Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012
FRÉTTASKÝRING
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
Bankaútibúum og afgreiðslum í
landinu mun á morgun hafa fækkað
úr 174 í 107 frá árinu 2005 eða um
39%, en þá verður lokað útibúum
Landsbankans á Flateyri, Súðavík,
Bíldudal, Króksfjarðarnesi, Grund-
arfirði, Eskifirði og á Fáskrúðsfirði.
Í flestum tilvikum er um að ræða
útibú sem áður voru í sparisjóða-
kerfinu og færðust undir Lands-
bankann með samrunanum við
SpKef í fyrra.
Einna mest hefur fækkunin orðið í
Reykjavík, eða um 57%, úr 44 í 19
útibú eða afgreiðslur. Útibúum Ar-
ion banka og forvera hans hefur
fækkað úr tíu í fimm. Útibúum Ís-
landsbanka og forvera hans hefur
fækkað úr ellefu í sjö. Landsbankinn
hefur fækkað útibúum í Reykjavík
úr níu í sjö og sparisjóðirnir eru
horfnir úr borginni, en þeir störfuðu
á fjórtán stöðum 2005.
Mikil fækkun í sumum hverfum
Á sumum svæðum í Reykjavík
hefur orðið mikil fækkun. Þannig
eru engin útibú lengur í Grafarvog-
inum, en þau voru tvö árið 2005. Í
Árbænum hefur útibúum fækkað úr
átta í fjögur. Í Mjóddinni voru fjögur
útibú árið 2005 en nú eru þau ein-
ungis tvö. Í póstnúmeri 108, þar sem
m.a. Skeifan, Suðurlandsvegur og
Múlar eru, hefur útibúum fækkað úr
átta í eitt á þessum sjö árum. Í póst-
númeri 105 hefur fækkað úr fimm
útibúum í eitt. Í póstnúmeri 104 er
fækkun úr fjórum í eitt útibú og í
miðborginni er fækkun úr sjö útibú-
um í fimm.
Sviptingar í sparisjóðakerfinu
Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis var sameinaður Arion banka
árið 2009 og Byr sparisjóður rann
inn í Íslandsbanka árið 2011. Þá
rann SpKef inn í Landsbankann árið
2011, þó það hafi ekki haft áhrif á
starfsemina í Reykjavík. Þessir þrír
sparisjóðir ráku bankastarfssemi í
31 útibúi eða afgreiðslum víðsvegar
um landið, en nú hefur stórum hluta
þeirra verið lokað í hagræðing-
arskyni. Útibúum í Kraganum hefur
fækkað um 48%. Þau voru 23 árið
2005 en eru nú einungis tólf. Mestu
munar þar um sjö afgreiðslur spari-
sjóðanna, en enginn sparisjóður er
lengur starfandi á svæðinu. Lands-
bankinn hefur fækkað sínum útibú-
um úr fjórum í tvö. Arion banki er
með fjögur útibú í dag en forveri
bankans var með sex útibú árið
2005. Útibú Íslandsbanka, áður
Glitnis, eru ennþá sex á svæðinu, þó
einhverjar breytingar hafi átt sér
stað innbyrðis vegna sameiningar
við Byr.
Í einstaka bæjarfélögum um-
hverfis Reykjavík hefur orðið mikil
fækkun. Í Hafnarfirði voru átta
bankaafgreiðslur árið 2005, en í dag
eru þær einungis fjórar. Í Kópavogi
voru tíu bankaafgreiðslur fyrir sjö
árum, en í dag eru þær einungis
þrjár, sem er fækkun um 70%. Í
Garðabæ voru þrjú útibú, en eru í
dag tvö. Athygli vekur að á Álftanesi
er engin bankaafgreiðsla.
Helmingsfækkun á Vesturlandi
Á Vesturlandi hefur útibúum
fækkað um 50% eða úr 14 í sjö. Þar
munar mestu um sparisjóðina á
Akranesi, Borgarnesi og í Ólafsvík
sem ekki eru lengur starfandi, en
auk þess mun útibúum Landsbank-
ans hafa á morgun fækkað úr fimm í
tvö og Arion banka úr fimm í fjögur.
Á Vestfjörðum hefur útibúum
fækkað úr 16 í 10 eða um 38%. Þar
munar mestu um fækkun sparisjóða,
en þeir runnu flestir gegnum SpKef
inn í Landsbankann. Voru tólf á
Vestfjörðum árið 2005, en eru nú
eingöngu fjórir. Landsbankinn
starfrækir nú fjögur útibú á svæð-
inu, en starfrækti einungis útibú á
Ísafirði árið 2005. Þessi breyting
kemur til vegna yfirtöku bankans á
SpKef. Auk Ísafjarðar rekur bank-
inn nú gömlu
útibú SpKef á
Patreksfirði,
Tálknafirði og
Þingeyri.
Á morgun mun
bankinn loka
útibúum sínum á
Flateyri, Súðavík,
Bíldudal og á Króks-
fjarðarnesi. Eftir þá
lokun verður engin bankastarfsemi
á þessum stöðum. Öll þessi útibú til-
heyrðu Sparisjóði Vestfjarða, síðar
SpKef.
Á NV-landi hefur verið fækkun
um 36%. Þar voru 11 útibú árið 2005
en eru nú sjö. Engin bankastarfsemi
er lengur á Brú, en þar var áður
sparisjóður og Arion banki er ekki
með útibú á Skagaströnd. Útibú
SpKef á Hvammstanga er nú rekið
af Landsbankanum. Einn sparisjóð-
ur er eftir á svæðinu, sparisjóðurinn
AFL á Sauðárkróki.
Á NA-landi voru 23 bankaútibú en
eru nú einungis 17 sem er fækkun
um 26%. Engar sviptingar hafa átt
sér stað, líkt og á vesturhluta lands-
ins, en allir stóru bankarnir hafa
fækkað um 1-2 útibú og sparisjóða-
útibúinu á Bakkafirði var lokað.
Öflugasta sparisjóðasvæðið
Hvergi á landinu eru sparisjóð-
irnir með jafn öflugt net á og NA-
landi en þar hefur þeim einungis
fækkað um einn á síðustu sjö árum
og eru þeir nú með 12 útibú á svæð-
inu. Sparisjóður Höfðhverfinga er
með útibú á Grenivík og á Akureyri.
Sparisjóður Ólafsfjarðar rekur útibú
þar. Sparisjóðurinn AFL er með
útibú á Siglufirði. Sparisjóður Suð-
ur-Þingeyinga rekur útibú á Laug-
um, á Húsavík og í Reykjahlíð.
Sparisjóður Svarfdæla er með útibú
á Dalvík og í Hrísey og Sparisjóður
Þórshafnar og nágrennis er með
útibú á Þórshöfn, Kópaskeri og á
Raufarhöfn.
Á Austurlandi hafa litlar breyt-
ingar verið og má segja að stærsta
breytingin verði á svæðinu á morgun
þegar Landsbankinn lokar útibúum
sínum á Fáskrúðsfirði og Eskifirði.
Eftir þá breytingu verða 12 útibú á
Austurlandi, en þau voru 14 árið
2005. Þá rak Landsbankinn útibú á
Breiðdalsvík og á Djúpavogi, en
seldi þau Sparisjóðinum á Horna-
firði, sem rekur þau enn í dag. Þá er
Sparisjóður Norðfjarðar starfandi í
Neskaupstað. Landsbankinn lokaði
einnig útibúi sínu á Stöðvarfirði árið
2010 og eftir þá aðgerð er enginn
banki starfandi á staðnum. Önnur
útibú á Austurlandi eru óbreytt.
Litlar breytingar á Suðurlandi
Á Suðurlandi voru 18 útibú árið
2005, en eru nú 15. Útibúum Arion
banka í Skógum og á Flúðum var
lokað og sparisjóðaútibúi í Hvera-
gerði einnig. Nokkru áður hafði
bankaútibúum á Eyrarbakka,
Stokkseyri og Laugarvatni verið
lokað. Þar er engin starfsemi í dag.
Á Reykjanesi voru ellefu útibú ár-
ið 2005, en eru nú átta. Þar munar
mestu að sex útibú SpKef runnu inn
í Landsbankann. Þremur útibúum
SpKef var lokað en áfram er banka-
starfsemi í öllum þéttbýliskjörnum.
Bankaútibú og -afgreiðslur 2005
Landsbankinn (43 útibú/afgr.)
Arion banki (39 útibú/afgr.)
Íslandsbanki (28 útibú/afgr.)
Sparisjóðirnir (64 útibú/afgr.)
Alls bankaútibú 2005: 174
Bankaútibú og -afgreiðslur 2012
Landsbankinn (38 útibú/afgr.)
Arion banki (24 útibú/afgr.)
Íslandsbanki (22 útibú/afgr.)
Sparisjóðirnir (23 útibú/afgr.)
Alls bankaútibú 2012: 107
Íslenskum bankaútibúum hefur
fækkað úr 174 í 107 á sjö árum
Samruni og fækkun sparisjóða haft mikil áhrif Mesta fækkunin verið á höfuðborgarsvæðinu
Miklar sviptingar hafa orðið í
sparisjóðakerfinu frá árinu 2005.
Þá voru 27 sparisjóðir í landinu og
64 sparisjóðaútibú.
Árið 2007 fækkaði sparisjóð-
unum í 25, en útibúum hafði þá
fjölgað í 67.
Fjölgun varð á sparisjóðum árið
2008, en þá urðu þeir þeir 36 og
þar munaði mestu um
sparisjóði á Reykjanesi og
Vestfjörðum sem síðar
runnu inn í SpKef. Útibú-
um hafði fækkaði í 62.
Árið 2009 sameinast SPRON Ar-
ion banka og við það fækkar spari-
sjóðum í 31 og útibúum þeirra í 48.
Árið 2010 verður SpKef form-
lega til með samruna 16 sparisjóða
og þá hafði þeim fækkað í 15 með
46 útibú starfrækt á landinu.
Árið 2011 var afdrifaríkt fyrir
sparisjóðina en þá rann Byr inn í
Íslandsbanka og SpKef rann inn í
Landsbankann. Sparisjóðum fækk-
aði við þá breytingu í 12 með 23
útibú og er ekkert þeirra á vestan-
verðu landinu.
Gríðarleg fækkun sparisjóða
SPARISJÓÐAKERFIÐ Í LANDINU GERBREYTT
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Útibú Hofsós er meðal þeirra staða sem hafa misst bankaútibú. Þar er nú
aðeins hraðbanki, sem hefur að sögn heimamanna ekki alltaf verið í lagi.