Morgunblaðið - 31.05.2012, Síða 44
FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 152. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Andlát: Jóhannes Guðmundsson
2. 125 milljóna glæsivillan seld
3. Dæmd fyrir að slá son sinn
4. Unnu í 577 tíma
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Gullkistan leikur fyrir dansi á Sum-
arfagnaði Kringlukrárinnar annað
kvöld og laugardagskvöld kl. 23.30.
Gullkistuna skipa Ásgeir Óskarsson,
Gunnar Þórðarson, Jón Ólafsson og
Óttar Felix Hauksson. Allar konur fá
frítt inn fyrir miðnætti og fordrykk.
Gullkistan leikur fyr-
ir dansi á Kringlukrá
Álfagarðurinn í
Hellisgerði í Hafn-
arfirði hefur gefið
út bókina Hvað
þarf til að sjá álf?
eftir álfinn Fróða
sem býr í Hellis-
gerði. Í bókinni
eru myndir eftir
Ragnhildi Jóns-
dóttur sjáanda, sem skráði bókina
eftir Fróða. Í kvöld kl. 20 mun Ragn-
hildur kynna álfinn og lesa upp úr
bók hans við Álfagarðinn.
Hvað þarf til að sjá
álf? eftir álfinn Fróða
Síðasta sýning á Ævintýrum
Múnkhásens í uppsetningu Gaflara-
leikhússins verður í dag kl. 18. Leik-
ararnir Gunnar Helgason og Magnús
Guðmundsson fara með hlutverk
Múnkhásens á ólíkum aldri.
Leikstjóri er Ágústa
Skúladóttir. Sýn-
ingin er hluti af
Björtum dög-
um, menn-
ingarhátíð
Hafnar-
fjarðar.
Ævintýri Múnk-
hásens í síðasta sinn
Á föstudag, laugardag og sunnudag (sjómannadagurinn) Hæg
breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað, sums staðar þokuloft
við sjávarsíðuna. Hiti 11 til 20 stig, hlýjast inn til landsins.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri eða hafgola. Sums staðar þoku-
bakkar við sjóinn. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum vestantil.
VEÐUR
Frábær sigur á einu besta
liði heims, Spánverjum, á
Hlíðarenda í gærkvöld
þýðir að Ísland á enn
raunhæfa möguleika á að
komast í úrslitakeppni
Evrópumóts kvenna í
handknattleik. Ísland sigr-
aði, 21:18, eftir magnaðan
kafla í seinni hálfleik en
þarf nú að fara til Úkraínu
og vinna þar annan
þriggja marka sigur á
sunnudaginn. »1-3
Frábær sigur og
EM enn möguleiki
Margrét Lára Viðarsdóttir fékk að
vita nokkrum klukkustundum eftir að
hún varð þýskur meistari að hún yrði
ekki áfram leik-
maður Turbine
Potsdam. „Ég
tel mig eiga
mikið inni
og er von-
andi
ekki á
leið
heim al-
veg
strax,“
segir
Margrét
sem stefnir
ótrauð að því að
halda áfram í at-
vinnumennsku er-
lendis. »2
„Ég er vonandi ekki á
leið heim alveg strax“
Ólafur Bjarki Ragnarsson, lykilmaður
í Íslandsmeistaraliði HK í handknatt-
leik og besti leikmaðurinn á Íslands-
mótinu í vetur, er búinn að semja við
þýska félagið Emsdetten. „Það er
flott að fara aftur út núna og taka
næsta skref,“ segir Ólafur Bjarki sem
stefnir að því að komast með liðinu
upp í efstu deildina í Þýskalandi. »1
Ólafur Bjarki fer
aftur til Þýskalands
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Risarnir á bjórmarkaðinum, Vífil-
fell og Ölgerðin, hafa nánast einok-
að framboð bjórs á krám og
veitingastöðum landsins, en á
morgun fá þeir samkeppni frá
Gæðingi, brugghúsi í Útvík í
Skagafirði, sem opnar nýja krá,
Micro-bar, við Austurstræti 6 í
Reykjavík. Þar verður meðal ann-
ars boðið upp á kranabjór frá ör-
brugghúsunum þremur, Gæðingi,
bruggverksmiðjunni Kalda á Ár-
skógsströnd og Ölvisholti brugg-
húsi í Flóahreppi.
Eigin bar eina lausnin
Árni Hafstað, eigandi Gæðings,
segist hafa stofnað brugghúsið í
febrúar í fyrra til þess að bjóða
upp á nýjar og spennandi bjórteg-
undir og auka þannig flóruna í
bjórmenningunni. Kranabjór frá
brugghúsinu hafi fengist á Íslenska
barnum í Pósthússtræti þar til eig-
endaskipti hafi orðið þar fyrir
skömmu og því ekki um annað að
ræða en að opna eigin stað til að
koma vörunni á framfæri annars
staðar en í verslunum ÁTVR.
„Þetta var eiginlega eini barinn
sem leyfði sér að taka kranabjór
frá öðrum en hinum tveimur stóru,
þeir voru með kranabjór frá okkur
og Kalda,“ segir Árni um fram-
boðið á Íslenska barnum. „Síðan
var skipt um eigendur og inn kom
Vífilfellsmaður. Okkur var hent út
ásamt Kalda-mönnum, ég athugaði
hvaða húsnæði væri laust í bænum
og datt niður á þetta.“
Fyrir utan árstíðabundnar bjór-
tegundir á þorra, páskum og um
jól framleiðir Árni þrjár
tegundir og sú fjórða er
væntanleg 1. júlí. Hann
verður með átta krana á
nýja staðnum og auk
þess flöskubjór frá ís-
lensku örbrugghúsunum, sem og
frá Belgíu, Danmörku, Skotlandi og
víðar.
„Þetta er mjög spennandi,“ segir
Árni um nýja barinn og segir nauð-
synlegt að geta selt eigin kranabjór
því mikið umstang og meiri kostn-
aður fylgi flöskubjórnum.
Gengið er inn á barinn frá Veltu-
sundi og leigusamningurinn verður
endurskoðaður eftir ár. „Þá sé ég
hvort þetta gengur eða ekki eftir
að hafa fleytt rjómann af besta
tímabilinu og þreyð þorrann,“ segir
Árni um væntanlega samkeppni við
risana tvo. „Ég stefni ekki að því
að fella þá en við sem stöndum að
örbrugghúsunum viljum vera með
og Micro-bar á að vera mekka fyrir
þá sem vilja fá sér bjór.“
Minni brugghúsin minna á sig
Bjór frá ör-
brugghúsunum á
bar í Austurstræti
Morgunblaðið/Eggert
Framboð Kranabjór frá örbrugghúsunum þremur verður til sölu hjá Árna Hafstað á nýja barnum í Austurstræti.
fólk, selur heyrnartæki og sinnir
viðkomandi þjónustu.
Síðan í febrúar í fyrra hefur
hann rekið brugghúsið og nú bæt-
ist barinn við. „Það er svolítið
stress núna í kringum baropnun-
ina en þetta er allt gaman,“ segir
hann.
Brugghúsið er breskt að upp-
runa og bjórinn, lager, stout og
pale ale, stílfærður og heima-
tilbúinn, að sögn Árna.
Róbótafjós og heyrnarmæling
ÁRNI HAFSTAÐ SINNIR MÖRGUM STÖRFUM
Árni Hafstað rekur mjólkurbú í Út-
vík, hann er með um 60 mjólkurkýr
og var fyrstur til þess að koma sér
upp róbótafjósi í Skagafirði, gerði
það í nóvember 2003. Hann er líka
heyrnar- og talmeinafræðingur,
reyndar hættur að
starfa sem talmeina-
fræðingur en vinnur
sem heyrnarfræð-
ingur, þvælist um
landið, heyrnarmælir