Morgunblaðið - 31.05.2012, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012
Sáttur Repúblikaninn og forsetaefnið
Mitt Romney fagnar sigri.
Mitt Romney sigraði stórt í for-
kosningum repúblikana í Texas á
þriðjudag, hlaut 97 fulltrúa. Hann
hefur því tryggt sér 1144 fulltrúa
eða meira en helming atkvæða á
flokksþinginu sem velur forsetaefni
í sumar.
Romney, sem er fyrrverandi
ríkisstjóri í Massachusetts, hefur
lagt mesta áherslu á að gagnrýna
efnahagsstefnu Baracks Obama
forseta. Atvinnuleysi er enn mikið í
landinu en sumar hagtölur þokast í
rétta átt. Hins vegar er bent á að
hrynji evrusamstarfið í Evrópu
muni það einnig hafa slæm áhrif í
Bandaríkjunum og geti kæft bat-
ann í fæðingu.
kjon@mbl.is
Romney búinn að
tryggja sér útnefn-
ingu repúblikana
BANDARÍKIN
Barist víða um landið
» Til harðra bardaga kom milli
stjórnarhermanna og upp-
reisnarmanna í grennd við
höfuðborgina Damaskus í gær
og einnig nálægt Homs.
» Sprenging varð í olíuleiðslu
við Deir Ezzor, að sögn AFP.
Stjórnvöld kenndu „hryðju-
verkamönnum“ um árásina.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Rússar vísa eindregið á bug öllum
hugmyndum um að alþjóðlegt herlið
verði látið stilla til friðar í Sýrlandi.
Þeir halda einnig fast við þá skoðun
sína að bæði stjórn Bashars al-Assads
forseta og uppreisnarmenn eigi sök á
óöldinni og rannsaka beri ódæðin í
borginni Houla á föstudag þegar 108
óbreyttir borgarar voru myrtir.
„Við álítum að það sé of snemmt
fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
að ræða nýjar aðgerðir núna,“ sagði
aðstoðarutanríkisráðherra Rúss-
lands, Gennadí Getílov, í gær. Inngrip
annarra ríkja myndu aðeins gera
ástandið enn verra. Rússar hafa tvisv-
ar á síðustu mánuðum hótað neitun-
arvaldi til að hindra að öryggisráðið
samþykkti harkalegar ályktanir gegn
stjórn Assads.
Kínverjar, sem einnig hafa neitun-
arvald í ráðinu, tóku í sama streng og
Rússar í gær, sögðust vera á móti
hernaðaríhlutun og „valdbeitingu til
að skipta um ríkisstjórn“. Francois
Hollande Frakklandsforseti sagði í
vikunni að ekki væri búið að útiloka
hernaðaríhlutun fengi hún samþykki í
öryggisráðinu. Laurent Fabius utan-
ríkisráðherra sagði í viðtali við Le
Monde ekki koma til mála að senda
landher en neitaði að tjá sig þegar
spurt var hvort loftárásir væru inni í
myndinni.
Mikið mannfall var í átökum í Sýr-
landi á þriðjudag og einnig í gær, að
sögn talsmanna uppreisnarmanna.
Eftirlitsmenn SÞ fundu á þriðjudag í
bænum Al-Sukar lík 13 manna sem
höfðu verið teknir af lífi með skoti í
höfuðið. Hendur þeirra voru bundnar
fyrir aftan bak.
Rússar útiloka íhlutun
Kínverjar segja einnig að ekki komi til mála að beita alþjóðlegu hervaldi
til að hrekja ríkisstjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta frá völdum
Charles Taylor, fyrrverandi forseti
Líberíu, hlaut í gær 50 ára fangels-
isdóm fyrir aðild að stríðsglæpum
sem framdir voru í borgarastyrjöld-
inni í Sierra Leone á árunum 1991-
2002.
„Loksins hefur
réttlætinu verið
fullnægt og Tay-
lor látinn gjalda
fyrir þjáingarnar
sem hann olli
okkur,“ sagði
Sierra Leone-
maðurinn Al
Hadji Jusu Jarka
og grét þegar
niðurstaðan lá fyrir. Hann er með
gervihandleggi, uppreisnarmenn
sem Taylor studdi hjuggu af honum
handleggina.
Taylor var forseti 1997 til 2003
en þar áður einn af stríðsherrunum
í borgarastríði Líberíumanna. Hann
var sakaður um að hafa aðstoðað
uppreisnarmenn í Sierra Leone
sem fóru þar hamförum, myrtu
fjölda manna og limlestu aðra. Tug-
þúsundir manna féllu á átökunum.
Hinn 64 ára gamli Taylor mun m.a.
fengið aðstoðina greidda með svo-
nefndum blóðdemöntum.
Þetta er í fyrsta sinn frá því rétt-
að var yfir nasistaleiðtogum Þýska-
lands eftir seinni heimsstyrjöld að
fyrrverandi leiðtogi ríkis er sak-
felldur fyrir stríðsglæpi. Þá hlaut
arftaki Hitlers, Karl Dönitz, slíkan
dóm.
Richard Lussick, forseti dóm-
stólsins í Haag, sagði að glæpirnir
sem framdir hefðu verið í Sierra
Leone væru meðal hinna hryllileg-
ustu í sögu mannkynsins.
kjon@mbl.is
„Réttlætinu
loksins fullnægt“
Taylor dæmdur fyrir stríðsglæpi
Afplánar í Bretlandi
» Réttarhöldin hafa staðið yfir
í nær fjögur ár. Taylor mun af-
plána dóminn í bresku fang-
elsi.
» Fjöldi vitna var kallaður fyrir
dóminn, þ. á m. fyrirsætan
Naomi Campbell. Hún sagðist
hafa fengið demanta að gjöf
frá Taylor 1997.
» Þrælar uppreisnarmanna
voru látnir grafa demanta Tayl-
ors við skelfilegan aðbúnað. Charles Taylor
Leiðtoga stjórnarandstæðinga í Búrma, Aung
San Suu Kyi, var ákaft fagnað þegar hún kom til
Taílands í fyrradag í fyrstu ferð sinni til útlanda
í 24 ár. Hér er hún innan um hóp samlanda sinna
í Bangkok í gær. Suu Kyi mun dveljast í Taílandi
í fjóra til fimm daga og hitta ráðamenn en fer
síðan fljótlega til Evrópulanda. Þá mun hún loks
taka við Nóbelsverðlaununum sem henni voru
veitt fyrir 21 ári, það verður í Ósló 16. júní.
Suu Kyi ákaft fagnað í Taílandi
AFP
Julian Assange, stofnandi upp-
ljóstraravefjarins WikiLeaks, tap-
aði í gær áfrýjunarmáli sínu fyrir
hæstarétti í Bretlandi og má búast
við að verða framseldur til Svíþjóð-
ar. Assange er ákærður fyrir kyn-
ferðisbrot í Svíþjóð.
Assange óttast að Svíar framselji
sig til Bandaríkjanna þar sem hann
gæti hlotið þungan dóm fyrir að
birta leynileg gögn sem ungur
Bandaríkjamaður stal. Assange
getur þó reynt að fá Mannréttinda-
dómstól Evrópu til að taka málið
upp og hefur til þess 14 daga frest.
Fyrst munu lögfræðingar hans þó
reyna að þæfa málið í Bretlandi.
kjon@mbl.is
Assange tapaði
áfrýjunarmáli
BRETLAND
Opið: mán-fös 12:30 - 18:00 Dalvegi 16a - Rauðu múrsteinshúsunum, 201 Kópavogi - S. 517 7727 - nora.is
Rýmum fyrir nýjum vörum 20-50% afsláttur