Morgunblaðið - 31.05.2012, Page 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Leitað er nú dyrum og dyngjum í að-
alstöðvum Evrópusambandsins að
lausn sem dugi til að hindra að
Spánn verði næsta landið á eftir
Grikklandi til að leita á náðir ESB
um hjálp. Spænskir bankar riða til
falls, þurfa hugsanlega tugi millj-
arða evra til að komast á réttan kjöl
og er staða þeirra sögð mun verri en
fram komi í bókhaldinu. Eignir séu
ofmetnar. Framkvæmdastjórn ESB
í Brussel lagði í gær til að komið yrði
upp sameiginlegri ábyrgð á bönkum
evruríkjanna en gerbreyta yrði þá
reglum sambandsins.
Spænska stjórnin er með bakið
upp að vegg, að mati Jyllandsposten
í Danmörku, og í nýrri skýrslu seðla-
banka Spánar er því spáð að sam-
drátturinn, sem nú er hafinn í efna-
hagnum, verði dýpri og standi
lengur yfir en áður var talið. Hallinn
á fjárlögum vex stöðugt, þrátt fyrir
harkalegan niðurskurð útgjalda.
Skatttekjur fara eðlilega minnkandi
í landi með atvinnuleysi upp á 24%.
Hluthöfum bjargað?
Vörusala minnkaði um nær 10%
í apríl sem er meira fall en um getur
í sögu landsins og óvissan veldur því
að fjárfestar flýja spænsk ríkis-
skuldabréf. Skuldatryggingaálag á
10 ára bréf spænska ríkisins er nú
6,43% en aðeins 1,3% á sambærileg
þýsk skuldabréf. Ríkisstjórn Mar-
iano Rajoy reynir nú að bjarga með
ríkisaðstoð einum stærsta bank-
anum, Bankia, þótt margir bendi á
að hluthafarnir eigi að taka skellinn
fari bankinn á hausinn. En fleiri en
þeir fengju skell og Rajoy þorir ekki
annað en reyna að verja bankann.
AFP
Andstaða Mótmælendur úr spænskum samtökum fólks sem á í vanda vegna veðskulda, hrópa slagorð í gær og
reyna að hindra að Ekvador-konunni Luz Maria Reyes Coral verði fleygt út af heimili sínu í Madrid vegna skulda.
Stjórn Rajoy í vítahring
Tekjur ríkisins minnka stöðugt vegna samdráttar í efna-
hagnum en reynt að bjarga einkabönkum með ríkisaðstoð
Um 22% kvenna í Evrópulöndum
reykja og er það mun hærra hlutfall
en í Afríku, Asíu og Mið-Austurlönd-
um, segir í skýrslu frá Alþjóðaheil-
brigðisstofnuninni, WHO. Áður
reyktu mun fleiri karlar en konur í
Evrópu en sá munur er að hverfa í
mörgum landanna og í Svíþjóð og
Noregi er hlutfallið nú hærra meðal
kvenna. WHO segir að nýir miðlar
og nýjar markaðsaðferðir tóbaksfyr-
irtækja ógni almannaheilsu.
„Jafnframt því sem boðskapur
heilsugæsluaðila nær til annarra
hluta samfélagsins eru ungar konur
og stúlkur áfram mjög vænlegur
markaður fyrir tóbaksiðnaðinn og ný
samskiptatæki gera auðveldara að
ná til þeirra,“ segir í skýrslunni.
Zsuzsanna Jakab, yfirmaður Evr-
ópudeildar WHO, segir að algengast
sé að fólk byrji að reykja á unglings-
árunum og fyrirtækin nýti sér með
„skammarlegum hætti varnarleysi
stúlkna á þessum aldri“ gagnvart
auglýsingum.
Þeim áróðri sé beint að stúlkum að
reykingar séu merki um valdeflingu
kvenna og frama, segir WHO.
kjon@mbl.is
Tóbakinu ot-
að að stúlkum
WHO segir að fleiri konur en karlar
reyki nú í Noregi og Svíþjóð
Retta Konur líklegri til að reykja.
Ímyndin gerð jákvæð
» Reykingar hafa á fáeinum
árum aukist um 117% meðal
kvenna í Rússlandi.
» Árið 2009 birti rússneska
útgáfan af alþjóðlegu tímariti
fyrir kvenfólk mynd af reykj-
andi konu. Sígarettutegundin
hennar er nú sú vinsælasta
meðal rússneskra kvenna.
Efnahagsmálaráðuneytið í Mad-
rid segir að fjármálafyrirtækin
hafi í fórum sínum „vandamála“
lánsveð og fleiri eignir á fast-
eignamarkaðnum upp á 184
milljarða erva. Önnur fasteigna-
lán upp á 123 milljarða séu enn
„í lagi“. Lán sem ekki er greitt
af í meira en 90 daga teljast í
alþjóðafjármálum vera í mikilli
hættu, nær verðlaus. En óljóst
orðalag ráðuneytisins ýtir enn
undir óvissuna.
Óvissan
eykst enn
LOÐIÐ ORÐALAG
· Brúðkaup
· Fermingar
· Árshátíðir
· Afmæli
· Ættarmót
· Útskriftir
· Erfidrykkjur
Sími 551 4430 · laekjarbrekka.is
Erum staðsett
í hjarta
Reykjavíkur
Bjóðum upp á
veislusali
fyrir allt að
100 manns
Litlabrekka
Kornhlaðan
Er veisla í vændum?
GLUGGAR OG GLERLAUSNIR
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
• tré- eða ál/trégluggar
og hurðir
• hámarks gæði og ending
• límtré úr kjarnaviði af norður
skandinavískri furu
• betri ending
— minna viðhald
• lægri kostnaður þegar fram
líða stundir
• Idex álgluggar eru íslensk
framleiðsla
• hágæða álprófílakerfi
frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir
og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga
Byggðu til framtíðar
með gluggum frá Idex