Morgunblaðið - 22.05.2012, Side 31

Morgunblaðið - 22.05.2012, Side 31
ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 2009 og vann bronsið í þrístökki. Jóhanna hefur átt við meiðsl að stríða frá 2010 en er nú öll að koma til og stefnir ótrauð á Ólympíu- leikana á þessu ári. Borðar allan hollan mat Jóhanna hefur áhuga á nánast öll- um greinum íþrótta: „Mér finnst magnað að horfa á afburðafólk í íþróttum. Ég hef gaman af að fylgj- ast með allri þessari guðdómlegu lík- amlegu hreyfingu, ekki síst þeirra sem náð hafa langt á sínu sviði með þrotlausum æfingum. Ég hef ferðast töluvert á mót í út- löndum en þá gefst ekki mikill tími til að kynnast landi og þjóð. Þessar ferðir hafa þó gefið manni nasasjón af framandi menningu. Það var t.d. mjög spennandi að fara sem áhorf- andi á Ólympíuleikana í Kína 2008. Þess vegna ætla ég einhvern tíma að ferðast til að kynnast framandi lönd- um og þjóðum.“ En Jóhanna hefur einnig áhuga á matargerð: „Já, ég hef gaman af að matreiða og gaman af að baka og er líklega töluverður sælkeri. En þessi áhugi snýst líka um að prófa eitt- hvað nýtt og velta fyrir sér næring- argildi, hollustu og líkamlegri vellíð- an. Ég hef t.d. prófað að vera á grænmetisfæði og taka út mjólk- urvörur en ég er nú samt ekki hrifin af boðum og bönnum í mataræði. Þess vegna borða ég alla hefðbund- inn og hollan mat þó ég sé ekki mikil mjólkurmanneskja.“ Fjölskylda Kærasti Jóhönnu er Marteinn Dýri Sigurðsson, f. 2.12. 1981, lög- reglumaður. Hann er sonur Sig- urðar Eggerts Ingasonar mat- reiðslumanns en kona hans er Bjarnheiður Þóra Þórðardóttir, og Elísabetar Láru Þorvaldsdóttur, starfsmanns Arion banka, en maður hennar er Guðmundur Einarsson. Systkini Jóhönnu eru Bergrós Ingadóttir, f. 4.7. 1979, matvæla- fræðingur hjá Actavis, búsett í Reykjavík en maður hennar er Dav- íð Harðarson viðskiptafræðingur og eiga þau tvær dætur; Þórður Inga- son, f. 30.3. 1988, knattspyrnumaður með BÍ/Bolungarvík. Foreldrar Jóhönnu eru Ingi Þórð- arson, f. 18.5. 1954, sölustjóri hjá Hampiðjunni, og Ingveldur Björk Jóhannesdóttir, f. 12.1. 1954, sjúkra- þjálfari í Reykjavík. Úr frændgarði Jóhönnu Ingadóttur Sigurður Kristjánsson vélstj. í Hafnarf. Valgerður Jóna Ívarsdóttir húsfr. í Hafnarf. Jóhannes Jóhannesson harmóníkuleikari Thelma Ólafsdóttir húsfr. Ingibjörg G. Jónsdóttir frá Geldingalæk Guðni Jóhannsson í Sjólyst á Stokkseyri Petrúnella Þórðardóttir húsfr. á Stokkseyri Jóhanna Ingadóttir Ingi Þórðarson sölufullftr. hjá Hampiðjunni Ingveldur Björk Jóhannesd. sjúkraþjálfari í Rvík. Jóhannes Garðar Jóhannesson harmóníkuleikari Ingveldur Sigurðardóttir saumakona Jóhanna Guðnadóttir húsfr. á Stokkseyri Þórður Böðvarsson loftskeytam. á Stokkseyri Böðvar Tómasson b. og útgerðarm. á Stokkseyri Guðrún Sigurðard. húsfr. Sigurður Valur Ásbjarnarson sveitastj. í Fjallabyggð Gunnlaugur Ólafs- son, bílstj. í Rvík. Jón Steinar Gunnlaugss. hæstaréttard Ívar Páll Jónsson fyrrv. viðskiptaritstj. Morgunblaðsins Gunnlaugur Jónsson verkfr. og framkvæmdastj. Íþróttakonan Jóhanna í langstökki. Eins árs Jóhanna fyrir 29 árum. 95 ára Kristín Þorleifsdóttir 85 ára Helgi Kolbeinsson Ísleifur Jónsson Svava Friðjónsdóttir 80 ára Eyþór Guðmundsson Haukur Bergmann Kjartan Björnsson Kristján Halldórsson Sigrún Víglundsdóttir 75 ára Ágúst Stefánsson Guðrún Ágústsdóttir Gunnþórunn Gunnlaugsd. Helgi Sigurðsson Sigurbjörg R. Stefánsdóttir Þóra Magnúsdóttir 70 ára Ásta María Gunnarsdóttir Guðjón Jónsson Hrafn Antonsson Ingibjörg St. Einarsdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Margrét Bragadóttir Oddfríður J. Guðjónsdóttir Svavar Geir Tjörvason Victor J. Jacobsen 60 ára Alma Möller Anna Fríða Kristinsdóttir Ágúst S. Guðmundsson Baldvin Már Frederiksen Guðbjartur Lárusson Guðlaug Guðmundsdóttir Guðmundur G. Gunnarsson Gunnar Reynir Pálsson Helga Gunnarsdóttir Helgi Vilberg Jóhannsson Ingibjörg Á. Guðnadóttir Jón Magnússon Pétur Stephensen Símon Johnny Símonarson Þór Ingólfsson 50 ára Arnór Hreiðar Ragnarsson Einar Sebastian Ólafsson Guðmundur B. Ingólfsson Guðný Sif Jónsdóttir Helgi Jóhannesson Hermann Hermannsson Hrafnkell Hannesson Hrund Hauksdóttir Jóhann Gunnar Sævarsson Jón Þorgeir Einarsson Sonja Elín Thompson Sólrún Laufey Karlsdóttir Steinunn Hr. Ingimars- dóttir Steinunn K. Guðmundsd. Vignir Kristmundsson Þórdís Jónsdóttir 40 ára Alda Þöll Viktorsdóttir Arnfríður Wium Axel Axelsson Ágúst Páll Tómasson Guðrún Anna Guðnadóttir Gunnar Friðrik Björnsson Jolanta Slapikiene Kristinn Halldórsson Óskar Eggert Óskarsson Valerie Chosson 30 ára Anna María I. Larsen Bjarki Dagsson Bjarki Jóhannsson Gabriela Hobrzyk Heiðrún Sigurjónsdóttir Hildur Jóna Friðriksdóttir Höskuldur Ketilsson Jóhanna Ingadóttir Klara Rún Ragnarsdóttir Lone Nörup Knudsen Sadik Kalpak Steingrímur M. Bern- harðss. Til hamingju með daginn 40 ára Heiða ólst upp á Kleifum í Gilsfirði og í Reykjavík. Hún er hjúkr- unarfræðingur og starfar hjá Landspítalanum. Maður Hörður Harð- arson, f. 1966, rafvirki. Börn Baldur Elvar, f. 1992, Alda Björk, f. 1993, Unnur Mjöll, f. 1995, Hlyn- ur Breki, f. 2001. Foreldrar Stefán Jóhann- esson, f. 1937, bóndi og Sigrún Gunnarsdóttir, f. 1952. Heiða Mjöll Stefánsdóttir 40 ára Rakel lauk MA prófi í listfræði og safnafræði. Hún er framkvæmdastjóri Safnaráðs og eigandi frú Laugu bændamarkaðar. Börn Gréta, f. 1996, Halldór Egill, f. 2002, Áslaug Birna, f. 2007, María Anna, f. 2010 og stúlka, f. 2012, Arnars- börn. Maki Arnar Bjarnason, f. 1972, doktor í tónsmíðum og rekur frú Laugu ásamt konu sinni. Rakel Halldórsdóttir 30 ára Elvar er fæddur og uppalinn á Skaga- strönd. Hann er búsettur í Kópavogi og starfar sem CCP-tæknir hjá Össuri. Maki Gígja Berg Stef- ánsdóttir, f. 1985, sjúkra- liði. Foreldrar Grétar Har- aldsson, f. 1945, verk- stjóri hjá ISS og Sigurlaug Díana Kristjánsdóttir, f. 1958, starfar á Hlíf, dval- arheimili aldraðra á Akur- eyri. Elvar Arinbjörn Grétarsson Jónína Jónatansdóttir,kvenfrelsiskona og verkalýðs-leiðtogi, fæddist á Miðengi á Álftanesi 22. maí 1869. Foreldrar hennar voru Jónatan Gíslason, sjó- maður á Miðengi, og Margrét Ólafs- dóttir. Jónína gekk í Kvenréttindafélag Íslands 1910. Innan þeirrar hreyf- ingar vann hún ötullega að ýmsum málefnum kvennabaráttunnar, meðal annars krafðist hún nauðsynlegra úr- bóta á hag verkakvenna. Hinn 24. október 1914 var Verkakvenna- félagið Framsókn stofnað að undir- lagi hennar og Bríetar Bjarnhéð- insdóttur, en þær stöllur voru nágrannakonur í Þingholtsstrætinu í Reykjavík. Þetta var í fyrsta skipti sem konur bundust samtökum til þess að vinna að bættum kjörum verkakvenna. Jónína var formaður félagsins frá stofnun og næstu tuttugu árin. Hún var í öðru sæti á framboðslista Kvennaframboðsins til bæjar- stjórnar, 1914. Þá var Jónína einn stofnenda Alþýðusambands Íslands og Alþýðuflokksins og átti sæti í stjórn þeirra. Hún varð fyrsta konan sem tók sæti í bæjarstjórn Reykja- víkur fyrir Alþýðuflokkinn og sat í stjórn frá 1920-1922, önnur tveggja kvenna í bæjarstjórninni, en sú síðar- nefnda var Inga Lára Lárusdóttir. Þá átti Jónína sæti í fátækra- og fjár- söfnunarnefnd Landspítalans og vann mikið fyrir Slysavarnafélag Ís- lands. Jónína var góðtemplari og var virk innan Víkings stúkunnar. Á fæðingarári hennar kom út í Bretlandi rit heimspekingsins og nytjastefnumannsins John Stuart Mill, Kúgun kvenna, en það rit átti eftir að vera biblía kvenréttindasinna í áratugi. Jónína sagði sjálf: „Hamingjuna finnur maður að eins með því að starfa að göfugum hugsjónum, sem fegra lífið og gefa öðrum hamingju.“ Í minningarorðum er hún sögð mikill félagsmálafrömuður, bjartsýn og stjórnsöm, einlæg og trú þeim hugsjónum sem hún batt trúnað við. Jónína bjó lengst af á Lækjargötu 12, sem nú er Íslandsbanki, ásamt eiginmanni sínum Flosa Sigurðssyni trésmíðameistara. Jónína lést 1. desember 1946. Merkir Íslendingar Jónína Jón- atansdóttir Full búð af fallegum fatnaði á alla fjölskylduna! F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M ! KRINGLUNNISími: 5513200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.