Morgunblaðið - 17.05.2012, Síða 34

Morgunblaðið - 17.05.2012, Síða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Listahátíð í Reykjavík verður sett í Hörpu á föstudag og stendur til 3. júní. Á hátíðinni eru allar listgreinar undir, tónlist er áberandi, en líka sviðslistir og myndlist. Að sögn Steinunnar Þórhallsdóttur, mark- aðs- og kynningarstjóra Listahátíð- ar, hefur miðasala gengið mjög vel á viðburði hátíðarinnar og svo komið að uppselt eða nánast uppselt er á nokkra viðburði. Steinunn segir að þannig sé uppselt á fyrstu sýningu verksins Á vit …, sem Íslenski dans- flokkurinn og GusGus vinna saman. „Það seldist strax upp á sýninguna á föstudagskvöldið og hefur líka selst svo vel á sýninguna á laugardags- kvöld kl. 21 að við ákváðum að bæta við sýningu kl. 23 þá um kvöldið. Við finnum líka fyrir mikilli tilhlökkun fyrir tónleika spænsku söngkon- unnar Buiku í byrjun júní og við fjölguðum því sætum á tónleikana og þar verður því fullt upp í rjáfur. Það gleður okkur einnig mikið að uppselt er að verða á einleikstónleika Arcadi Volodos á sunndaginn, því þar er tví- mælalaust stórviðburður í íslensku tónlistarlífi. Það verður án efa frá- bær stemmning líka á tónleikum Yanns Tiersens 31. maí í Norður- ljósasal Hörpu og er að verða upp- selt. Tónleikar Sinfóníunnar þar sem Rómeó og Júlía eftir Berlioz verður frumflutt á Íslandi verða einnig vel sóttir.“ Hvað leiklistina varðar segir Steinunn að mikill áhugi sé á upp- færslu Luzerner Theater á Pétri Gaut í leikstjórn Þorleifs Arnar Arn- arssonar, en það verk verður aðeins sýnt 30. maí, og eins hefur gengið vel að selja á leikritið Bræður sem sýnt verður 1. og 2. júní, en heldur síðan upp í ferðalag um hin Norðurlöndin. Það má líka nefna Gamla manninn og hafið, brúðusýningu Bernds Ogrodnik, sem frumsýnd verður á sunnudag. Miðasala á aðra viðburði hefur líka verið með ágætum, að sögn Steinunnar, lítilræði er til af miðum á aukatónleika Bryans Ferry og eins er nánast uppselt á húslestrar ís- lenskra rithöfunda og lítið eftir af miðum á leiklestra splunkunýrra leikrita á óvenjulegum sýningar- stöðum. Bach- og barrokkunnendur séu einnig að flykkjast á tónleika Kammersveitar Reykjavíkur undir stjórn Richard Egarr á sunnudag. „Það hefur komið okkur skemmti- lega á óvart hvað fólk hefur farið snemma af stað til að tryggja sér miða,“ segir Steinunn. Eins og getið er í upphafi þá er myndlist líka áberandi á Listahátíð að þessu sinni og um opnunarhelgi hátíðarinnar verður viðamiklu myndlistarverkefni, (I)ndependent People / „Sjálfstætt fólk“ hleypt af stokkunum. Í tengslum við sýning- aropnanir verða ýmsir viðburðir og Steinunn nefnir skrúðgöngu, The Passerine Project, á morgun kl. 12- 13, en þá mun hópur fólks í nokkurs konar skrúðgöngu þræða beina línu sem dregin hefur verið í gegnum miðborg Reykjavíkur. „Leitað verð- ur allra leiða til að komast yfir, undir eða í gegnum þær byggingar og hindranir sem verða á leiðinni og notaðir verða stigar og það sem þarf,“ segir Steinunn og bætir við að almenningur sé boðinn velkominn í skrúðgönguna. Liður í undirbúningi fyrir gönguna er origami-vinnustofa fyrir höfuðskraut þátttakenda í Önd- inni í Ráðhúsinu kl. 17 í dag, en gengið verður frá Hörpu klukkan 12 á hádegi á föstudag og stefnan tekin á Ráðhúsið. Mikill áhugi á Listahátíð Morgunblaðið/Styrmir Kári Áhugi Steinunn Þórhallsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Listahátíðar, segir að miðasala hafi gengið mjög vel á viðburði hátíðarinnar.  Uppselt eða nánast uppselt á nokkra viðburði Á laugar- dag verða viðburðir tengdir (I) ndepend- ent People / „Sjálf- stæðu fólki“ frá morgni til kvölds og Steinunn nefnir sem dæmi að á laug- ardag kl. 10 verði uppákoma í Litlu kaffistofunni á Suður- landsvegi. „Þrír sænskir listamenn frá Stokkhólmi í hópnum The Artist Formally Known as Geist, hitta þá leikarann Hilmar Guðjóns- son. Þeir völdu hann eftir að hafa skoðað myndir af öllum leikurum á Íslandi með aðstoð Google og halda því fram að ef þeir myndu setja andlit sín sam- an í eina mynd myndi útkoman vera Hilmar.“ Myndin af Hilmari LITLA KAFFISTOFAN Hilmar Guðjónsson Sýningu Krist- ínar Þorkels- dóttur Í blóma sem sýnd er í Herberginu, sýn- ingarrými versl- unarinnar Kirsu- berjatrésins á Vesturgötu 4, lýkur nk. mánu- dag. Sýningin er opin virka daga kl. 11-18 og á laugardag kl. 11-16. Lok sýningarinnar Í blóma Kristín Þorkelsdóttir Sænsk-íslenski tónlistarmaðurinn Mikael Lind heldur tónleika í verslun 12 tóna við Skólavörðu- stíg á morgun kl. 17:30. Þar mun hann flytja lög af nýjum geisla- diski sem nefnist Felines every- where og er annar sólódiskur Mikaels. Síðdegistónleikar hjá 12 tónum Vegna mikillar aðsóknar verða fjórar aukasýningar á Óralandi, sýningu Nemendaleikhússins. Þær verða 21., 24. og 25. maí kl. 20 og svo 26. maí kl. 16. Sýnt er í Smiðj- unni, Sölvhólsgötu 13. Verkið er spunaverk og samið af leikaranem- unum sjálfum í samvinnu við list- ræna stjórnendur sýningarinnar þau Jón Atla Jónasson og Unu Þor- leifsdóttur. Miðasala fer fram á midi.is, mi- dasala@lhi.is, og í síma 895 6994. Aukasýningar á Óralandi Lokasýning Enn tækifæri til að sjá. Morgunblaðið/Golli Tómas Jónsson heldur burtfarar- tónleika sína frá Tónlistarskóla FÍH í hátíðarsal skólans á morgun kl. 18. Á efnisskránni eru verk eftir Tómas unnin í samvinnu við Illu heilli tríó sem og verk eftir Dusty Millier og Elvar Örn Friðriksson. Á tónleikunum leikur Tómas á píanó, rhodes, hammond og synthesizer. Burtfarartónleikar Tómasar frá FÍH Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Hluti af tónlist Bítlanna og Queen er margradda og því hentar þetta vel fyrir kóra,“ segir Guð- mundur Óli Gunnarsson sem hefur útsett lög hljómsveitanna fyrir Karlakór Dalvíkur og Matthías Matthíasson sem er betur þekktur sem Matti Matt. Þeir ætla að halda tónleika í Menning- arhúsinu í Miðgarði í Skagafirði laugardags- kvöldið 19. maí. Tónleik- arnir hefjast klukkan 21.00. Guðmundur Óli mun McCartney til Julians Lennon, sonar Johns, þeg- ar mamma hans og pabbi voru að skilja. Paul vor- kenndi stráknum og datt þetta lagi í hug,“ segir Guðmundur Óli. Þetta er í fjórtánda skipti sem kórinn flytur þessa dagskrá og alltaf fyrir fullu húsi enda hafa yfir 3.000 áheyrendur komið á tónleikana, sem haldnir hafa verið í Saln- um í Kópavogi, Menning- arhúsinu Hofi á Akureyri og í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Karlakór- inn mun meðal annars syngja í Færeyjum á næstunni. hljómsveitunum. „Það vita til dæmis ekki allir að lag- ið „Hey Jude“ var upp- haflega samið af Paul kynna dagskrána þar sem hann fléttar inn í kynn- inguna ýmsum fróðleiks- molum sem tengjast Rokkað í kór með Matta Rokk Karlakór Dalvíkur flytur þekkt rokklög. Andri Ívarsson rafgítarleikari heldur burtfarartónleika sína frá Tónlistarskóla FÍH í hátíðarsal skólans nk. laugardag kl. 20. Á efnisskránni eru verkin Ten- der surrender, The crying mach- ine og For the love of god eftir Steve Vai, Yankee Rose eftir Dav- id Lee Roth og Lies, Cold black night, Alive og Waiting for home eftir Andra. Meðleikarar Andra á tónleik- unum eru Ásmundur Jóhannsson á bassa, Ingvar Alfreðsson á hljóm- borð, Kári Árnason á bassa og Steinþór Guðjónsson á gítar auk þess sem Dagur Sigurðsson syng- ur. Burtfarartónleikar Andra frá FÍH STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 2012-2013. Veittur er styrkur að upphæð kr. 600.000. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 31. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 8620, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.