Morgunblaðið - 17.05.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.05.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 Blómstraðu með L’Occitane Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com T ilb o ð ið gi ld ir á K ri n gl u k as ti 1 7 .- 2 1 .m aí 2 0 1 2 e ð a m e ð an b ir gð ir e n d as t. BÓNDARÓSAR GJAFAKASSI Petal Soap 125 g, Shower Gel 250 ml, Beauty Milk 250 ml og Hand Cream 30 ml. Einnig til í Cherry Blossom, Fleur Chérie ogVerbena. TILBOÐSVERÐ: 6.190 KR. Verð áður: 8.270 kr. Þjálfari í hestaíþróttum var staðinn að því um síðustu helgi að leiðbeina ungum knapa í gegnum farsíma. Knapinn var að keppa á WR-móti (heimsstigamóti). Þetta athæfi brýt- ur í bága við lög og reglur Lands- sambands hestamannafélaga. Þar segir m.a.: „Knapinn má ekki fá neins konar utanaðkomandi hjálp á meðan á keppni stendur.“ Pjetur N. Pjetursson, formaður Hestaíþróttadómarafélags Íslands, sagði að knapinn hafi verið með far- síma og lítið „Bluetooth“-heyrnartól. Þjálfarinn sat uppi í brekku með annan farsíma og leiðbeindi knapan- um. Pjetur sagði að slíkar leiðbein- ingar geti skipt öllu máli fyrir árang- ur í keppni. Þjálfarinn hafi ráðlagt um hraða, gangskiptingar o.fl. Mótsstjóri fékk ábendingu um at- hæfið og varð vitni að stjórn þjálf- arans á knapanum. Hann stöðvaði síðan keppnina. Alþjóðasamtökun- um FIVE var tilkynnt um atvikið og lagt til að knöpum verði bannað að vera með farsíma í keppni. Atvikið var ekki kært. gudni@mbl.is Þjálfari staðinn að því að fjarstýra knapa í keppni  Athæfið brot á lögum og reglum um reiðkeppnir Morgunblaðið/RAX Reiðkeppni Þjálfari var staðinn að því að leiðbeina ungum knapa í keppni í gegnum farsíma. Myndin er ekki frá atvikinu sem sagt er frá í fréttinni. Hestaíþróttadómarafélag Íslands (HÍDÍ) sendi frá sér tilkynningu vegna atviksins á WR-mótinu. Þar segir m.a. að hnappurinn í eyra knapans hafi ekki sést vegna hárs eða óla á hjálminum. Þegar yfirdómari og mótshald- ari ræddu við þjálfarann hélt hann að þetta væri löglegt þar sem þetta væri mikið notað í kynbóta- sýningum, gæðingakeppnum og íþróttakeppnum. HÍDÍ segir þetta stranglega bannað í keppni sam- kvæmt lögum og reglum LH. Stranglega bannað í keppni HNAPPURINN VAR Á BAK VIÐ HÁR OG HJÁLMÓL OG SÁST EKKI Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fjárlaganefnd fundaði nýverið með nokkrum ráðherrum vegna fram- kvæmdar fjárlaga 2012 og ábend- ingar Ríkisendurskoðunar um vanda stofnana með uppsafnaðan halla. Farið var yfir mikilvægi þess að ráðuneyti og stofnanir þeirra héldu sig innan heimilda fjárlaga á fund- inum, skv. upplýsingum Alþingis í gær. Ráðherrarnir fóru yfir þær að- gerðir sem grípa þarf til. „Við fengum staðfestingu á því að ráðuneytin sem kölluð hafa verið til sjá í rauninni fæst önnur úrræði, til þess að koma veikleikastofnunum á réttan kjöl í fjárlagagerðinni, en þau að fara að undirbúa víða í ráðu- neytum fjáraukalagagerð fyrir árið 2012 í stað þess að mæta umfram- útgjöldum með hagræðingu innan ramma viðkomandi ráðuneyta. Þetta er staðfesting á því sem við höfðum ávæning af strax eftir fyrstu vik- urnar á árinu,“ segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, sem sæti á í fjár- laganefnd. Slaknað á aðhaldinu Að sögn hans er breytilegt eftir bæði málaflokkum og ráðuneytum hversu mikil umframútgjöldin eru. „Þegar þessu er safnað saman er um einhverja milljarða að ræða,“ segir Kristján og bendir auk þess á að stór- ar fjárhæðir eigi einnig eftir að koma við sögu inn á fjáraukalög þegar upp- gjöri á viðskiptum Sparisjóðs Kefla- víkur og Landsbankans lýkur. Sömu- leiðis er fjármögnun Íbúðalánasjóðs fyrir utan þessa stöðu. „Þegar allt er tekið verða þetta verulegar fjárhæðir sem koma til við- bótar áætluðum útgjöldum á árinu 2012,“ segir Kristján Þór. Hann segir að sagan endurtaki sig nú ár eftir ár. Allt frá árinu 2010 hafi upphaflegt fjárlagafrumvarp, sem lagt er fram í upphafi hvers þings, nánast reynst vera markleysa. „Við vorum [í fyrradag] að afgreiða loka- fjárlög fyrir árið 2010 og það er orðið alveg ljóst að þar bættust nokkrir tugir milljarða á árinu 2010 við áætl- uð útgjöld ársins. Ég hef grun um að útkoman á árinu 2011 verði í eitthvað svipuðum dúr og það stefnir í að fjár- laganna fyrir árið 2012 bíði sömu ör- lög.“ Því er haldið fram í Peningamálum sem Seðlabankinn gaf út í gær að slaknað hafi á aðhaldi í ríkisfjár- málum og óvissa sé m.a. um 7 millj- arða tekjur sem afla á með sölu eigna. Kristján Þór tekur undir þetta og segir fjárlaganefndarmenn einnig hafa heyrt af væntingum um aukin útgjöld til að mæta ýmsum þáttum í starfsemi ríkisins. ,,Þrátt fyrir allt tal um agaða hagstjórn af hálfu rík- isvaldsins sér maður það ekki birtast í þeim upplýsingum sem við höfum verið að vinna með.“ Ríkisstjórnin hélt langan vinnu- fund um sl. helgi þar sem farið var yf- ir drög að langtímaáætlunum og for- sendur fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fjöl- miðlafulltrúi í fjármálaráðuneytinu, segir að í framhaldi af fundinum verði unnið enn frekar að forsend- unum og undirbúningi fyrir aðgerðir „sem leiða okkur að því markmiði sem fram kemur í Ríkisbúskapnum 2012-2015 – áætlun í ríkisfjármálum – sem sett var fram í byrjun október sl. og miðar að því að skila hallalaus- um fjárlögum árið 2014,“ segir hún. 1,75% flatur niðurskurður Kristján Þór segir að fjár- laganefnd hafi ekki fengið upplýs- ingar um fjárlagatillögur fyrir næsta ár. „Ávæningurinn sem við höfum heyrt er sá að það séu fyr- irmæli út til stofnana um að draga eigi saman í rekstri þeirra um 1,75% með flötum nið- urskurði. Það sjá allir hvað það þýðir. Ef það gengur t.d. yfir Land- spítalann er það um hálf- ur milljarður króna.“ Stefnir í að umframútgjöld á þessu ári hlaupi á milljörðum  Tugir milljarða bættust við þegar lokafjárlög fyrir 2010 voru afgreidd Morgunblaðið/Golli Vandi Nú stefnir í að útgjöld ríkisins fari verulega fram úr þeim fjárheim- ildum sem Alþingi samþykkti á fjárlögum yfirstandandi árs. Fjárlaganefnd hyggst flytja Alþingi skýrslu um framkvæmd fjárlaga fyrir þinglok. „Það er hluti af okkar eftirlitshlutverki að fara yfir hvernig framkvæmd fjárlaganna gengur eftir. Við erum að fá upplýsingar um við hverju verð- ur brugðist með niðurskurði og hvað ráðuneytin telja að þau þurfi að fá vegna eðlilegra ástæðna,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og leggur áherslu á að mikilvægt sé að farið sé að fjár- lögum. „Við ætlumst til þess að unnið sé innan þess ramma en við vitum líka að það kunna að vera gildar ástæður fyrir því að stofnanir þurfi viðbót í fjáraukalögum. Við ætlum að fara yfir mat okkar á stöðunni með þinginu til þess að upplýsa þingið. Það skiptir líka miklu máli að auka vitund um það í kerfinu að fjárlaganefnd lætur sig það varða að farið sé að fjárlögum,“ segir hún. Spurð um einstaka liði sem stefnir í að fari fram úr fjárheimildum og bregðast þarf við nefnir hún m.a. sjúkratryggingarnar og atvinnuleysistrygg- ingarnar. Í þjóðhagsspá Seðlabankans er varað við því að það sé að slakna á aðhaldi í opinberum fjármálum. Vaxandi þrýstingur virðist vera á ný útgjaldaáform og hætt sé við að þrýsting- urinn aukist eftir því sem dregur nær kosningum til Alþingis. ,,Það kann vel að vera og er ákveðið áhyggjuefni,“ segir Sig- ríður Ingibjörg þegar þetta er borið undir hana. Farið sé að fjárlögum FJÁRLAGANEFND AFLAR UPPLÝSINGA UM UMFRAMÚTGJÖLDIN Sigríður Ingadóttir Landspítalinn þarf að ráðast í frekari sparnaðar- aðgerðir til að mæta nálægt 150 milljóna króna viðbótarút- gjöldum, sem í ljós er komið að eru umfram áætlun þar sem af er árinu. Þessi fjárhagsstaða er upp komin vegna aukinnar starfsemi og umfangsmikils niðurskurðar hjá Landspítalanum á umliðnum miss- erum. ,,Það má ekkert út af bregða,“ segir Björn Zoëga, for- stjóri Landspítalans. Björn segir að stjórnendur spít- alans hafi ekki fengið nein skilaboð frá fjárveitingavaldinu um að kraf- ist verði frekari niðurskurðar við fjárlagagerðina fyrir næsta ár. „Við vitum ekki hver staða þess máls er ennþá en við höfum sagt skýrt að það er ekki hægt að hagræða neitt meira. Það verður þá að leggja eitt- hvað niður ef það verður gerð ein- hver krafa um frekari niðurskurð hjá okkur. Það hefur ekkert breyst,“ segir hann. „Við erum núna í aðgerðum á miðju ári að loka gati sem við upp- götvuðum núna á árinu og það er ekkert meira að hafa, alveg sama hvernig leitað er í öllum hornum.“ Björn segir að koma muni í ljós á næstu tíu dögum til hvaða aðgerða verður gripið til að rétta við fjár- hagsstöðuna sem er um það bil 150 milljónum króna undir áætlun eins og áður segir. Fram kom í föstudagspistli sem Björn skrifaði á vefsíðu Landspít- alans fyrir seinustu helgi að komum á bráðamóttöku hefur fjölgað um 6,3% frá áramótum og skurð- aðgerðum hefur einnig fjölgað svo dæmi séu nefnd um aukna starfsemi á spítalanum. Aðgerðir vegna halla á rekstri geti orðið bæði erfiðar og þungar í framkvæmd. omfr@mbl.is Björn Zoëga Glíma við 150 millj- óna halla  Ráðast þarf í meiri sparnað á Landspítala

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.