Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Guðbjörg Sig-ríður Sig- urjónsdóttir fæddist í Víðidal í Vestmannaeyjum 29. desember 1921. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 1. maí 2012. Foreldrar hennar voru Guð- ríður Þórodds- dóttir húsmóðir, f. 17. júní 1886, d. 1956, og Sigurjón Jónsson útgerðarmaður, f. 3. júlí 1887, d. 1933. Guðbjörg átti fjögur systkini og eru þau: Sigríður Anna, f. 15. 1954, maki Hólmfríður A. Stefánsdóttir, dætur þeirra eru: Arnbjörg, Sara Björg og Theodóra. 3) Björg, f. 20. júlí 1955, maki Guðsteinn Ingi- marsson, börn þeirra eru: Esther Eva, Saron Rut, Elísa Mjöll, Halldór Guðsteinn og Joshua Daníel. Guðbjörg ólst upp í Vestmannaeyjum. Að lokinni almennri skólagöngu stund- aði hún nám við Húsmæðra- skóla Suðurlands. Hún bjó um tíma í Reykjavík og vann við fatasaum en fluttist til Vestmannaeyja þegar hún giftist Halldóri. Hún vann á sjúkrahúsi Vestmannaeyja og síðar á Landspítalanum í Reykjavík. Síðustu 13 árin bjó Guðbjörg í Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Útför Guðbjargar var gerð í kyrrþey frá Fíladelfíukirkj- unni, Hátúni 2, 9. maí 2012. ágúst 1915, d. 5. okt. 1989; Björg, f. 19. janúar 1917, d. 2. mars 2004; Þóra, f. 17. júní 1924; og Soffías, f. 8. maí 1926, d. 1931. Árið 1952 gift- ist Guðbjörg Hall- dóri Ágústssyni, f. 26. okt. 1926 í Vestmannaeyjum, d. 9. jan. 1957. Börn þeirra eru: 1) Guðríður, f. 16. mars 1953, maki Emil Th. Guð- jónsson, börn þeirra eru: Guðbjörg Dögg og Guðjón Rúnar. 2) Ágúst, f. 12. júlí Í dag kveð ég ástkæra móður mína. Þó að mamma hafi verið orðin 90 ára gömul virtist það ekki skipta máli því hún var svo hress og fylgdist svo vel með öllu. Það var ekki fyrr en alveg undir það síðasta að ég áttaði mig á að tíminn var kominn og mamma var að fara héðan á fund Jesú, frelsara síns. Mamma var mjög trúuð og annt um að segja öðrum frá Guði. Ég minn- ist þess sem lítil stelpa að kúra hjá mömmu og hlusta á hana lesa biblíusögur og kenna mér fallegar bænir. Hún lifði fyrir börnin sín, vann á morgnana og á kvöldin til þess að geta verið til staðar að loknum skóladegi. Mamma var heiðarleg, dug- mikil og ósérhlífin. Hún var góð mamma, amma og langamma, gjafmild og alltaf til staðar til að hugga, styrkja og hvetja á sinn hátt. Mamma sat sjaldan auðum höndum. Hún saumaði fötin á okkur systkinin, sá um viðhaldið á húsinu okkar og ræktaði garð- inn. Hún vildi alltaf hafa allt svo snyrtilegt í kringum sig. Hún elskaði landið sitt og þó að hún hafi ferðast til annarra landa, fannst henni hvergi eins fallegt og á Íslandi. Mamma heimsótti fjölskyldu mína þrisv- ar sinnum til Nýja-Sjálands, þegar við bjuggum þar. Hún naut þess að vera í sólinni, fara í göngur og hjálpa til á heimilinu. Börnin mín kúrðu hjá ömmu sinni alveg eins og ég hafði gert í æsku, hlustuðu á biblíusögur og fallegar bænir. Nú er mamma komin í faðm frelsara síns að eilífu. Þótt líkami minn hrörni, hann veslist upp og á honum slokkni. Þá lifir sál mín, hún þakkar og fagnar, fær frelsi, fagra hvíld. Hún þakkar fyrir lífið sem er fallegt og gott, því að góður Guð gaf mér lífið og það tekur aldrei enda. Ég lifi í, með og fyrir Jesú, hann bjargaði lífi mínu. Líf mitt mun lifa hjá Guði, vegna Jesú, um alla eilífð. Þótt líkami minn hrörni og á honum slokkni. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Ég þakka öllum sem sýnt hafa mér og fjölskyldu minni kærleika og samúð vegna frá- falls móður minnar, megi Guð blessa ykkur. Björg. Elsku móðir mín hefur kvatt þetta líf. Þegar ég hugsa til æskuheimilisins á Faxastíg í Vestmannaeyjum er margs að minnast. Mamma varð ekkja þegar pabbi drukknaði. Þá vor- um við systkinin eins, tveggja og þriggja ára. Mamma stóð uppi með þrjú lítil börn og hálfklárað hús. Með dugnaði hennar og ósérhlífni og hjálp góðra vina var hægt að klára húsið. Hún sá sjálf um allt viðhald á húsinu. Að sjá mömmu standa í stiga og mála húsið að utan, sparsla og lakka glugga, rækta lóðina, setja niður kartöflur, var eins og besti skóli fyrir mig því ég fékk að taka þátt í þessu með henni og lærði þá til verka í leiðinni. Til að fá tekjur leigði hún út nánast allt húsið. Hún skúraði lögreglu- stöðina á morgnana og skrif- stofur Vinnslustöðvarinnar á kvöldin. Seint á kvöldin heyrði ég í saumavélinni, þá sat hún við og saumaði fötin á okkur systk- inin. Við vorum svo heppin að Björg móðursystir okkar flutti til okkar þegar pabbi drukknaði og hjálpaði mömmu mikið með okkur börnin. Þegar árin liðu og við systk- inin orðin eldri fór hún að vinna á Sjúkrahúsinu í Eyjum. Þar kunni hún mjög vel við sig. Tal- aði oft um það hvað það væri dásamlegt að geta liðsinnt þeim sjúku. Svo kom gosið í janúar 1973. Þá tók við mjög erfiður tími hjá mömmu. Hún flutti mikið á þessum tíma og vann stundum á stöðum þar sem hún kunni ekki vel við sig. En þegar hún fékk vinnu á Landspítalan- um var hún komin á rétta stað- inn. Hún hafði unun af því að fara í vinnuna. Þarna fann hún þörf fyrir sig. Að sinna þeim sjúku var hennar hjartans mál. Mamma var alltaf að hugsa um aðra. Mikið var hún börnunum mínum góð, þau sóttu í að vera hjá ömmu sinni og Björgu frænku og fyrir það vil ég þakka. Hún vildi hafa allt svo hreint og fallegt í kringum sig. Allt til hins síðasta vildi hún vera vel til fara þótt hún væri orðin fársjúk. Hún kvartaði aldrei, en síðustu vikurnar voru henni mjög erfiðar. Hún var sárkvalin og ég vissi að þegar mamma kvartaði var það vegna mikillar vanlíðunar. Síðustu dag- ar mömmu voru mér mjög dýr- mætir. Við gátum sagt hvor annarri hvað við elskuðum hvor aðra mikið. Ég hafði tækifæri til að vera hjá henni allt þar til hún kvaddi þetta líf og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Nú er mamma komin á besta stað sem hægt er að hugsa sér, til Guðs sem hún elskaði svo mikið. Þar hittir hún pabba, frænku og alla sem henni þótti svo vænt um. Nú er gengin heiðarleg, góð og trúuð kona, sem alls staðar kom sér vel og geislaði af heiðarleika og góðum dyggðum. Það voru forréttindi að fá að alast upp hjá mömmu og frænku, því þær bjuggu mig svo vel undir lífið. Þessum orðum vil ég ljúka með ljóði eftir ömmu mína Guð- ríði S. Þóroddsdóttur. Þín mildhlý minning lifir, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Þú sólargeisla sendir og samúð, vinarþel. Með hlýrri vinarhendi mér hjálpaðir svo vel. (G.S.Þ.) Guðríður Halldórsdóttir. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þannig kvaddi elsku tengda- móðir mín Guðbjörg Sigurjóns- dóttir þetta líf með þá fullvissu að Drottinn hennar og frelsari Jesús kristur hafi tekið á móti henni. Hún lifði í öruggri trú á eilíft líf. Hún varð vinkona mín áður en ég giftist syni hennar. Við gátum talað saman um allt, vorum líkar í skoðunum á mönn- um og málefnum og ræktuðum trú okkar saman. Hún varð ung ekkja með þrjú lítil börn, með dugnaði, ósér- hlífni, trúarstyrk og hjálp systur sinnar Bjargar tókst allt svo vel. Ég flutti með syni hennar í hús- ið sem þau Halldór byggðu, hún í kjallaranum og var okkur stoð og stytta. Tveimur árum síðar flutti hún til Reykjavíkur en kom oft til okkar í Eyjarnar sem voru henni svo kærar. Við áttum alltaf samastað hjá henni í borg- inni. Dætur okkar dvöldu oft hjá ömmu sinni en elsta dóttir okkar bjó hjá henni í langan tíma. Hún var þeim dýrmæt amma, með góð ráð og umvafði þær bænum sínum. Elsku Guðbjörg, takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir okkur, við vorum eins og heima, hjá þér. Kærleiksrík, tignarleg, hóg- vær, lítillát og vel gefin kemur í hugann er ég hugsa um þig. Brosið þitt hlýja þegar þú stóðst í gættinni og kvaddir okkur í von um að við kæmum fljótt aft- ur. Elskaðir Eyjarnar þínar þar sem þú fæddist og ólst upp. Heimaklettur var demantur í festingu Vestmannaeyja í þínum huga. Ég kveð þig með þakklæti og virðingu elsku fallega tengda- móðir mín. Það er erfitt að kveðja en Jesús sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Þín tengdadóttir, Hólmfríður (Lóa). Nú er hún gengin hún tengdamóðir mín, Guðbjörg Sig- urjónsdóttir. Þar er farin ákaflega merki- leg og góð manneskja, eftir erfið veikindi um nokkurt skeið. Ung þurfti hún að sjá á eftir manni sínum Halldóri Ágústs- syni sem fórst í sjóslysi þegar börnin þeirra voru eins, tveggja og þriggja ára. Hún barðist áfram og kom þeim öllum til manns með hjálp góðs fólks. Má þar sérstaklega nefna Björgu Sigurjónsdóttur systur hennar, sem lést fyrir nokkrum árum, en hún tók þátt í uppeldi barnanna og bjó með Guðbjörgu eftir frá- fall Halldórs alla sína ævi. Það sem sérstaklega styrkti Guð- björgu var þó trúin á Guð al- máttugan. Það var hennar hald- reipi í allri tilverunni. Hún var óþreytandi að reyna að gera okkur samferðafólkinu grein fyrir því hvað væri okkur fyrir bestu í þeim efnum. Sú hlýja, umhyggja, kærleikur og ástúð sem lýsti upp allt hennar um- hverfi verður seint þakkað. Henni var sérstaklega umhugað um velgengni og velferð allra barnanna og barnabarnanna, enda uppskar hún takmarka- lausa virðingu frá þeim öllum, sem og öðrum þeim sem þekktu til hennar. Hvíldu í friði kæra tengda- móðir mín. Emil Theodór Guðjónsson. Nú ertu horfin elsku amma mín, aldrei framar strýkur höndin þín, ljúft og blítt um sonardótturkinn, dapur að vonum er hugur minn. Tár streyma niður kinnar af söknuði, elsku amma mín. Er Guði þakklát fyrir allar minning- arnar sem við áttum, það sem þú ert búin að reynast mér vel. Ávallt með góð ráð og þínar skoðanir – ó það var svo gaman að sitja og hlusta þig á. Þú varst alltaf svo fín og vel til höfð og með brosið þitt bjarta. Þú lýstir upp ganginn á Bólstaðarhlíðinni þegar þú tókst á móti okkur með opinn faðm- inn. Sakna þess, elsku amma mín, og sakna þess að kyssa þína kinn og finna ilminn þinn. Sakna þess svo að geta ekki hringt í þig og sagt þér skemmtilegar fréttir af deginum og leyfa Ísafold að tala við ömmu löngu og heyra í þér dill- ast og hafa mikla ánægju af. Ó amma, hvað þú reyndist mér vel þegar ég átti Ísafold. Er svo þakklát fyrir alla hjálpina og að Ísafold fékk að kynnast þér. Ég mun ala hana upp við kristna trú og mátt bænarinnar því ég veit að þú vildir að ég gerði það. Við söknum þín svo mikið. Elsku amma, þegar ég verð stór vona ég að ég verði eins og þú. Trúrækin, hógvær, kát og frábær. Þú varst og munt alltaf vera fyrirmyndin mín. Elska þig svo heitt. Er svo þakklát fyrir tímann sem við áttum saman og fyrir það sem þú kenndir mér. Er þakklát því ég veit, elsku amma mín, að nú ertu komin til Drott- ins þíns og frelsara og hefur það gott. Elsku amma mín, nú að kveðjustund er komið, nú græt ég ekki af sorg heldur gleðitár- um því ég á fallegar minningar um þig sem ég mun geyma í mínu hjarta. Ætla að enda þetta með ein- um af þínum uppáhaldssálmum úr Biblíunni sem þú elskaðir svo heitt, Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. … Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. (121. Davíðssálmur) Þín sonardóttir, Theodóra. Í dag kveð ég þig elskulega amma mín sem er mér svo sárt. Það er erfitt fyrir mig að lýsa þeim tilfinningum, sem fara í gegnum huga minn á þessum tímamótum. Þú hefur reynst mér svo vel í lífinu, kennt mér margt, gefið mér mörg ráð og stutt mig og er ég þér svo þakk- lát fyrir allt. Amma þú varst mér ekki bara amma þú varst mér eins og mamma. Minning- arnar eru margar og dýrmætar, elsku amma mín. Ég þakka þér af öllu hjarta það sem þú gerðir fyrir mig. Minning þín er sem ljós á vegi mínum. Tárin fylla augu mín er ég minnist þín með þakklæti og virðingu. Ég kveð þig elsku amma mín með kær- leika og trú að þú sért komin heim í guðs ríki. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þín Arnbjörg Harðardóttir. „Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré …“ Ég sit og hlusta á þennan fallega sálm og hugsa til þín, elsku amma mín. Hversu sárt ég sakna þín, sakna þess að sjá ekki fallega hlýja brosið þitt. Ég kveiki á kerti fyrir þig og minnist þín, minnist allra okkar yndislegu stunda. Ég trúi ekki að ég sé að kveðja. Ég veit þó að þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu, þú munt alltaf fylgja mér hvert sem ég fer. Öll þín viska og góðu ráð, þín trúfesti og hlýju orð ég aldr- ei gleymi. Margs er að minnast, allar góðu æskuminningar okkar systra úr ferðum okkar til Reykjavíkur að heimsækja ömmu og frænku, þið gerðuð allt fyrir okkur, ömmustelpurn- ar ykkar. Fyrir allar þessar ljúfu minningar er ég svo inni- lega þakklát. Ég er einnig þakklát fyrir að þú hafir fengið að kynnast Aþenu Ýri, dóttur minni, hvað hún ljómaði þegar hún sá þig. Við Aþena Ýr vorum svo glaðar að geta komið til þín í vetur áð- ur en við sóttum Adólf í vinn- una. Þú tókst alltaf á móti okkur veð opnum örmum og bros á vör. Síðan þegar við kvöddum fylgdir þú okkur alltaf að lyft- unni eða jafnvel alla leið niður og út að dyrum. Eins sárt og það er að kveðja þig, elsku besta amma mín, veit ég að þú ert komin til frelsarans okkar Jesú Krists. Við áttum ófáar stundir saman þar sem við drógum orð og lásum saman í Biblíunni. Ég er ákveðin í því að kenna Aþenu Ýri söguna af Jesú og ala hana upp í kristinni trú eins og þú óskaðir. Þær stundir sem við áttum saman síðastliðnar vikur voru ómetanlegar og þeim mun ég aldrei gleyma. Takk fyrir allt. Mig langar að enda kveðju mína með ljóði eftir langömmu mína, móður þína, Guðríði S. Þórodds- dóttur. En það hljóðar svo: Þín mildhlý minning lifir, svo margt að þakka ber. Þá bjart og blítt var yfir, er brosið kom frá þér. Þú sólargeisla sendir og samúð, vinarþel. Með hlýrri vinar hendi mér hjálpaðir svo vel. […] Með hjartans þökkum hlýjum nú hrærð við kveðjum þig. Á lífsins leiðum nýjum sért leidd á gæfustig af Meistaranum mesta, sem mannkyn leysti hrjáð. Þín brúðargjöfin bezta sé blessun Guðs og náð. (Guðríður S. Þóroddsdóttir.) Elsku amma mín, hvíl í friði, ég elska þig. Þín sonardóttir, Sara Björg. Elsku langamma mín, takk fyrir allar góðu stundirnar okk- ar. Ég á eftir að sakna þín. Það var rosa gott að vera hjá þér. Þú varst svo góð við mig. Ég á eftir að sakna þess að lesa bænirnar með þér. Þú kenndir mér svo margt. Ég veit að þú ert komin til Jesú. Þegar ég lít til himins veit ég að þú brosir til mín og ég brosi til þín. Þú varst mér svo kær elsku amma mín, ég kveð þig nú með bæn sem þú kenndir mér og mér þykir svo vænt um. Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér, að ganga í dag, svo líki þér. (Höf. ók.) Þín Birta Lóa. Elsku amma mín. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þær eru svo margar að ég gæti skrifað um þær bók. Þú tókst alltaf á móti mér opnum örmum þegar ég kom í heimsókn og slepptir mér ekki fyrr en ég var búinn að gæða mér á kræsingum sem þú hafðir ávallt á boðstólum. Það var gaman að spila við þig rommí, scrabble og önnur spil, en þó ekki eins gaman þegar ég tapaði, sem var ansi oft. Mér þótti mjög vænt um að fá tæki- færi til að hitta þig á níræð- isafmælinu þínu. Eins og ávallt varstu stórglæsileg. Mér þótti erfitt að vera bú- settur í útlöndum og geta ekki hitt þig eins og ég vildi, sér- staklega í veikindum þínum síð- ustu vikurnar. Þá var gott að geta spjallað við þig í símann þar sem við þökkuðum fyrir all- ar góðu stundirnar og þú sagðist elska mig og ég þig. Það samtal reyndist vera okkar síðasta. Það er sárt að sjá á eftir þér en ég veit að þú hefur núna fengið frið í faðmi frelsarans. Þið Björg frænka voruð stór partur af mínu lífi og það gleður mig að vita að þið systur séuð samein- aðar ásamt Siggu og Halldóri afa. Guðbjörg Sigríður Sigurjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.