Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 31

Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 ✝ Karl FriðrikHallbjörnsson fæddist 2. ágúst 1935. Hann varð bráðkvaddur á Vattarnesi á Barða- strönd 21. maí 2012. Foreldrar hans voru hjónin Hall- björn Jónsson, pípu- lagningameistari á Barónsstíg 25, f. 6.5. 1890, d. 11.4. 1986 og Stefanía Sveinsína Söebech, sem starfaði lengi í prentsmiðju Ágústs Sigurðssonar en síðar í Gutenberg prentsmiðju, f. 25.4. 1897, d. 24.10. 1980. Karl Friðrik kvæntist þann 29. júní 1963 Guðríði Valborgu Hjaltadóttur, f. 22.3. 1938. For- eldrar hennar eru Hjalti Magnús Björnsson, f. 27.1. 1892, d. 30.4. 1986 og Margrét Arnljóts Björns- son, f. 4.3. 1900, d. 2.12. 1993. Systkini Guðríðar eru Halldóra Hann gekk í Austurbæjarskóla og útskrifaðist úr Samvinnuskól- anum með samvinnuskólapróf árið 1954. Hann starfaði með föð- ur sínum við pípulagnir með námi en hóf störf í Landsbanka Íslands árið 1956 og vann þar í 44 ár eða þar til árið 2000. Hann byrjaði í innheimtudeild, var deildarstjóri í Austurbæ frá 1972 og síðan deildarstjóri í ábyrgðum og innheimtu frá 1978. Hann var ráðinn útibússtjóri í Miklubraut- arútibúi þegar það var stofnað 1982. Hann var síðan svæðisstjóri í Aðalbanka frá 1992. Karl og Guðríður hittust í Landsbank- anum þar sem þau störfuðu bæði. Þau giftu sig 1963 og bjuggu fyrst á Barónsstígnum en fluttu í Sæviðarsund 64 árið 1967. Þau bjuggu í Englandi árið 1970 þar sem Karl var einn vetur í Pitt- mans College í Englandi með námsstyrk frá bankanum. Karl var í Frímúrarareglunni frá unga aldri. Karl og Guðríður eyddu löngum stundum að Vatt- arnesi á Barðaströnd, fæðing- arstað Hallbjörns, föður Karls. Útför Karls Friðriks fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 31. maí 2012, kl. 13. Valgerður, f. 29.5. 1927, gift Þórði Frí- manni Ólafssyni, f. 5.5. 1928; Snæbjörn, f. 17.12. 1928, kvæntur Kaníttu Arnljóts, f. 6.9. 1957; Orri, f. 30.6. 1931, kvæntur Hebu Guðmundsdóttur, f. 25.10. 1938. Synir Karls og Guðríðar eru; Friðrik Hall- björn Karlsson, f. 18.3. 1966, kvæntur Þorbjörgu Helgu Vig- fúsdóttur, f. 5.9. 1972. Börn þeirra eru Karl Ólafur, f. 9.10. 1995, Atli Freyr, 19.2. 2000, Ólöf Stefanía, f. 1.10. 2009 og Embla Margrét, f. 16.2. 2012; Hjalti Karlsson, f. 22.8. 1967, kvæntur Veru Yuan, f. 10.8. 1973. Sonur þeirra er Dagur Li Hjaltason, f. 8.2. 2007. Karl fæddist í Reykjavík 1935 og ólst upp á Barónsstíg 25. Ég man vel þegar ég heyrði Karl tengdaföður minn tala í síma við einn af fjölmörgum vinum sín- um í fyrsta sinn. Mér var brugðið að heyra fúkyrðin, hlátrasköllin og brandarana og vissi ekki hvað gekk á. Eftir nokkur svona símtöl og viðkynningu við vini Kalla var ljóst að tilvonandi tengdafaðir minn var mikill fjörkálfur sem skemmti sér og vinum sínum iðu- lega með hlátrasköllum og stríðn- isbliki í augum. Ég hafði stuttu áð- ur, fyrir 20 árum, verið boðin velkomin í fjölskylduna og á nú yndislegar minningar um frábær- an tengdaföður og afa. Hann var lífsglaður, kraftmikill og mikill mannþekkjari sem tengdist sterk- um böndum við marga óháð aldri og fyrri störfum. Ég á persónulega fjölmargar og frábærar minningar sem ég sannarlega mun rifja upp. Bíó- ferðir þegar Hallbjörn var í vinnu- ferðum, stríðnissímtöl í nýja far- símann sem ég skammaðist mín svo fyrir, heimsóknir í aðalbank- ann með nafna Kalla, gamli jóla- pappírinn og endurnýttu jólakort- in, taflleikir við unga menn þar sem ekkert var gefið eftir, tveir fyrir einn bílakaup, fjölmargar KFC ferðir, tömdu flugurnar fyr- ir Ólöfu Stefaníu og endalaus elju- semi og dugnaður í prófkjörum. Tengdapabbi var án efa aflamesti atkvæðaveiðari sem nokkur gat óskað sér. Ég held að ég hafi aldr- ei þakkað honum nóg fyrir stuðn- inginn. Kalli sinnti fjölskyldu sinni af kostgæfni og var sannarlega höf- uð fjölskyldunnar. Hnífurinn komst ekki á milli Kalla og Gúu og þó við öll munum standa þétt við ömmu hér eftir mun alltaf eitt- hvað vanta. Alltaf mundi Kalli eft- ir því sem við vorum að bauka og minnti mann iðulega á hluti sem voru að bresta á. Barnabörnin fimm voru honum svo mikilvæg. Karl og Atli synir okkar fengu mikla athygli hjá afa sem meðal annars keyrði nafna sinn í mörg ár í íþróttatíma. Afi sagði aldrei nei þegar beðið var um hjálp, skutl, pössun eða greiða og hann skipti aldrei skapi. Vattarnesferð- irnar voru alveg einstakar og syn- ir okkar munu njóta minninga þaðan allt sitt líf. Önnur frí, ferða- lög erlendis, sumarbústaðaferðir og heimsóknir til okkar og Hjalta þegar við bjuggum erlendis sitja eftir í bunkum og við munum njóta þess að rifja upp skemmti- leg atvik og uppákomur. Við mun- um rifja upp þessar frábæru minningar reglulega til að tryggja að yngstu barnabörnin kynnist afa Kalla. Við kveðjum afa Kalla í dag. Stórt tómarúm hefur myndast í fjölskyldunni. Fráfall hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti en allt fram að síðustu stundu var fjörið og leikurinn til staðar. Afi hefði orðið 77 ára í ágúst en dó samt langt fyrir aldur fram. Minn- ingin um eldkláran, lífsglaðan og kraftmikinn mann situr eftir en það verður erfitt að takast á við að afi sé farinn. Okkur á eftir að finn- ast hann ganga inn um dyrnar til að fá sér kaffisopa í langan tíma á eftir. Það hjálpar mikið að hugsa til þess að hann hefði áreiðanlega viljað sjá okkur, fjölskyldu sína og vini, halda áfram að fíflast og hlæja. Við lofum að reyna okkar besta og tryggja að gleðin og leik- urinn frá afa Kalla erfist frá kyn- slóð til kynslóðar. Bless elsku Kalli. Þorbjörg Helga. Karl Friðrik Hallbjörnsson var mér mjög kær afi og við vorum mjög nánir. Við hittumst oft og það var gaman að fá að kynnast honum og eyða tíma með honum. Ég mun sakna hans ómögulega mikið, og mig langaði helst að geta séð hann hlæja og tala einu sinni enn. Þessi atburður var mjög óvæntur, og við syrgjum hann öll. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Bless, fíni og góði afi minn. Knús, Atli Freyr. Reglulega er maður minntur á hve lífið er hverfult og það á við um óvænt fráfall Karls Friðriks, frænda míns. Af Karli á ég góðar æskuminn- ingar þar sem faðir minn heitinn, Sigurður, og Karl voru systkina- börn og miklir mátar. Ég minnist þeirra í ófáum sumarbústaðaferð- um með fjölskyldurnar, og oftar en ekki voru foreldrar Karls með í för. Þannig vorum við nokkrar kynslóðir, samankomnar, að njóta íslenska sumarsins og efla fjöl- skylduböndin. Foreldrar Kalla frænda, eins og ég kallaði hann, þau Stefanía og Hallbjörn voru mikið dugnað- arfólk og ráku m.a. á sumrin sölu- skála vestur á Vattarnesi. Ég var svo heppin að kynnast þeim merk- ishjónum vel og það var ánægju- leg lífsreynsla fyrir mig, á ung- lingsaldri, að heimsækja þau að Vattarnesi. Ég fór með Hallbirni að veiða og fylgdist með Stefaníu baka þrátt fyrir að hún væri orðin blind. Á Vattarnesi reisti Kalli frændi sér sumarhús og undi hag sínum vel. Þar var hann staddur þegar hann kvaddi þennan heim. Þegar ég missti föður minn 17 ára gömul var frændi minn mér mikil stoð. Hann kom svolítið í föðurstað og var alltaf boðinn og búinn að leiðbeina og aðstoða. Á þessum tíma var hann útibússtjóri í Landsbankanum og eflaust hef- ur gráu hárunum fjölgað hratt í samskiptum við mig þegar hann reyndi að ráðleggja mér í fjármál- um og hemja um leið. Hann brosti bara þolinmóður þegar ég reyndi hvað ég gat að sannfæra hann um eigið ágæti í fjárfestingum. Hon- um var hinsvegar ekki haggað. Karl frændi minn var mikill fjölskyldumaður. Hann eignaðist einstaklega góðan lífsförunaut í henni Guðríði og saman eignuðust þau tvo syni, þá Hallbjörn og Hjalta og hafa þeir bræður verið afar farsælir bæði í einkalífi og í starfi. Kalli frændi var óskaplega stoltur af barnabörnunum sínum. Ég endurnýjaði góðan vinskap við þau Gurrý vorið 1998, þegar Halldór, maðurinn minn tók við starfi í Landsbankanum. Þá áttaði ég mig á því víðtæka trausti sem Karl frændi minn naut innan bankakerfisins. Hann var farsæll bankamaður og stýrði þá aðal- útibúi bankans í höfuðstöðvunum í Austurstræti, stærsta útibúi bankans. Það var gleðilegt að kynnast frænda mínum og hans góðu konu á nýjan hátt, og var ég nú orðin fullorðin kona og örlítið þroskaðri í fjármálum. Minnist ég ánægju- legra stunda á þeim vettvangi þar sem við nutum einstakrar frá- sagnargleði hans. Sérstaklega minnist ég samverustunda með þeim hjónum, í London, þar sem Karl átti svo vel heima, í höfuð- borg banka og fjármála. Hann var heill og hreinskiptinn og sagði um menn það sem hann sagði við menn og í því líktist hann móður sinni, Stefaníu frænku minni. Við bárum gæfu til að halda góðu sambandi við Kalla og Gurrý og mátum vináttu þeirra og frændsemi mikils. Ég minnist Karls frænda míns með virðingu og hlýhug. Við Halldór sendum Guðríði, Hallbirni, Hjalta og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur yfir hafið. Blessuð sé minning Karls Frið- riks. Karólína Fabína Söebech. Góður vinur og samstarfs- félagi, Karl F. Hallbjörnsson er nú lagður til hinstu hvílu. Karl helgaði Landsbankanum starfskrafta sína alla starfsævina. Ég kynntist honum fyrst sem úti- bússtjóra útibúsins við Miklu- braut en þar hafði hann náð að byggja upp góðan starfsanda og fjölmennan viðskiptavinahóp sem náði langt út fyrir starfssvæðið. Á þessum tíma var bankinn að inn- leiða fjölmargar nýjungar í þjón- ustuframboði og var gott að leita til Karls í þeim efnum. Þegar svæðafyrirkomulagi var komið á í bankanum var Karl val- inn til að fara með forystu yfir að- albanka en auk útibúsins í Austur- stræti 11, tilheyrðu þessu svæði útibúin í Vesturbæ, Seltjarnar- nesi, Hótel Loftleiðum, Sunda- höfn auk starfsmannabanka. Karl var farsæll í sínum störf- um og vinsæll bæði meðal starfs- manna og viðskiptavina. Hann var staðfastur, réttsýnn og traustur í þeim verkefnum sem hann tók sér fyrir hendur. Frá honum stafaði einnig hlýja, sérstakur húmor og væntumþykja. Þegar Karl hafði ákveðið að hætta störfum fyrir bankann kom það í minn hlut að taka við af hon- um. Ég hafði enga reynslu af út- lánum en þar var hann svo sann- arlega á heimavelli. Ég naut leiðsagnar hans fyrstu mánuðina í starfi og var það góður skóli. Ér er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að læra af reynslu hans og að hafa átt þess kost að leita til hans eftir að hann hætti störfum. Að leiðarlokum þakka ég vin- áttu og lærdómsríkt samstarf. Ingólfur Guðmundsson. Vinur okkar og vinnufélagi til 40 ára, Karl Fr. Hallbjörnsson, er fallinn frá. Kallið kom snöggt og óvænt, en hann varð bráðkvaddur í sumarhúsi sínu að Vattarnesi að kvöldi dags þann 21. maí síðastlið- inn, enda var sá árstími kominn, að þau dvöldu þar langtímum saman. Eftir að við félagar lukum okkar starfi í Landsbanka Ís- lands, var það Kalli sem kom á kaffifundum. Þar hittumst við nokkrir saman á kaffihúsi og glímdum við ráðningu hinna ýmsu mála og áttum góðar stundir sam- an. Við töldum að sjálfsögðu, að við vissum nánast allt, enda menn með samanlagt yfir 200 ára starfs- reynslu í bankanum. Raunin var samt sú, að mestur tíminn fór í hlátrasköll og gamanmál, rétt eins og þar færu ungir strákar, en ekki ráðsettir karlar. Kalli var ekki allra, hrjúfur á yfirborðinu, en undir niðri sló hlýtt hjarta. Oft flugu stóryrði milli manna, en þrátt fyrir það bar aldrei skugga á vináttu okkar fé- laganna. Kalli var mikill fjölskyldumað- ur og voru Guðríður og Kalli dug- leg að ferðast, jafnt erlendis sem innanlands. Oft hittum við þau á göngu um götur Reykjavíkur og var þá iðulega skroppið inn á kaffihús til að spjalla. Artarsemi Kalla, við maka og börn félaga okkar í bankanum, sem misst höfðu ættingja sína var einstök. Hann hringdi, spurði frétta og aðstoðaði eftir getu. Við félagarnir sendum Guðríði, Hjalta og Hallbirni og eiginkon- um þeirra og börnum, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem) Brynjólfur Þór, Halldór og Jóhann og fjölskyldur. Karl Friðrik Hallbjörnsson ✝ Ásbjörn Pét-ursson prent- ari fæddist í Ólafs- vík 15. júlí 1926. Hann lést á Land- spítalanum 19. maí 2012. Foreldrar hans voru Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 28.6. 1904, d. 25.6. 1985, og Pétur Ásbjörns- son, f. 19.5. 1904, fórst með togaranum Apríl 1.12. 1930. Ásbjörn bjó í Ólafs- vík til 14 ára aldurs en fluttist þá til Reykjavíkur til Bjarna Jóhannessonar og Fríðu Ólafs- dóttur sem tóku hann að sér. Systkini Ásbjörns eru Guð- mundur, f. 1925, d. 2007, og lífi. Börn þeirra eru: 1) Pétur Ásbjörnsson, f. 13. nóv. 1956, maki hans er Lára Borg Ás- mundsdóttir, f. 12. júní 1960. Börn eru Magnús Kjartansson, f. 31. ágúst 1982, Ásbjörn Hagalín, f. 22. maí 1989, og Hanna Margrét, f. 18. ágúst 1994. 2) Guðlaug Ásbjörns- dóttir, f. 8. maí 1959. Maki Birgir Ásgeirsson, f. 23. maí 1955. Börn eru Þórunn Unnur, f. 18. júní 1981, maki Ívar Örn Þráinsson, f. 10. ágúst 1984, Ragnheiður Ásta, f. 8. október 1983, og Gunnar Helgi, f. 26. janúar 1990. Barnabörn Guð- laugar eru: Birta Sif Gunn- laugsdóttir, Karín Ósk Ívars- dóttir, Aníta Björk Ontiveros og Samúel Breki Ontiveros. Útför Ásbjörns fer fram frá Hjallakirkju í Kópavogi 31. maí 2012 kl. 15. Guðrún, f. 1927, d. 1993. Hálfsystkini hans sammæðra eru Haraldur, f. 1933, d. 2006, Theodóra, f. 1935, d. 1960, Gunn- leifur, f. 1941, d. 2007, og Pétur, f. 1946. Ásbjörn kvænt- ist 14. júlí 1955 Jó- hönnu Sigurjóns- dóttur, f. 11. júní 1927. Hún var dóttir Sigurjóns Árna Ólafssonar alþingismanns, f. 29.10. 1884, d. 15.4. 1954, og Guðlaugar Gísladóttur hús- móður, f. 26.9. 1892, d. 5.11. 1951. Hún er ein af 13 systk- inum og eru tvö þeirra enn á Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víð og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. (Tómas Guðmundsson) Þegar Bjössi valdi Hönnu mág- konu mína fyrir lífsförunaut tengdumst við fjölskylduböndum og ekki síður sterkum vináttu- böndum. Margar góðar og skemmtilegar samverustundir höfum við átt saman á lífsgöng- unni. Bjössi átti létta lund og góða nærveru. Með æðruleysi tókst hann á við veikindi og annað mót- læti. Hann var vinur vina sinna og hallmælti engum. Ég þakka vin- áttuna og velvildina. Genginn er góður drengur. Hönnu Pétri og Guðlaugu og barnabörnum votta ég einlæga samúð mína. Inga Guðmundsdóttir. Stór maður er fallinn frá var það fyrsta sem okkur kom í hug þegar Guðlaug hringdi í okkur og sagði að pabbi hennar hefði látist um nóttina á Landspítalanum. Guðlaug og Pétur höfðu verið meira og minna hjá Bjössa síð- ustu dagana og Guðlaug sagði að pabbi sinn hefði þrátt fyrir alvar- leg veikindi verið glaður og bros- að, fram á síðasta dag. Og þannig er það líka sem maður man Bjössa þegar maður hugsar til baka, alltaf með bros á vör, með smitandi gleði og hlýr. Bjössi var sannur vinur vina sinna og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum og heim- ili þeirra Hönnu var alltaf opið þeim sem þurftu á hjálp að halda. Þegar faðir minn dó og mamma stóð ein með tvo smádrengi þá fékk hún ómetanlegan stuðning frá Bjössa og Hönnu og var okkur tekið sem hluta af fjölskyldunni. Ekkert var sjálfsagðara en að við værum hjá þeim á aðfangadags- og gamlárskvöld og okkur var boðið með í útilegur og í sumar- hús. Ferðirnar í rauðu „bjöllunni“ upp á Þingvelli og í Hveragerði eru sérstaklega minnisstæðar, þar sem við fengum að sitja aftast í hillunni við afturrúðuna meðan Bjössi þeyttist áfram. Og að sjálf- sögðu var pláss fyrir okkur öll í bláa tjaldinu þeirra – annað var ekki að tala um. Það var alltaf einstök ánægja að heimsækja Hönnu og Bjössa í Grænatúnið, manni var alltaf tek- ið opnum örmum og boðið upp á kaffi og kökur og spjallað um alla heima og geima. Bjössi var maður með mikla lífsreynslu og hafði frá mörgu að segja, t.d. þegar hann ferðaðist um Ástralíu á yngri ár- um, þegar hann bjó í Svíþjóð, Færeyjum og Danmörku og frá ferðinni til Kanada. Sérstaklega minnisstætt er það þegar Bjössi og Hanna heimsóttu okkur hjónin til Danmerkur og við keyrðum um Kaupmannahöfn á „sightseeing“, þá mundi hann hvert einasta smá- atriði frá því hann bjó þar fyrir næstum 50 árum. Það endaði líka með því að það var Bjössi sem tók okkur á „sightseeing“ í Kaup- mannahöfn, svolítið pínlegt fyrir okkur sem bjuggum í Danmörku en að sama skapi vorum við impo- neruð yfir því að hann skyldi muna allt frá því hann bjó þar fyr- ir 50 árum. Það hefur alltaf verið náið sam- band milli okkar fjölskyldna, sem hefur haldist þrátt fyrir að við höfum nú búið erlendis í yfir 15 ár. Þó að við höfum verið í stuttu stoppi á Íslandi, höfum við oftast náð því að kíkja við hjá þeim og fá kaffibolla og spjalla. En nú er Bjössi farinn frá okk- ur og við komum öll til með að sakna hans, ekki minnst barna- börnin og barnabarnabörnin sem voru honum svo kær. Maður get- ur þó glaðst yfir að minningarnar lifa áfram og maður minnist þess hlýleika og gleði sem einkenndi Bjössa og hann gaf okkur. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til Hönnu, sem var honum allt, og til Guðlaugar og Péturs og fjöl- skyldna þeirra. Megi Guð vera með ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Gunnar og Gyða, Kaupmannahöfn. Ásbjörn Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.