Morgunblaðið - 31.05.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012
Ingólfur Ómar Ármannsson yrkirí tilefni af sjómannadeginum á
sunnudag:
Ágjöf hræðast ei né grand
ægis hetjur djarfar;
aflaföngin færa á land
fræknir landsins arfar.
Ólafur Stefánsson yrkir raun-
sanna lýsingu á veðrinu í gær og
vonandi út vikuna:
Gott er vorið grösum prýtt
í garðinum stend og moka.
Hef ég stráknum Starra snýtt,
– í uppsveitum er afar hlýtt,
út til stranda ekkert nema þoka.
Helgi Björnsson á Snartarstöðum
í Lundarreykjadal kynnir sig þann-
ig til leiks á fésbók:
Afar sjaldan upp ég lít
og við fáa tala
ber út moð og moka skít
mjólka kýr og smala.
Hann yrkir eftir mikið annríki
við sauðburðinn:
Tíma hef ég tæpast enn
til að sinna konum.
Komast aðeins ætla senn
út úr fjárhúsunum.
Gunnar Kr. Sigurjónsson hefur
aðra sögu að segja úr Kópavogi:
Fjárhús hjá mér ekkert er,
eða bændavinna.
En fullt af konum finnast hér
og flestum þarf að sinna.
Skúli Pálsson tekur undir það:
Að bændum maður getur glott
ef girndar brennur logi,
enda bara býsna gott
að búa í Kópavogi.
Loks Þórarinn M. Baldursson:
Sauðfé ekkert á ég mér,
er þó gjarnan vinnandi
svo af stressi oft ég er
ekki mönnum sinnandi.
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Víkverji
Af góðviðri, sauðburði
og sjómannadeginum
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
ile
g
i
F
er
d
in
a
n
d
ÞETTA
VAR FLOTT
INNKOMA
ÞAÐ SLÖKKNAÐI
Á STJÖRNULJÓSINU
MÍNU
ÉG
TRÚI
ÞESSU
EKKI
PABBI KÆRUSTUNNAR
MINNAR LEYFIR HENNI EKKI
AÐ GIFTAST MÉR
HANN ER EKKI ÁNÆGÐUR
MEÐ MIG
HANN TEKUR EKKI Í MÁL AÐ
HÚN GIFTIST HUNDI SEM
KLÁRAÐI EKKI HLÝÐNISKÓLA
ÉG HELD
AÐ SONUR YKKAR
SÉ EKKI JAFN
HRIFINN AF MÉR
OG ÉG ER AF
HONUM...
ÞAÐ
ER EKKI
GOTT ELSKAN
MÍN...
HVAÐ
HEFURÐU GERT TIL
ÞESS AÐ VEKJA ÁHUGA
HANS Á ÞÉR?
BARA
ÞETTA
VENJU-
LEGA...
KÝLA,
SPARKA OG
TOGA Í
HÁRIÐ Á
HONUM
EN EKKERT
VIRÐIST VIRKA
HVAÐ
SEGIRÐU UM
AÐ VIÐ
SYNGJUM
NOKKUR
JÓLALÖG?
FYRST KÍNVERJAR
FRAMLEIÐA
LEIKFÖNGIN OKKAR,
GETUR VERIÐ AÐ
ÞEIR SEMJI LÍKA
JÓLALÖGIN OKKAR?
LÁTTU EKKI
SVONA RUNÓLFUR,
ÞAÐ ER FÁRÁNLEG
HUGMYND
ERTU AÐ
SEGJA MÉR AÐ
ÞAÐ SÉ BARA
TILVILJUN AÐ
RÚDÓLF ER MEÐ
RAUTT NEF?
Í Hollywood skiptir almennings-álitið öllu, enda markmið eitt, tvö
og þrjú í draumaverksmiðjunni að
framleiða kvikmyndir, sem falla í
kramið. Áhorfendur gera sér hins
vegar ekki alltaf grein fyrir því
hversu langt er gengið í að þóknast
þeim, til dæmis með því að breyta
endalokunum. Myndin Pretty Wom-
an er sennilega frægasta dæmið.
Upphaflega átti auðkýfingurinn,
sem Richard Gere lék, að henda
vændiskonunni í meðförum Juliu
Roberts út úr bíl sínum eftir að
hafa sýnt henni hástéttarlífið og
hún að snúa aftur til fyrri starfa.
Disney keypti hins vegar kvik-
myndaréttinn að sögunni og úr
dramtískri mynd um vændi og
stéttamun í Los Angeles fyrir
þremur áratugum varð rómantísk
gamanmynd þar sem auðkýfingur-
inn snýr aftur á endanum, orðinn
betri maður af kynnunum við vænd-
iskonuna, klifrar upp brunastiga
með blómvönd og þau fallast í
faðma.
x x x
Í myndinni Fatal Attraction áttiGlenn Close upphaflega að
fremja sjálfsmorð og láta líta út fyr-
ir að Michael Douglas, sem hún
hafði átt í ástarsambandi við og
hafði tekið að ofsækja þegar hann
hafnaði henni, hefði myrt hana. Í
lokin er hann leiddur burt í járnum
og kona hans horfir á í uppnámi.
Viðbrögð við þessum endi urðu til
þess að skipt var um. Close ræðst á
Douglas með hníf á lofti, en eigin-
kona hans kemur til bjargar og
skýtur hana til bana.
x x x
Sylvester Stallone sló í gegn íRambo þar sem uppgjafaher-
maður grípur til sinna ráða er hann
sætir illri meðferð lögreglu í
sveitabæ. Upphaflega átti Rambo
að grátbiðja fyrrverandi yfirmann
sinn um að svipta sig lífi og grípa
um hönd hans þegar hann hikar og
þrýsta á gikkinn. Myndin var sýnd
til reynslu og áhorfendur voru ösku-
reiðir yfir dapurlegum endi. Því var
nýr endir tekinn upp. Þar er Rambo
leiddur burt í járnum, áhorfendur
ánægðir og gatan greidd fyrir fram-
haldi. víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Daníel tók til máls og
sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð
til eilífðar, því hans er viskan og
mátturinn.“ (Daníel 2, 20.)
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þeir sem standa þér jafnfætis þegar
kemur að persónutöfrum, gáfum og kímni-
gáfu gefa þér orku, kunna að meta verkin þín
og hvetja þig áfram.
20. apríl - 20. maí
Naut Stemningin í vinnunni einkennist af
hressleika og vinarþeli. Samstarfsfélagar
virða það sem þú segir vegna þess að það er
skynsamlegt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú ert afslappaðri en vanalega í
vinnunni og því er hætta á að þú eyðir tíma
til einskis. Gerðu það sem til þarf til að koma
þér í samt lag.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Farðu að æfa. Hlutirnir eru ekki allir
þar sem þeir eru séðir og því skaltu kanna
allar hliðar vandlega áður en þú tekur stökk-
ið.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Varastu að láta draga þig inn í annarra
deilur um málefni sem koma viðkomandi ein-
um við. Gleymdu því ekki að börn geta kennt
okkur ýmislegt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er ákveðinn léttir þegar búið er
að taka ákvörðun um hvert halda skal. Það
birtir alltaf til um síðir.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er svo margt sem þig langar til þess
að koma í verk að þér finnst erfitt að byrja.
Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldn-
um í fjölskyldunni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt enginn sjái framtíðina fyrir
er hægt að búa sig undir hana með marg-
víslegum hætti í smáu sem stóru. Þú ættir
að íhuga að kaupa nýjan bíl.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Skipulagning er allt sem þarf til
að þú getir klárað þau verkefni sem bíða þín.
Það er miður ef óhófleg eyðsla þín kemur
niður á ástarsambandinu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú tekur hugsanlega upp á ein-
hverju í dag sem vekur athygli yfirboðara á
þér. Það getur enginn þjónað tveimur herr-
um.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er um að gera að taka öllum
aðfinnslum vel, sumir hafa ýmislegt til síns
máls, aðrir ekki. Vertu opinn fyrir nýjum hlut-
um.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Fólk leggur meira á sig fyrir við-
urkenningu en efnislega umbun. Mundu að
skoða hugmyndir með opnum huga.
Stjörnuspá
Lagerrými
PI
PA
PI
PA
PI
PAPA
PI
P
R
\
TB
W
A
TB
W
AA
A
SÍ
A
SÍ
A
SÍ
A
11
18
9
11
18
966
Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík
Sími 511 1100 | www.rymi.is
Lagerbakkar
Brettakerfi
Smávörukerfi
Árekstrarvarnir
Milligólf
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is