í byggðalegu til- liti. Frumvörpin munu þá sér- staklega beinast með neikvæðum hætti að þeim byggðum 8. Athuganir þriggja lögfræðistofa sýna fram á að sjávarútvegs- frumvörpin geti verið brot á ekki færri en fjórum ákvæðum stjórn- arskrárinnar, þeirri 40., 72. grein- inni, 75. og 77. greininni. 9. Frumvörpin eru óskýr þegar kemur að skattlagningunni, en stjórnarskráin kveður á um skýr- leika lagasetninga. Stjórnarskráin leggur blátt bann við því að Alþingi framselji vald sitt til skattlagningar. Frumvörpin fela í sér víðtækt fram- sal skattlagningarvalds til ráðherra. Þá er óheimilt samkvæmt stjórn- arskrá að leggja á skatta afturvirkt. Frumvörpin fela í sér afturvirkni skattlagningar. Og loks gilda reglur um meðalhóf og bann við eignaupp- töku. Hin heiftarlega skattlagning og aðrar skorður sem í frumvörp- unum felast hafa hins vegar í för með sér eignaupptöku, sem bitnar á þeim sem fjárfest hafa í sjávarútvegi og einnig þeim sem lánað hafa. 10. Samtök fjármálafyrirtækja benda á að virði sjávarútvegsfyr- irtækja muni minnka og rekstur þeirra verða verri. Tryggingar á lán- um til fyrirtækja lækki um 200 millj- arða og virðislækkun vegna lakari framlegðar nemi um 145 milljörðum króna. 11. Fjármálafyrirtækin munu þurfa að afskrifa marga tugi millj- arða, beinlínis vegna fyrirhugaðrar löggjafar. Landsbankinn, sem er stærsti viðskiptabanki sjávarútvegs- ins og að mestu í eigu ríkisins, mun einn og sér þurfa að afskrifa 31 millj- arð króna. Það er svipuð upphæð og nemur ríkissjóðshallanum. Arion banki telur að um 37% af lánum bankans til sjávarútvegsfyrirtækja gætu þurft að fara í gegn um fjár- hagslega endurskipulagningu (af- skriftir) og Íslandsbanki sem er með 71 milljarðs lánastabba til sjávar- útvegsins telur flestar breytinganna sem frumvörpin boða hafa neikvæð áhrif á sjávarútveginn og leiða til frekari afskrifta. 12. Hvað byggðirnar varðar, þá hefur sérfræðingahópurinn, sem at- vinnuveganefnd Alþingis fékk til liðs við sig, komist að eftirfarandi niður- stöðu: Skatttekjur munu minnka vegna minni arðsemi, samdráttur verður í framkvæmdum á vegum fyrirtækja, minni kaup á þjónustu og aukin hætta á gjaldþrotum. Og loks versnar geta sjávarútvegsfyrir- tækjanna til þess að gera vel við starfsfólk sitt og þrýstingur skapast á launalækkanir. 13. Aðalatriðið er að sýnt hefur verið fram á að fyrirhuguð löggjöf mun rýra þjóðarhag. Það sem við sem þjóð fáum út úr nýtingu á sjáv- arauðlindinni mun minnka. Það verður sem sagt minna til skiptanna, fyrir fyrirtækin, starfsfólkið, til fjár- festingar og loks mun ríkissjóður fá minna í sinn hlut til lengri tíma litið vegna verri arðsemi. Stórskaðlegt Samandregið er ljóst að þessi frumvörp munu verða stórskaðleg. Þau rýra þjóðarhag, lækka til lengri tíma þær tekjur sem ríkissjóður hef- ur af sjávarútveginum, lækka laun í greininni, framkalla gríðarleg töp í fjármálastofnunum okkar, sem mun að lokum leiða til hærri útlánavaxta, verri innlánakjara og hærri þókn- anagjalda. Byggðunum mun blæða og sú uppstokkun sem fylgja mun í kjölfar stórfelldra gjaldþrota í grein- inni verður þess valdandi að við munum upplifa byggðaröskun af áð- ur óþekktri stærðargráðu. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson » Byggðunum mun blæða og sú upp- stokkun sem fylgja mun í kjölfar stórfelldra gjaldþrota í greininni verður þess valdandi að við munum upplifa byggðaröskun af áður óþekktri stærðargráðu. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Sjávarútvegsfrumvörpin eru stórskaðleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.