Morgunblaðið - 22.05.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.05.2012, Qupperneq 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Fyrir skömmu var Amerískt-íslenskt við- skiptaráð – AMIS endurstofnað en nokk- ur ár eru liðin frá því að fyrra félagið, sem stofnað var 1988, lagð- ist af í kjölfar efna- hagshrunsins og minnkandi samskipta Íslands og Bandaríkj- anna. Eldra félagið var eitt fyrsta og mik- ilvægasta viðskiptaráðið sem stofn- að hefur verið á Íslandi en nú eru mörg slík starfandi, flest undir regnhlíf Viðskiptaráðs Íslands. Hin minnkandi sam- skipti orsökuðust m.a. vegna brotthvarfs varnarliðsins, ýmissa uppákoma í sam- skiptum þjóðanna og vegna aukinnar áherslu á tengsl við Evrópu, jafnvel á kostnað hinna gam- algrónu tengsla sem við höfum átt við Bandaríkin um ára- tugaskeið. Mörgum er ljóst að þessari þróun verður að snúa við og endurnýja lifandi samskipti og tengsl við eina öflugustu vinaþjóð Íslands. AMIS er stofnað með það að markmiði að efla á ný sambandið milli þjóðanna tveggja og vera Bandaríkin eru mikilvægur samherji Eftir Birki Hólm Guðnason » AMIS er ætlað að efla sambandið milli þjóðanna og vera sam- starfsvettvangur fyrir- tækja, samtaka og ein- staklinga sem eiga sam- skipti við Bandaríkin. Birkir Hólm Guðnason. Aldrei kaus ég karl- inn sem pólitíkus. En ég kaus hann sem for- seta og sé ekki enn eft- ir því. Vegna þess að hann hefur staðið með þjóð sinni og hags- munum hennar gegn- um þykkt og þunnt undanfarin misseri. Verið eins og klettur í hafinu, jafnvel á er- lendri grund frammi fyrir skæðustu hákörlum heimspressunnar. Og hagsmunagæsla hans, þjóð sinni til handa á hinum mestu ögurstundum hennar í seinni tíð, verður honum ævinlega til sóma. Þessi breytni Ólafs forseta hefur hins vegar orðið andstæðingum hans, sem að uppi- stöðu til eru fylgismenn ríkisstjórn- arinnar, Icesave-samninganna og ESB-aðlögunnarinnar, tilefni til að væna hann um að breyta eðli emb- ættisins og víkja því frá hlutverki sameiningar. Gera það pólitískt. Honum er eignað það andrúmsloft sem nú ríkir í samskiptum forseta- embættisins og ríkisvaldsins. Þarna er í fararbroddi stór og fríður flokk- ur fjölmiðlafólks, sem gefur okkur um þessar mundir hina efnileg- ustu sýnikennslu í því hvernig nota má það feikilega vald sem fjöl- miðlar hafa í raun. þ.e.a.s. misnota! Grunntónninn er s.s. sá að embættið sé ekki lengur sameining- artákn þjóðarinnar, þökk sé afskiptum Ólafs af þjóðmálunum. Hér má benda á í þessu sambandi að samkvæmt stjórnarskrá þeirri sem enn er í gildi er það beinlínis skylda forset- ans að beina ákvörðunarvaldi, um stór hagsmunamál hennar sem ágreiningur kann að vera um, til þjóðarinnar sjálfrar. Og Ólafur hef- ur unnið vel vinnuna sína, í sam- ræmi við þessa verklýsingu. Eðli málsins samkvæmt eru þessi tvö hlutverk, annars vegar sameining- artáknið sem vissulega er æskilegt út af fyrir sig og hins vegar sú hags- munagæsla þjóðarinnar og lýðræð- isins sem stjórnarskráin kveður á um, illa samræmanleg ef reynir á það síðarnefnda. Og jafn lítilmann- legt og það er reyna nú þau öfl sem orðið hafa undir með málstað sinn fyrir skikkan forsetans okkar að klína því á Ólaf að honum sé um að kenna að ekki sé eining meðal þjóð- arinnar. En hvernig getur forsetinn verið sakaður um að hverfa frá hlutverki sameiningartáknsins, þegar hann var þó aðeins að vinna vinnuna sína skv. stjórnarskránni? Og það að beiðni tugþúsunda kjósenda? Full ástæða er til að vísa sök á þessari óeiningu heim til föðurhúsanna. Til Alþingis og ríkisstjórnarinnar og allra þeirra sem reyndu með öllum ráðum að sökkva íslenskum almenn- ingi að ósekju í skaðræðis skuldafen, í þeim tilgangi að liðka fyrir ESB- aðlögunarferlinu, sem aldrei hefur þó verið samþykkt af þjóðinni sjálfri enda ekki eftir því leitað. Þarna var það ekki stjórnarand- staðan sem dugði til varnar. Það gerði aðeins Ólafur forseti. Fyrir hans tilstilli gat þjóðin hrundið þess- ari ógeðfelldu aðför að henni. Það er rétt sem Ólafur segir að komandi kosningar verða prófsteinn á gæði fjölmiðlanna. En þeir eru nú þegar margir farnir að falla á því prófi, m.a. með því að snúa öllu á haus og klína öllum þessum ófarnaði á reikn- ing Ólafs. Því miður er sjálf þjóð- areignin, nefskattsmiðillinn þar á meðal. Ekki einasta keppist þessi fríði flokkur við að rakka niður sitj- andi forseta og núa honum um nasir hinum fjölskrúðugasta breyskleika, heldur er um leið rækilega mulið undir einn mótframbjóðanda hans, sem raunar kemur einmitt úr þess- um sama fjölmiðlaflokki. Þessum frambjóðanda er jafnvel hjálpað til að hylma yfir pólitíska fortíð sína. Svo neyðarlega vill hins vegar til að nokkuð augljósar staðreyndir tala allt öðru máli en þessi frambjóðandi og fríði flokkurinn hans, um tengsl hans við annan stjórnarflokkanna. Með afneitun sinni er þessi fram- bjóðandi, ásamt fylgismönnum, nán- ast að segja hreint út að stunduð sé alvarleg sögufölsun á vefmiðlinum „timarit.is“, þar sem finna má ýmsar upplýsingar, ekki hagfelldar þeim. Ég spyr, hvaða erindi eiga þeir á Bessastaði sem reyna að ljúga sig frá fortíð sinni? Þess utan er full- ljóst, með fullri virðingu fyrir mörgu því annars ágæta og frambærilega fólki sem í hlut á, að mótframboð gegn sitjandi forseta á þessum tíma- punkti er annað og meira en fallegar fjölskyldumyndir. Hér eru klárlega pólitísk öfl og pólitísk sjónarmið á ferðinni. Ég trúi því vel að Ólafi gangi gott eitt til þegar hann kýs að bjóða sig fram á nýjan leik enda rétt sem hann segir um að það séu við- sjár framundan í íslenskum stjórn- málum og almenningur getur enn þurft að reiða sig á embættið þess vegna. Og reynslunni er fyrir að þakka að við vitum hvað við höfum. Ég mun því styðja Ólaf Ragnar Grímsson svo lengi sem hann vill gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hafi hann bestu þakkir fyr- ir störf sín til þessa. Um forseta vorn Eftir Þorkel Á. Jóhannsson »Mótframboð gegn sitjandi forseta á þessum tímapunkti er annað og meira en fal- legar fjölskyldumyndir. Hér eru pólitísk öfl og sjónarmið á ferðinni. Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er flugmaður. Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali veislusalir Tökum á móti litlum og stórum hópum í rómaðar veislur Suðræn stemning þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Minniskort Minnislyklar Kortalesarar Aukahlutir fyrir farsíma, snjallsíma, iPhone og iPad Töskur og símahulstur í miklu úrvali Rafhlöður fyrir alla farsíma Minnislykill 4GB 1.990 kr. Gott úrval af einföldum og ódýrum GSM símum Skype heyrnartól 1.290 kr. 12V bílafjöltengi með USB útgangi 2.990 kr. Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Öll GSM bílhleðslutæki á 990 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.