Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gerðu verðsamanburð – varahlutaverslun Heklu. Opið 8–17. AFSLÁTTUR AF BODDÝHLUTUM Í ELDRI BÍLA! Afsláttur af boddýhlutum sem nemur tvöföldum aldri bílsins. Dæmi: 14 ára gamall bíll = 28% afsláttur.* Afslátturinn gildir af „orginal“ varahlutum sem til eru á lager. Gildir eingöngu fyrir handhafa þjónustukorts. Gildir til 1. júní. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis leggur til í tillögu til þings- ályktunar, sem dreift var á Alþingi í gær, að skipuð verði þriggja manna rannsóknarnefnd til þess að rann- saka starfsemi lífeyrissjóða. Nefnd lífeyrissjóðanna skorti valdheimildir Lagt er til að nefndinni verði m.a. falið að rannsaka hvert var nettótap af þeim fjárfestingum sjóðanna sem töpuðust í hruninu, hver voru áhrif setningar Neyðarlaganna á fjárhags- lega afkomu sjóðanna, og samskipti stjórnar og stjórnenda lífeyrissjóð- anna við fjármálastofnanir og fyr- irtæki sem sjóðirnir áttu viðskipti við, gjafir, boðsferðir o.fl. á árunum 1997– 2011. Einnig verði skoðaðar hugs- anlegar samhliðafjárfestingar stjórn- enda og starfsmanna, eignarhluti þeirra og lánafyrirgreiðslur. Í greinargerð er bent á að nefndin sem Landssamtök lífeyrissjóðanna skipuðu og skilaði úttektarskýrslu í vetur, hafði ekki valdheimildir til að krefjast þess að gögn, upplýsingar eða skýringar kæmu fram, líkt og rannsóknarnefndir Alþingis hafa samkvæmt lögum um rannsókn- arnefndir. „Eftirlitsstofnanir með líf- eyrissjóðunum gátu borið fyrir sig þagnarskyldu í ríkum mæli, ekki var hægt að kveðja fólk til skýrslutöku vildi það ekki gefa skýrslu né heldur gat nefndin gert rannsóknir á starfs- stað.“ omfr@mbl.is Ráðist verði í rann- sókn á lífeyrissjóðum  Þingið skipi sérstaka rannsóknarnefnd Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er ekki búið að semja um starfs- lok þingsins. Eins og staðan er núna tel ég ólíklegt að okkur takist að halda starfsáætlun. Við þingflokksformenn- irnir funduðum þrisvar í dag til að reyna að finna flöt á því hvernig megi ljúka umræðunni um þjóðaratkvæða- greiðslu um stjórnarskrána. Síðasti fundurinn gaf ekki tilefni til mikillar bjartsýni um framhaldið,“ sagði Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG, um stöðuna á ellefta tímanum í gærkvöldi. „Við erum búin að gera stjórnar- andstöðunni ítrekuð tilboð í þessu máli, þ.e. hvað varðar undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslunnar, um að endurskoða ákveðna hluta tillögunn- ar, þ.e.a.s. spurningarnar sem verða bornar upp um stjórnarskrána. Við erum búnir að bjóða að eftir að at- kvæðagreiðslan fer fram muni sér- stök stjórnarskrárnefnd taka við mál- inu og fara með það inn í næsta þing, skipuð þingmönnum allra flokka. Við buðum að gera hlé á umræðum til að koma öðrum málum inn í þingið til morguns þannig að það gæfist tími til að semja um stjórnarskrármálið frek- ar. Það var enginn vilji til þess af hálfu stjórnarandstöðunnar, því miður,“ segir Björn Valur og heldur áfram. Bíði eftir kvótafrumvörpunum „Því hefur öllu verið hafnað af stjórnarandstöðunni og er því yfirleitt borið við að þá þurfi að semja um öll mál í einu. Ég held að það sé und- irliggjandi að stjórnarandstaðan sé að bíða eftir frumvörpunum um stjórn fiskveiða, þ.e. að hún sé að stöðva þingstörfin með þessu máli til að tryggja sér samningsstöðu um stjórn fiskveiða,“ segir Björn Valur sem tel- ur að kvótafrumvörpin komi í fyrsta lagi úr nefnd á morgun. Ragnheiður Elín Árnadóttir, for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, vísar þessu á bug. „Í fyrsta lagi eru fiskveiðistjórnun- armálin ekki komin úr nefnd. Þannig að við getum ekki verið sökuð um að tefja þau. Við höfum kallað eftir for- gangsröðun ríkisstjórnarinnar. Það er mikill ágreiningur um stjórnar- skrármálið og við sjálfstæðismenn er- um að nota þau lýðræðislegu tæki sem við höfum til að koma okkar sjón- armiðum og athugasemdum á fram- færi. Þvert á það sem Björn Valur fullyrðir er það stjórnarandstaðan sem hefur boðist til að leggja það mál til hliðar og taka þau mál fyrir sem við vitum að þarf að ljúka, þar til að stóru málin koma úr nefnd. Þá á ég við fisk- veiðistjórnarfrumvörpin og ramma- áætlun. Því hefur meirihlutinn hafn- að. Eins og alltaf er undir þinglok yrði þá allt undir þegar við semjum um hvernig eigi að nota tímann sem eftir er.“ Þing fram yfir kosningar? – Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, varaformaður þingflokks Samfylk- ingar, telur að ef umræður um stjórn- arskrármálið haldi áfram sé ekki útlit fyrir að það takist að ljúka þingstörf- um fyrir 31. maí. Því kunni þingið að starfa fram í júní. Í framhaldinu þurfi hugsanlega að fresta þingi vegna for- setakosninga, enda sé ótilhlýðilegt að þingið sé ofan í þær. Hvernig bregstu við þessu? „Ég hef fulla trú á forseta þingsins í þessu máli. Hún hefur sagt að hún ætli sér að standa við starfsáætlun þingsins. Gleymum því ekki að hún er samþykkt af þingmönnum allra flokka. Mér finnst algjörlega fráleitt að framlengja þingið fram að forseta- kosningum, enda yrði það vanvirðing við þær,“ segir Ragnheiður Elín. Útlit fyrir að þingið dragist fram í júní  Stjórnarandstaðan sökuð um að neita að semja um þinglok Morgunblaðið/Golli Í þingsalnum Ögmundur Jónasson og Birgir Ármannsson ræða málin. Að falla á tíma » Samkvæmt starfsáætlun þingsins átti þingið að ljúka þingstörfum 31. maí nk. » Þingið á að vera í fríi á öðr- um í hvítasunnu, á mánudag- inn kemur og á þriðjudag fer fram eldhúsdagur skv. dag- skrá. Það er ekki á hverjum degi sem tveir „Þristar“ eru á Reykja- víkurflugvelli í einu; flugvélar af gerðinni DC-3. Þannig var það í gær þegar Páll Sveinsson, gamla Landgræðsluvélin í eigu Þristavinafélagsins, var kominn suður eftir geymslu í vetur í Flugsafni Íslands á Akureyri. Fyrir á vellinum var bandarískur Þristur, sömu upprunalegrar gerðar frá Dou- glas-verksmiðjunum, en nefnist núna Basler Turbo-67 eftir að hafa fengið samskonar hreyfla og eru t.d. í Fokker-vélum. Hefur skrokkurinn verið lengdur fyrir framan vængina og eru þessar vélar m.a. eftirsóttar til flugs á norðurslóðum. Kom vélin hingað sl. föstudag og er á vesturleið yfir Norður- Atlantshafið. Flugstjórarnir Arngrímur Jóhannsson og Björn Thorodd- sen flugu Páli suður um helgina en vélin verður í aðal- hlutverki í flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag í tilefni 75 ára afmælis Icelandair og forvera þess félags. Björn segir vélina í toppstandi en flugferðin suður tók rétt rúman klukkutíma. Á næsta ári verða 70 ár frá því að vélin var smíðuð en fljót- lega eftir afhendingu árið 1943 var hún tekin í notkun hjá bandaríska flughernum hér á landi. Flugfélag Íslands keypti vélina af hernum 1946 og ári síðar var henni breytt til far- þegaflugs, sem hún sinnti lengst af undir nafninu Gljáfaxi. Landgræðslan fékk vélina að gjöf til áburðarflugs árið 1972 og fékk hún þá nafnið Páll Sveinsson, til heiðurs fyrrv. land- græðslustjóra. Þristavinafélagið sér um rekstur vélarinnar í dag en með aðstoð Icelandair eru uppi áform um að taka áburðartankinn úr vélinni og breyta henni í farþegavél með allt að 15 sætum. Að sögn Björns gæti þetta orðið að veruleika í sumar og þá hægt að fara í útsýnisflug með Páli Sveinssyni. Tveir „Þristar“ á Reykjavíkurflugvelli og annar breyttur Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.