Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.05.2012, Blaðsíða 31
2000, sat í skólanefnd Hafnarfjarðar 1990-98 og formaður hennar 1994-97. Þorgils var stjórnarformaður Kringlunnar 4-6 hf. 1993-2000, stjórn- arformaður Íslenska fasteignafélags- ins hf. 1996-2000, sat í stjórn Versl- unarmiðstöðvar Kringlunnar 1996-2001 og Eignarhaldsfélags Kringlunnar hf. 1996-2000, var vara- maður í stjórn Þyrpingar hf. 2000- 2001 og sat í stjórn samstarfsnefndar um gíróþjónustu 1994-2001. 575 mörk í 247 A-landsleikjum Þorgils æfði og keppti í handbolta með FH frá æskuárunum, lék með meistaraflokki FH frá 1980, varð Ís- landsmeistari með liðinu 1984, 1985 og 1990, skoraði 575 mörk í 247 A-landsleikjum með íslenska lands- liðinu, var fyrirliði þess 1986-90, lék með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og Seúl 1988 og á heimsmeistaramótinu í Sviss 1986 og í Tékkóslóvakíu 1990 og er gull- verðlaunahafi með landsliðinu í B-heimsmeistarakeppninni í Frakk- landi 1989. Þorgils var valinn handknattleiks- maður ársins 1985 og 1989, besti leik- maður Íslandsmótsins 1987 og 1988, besti þjálfarinn 1989-90, Íþróttamað- ur FH 1989 og valinn í heimsliðið í handknattleik sem lék í Portúgal 1989. Les ævisögur og stundar jóga Áhugamál og frístundir Þorgils snúast einkum um börnin hans og úti- veru auk þess sem hann les mikið, að- allega ævisögur. Hann hefur þó enn ekki erft ættfræðiáhuga föður síns. Þá hefur hann gaman af að veiða og hefur talsvert stundað jóga um nokkurt skeið. Hann segist fylgjast með boltanum þótt hann viðurkenni að hann mætti gjarnan sýna handboltanum aðeins meiri áhuga: „En nú er hins vegar komið að golfinu,“ – segir hann. „Ég er ekki byrjaður en ég ætla að byrja núna, þegar maður er orðinn fimm- tugur.“ Fjölskylda Börn Þorgils eru Sigrún, f. 17.2. 1996, og Einar Páll, f. 13.3. 1998. Systkini Þorgils eru Árni Matthías, f. 2.10. 1958, dýralæknir og fyrrv. alþm. og ráðherra, og Halldóra, f. 16.12. 1960, kerfisfræðingur. Foreldrar Þorgils: Matthías Á. Mathiesen, f. 6.8. 1931, d. 9.11. 2011, alþm. og ráðherra, og Sigrún Þorgils- dóttir Mathiesen, f. 27.12. 1931, hús- móðir. Úr frændgarði Þorgils Óttars Mathiesen Guðmundur Sveinbjörnss. b. á Valdast. í Kjós Katrín Jakobsdóttir húsfr. á Valdastöðum Sigurður Sigurðsson b. á Fiskilæk Arnfríður Jósepsdóttir húsfr. í Hafnarf. Einar Þorgilsson útgm. og alþm. í Hafnarf. Geirlaug Sigurðardóttir húsfr. í Hafnarf. Þorgils Óttar Mathiesen Matthías Á. Mathiesen ráðherra og alþm. Sigrún Þorgilsdóttir húsfr. í Hafnarf. Halldóra Sigurðardóttir húsfr. í Rvík Þorgils Guðmundss. íþróttakenn. í Rvík Svava Einarsdóttir húsfr. í Hafnarf. Árni Mathiesen lyfjafr. í Hafnarf. Matthías Mathiesen skósm. í Hafnarf. Einar Þ. Mathiesen framkv.stj. Halldóra Ólafsdóttir húsfr. á Akureyri Sigurður Örlygsson myndlistarmaður Steingrímur Sigurðss. listmálari Örlygur Sigurðsson listmálari Guðrún D. Ólafsdóttir frá Mýrarhúsum Þórunn Ólafsdóttir húsfr. í Kálfholti Ingibjörg Mathiesen húsfr. í Hafnarf. Árni Mathiesen, lögfr. í Rvík Afmælisbarnið Þorgils Óttar Mathiesen, fyrrver- andi handboltakempa og nú nemi í endurskoðun. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 95 ára Helga Guðmundsdóttir Nanna S. Pálsdóttir 85 ára Einar Jónsson 80 ára Aase V. Madelaire Dunn Erla Jóhannsdóttir Erla Þóroddsdóttir Guðrún Kristinsdóttir Margrét Ásgeirsdóttir Ómar Elísson 75 ára Arnheiður Eggertsdóttir Sigrún Gissurardóttir Sjöfn Kristínardóttir Steinar Hallgrímsson 70 ára Ásta Björt Thoroddsen Bjarni Ólafur Kristjánsson Guðrún V. Ragnarsdóttir Karl Sigurðsson Þórunn Matthíasdóttir 60 ára Guðrún I. Baldursdóttir Gunnlaugur S. Stefánsson Halldóra B. Gunnarsdóttir Lilja Finnbogadóttir Sigurður Jónasson Una A. Sölvadóttir 50 ára Brynja Marvinsdóttir Georg Óskarsson Jón Freyr Jóhannsson Jón Guðbjörn Bjarnason Kristmann Kristmannsson María Aletta Margeirsdóttir Ólafur Elís Gunnarsson Ólöf Guðmundsdóttir Sigþrúður Jónsdóttir Svandís Þóroddsdóttir Sveinbjörn Gizurarson 40 ára Arnbjörg Högnadóttir Ásgrímur Haukur Helgason Daníel Hinriksson Einar Þór Guðjónsson Guðbjartur Hafsteinsson Guðni Magnússon Hallgrímur Kristinsson Íris Thorberg Georgsdóttir Kristín Björg Kristjánsdóttir María Guðmundsdóttir Radina Íris Bogicevic Sigrún Anna Jónsdóttir Sigrún Óskarsdóttir Skúli Tómas Hjartarson Snorri Páll Jónsson Sonja Hafdís Poulsen Sólveig Sigurðardóttir Tibor Ördögh Vilhjálmur Bergs 30 ára Andrés Frímann Hannesson Anna Lilja Pétursdóttir Áslaug María Rafnsdóttir Bjarney Sigurðardóttir Dylan Jacob Macallister Erna Sigrún Gunnarsdóttir Harpa Bjarnadóttir Hjördís Birna Hjartardóttir Jóna Rún Daðadóttir Justyna E. Wszeborowska Maria Nussdorfer Marta De Mattos Isaac Márus Líndal Hjartarson Mirela Radu Ólafur Már Ólafsson Przemyslaw Szczepkowski Stephan Ahrens Til hamingju með daginn 30 ára Rakel ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, lauk prófi í viðskiptafræði frá HÍ, var kaupmaður og er nú húsmóðir og í fæð- ingarorlofi. Eiginmaður Þórir Júl- íusson, f. 1982, lögmaður. Börn þeirra: Júlíus Kári, f. 2005, María Rut, f. 2008, og Vilhelm Hrafn, f. 2009. Foreldrar Rut Árnadóttir, f. 1939, fyrrv. kaupmaður, og Bergur Jónsson, f. 1931, fyrrv. stórkaupm. Rakel Hlín Bergsdóttir 30 ára Sindri Már er tón- listarmaður, hefur gefið út breiðskífur með hljóm- sveitinni Sea Bear, gefur nú út plötur undir nafninu Sin Fang og hefur haldið hljómleika víða um heim. Kona Ingibjörg Birg- isdóttir, f. 1981, myndlist- armaður. Dóttir þeirra Sigurlína Helga, f. 2009. Foreldrar Sigfús Már Pét- ursson, f. 1951, ljósmynd- ari og Helga Ægisdóttir, f. 1956, klæðskeri. Sindri Már Sigfússon Haukur fæddist í Reykjavík17. maí 1924. Foreldrarhans voru Edvard Mort- hens frá í Nærö í Noregi og Rósa Guðbrandsdóttir húsmóðir. Meðal átta systkina Hauks var Kristinn listmálari, faðir Arthurs forstöðumanns, Tolla myndlist- armanns og Bubba söngvara. Rósa var dóttir Guðbrands, b. á Tjörvastöðum í Landsveit, bróður Katrínar, ömmu Signýjar Sæmunds- dóttur söngkonu. Guðbrandur var sonur Sæmundar, ættföður Lækj- arbotnaættar Guðbrandssonar. Eiginkona Hauks var Ragnheiður Magnúsdóttur sjúkraliði, sem lést 2009. Þau eignuðust þau þrjá syni. Haukur lauk sveinsprófi í prent- iðn 1948 og starfaði um skeið í Ísa- foldarprentsmiðju. Hann hóf söng- feril sinn á stúkuskemmtunum í Góðtemlparahúsinu 1944, söng síðan með Alfreð Clausen um skeið; Crasy Rhythim-kvartett; Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og fór með henni um landið 1946; með KK- sextettinum; G.O.-kvintettinum; Orion-kvintettinum; Hljómsveit Gunnars Sveinssonar; Tríói Eyþórs Þorlákssonar; Hljómsveit Jörn Grauengaard og fjölda annarra. Haukur stofnaði eigin hljómsveit 1958 og söng síðan lengst af með henni. Hann fór í söngferðir til m.a. Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Englands, Sovétríkj- anna, Kanada, Bandaríkjanna og Austurríkis og hlaut verðlaun og við- urkenningar í dægurlagakeppnum erlendis. Fyrsta tveggja laga plata Hauks kom út 1954 en það ár komu út níu tveggja laga plötur með honum þar sem m.a. er að finna lögin Ó borg mín borg, Bjössi kvennagull og Ég er kominn heim. Árið 1959 var Haukur með hverja metsöluplötuna á fætur annarri með lögum eins og Lóu litlu á Brú, Rock Calypso í rétt- unum og Tjá, tjá bambína. Fyrsta breiðskífa Hauks kom hins vegar út hjá Fálkanum 1962 en alls mun hann hafa sungið um þrjú hundruð lög inn á hljómplötur. Haukur hóf störf sem stefnuvott- ur um 1963 og dró þá nokkuð úr söngnum en hann starfrækti þó eig- in hljómsveit fram á miðjan áttunda áratuginn og hóf að syngja aftur af fullum krafti um 1980. Hann lést 13. október 1992. Merkir Íslendingar Haukur Morthens 30 ára Ástþór ólst upp á Siglufirði en býr í dag í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi 2006 í Iðnskólanum í Rvk. Í dag vinnur hann sem af- greiðslustjóri hjá Pro- mens. Kona Erla María Eð- varðsd., f. 1985, snyrti- fræðingur. Barn: Óliver Leó, f. 2007. Foreldrar Birna Óladóttir, f. 1955, og Halldór Ein- arsson, f. 1955. Ástþór Óli Halldórsson Ultimate Greens: Spirulina pakkað af næringaefnum sem gefa mikla orku. Barley Grass kemur á réttu pH gildi og gerir líkamann basískan. Chlorella hreinsar líkamann af auka– og eiturefnum, þungmálmum og geislunum. Fæst í Lifandi Markaður, Lyfjaver, Yggdrasil. www.celsus.is lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar Fáðu heilsuna og orkuna upp! Kraftmesta ofurfæði jarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.