Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Sérfræðingur við Háskólann í
Reykjavík segir breytingartillögur
Evrópusambandsins um löndunar-
bann allra sjávarafurða brjóta gegn
EES-samningi. Breytingartillögun-
um er ætlað að rýmka heimildir til
refsiaðgerða þeirra þjóða sem ekki
stunda sjálfbærar veiðar, eins og Ís-
lendingar hafa verið ásakaðir um í
makríldeilunni.
EES-samningurinn skýr
Bjarni Már Magnússon, doktors-
nemi í hafrétti við Edinborgarhá-
skóla og sérfræðingur við Háskól-
ann í Reykjavík, segir að
breytingartillögur Evrópuþingsins
um heimildir til löndunarbanns á öll-
um sjávarafurðum þjóða utan Evr-
ópusambandsins, brjóti í bága við 2.
málsgrein, 5. greinar 9. bókunar við
EES-samninginn. Hún segir til um
að samningsaðilum sé leyfilegt að
,,hafna löndun á fiski úr fiskistofnum
sem báðir aðilar hafa hagsmuni af að
nýta og sem alvarlegur ágreiningur
er um stjórnun á“. Hvergi er minnst
á aðrar sjávarafurðir í því samhengi.
Í kjölfar makríldeilunnar setti
Evrópusambandið löndunarbann á
makríl frá Íslandi innan landa þess.
Breytingartillaga Evrópuþingsins
lýtur hins vegar að því að leyfilegt
verði að banna þjóðum utan Evrópu-
sambandsins að landa öllum sjávar-
afurðum í löndum sambandsins,
óháð því að um sé að ræða aðra
fiskistofna en þá sem deilur standa
um.
,,Ég á erfitt með að sjá það hvern-
ig Evrópusambandið ætlar að
hrinda þessu nýja löndunarbanni í
framkvæmd. Textinn í bókun 9 í
EES-samningnum er skýr og nær
eingöngu til þeirra fiskistofna sem
deilt er um,“ segir Bjarni Már og
vísar í 2. málsgrein 5. greinar 9. bók-
unar við EES-samninginn. ,,Þeir
gætu í sjálfu sér beitt þessu úrræði
en það væri ekki í samræmi við
EES-samninginn,“ segir Bjarni.
Reglugerðin þarf að samræm-
ast öðrum skuldbindingum
Makríll gengur inn í færeyska,
norska og íslenska fiskveiðilögsögu
ásamt því að vera nýttur af þjóðum
Evrópusambandsins.
ESB vinnur nú að reglugerð til
þess að koma í veg fyrir ofveiði á
fiskistofnum. Verði þær tillögur
samþykktar á Evrópuþingi veitir
það sambandinu heimildir til víð-
tækra refsiaðgerða. Meðal þeirra er
löndunarbann á öllum sjávarafurð-
um landa utan sambandsins.
Evrópusambandið er hins vegar
aðili að EES-samningnum og samn-
ingum Alþjóðaviðskiptastofnunar-
innar, WTO.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins má breytingartillagan sem
liggur fyrir Evrópuþinginu ekki
brjóta í bága við þessa tvo samn-
inga. Í samningum Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar eru þær þjóðir
sem stunda veiðar á sameiginlegum
fiskveiðistofnum skuldbundnar til að
semja um veiðarnar, en refsiaðgerð-
ir geta ekki verið ákvarðaðar ein-
hliða af einum samningsaðila, telji
hann á sér brotið.
Brýtur gegn EES-samningi
Breytingartillaga liggur fyrir Evrópuþingi um löndunarbann allra sjávarafurða
Gætu beitt banni í makríldeilunni Brýtur gegn EES, segir sérfræðingur
Makríll Í Evrópuþinginu er breytingartillaga um löndunarbann sjávarafurða.
Textinn í bókun 9 í
EES … nær eingöngu
til þeirra fiskistofna
sem deilt er um.
Bjarni Már Magnússon
Umhverfisráðu-
neytið hefur
ákveðið úthlutun
á styrkjum úr
Veiðikortasjóði
til rannsókna á
stofnum villtra
fugla og villtra
spendýra fyrir
árið 2012. Alls
bárust ráðuneytinu 12 umsóknir frá
15 aðilum að upphæð ríflega 50
milljónir króna en til úthlutunar
voru 28,4 milljónir.
Á heimasíðu umhverfisráðuneyt-
isins kemur m.a. fram að umsókn-
irnar voru sendar til umsagnar hjá
Umhverfisstofnun í samræmi við
ákvæði laga um vernd, friðun og
veiðar á villtum fuglum og villtum
spendýrum.
Eftirfarandi aðilar fengu styrk í
ár: Náttúrustofa Norðausturlands;
Náttúrustofa Suðurlands; Háskóli
Íslands; Melrakkasetur Íslands;
Verkís; Náttúrustofa Austurlands
og Náttúrufræðistofnun Íslands
sem hlaut styrki til tveggja verk-
efna.
Hæsti styrkurinn er til verkefn-
isins Rjúpnarannsóknir 2012 og
nemur hann tæpum 10 milljónum.
Styrkir úr
Veiðikorta-
sjóði veittir
Tæpar 30 milljónir
króna til úthlutunar
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í
fyrradag að veita 139 milljónir króna
í aukafjárframlög vegna gossvæða á
Suðurlandi í kjölfar eldgosa síðustu
ár. Stór hluti þessarar aukafjárveit-
ingar, 54 milljónir króna, mun renna
til Landgræðslu ríkisins. Jafnframt
er gert ráð fyrir að Landgræðslan
brúi til viðbótar 20 milljóna króna
kostnað af sínum fjárheimildum.
„Þetta kemur sér ákaflega vel fyr-
ir landið og íbúa öskufokssvæðanna
og það verður lögð megináhersla á
að hefta öskufokið í byggð eftir því
sem það er gerlegt,“ segir Sveinn
Runólfsson landgræðslustjóri,
spurður út í viðbótarfjárframlögin.
Hefjast strax handa
Að sögn Sveins verður lögð
áhersla á slíkar aðgerðir í Fljóts-
hverfi fyrir austan Kirkjubæjar-
klaustur en hann bætir við að verk-
efnin tengist einkum eldgosinu í
Grímsvötnum frá því í fyrra. „En
einnig verður haldið áfram verk-
efnum um gróðurstyrkingu undir
Austur-Eyjafjöllum og inn með
Markarfljóti báðum megin,“ segir
Sveinn og bætir við að stofnunin
muni hefjast handa strax við þessar
framkvæmdir.
„Það er náttúrlega heilmikil aska
á afréttunum hér í Rangárvallar-
sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu eft-
ir þessi tvö eldgos en það verkefni er
einfaldlega alltof stórt til þess að það
hægt sé að takast á við það með
nokkrum mannlegum mætti. Það er
því gríðarlega brýnt að draga enn
frekar úr beit á þessum illa förnu af-
réttum,“ segir Sveinn, aðspurður
hvort farið verði út í aðgerðir vegna
ösku í afréttum.
Spurður um hvort lúpínu verði sáð
á þessum svæðum segir Sveinn:
„Það verður ekki sáð lúpínu í Fljóts-
hverfinu. Hún þolir mjög vel svona
öskuburð en það er engin lúpína
þarna fyrir og þá förum við ekki með
hana að nýju þangað.“
Sveinn Runólfsson
Öskufok Dráttarvél með sáningsvél í eftirdragi sáir grasfræjum í öskuna á Sólheimasandi í Mýrdalshreppi.
Landgræðslan fær 54
milljóna aukaframlag
Lögð verður megináhersla á að hefta öskufok í byggð
Handsmíðað í Hafnarfirði síðan 1993
LINNETSSTÍG 2 | SÍMI: 565-4854
Mánudag - Föstudag 11:00 - 18:00 | Laugardagur 11:00 - 14:00
www.s i ggaog t imo . i s