Morgunblaðið - 22.05.2012, Side 1

Morgunblaðið - 22.05.2012, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 2. M A Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  118. tölublað  100. árgangur  GRJÓTHARÐAR BOLTASTELPUR Á FIMMTUGSALDRI SPÁÐ Í SÖNGFUGLA EVRÓPU ARCADI VOLODOS ÓGLEYMANLEGUR PÍANÓLEIKARI SÉRBLAÐ UM EVRÓVISJÓN KRAFTAVERK FRÁ PÉTURSBORG 34FÓTBOLTADROTTNINGAR 10 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ef spár um að 19 milljarðar verði greiddir í atvinnuleysisbætur í ár rætast verða samanlagðar bætur frá hruni komnar í rúmlega 94 milljarða, ef tölur hvers árs eru lagðar saman. Þetta má lesa út úr ársskýrslum Vinnumálastofnunar fyrir árin 2008- 11 en spáin fyrir þetta ár er fengin úr síðustu fjárlögum. Talsverð verð- bólga hefur verið á tímabilinu og er ljóst að heildartalan væri vel á annað hundrað milljarða ef tölur hvers árs væru núvirtar á gengi dagsins í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins er óhætt að miða við að 19 milljarðar verði greiddir út í bætur í ár. Tjón samfélagsins er meira Hannes Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir tjónið meira. „Samfélagslega tapið er miklu meira en greiddar atvinnuleysisbæt- ur. Það þarf að líta á kostnaðinn í heild; tapaða framleiðslu, tapaðar at- vinnutekjur fólks sem er án vinnu og tapaðar skatttekjur ef gengið er út frá því að það sé á meðallaunum. Tapið er því ekki eingöngu á út- gjaldahlið ríkissjóðs. Þannig að tjón- ið af atvinnuleysinu er miklu, miklu meira en aðeins bæturnar. Samtök atvinnulífsins áætluðu í fyrra að tjónið af því að 11.000 væru án vinnu væri minnst 46 milljarðar á ári, líklega mun meira ef allt væri talið.“ MSkapa átti þúsundir starfa »12 94.000 milljónir í bætur frá hruni  Atvinnuleysisbætur frá hruni stefna í 100 milljarða króna  Samtök atvinnulífsins telja kostnaðinn „miklu meiri“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Útivinna Gangstéttin steypt. „Svo virðist sem stjórnvöld hafi í raun ekki getu til þess að taka á skulda- vandanum. Við fundum ekki fyrir viljaleysi í þeim efnum en við fundum fyrir því úrræðaleysi sem rík- isstjórnin stendur frammi fyrir. Því strandaði þetta þar án þess að við færum eitthvað lengra með þessar viðræður,“ segir Margrét Tryggva- dóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. Ekkert verður úr því að Hreyfingin muni formlega styðja við ríkisstjórn- ina. Viðræður þess efnis hafa staðið undanfarna daga. Upp úr viðræðum slitnaði í gær samkvæmt upplýs- ingum hennar. „Þetta er útrætt mál af hálfu Hreyfingarinnar. Við gerðum þeim tilboð um stuðning. Rík- isstjórnin gekk ekki að þessu tilboði og því fór sem fór,“ segir Margrét. Hún segir að skuldamálin hafi veg- ið langþyngst og fyrir vikið hafi um- ræður um önnur mál ekki komist á flug. „Við ræddum önnur mál ekki til hlítar þar sem umræður um almenna leiðréttingu lána fengu ekki hljóm- grunn,“ segir Margrét. „Við munum eftir sem áður styðja ríkisstjórnina til góðra verka,“ segir Margrét. Steingrímur J. Sigfússon segir það ekki sína upplifun að slitnað hafi upp úr viðræðum. „Það kom engin nið- urstaða í okkar mál. Ég upplifði það ekki að viðræður hefðu slitnað. Þau verða að tala fyrir sig,“ segir hann. vidar@mbl.is »2 Morgunblaðið/Golli Óvissa Ekki náðist samkomulag á milli Hreyfingarinnar og stjórnarinnar. Viðræðum slitið  Hreyfingin dregur sig úr viðræðum við stjórnina  Skuldamálin í veginum10.837 Fjöldi atvinnulausra í síðasta mánuði skv. Vinnumálastofnun. 14.000 Störfin sem forsætisráðherra boðaði í stefnuræðu í fyrrahaust. 10-11.000 Bein og afleidd störf sem eru boðuð í nýju fjárfestingaáætluninni. ‹ ATVINNA OG LOFORÐ › » „Þetta eru gosefni og önnur jarðefni af hálendi og úr jöklunum. Þau eiga upptök sín í Grímsvötnum og Eyjafjallagosi. Það er að blotna upp í þessu í nótt þannig að ég býst ekki við því að það verði nein mengun á morgun (í dag),“ segir Þor- steinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Mikil svifryksmengun mældist í Reykja- vík í gær, eða mest 268,4 μg/m í Laug- ardal um klukkan 21.00 í gærkvöldi. Mælieiningin μg/m³ segir til um míkró- grömm af ögnum á hvern rúmmetra. Á sama tíma fór fram knattspyrnuleikur Fram og Selfoss á Laugardalsvelli. Á vef- síðu Reykjavíkurborgar kemur fram að verði styrkurinn meiri en 150 μg/m3, geti þeir sem ekki eigi við vandamál í önd- unarfærum að stríða, fundið fyrir óþæg- indum. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Svifryksmengun mældist mjög mikil í gærkvöldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.