Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 Utanríkisráðherra fullyrti á Al-þingi í gær að það væri mis- skilningur hjá Vigdísi Hauksdóttur „að í gangi sé einhvers konar aðlög- un“ að Evrópusambandinu, en Vig- dís hafði spurt ráð- herrann út í mögulegar endur- greiðslur IPA- aðlögunarstyrkj- anna sem ríkis- stjórnin reynir nú að knýja í gegnum þingið.    Misskilji Vigdís aðlögunarstyrk-ina og aðlögunina sem á sér stað má ætla að hún sé að mati Öss- urar í góðum félagsskap.    Ekki er langt síðan Jóhanna Sig-urðardóttir svaraði fyrir- spurn Jóns Bjarnasonar um þessa sömu styrki og sagði að þeir væru „ekki hluti af aðlögunarferlinu“.    Sem felur í sér að hún viður-kennir, ólíkt Össuri, að hér er í gangi aðlögunarferli.    Önnur staðfesting sem nefna máer að í auglýsingu frá Ríkis- skattstjóra fyrr á árinu var auglýst nýtt starf „verkefnastjóra við að- lögun tölvukerfa embættisins að kröfum Evrópusambandsins“.    Hvers vegna skyldi Össur ekkigeta hugsað sér að viður- kenna að ríkisstjórnin stendur fyrir aðlögun að Evrópusambandinu?    Jú, skýringin er sú að Össur veitað Alþingi hefur ekki veitt heimild til aðlögunar og að ráð- herrar geta þurft að sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar. Að öðrum kosti væri hann ekki að gera sig hlægi- legan með því að spinna áfram þennan gagnsæja lygavef. Össur Skarphéðinsson Ráðherrarnir og aðlögunin STAKSTEINAR Veður víða um heim 30.5., kl. 18.00 Reykjavík 12 heiðskírt Bolungarvík 15 heiðskírt Akureyri 12 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 12 léttskýjað Vestmannaeyjar 9 heiðskírt Nuuk 13 heiðskírt Þórshöfn 6 alskýjað Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 léttskýjað Dublin 18 skýjað Glasgow 15 alskýjað London 22 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 18 heiðskírt Hamborg 12 skýjað Berlín 16 skýjað Vín 21 skýjað Moskva 20 skýjað Algarve 26 léttskýjað Madríd 31 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 25 heiðskírt Róm 25 léttskýjað Aþena 20 skýjað Winnipeg 12 léttskýjað Montreal 22 léttskýjað New York 23 léttskýjað Chicago 18 skýjað Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:24 23:29 ÍSAFJÖRÐUR 2:43 24:19 SIGLUFJÖRÐUR 2:24 24:04 DJÚPIVOGUR 2:43 23:08 Sjónvarpssendingar RÚV frá Evr- ópumeistaramótinu í knattspyrnu í júní og frá Ólympíuleikunum í ágúst verða aðgengilegar í háskerpu (HD). Eyjólfur Valdimarsson, forstöðu- maður tækniþróunarsviðs RÚV, segir að um tilraunaútsendingar sé að ræða. Háskerpuútsendingar RÚV eru aðgengilegar í gegnum dreifikerfi Símans og dreifikerfi Digital Ísland hjá Vodafone. Símafyrirtækin dreifa sjónvarpsmerkinu meðal annars í gegnum ADSL og í gegnum ljósleið- ara. RÚV hefur nú þegar fengið nokkra reynslu af háskerpuútsend- ingum. Eyjólfur segir að Evró- visjón-söngvakeppnin um síðustu helgi hafi verið send út í háskerpu. Einnig var handboltamót í janúar sl. sent út í háskerpu og heimsmeist- aramót í knattspyrnu í hitteðfyrra. Þá voru aðstæður til að taka við út- sendingum heldur frumstæðar í út- varpshúsinu en útsendingarbúnaður hefur verið endurbættur mikið síðan til að ráða við háskerpuútsending- arnar. Eyjólfur segir að bæði Síminn og Vodafone hafi boðið upp á háskerpu- sjónvarpsrásir í dreifikerfum sínum í mörg ár. Hann benti á að áhorf- endur þyrftu að gera ráðstafanir til þess að geta notið háskerpuútsend- inganna. Þeir gætu þurft að end- urnýja myndlykil heimilisins og eins að vera með háskerpusjón- varpsviðtæki. gudni@mbl.is Samsett mynd/ee. Ljósmynd/Reuters EM RÚV Verður með háskerpusendingar frá íþróttaviðburðum erlendis. Háskerpusjón- varp sækir fram  Háskerpusendingar RÚV frá EM í fótbolta og Ólympíuleikunum Háskerpusendingar » Sjónvarp Símans býður upp á háskerpuáskrift með sjö er- lendum sjónvarpsstöðvum auk þess sem Stöð 2 Sport HD er í boði í gegnum 365 miðla. » Viðskiptavinir Símans geta einnig leigt sér kvikmyndir í háskerpu. » Vodafone býður HD- útsendingar í gegnum ljósleið- ara, CAM-sjónvarpskort og Digital Ísland HD-myndlykla. Í boði eru Stöð 2 Sport HD og ein erlend stöð. Kíktu eftir uppskrifta- bókum í næstu verslun. Sjá upplýsingar um sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.