Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012
Þetta leggst bara rosalega vel í mig,“ sagði Karl Lúðvíksson umþann áfanga að verða fertugur. Hann á 40 ára afmæli í dag.„Ég held að ég hafi tekið út kvíðakastið þegar ég varð þrítug-
ur og það leið hjá eins og ekkert væri. Nú hlakka ég bara til.“
Karl var ákveðinn í að fara eitthvað að veiða eftir vinnu í dag og svo
út að borða með konunni. Hann sagði að líklega yrði slegið saman
veiði- og lautarferð. Á laugardag verður hann svo með afmælisboð og
býður „vinum og vandræðamönnum“ eins og hann orðaði það.
Tvítugsafmælið er Karli eftirminnilegt en þá hélt hann gott og að
mestu tjónlaust partí í foreldrahúsum. „Það brotnaði bara eitt glas og
það var ég sem braut það,“ sagði Karl. Þrítugsafmælið var haldið á
skemmtistaðnum Astro og nú verður farið á veitingahúsið Einar Ben.
– eins og hæfir virðulegum aldri.
Stangaveiðin er Karli hugleikin en hann er bæði umsjónarmaður
veiðivefjarins á mbl.is og er jafnframt að vinna sjöttu og síðustu sjón-
varpsþáttaröðina af „Veitt með vinum“.
„Þetta er hægasta opnun á veiðisumri sem ég man eftir,“ sagði Karl
og kenndi um bæði kulda og skrítnu veðurfari. Hann kvaðst þó vera
mjög bjartsýnn á sumarið og hafa á tilfinningunni að nokkur met
gætu fallið í laxveiðinni, ekki síst í þeim ám þar sem eins árs laxinn
vantaði í fyrra. Nú komi hann sterkur til baka. gudni@mbl.is
Karl Lúðvíksson veiðimaður er 40 ára
Ljósmynd/Sigurður Freyr Arnarson
Laxveiði Karl Lúðvíksson með fallegan lax sem veiddist við Fossár-
klappir í Jöklu í fyrra. Laxinum var sleppt eftir myndatökuna.
„Nú hlakka ég
bara til“
S
ímon fæddist á Kvisthaga í
Miðdalahreppi í Dalasýslu
og ólst þar upp. Hann lauk
stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Laugarvatni
1982, stundaði nám við Íþróttakennara-
skóla Íslands á Laugarvatni og lauk
þaðan prófum 1984, stundaði nám í lög-
fræði við Háskóla Íslands og lauk það-
an embættisprófi í lögum 1989, stund-
aði framhaldsnám í sakfræði, þ.e.
opinberu réttarfari, afbrotafræði, rétt-
arsálfræði og fleiri greinum, við Kaup-
mannahafnarháskóla og lauk þaðan
prófum 1990.
Héraðsdómari í Reykjavík
Símon var fulltrúi hjá yfirsaka-
dómaranum í Reykjavík 1990-92,
fulltrúi hjá sýslumanninum í Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu og hjá bæjarfóg-
etanum á Ísafirði og sýslumanni Ísa-
fjarðarsýslu í sumarafleysingum 1990
Símon Sigvaldason héraðsdómari 50 ára
Við háskólann Símon og Inga Dóra við Columbia University þar sem Inga
Dóra gegnir prófessorsstöðu.
Héraðsdómarinn sem
hleypur maraþon
Fjölskyldan Símon og Inga Dóra sem heldur á Alöntu, en tvíburarnir, Erla og Sonja, lengst til hægri.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Reykjavík Samúel Bryngeir fæddist
24. febrúar kl. 13.52. Hann vó 3.030 g
og var 50 cm langur. Foreldrar hans
eru Margrét Samúelsdóttir og Bryn-
geir Arnar Bryngeirsson.
Nýir borgarar
Sviss Alexandra Dagmar fæddist 16.
mars kl 1.50. Hún vó 3.100 g og var 49
cm löng. Foreldrar hennar eru Aðal-
heiður Hannesdóttir og Guðmundur
Ragnar Sverrisson. Þau búa í Chemin
de la Barme, 1868 Collombey, Sviss.
www.lifandimarkadur.is
Borgartúni 24 | Reykjavík
Hæðasmára 6 | Kópavogi
Sími: 585 8700
Kókoslínan frá DR. GOERG er
framleidd á einstakan hátt úr
fyrsta flokks lífrænum kókos-
hnetum í gegnum sérstakt
„fair trade“ verkefni.
Þessi miklu gæði koma fram
í einstökum bragðgæðum
og næringargildi.
Spennandi
hráfæði
kókosvörur
Hráfæði kókoshveiti
- frábært í baksturinn
Kókosmjólk
úr 3 lífrænum
kókoshnetum
Nýtt
Unaðsleg kókosolía
- góð í þeytinginn
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is