Morgunblaðið - 31.05.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ef við gerum ekkert, kemur enginn
til okkar,“ segir Dagbjört Hann-
esdóttir, verkefnisstjóri nýrrar ferða-
miðstöðvar sem opnuð hefur verið í
Herjólfshúsinu í Þorlákshöfn.
Samtök áhugafólks um uppbygg-
ingu ferðaþjónustu í Þorlákshöfn hef-
ur fengið afnot af afgreiðsluhúsnæði
Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs í
sumar, á meðan skipið siglir til Land-
eyjahafnar. Þar verður starfrækt
ferðamiðstöð þar sem gestir geta
keypt afurðir frá fiskverkendum í
Þorlákshöfn, vörur beint frá býli í
samvinnu við Búbót á Þingborg og
handverk heimafólks. Þarna verður
kaffihús og bókunar- og upplýs-
ingaþjónusta fyrir svæðið. Þá geta
gestir sem hafa áhuga á bryggjuveiði
fengið leigðar veiðistangir og vesti.
Þorlákshöfn hefur ekki verið í al-
faraleið og þangað koma ekki margir
ferðamenn þegar Herjólfur siglir til
Landeyjahafnar. Dagbjört segir að
tækifæri skapist með Suðurstrand-
arveginum sem verður formlega opn-
aður í sumar. „Með honum erum við
orðin hluti af ákveðinni leið. Þar er
ákveðið upphaf en til þess að fá fólk
til okkar verðum við að hafa upp á
eitthvað meira að bjóða,“ segir Dag-
björt. Hún segir að gestir komi nú
þegar í sund og golf en hafi kvartað
undan því að geta ekki fengið sér
veitingar í leiðinni. Herjólfshúsið
bætir úr þessu. Til dæmis verður
reynt að hafa markaðsstemmningu á
laugardögum. „Við vonum að þetta
framtak verði til að ýta undir ferða-
þjónustuna.
Herjólfshúsið var opnað með við-
höfn í gær. Atburðurinn er liður í
bæjarhátíðinni Hafnardögum sem nú
standa yfir í Þorlákshöfn.
Markaður og kaffi-
hús í Herjólfshúsinu
Vilja nýta Suð-
urstrandarveg til
að efla ferðaþjón-
ustu í Þorlákshöfn
Herjólfshúsið Ferðamiðstöðin er í afgreiðsluhúsi Herjólfs, á hafnarbakk-
anum í Þorlákshöfn. Gestir kaffihússins geta fylgst með bátunum.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Umsóknin um aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu hefur farið í allt aðr-
ar áttir en lagt var upp með í grein-
argerð Alþingis með umsókninni
sumarið 2009. Allar forsendur eru
gjörbreyttar og það er ljóst að meg-
insamningsmarkmið okkar munu
aldrei nást,“ segir Atli Gíslason þing-
maður og annar flutningsmaður til-
lögu til þingsályktunar um afturköll-
un umsóknar Íslands um aðild að
Evrópusambandinu.
Hinn flutningsmaður tillögunnar
er Jón Bjarnason, þingmaður VG, en
hún kveður á um að aðildarumsókn að
Evrópusambandinu verði ekki endur-
nýjuð nema að „undangenginni þjóð-
aratkvæðagreiðslu sem staðfesti vilja
þjóðarinnar til aðildar“.
Beittu Íslendinga hörku
Þegar Atli er beðinn að rökstyðja
hvers vegna Alþingi eigi að hætta að-
ildarviðræðunum vísar hann til sam-
skipta Íslands við sambandið síðan
umsóknin var lögð fram.
„Makríldeilan og hótanir ESB
gagnvart okkur í deilunni sýna eðli
sambandsins, drottnunareðlið. Annað
stórmál er framganga ESB í Icesave-
deilunni. Icesave-samningurinn sem
var lagður fram í júní 2009 var skil-
getið afkvæmi umsóknarinnar. Samn-
ingurinn var skilyrði þess að umsókn-
in yrði móttekin en ekki endursend
ríkisstjórninni.
Það kom flatt upp á marga að
samningurinn skyldi liggja fyrir strax
í júní 2009. Steingrímur J. Sigfússon
sagði í apríl sama ár að það lægi ekk-
ert á að semja. En skýringin lá í aug-
um uppi. Samningurinn var lykill
Steingríms J. að stjórnarsamstarfi og
ráðherradómi og hluti af aðildar-
umsókninni sem aftur skýrði leynd-
ina. Á síðari stigum málsins kom ESB
með virkum hætti inn í dómsmálið
fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir Atli
og víkur að þeirri eðlisbreytingu sem
hann telur að sé að verða á ESB.
„Miðstýringin í sambandinu eykst
stöðugt. Nokkrar stórþjóðir í Evrópu
ráða þar för. Íslendingar hefðu þar
engin áhrif. Við ættum heldur enga
möguleika á að rekja skyldur okkar
gagnvart sambandinu. Það eru 430
nefndir starfandi á vegum ESB. Við
þyrftum að hafa fleiri hundruð manna
lið til að fylgjast með öllu því sem þar
fer fram,“ segir Atli.
Hann kveðst aðspurður ekki binda
miklar vonir við að meirihluti sé fyrir
tillögunni á Alþingi að sinni.
Alþingi dragi
ESB-umsókn
strax til baka
Þingmaður telur aðstæður breyttar
Jón Bjarnason Atli Gíslason
Kröfuharka ESB
» Fullyrt er í tillögunni að kröf-
ur ESB í aðildarferlinu séu
„einhliða“ og „gangi mun
lengra en Alþingi hafi heimilað
ríkisstjórninni að byggja á sem
samningsgrundvöll“.
» Þá er ESB sakað um að
kaupa velvild á Íslandi með
IPA-aðlögunarstyrkjum.
„Illugi sýnist vera að segja frá því að
án vitneskju Þorvaldar hafi hann
stytt grein sem birtist í Skírni. Ég er
ekki að fara í mál við Þorvald Gylfa-
son vegna þess sem birtist í Skírni.
Þess vegna koma þessar athuga-
semdir Illuga Jökulssonar málinu
ekkert við. Það er eins og það sé verið
að drepa inntakinu í málsókninni á
dreif,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs-
son hæstaréttardómari.
Hann tilkynnti það í aðsendri grein
í Morgunblaðinu í gær að hann hefði
stefnt Þorvaldi Gylfasyni fyrir skrif
hans í grein sem birtist í ritröð há-
skólans í München. Í grein Jóns vísar
hann í skrif Þorvaldar sem hann segir
hafa ásakað sig um að hafa „lagt drög
að kæru“ sem leiddi til ógildingar
kosninga til stjórnlagaþings. Það
varði við embættismissi.
Í grein Jóns Steinars kemur fram
að búið hafi verið að fella umrædda
málsgrein út þegar greinin birtist í
Skírni, tímariti hins íslenska bóka-
félags. „Þessi höfundur verður seint
sakaður um hugrekki,“ segir Jón
Steinar í grein sinni.
Ekki hugleysi
Illugi Jökulsson kom Þorvaldi til
varnar í bloggfærslu þar sem hann
segist hafa verið ráðinn til þess að
þýða og stytta
greinina um nær
helming fyrir birt-
ingu í Skírni. „Ég
gerði það nær al-
gjörlega án sam-
ráðs við Þorvald.
Ég bar undir hann
fáeinar stytting-
anna, og hann sam-
þykkti þær allar
umyrðalaust – nema eina, sem vel að
merkja snerist ekki um þá klausu sem
hér um ræðir. Klausuna sem Jóni
Steinari er uppsigað við klippti ég út
umhugsunarlítið, og án minnsta sam-
ráðs við Þorvald,“ segir Illugi.
„Ástæðan er ekki hugleysi Þor-
valdar, enda veit ég ekki til að sá mað-
ur sé hræddur við neitt,“ segir Illugi.
Undarleg vinnubrögð
„Ég á erfitt með að trúa því að
merkur fræðimaður og prófessor láti
einhverja aðra stytta hjá sér fræðileg
skrif án þess að vita neitt um það
sjálfur. Mér þykir það vera undarleg
vinnubrögð frá prófessor í háskóla,“
segir Jón Steinar.
Þorvaldur Gylfason er erlendis og
vill ekki tjá sig um ákæruna þar sem
hann hefur ekki séð hana.
vidar@mbl.is
Koma málinu
ekkert við
Illugi tók út orð sem málsókn byggist á
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Franska rannsóknarskipið Pour-
quoi-Pas? verður í Reykjavíkurhöfn
næstu daga. Skipið er sjö ára gamalt
og heitir eftir rannsóknarskipum
franska leiðangursstjórans og heim-
skautafarans Jean-Baptiste Char-
cots. Þekktasta skip Charcots fórst
við Mýrar haustið 1936 með áhöfn,
þar á meðal leiðangursstjóranum
sjálfum, nema hvað einn skipverji
bjargaðist á land í Straumfirði.
Pourquoi-Pas? er við rannsóknar-
störf á norðurslóðum. Í tilefni af
komu þess heldur vísindamaðurinn
Pierre-Yves Frenot fyrirlestur í fyr-
irlestraröð um Charcot sem Alliance
française og Háskóli Íslands halda á
hverju ári. Fyrirlesturinn er í Öskju
og hefst klukkan 12.
Sýningin Heimskautin heilla í
Fræðasetrinu í Sandgerði er um
rannsóknarskipið og ævi Charcots
og störf. Barnabarn Charcots, Anna-
Marie Vallin-Charcot, hefur lagt
sýningunni lið, m.a. gefið persónu-
lega muni og skjöl. Hún kemur til
landsins í tilefni af komu skipsins.
Hægt verður að skoða skipið laug-
ardaginn 2. júní, milli kl. 13 og 16.
helgi@mbl.is
Pourquoi-Pas? í Reykjavíkurhöfn
Rannsókn Pourquoi Pas? verður til
sýnis í Reykjavíkurhöfn.
Ful l búð af fal legum fatnaði
á alla fjölskylduna!
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200