Morgunblaðið - 31.05.2012, Page 41

Morgunblaðið - 31.05.2012, Page 41
Trúðarnir Skúli og Spæli eru ólíkir mjög. Skúli er alltaf kátur og bjart- sýnn, nýtur sín í starfi en Spæli er heldur tortrygginn og neikvæður. Þeir Skúli og Spæli eru persónur leikritsins Trúðleikur sem frum- sýnt verður í Frystiklefanum í Rifi á Snæfellsnesi, á morgun kl. 17 og eru tólf sýningar fyrirhugaðar, sú síðasta 14. júlí. Trúðleikur er eftir Hallgrím H. Helgason og var verkið fyrst sett á svið í Iðnó fyrir tólf ár- um. Þá léku Halldór Gylfason og Friðrik Friðriksson trúðana en Halldór er nú í hlutverki leikstjóra. Leikarar í uppfærslunni í Frysti- klefanum eru Benedikt Karl Grön- dal og Kári Viðarsson en Kári er jafnframt maðurinn á bak við leik- húsið Frystiklefann. Kári leikur Skúla en Benedikt leikur Spæla. „Í þessari uppsetningu eru Skúli og Spæli mættir á bæjarhátíð í óræðum bæ á Íslandi, svipaða Frönskum eða Færeyskum dögum og eiga að vera þar með smá gigg. Síðan fer eitthvað smá úrskeiðis og Spæli fær nóg, alveg upp í kok af því að standa í þessu rugli, vill hætta að vera trúður og fá sér eitt- hvert virðulegra starf. Leiksýning spinnst svolítið út frá þessum árekstri og þetta er leiksýning sem ég myndi segja að höfði til allra. Þemun í henni eru mjög fullorðins, umræðan fullorðinsleg en samt er þetta trúðasprellsýning, mikið fjör og aksjón,“ segir Kári. Í verkinu sé í raun fjallað um þörf manneskj- unnar fyrir að vilja vera eitthvað annað en hún er, í stað þess að sjá að hún hafi það gott og sætta sig við það. „Þetta eru ekki sirkustrúð- ar, þetta eru leikhústrúðar,“ ítrek- ar Kári. Þó sé mikið um sprell og leiki milli rökræðna. -Hefur önnur hvor manngerðin betur að lokum? „Vináttan sigrar að lokum,“ svar- ar Kári. Vináttan sé enda mikil- vægur þáttur í verkinu. Frystiklefinn er með fésbókar- síðu og einnig vefsíðu, frystiklef- inn.is. helgisnaer@mbl.is Trúðatal Skúli og Spæli ræða málin, annar jákvæður en hinn neikvæður. Ólík lífssýn trúða  Leikritið Trúðleikur verður frum- sýnt í Frystiklefanum í Rifi á morgun MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2012 EGILSHÖLL 16 16 VIP 1212 12 12 12 L 10 10 10 12 12 ÁLFABAKKA TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á 12 L 10 AKUREYRI 16 16 16 YFIR 50 ÞÚS. BÍÓGESTIR !SPRENGHLÆGILEGMYND. Total film Variety SNOWWHITEANDHUNT.. KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D SNOWWHITEANDHU.. VIPKL. 5:20 - 8 - 10:402D THERAVEN KL. 5:40 - 8 - 10:20 2D THEDICTATOR KL. 6 - 8 2D THE LUCKYONE KL. 8 - 10:10 2D SAFE KL. 10:50 2D DARKSHADOWS KL. 5:40 - 10 2D THEAVENGERS KL. 8 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D SNOWWHITEANDHUNT.. KL. 5:20 - 8 - 10:40 2D THERAVEN KL. 10:30 2D MEN INBLACK3 KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D THEDICTATOR KL. 6 - 10:40 2D DARKSHADOWS KL. 8 2D THEAVENGERS KL. 5:20 - 8 3D 16 16 KRINGLUNNI 12 12 10 THERAVEN KL. 8 - 10:20 2D THE LUCKYONE KL. 5:50 - 8 2D SAFE KL. 10:10 2D DARKSHADOWS KL. 5:40 2D THEAVENGERS KL. 6 - 9 3D MÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA V FOR VENDETTA KEFLAVÍK 16 12SNOWWHITEANDTHEHU.. KL. 8 - 10:40 2D SAFE KL. 8 - 10 2D RAVEN KL. 10:10 2D THEAVENGERS KL. 5:10 3D THE LUCKYONE KL. 8 2D UNDRALAND IBBA ÍSLTAL KL. 6 2D SAFE KL. 8 - 10:10 2D JOHN CUSACK ER EDGAR ALLAN POE EMPIRE EMPIRE JOHNNY DEPP FRÁ MEISTARA TIM BURTON Er þitt fyrirtæki að borga of mikið í símkostnað á mánuði? Nú býður Svar tækni tvær leiðir til sparnaðar með IP símkerfum. Annarsvegar                                  ! "  !! #     $ %&  '    #        #    þinn. Við erum í síma 510-6000. Lækkaðu símreikninginn Öflugt IP símkerfi frá Snom 3 stk Snom 300 símtæki, 1 Snom 320 símtæki Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur Snom IP símkerfi – 4 SÍMTÆKI 8.500 m/vsk Öflugt IP símkerfi frá Snom 5 stk Snom 300 símtæki, 1 stk Snom 320 símtæki Snom hugbúnaðarleyfi fyrir allt að 10 notendur Snom IP símkerfi - 6 SÍMTÆKI Stofngjald 39.900 m/vsk Mánaðargjald 10.500 m/vsk Stofngjald 39.900 m/vsk Mánaðargjald SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla Mikið úrval þráðlausra höfuðtóla Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Snow Piercer nefnist kvik- mynd sem nú er í tökum í Prag í Tékklandi og fer ís- lenski leikarinn Tómas Lem- arquis með hlutverk í henni. Aðalleikarar myndarinnar eru engir aukvisar og þekkt nöfn í heimi kvikmyndanna, þau Chris Evans, Octavia Spencer, Jamie Bell, John Hurt og Tilda Swinton. Leikstjóri myndarinnar er Suður-Kóreumaðurinn Bong Joon-ho. Kvikmyndir hans hafa notið mikilla vinsælda í heimalandinu sem víðar og má þar nefna að kvikmynd hans Mother, frá árinu 2009, var framlag Suður-Kóreu til Óskarsverðlauna og var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes sama ár en Bong var formaður aðaldómnefndar hátíðarinnar í fyrra. Snow Piercer er byggð lauslega á franskri teikni- myndasögu, Le Trans- perceneige eftir Jean-Marc Rochette og Jacques Lob og segir af eftirlifendum ísaldar sem berjast fyrir lífi sínu í lest þar sem farþegum er skipt eftir stéttum og leiðir sú stéttaskipting til upp- reisnar og átaka. Dýrmæt reynsla Tómas var staddur í Prag þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í liðinni viku og var þá nýkominn af kvik- myndahátíðinni í Cannes þar sem hann skoðaði m.a. ný verkefni en hann leikur auk þess í einni þeirra kvikmynda sem sýndar voru í mark- aðshluta hátíðarinnar, spænsku myndinni Insensibles. -Ertu í stóru hlutverki í Snow Piercer? „Nei, það eru margar þekktar kempur í þessari mynd sem eru í aðalhlutverkunum en ég er með átta tökudaga þannig að þetta er alvöru hlutverk en samt minna hlutverk,“ segir Tómas. -Hvert er hlutverkið? „Maður má náttúrlega ekki gefa of mikið upp en þetta er svona vondi kallinn, eða þannig. Ég er hægri hönd yfirmanns lestarinnar, eigin- lega. Í lestinni eru þrjár stéttir fólks og ég tilheyri efstu stéttinni.“ Per- sóna hans sé nefnd Egg-head, eða Egghaus. Tómas segir myndina e.k. hasarmynd með þjóðfélagsádeilu. -Þekktirðu eitthvað til leikstjórans áður en þú tókst þetta að þér? „Já, við hittumst á kvik- myndahátíð í Tórínó fyrir níu árum, þegar ég var þar með Degi Kára (Péturs- syni) út af Nóa albínóa. Hann mundi það,“ segir Tómas. „Það vilja allir vinna með honum í dag, hann er mjög virtur í kvik- myndaheiminum enda ótrúlega hæfileikaríkur maður.“ -Hefurðu þá leikið í at- riðum með þessum stjörn- um eða ertu aðskilinn frá þeim? „Ég er búinn að vera að leika í senum sem eru ekki með þeim en er að fara að leika í senum með þeim. Ég er búinn að vera að hanga með þeim á settinu og kynnast þeim. Það er mjög skrítið að fara með John Hurt í bíó og vera með vinnufélögunum úti að borða og slaka á,“ segir Tómas kíminn. Það sé dýr- mæt reynsla að fá að leika í kvikmynd af þessari stærð- argráðu, hann hafi hingað til leikið í minni myndum og ódýrari í framleiðslu. Þá sé það skondið að vera með eigið hjólhýsi. 8,3 milljónir áhorfenda Af öðrum sigrum Tóm- asar má nefna að hann lék nýverið í einum þátta Tatort, einhverra vinsælustu sjónvarpsþátta Þýska- lands. Hann segir um 8,3 milljónir manna hafa horft á þáttinn sem var sá 838. í syrpunni. „Ég lék tvítugan vandræðaungling,“ segir Tómas um það hlutverk. -Ertu oft að leika glæpamenn og vandræðagemlinga? „Oft, ekki alltaf,“ svarar Tómas. Sérstakt útlit hans geri það að verk- um að honum séu oft boðin slík hlutverk. John Hurt Octavia Spencer Chris Evans Jamie Bell Bong Joon-ho Tilda Swinton Vondi kallinn Egghaus  Tómas Lemarquis leikur í kvikmynd með Tildu Swinton, Octaviu Spencer, Chris Evans, Jamie Bell og John Hurt List Tómas er bæði leikari og myndlistarmaður. Hér sést hann við verk eftir sig í Kling og Bang árið 2010. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.