Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Til meðferðar er hjá innanríkisráðu- neytinu kæra frá foreldrum barna í Hamra- og Húsaskóla í Grafarvogi vegna fyrirhugaðrar sameiningar unglingadeilda skólanna við Folda- skóla. Vísaði menntamálaráðuneytið erindi foreldra þangað þar sem inn- anríkisráðuneytið hefur stjórnsýslu- eftirlit með starfsemi grunnskóla. Foreldrarnir telja að ekki hafi ver- ið staðið að undirbúningi sameining- arinnar eins og lög og reglur kveði á um. Innanríkisráðuneytið hefur fengið frekari gögn frá foreldrunum og líklega verður kallað eftir frekari gögnum áður en úrskurður liggur fyrir. Samkvæmt upplýsingum úr innan- ríkisráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær niðurstöðu er að vænta, það geti þó tekið vikur eða mánuði. Hins vegar er búist við úrskurði frá ráðuneytinu í næstu viku varð- andi kæru vegna sameininga nokk- urra leik- og grunnskóla sem sam- þykktar voru í borgarstjórn í apríl 2011. Sameiningar unglingadeilda grunnskóla í sunnanverðum Grafar- vogi voru ekki hluti af þeirri kæru. Sumar af þessum sameiningum urðu að veruleika um síðustu áramót, eins og samruni Korpu- og Víkurskóla annars vegar og Borga- og Engja- skóli hins vegar. Keyrt í gegn af meirihlutanum Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur Jón Gnarr borgarstjóri svarað foreldrunum í Hamra- og Húsahverfi á þá lund að fyrirhugaður samruni í Grafarvogi standi og komi til framkvæmda í haust. Engin rök hafi komið fram sem réttlæti að borg- in hætti við áform sín. Við þessi svör eru foreldrar mjög ósáttir og var haft eftir talsmanni þeirra í blaðinu í gær að vilji nær allra foreldra barna í skólunum, eða um 90%, skipti borg- ina greinilega engu máli. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skóla- og frístundaráði. Hann segir allt líta út fyrir að málið verði keyrt í gegn hjá meirihlutanum í borgar- stjórn þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa í hverfunum og andstöðu meira en 90% foreldra barna í þessum skól- um. Greinilega eigi ekkert að hlusta á þessar raddir. Einnig stendur til að flytja Hamra- setur úr Hamraskóla yfir í Folda- skóla, en það er sérdeild fyrir ein- hverfa nemendur. Bendir Kjartan á að foreldrafélög Hamraskóla og Foldaskóla hafi í umsögnum sínum um sameininguna gert athugasemdir við þennan flutning og dregið í efa að nægur tími sé til undirbúnings á flutningnum fyrir næsta skólaár. „Þetta mál allt saman sýnir betur en margt annað að þau orð sem komu fram í samstarfsyfirlýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar, um aukið samráð og aðkomu foreldra að lykilákvörðunum í skólamálum, hafa reynst innantóm og merkingarlaus. Það ber ekki mikið á íbúalýðræði í þessu, málið er keyrt í gegn án þess að leggjast í neina athugun á afleið- ingum og kostnaði við samein- inguna,“ segir Kjartan og efast stór- lega um að markmið um hagræðingu við sameininguna nái fram að ganga. Ætlaður sparnaður sé heldur ekki mikill. Spurningum ekki svarað Bendir Kjartan á að fjölmargir að- ilar, m.a. menntamálaráðuneytið, hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið vel að verki staðið í undirbúningnum. Margs konar regl- ur í breytingastjórnun hafi t.d. verið hunsaðar. Kjartan tók málið upp í borgar- stjórn í síðustu viku og þar lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram bókun þar sem sameiningin og flutningur Hamraseturs voru harð- lega gagnrýnd. Tillaga um að setja málið í sáttafarveg var felld af meiri- hlutanum. Að sögn Kjartans tóku fulltrúar meirihlutans ekki þátt í þessari umræðu og þannig hafi formaður skóla- og frístunda- ráðs, Oddný Sturludóttir, ekki svarað neinum spurningum sem að henni var beint á fundi borg- arstjórnar. „Þegar slíkt gerist er fokið í flest skjól. Á hvaða vettvangi verður þá hægt að taka mál upp, ef ekki á borgarstjórn- arfundum?“ spyr Kjartan, sem hyggst fylgjast vel með mál- inu áfram. Kæra foreldra til meðferðar  Innanríkisráðuneytið fjallar um kæru frá foreldrum vegna samruna unglingadeilda Hamra- og Húsa- skóla við Foldaskóla  Úrskurðar ráðuneytisins að vænta um nokkrar skólasameiningar í Reykjavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Foreldrar Mikil andstaða hefur verið við áform borgarinnar um samruna unglingadeilda í sunnanverðum Grafar- vogi. Kynningarfundir voru haldnir í vetur þar sem fjöldi foreldra mætti og borgarfulltrúar sátu fyrir svörum. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Kolabarinn 4ðu hæð Hörpu opinn fyrir og eftir sýningu Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu – Borðapantanir 519 9700 info@kolabrautin.is – www.kolabrautin.is Ekki náðist tal af Jóni Gnarr borgarstjóra í gær en að sögn Björns Blöndals, aðstoð- armanns borgarstjóra, er engu að bæta við það bréf sem borg- arstjóri sendi foreldrum barna í Hamra- og Húsaskóla. Þar segir Jón Gnarr m.a. að safnskóli í Foldaskóla sé „afar góður kost- ur fyrir unglingana í hverfinu, auk þess sem hann mun skila hagræðingu í skólamálum borg- arinnar í heild“. Síðan telur Jón upp helstu röksemdir borgarinnar fyrir safnskóla í sunnanverðum Graf- arvogi. Fámennar unglinga- deildir séu í þessum skólum í dag. Bjóða mætti upp á aukið framboð af valgreinum á ungl- ingastigi og með því að byggja upp sterka unglingadeild í Foldaskóla mætti efla og styrkja unglingamenningu í hverfinu. Borgarstjóri segir góða fé- lagsaðstöðu vera í Foldaskóla fyrir unglinga og með sameig- inlegu félags- og forvarnastarfi fyrir alla nemendur á svæðinu megi vænta góðs árangurs. Þá segir hann að með einni fjölmennri unglingadeild verði sérhæfing kennara meiri, „sem eykur líkur á dýpri fagþekkingu þeirra og sérhæfingu í kennslu, nemendum til hags- bóta“. Loks biður Jón foreldrana að vinna að samein- ingunni með já- kvæðum huga. Sameiningin góður kostur ÚR BRÉFI BORGARSTJÓRA Jón Gnarr Úthlutað var í gær úr Skólasafna- sjóði til bókasafna 40 grunnskóla um allt land. Skólasafnasjóði var komið á lagg- irnar árið 2010 til að bregðast við bágri stöðu skólabókasafna á Íslandi í kjölfar efnahagsþrenginganna. Fé í hann er safnað með verkefninu „Ávísun á lestur“ sem dreift er til allra heimila landsins í Viku bókar- innar. Hver ávísun gildir sem 1.000 króna afsláttur við bókakaup og þá renna 100 krónur í sjóðinn. Vonir standa til að ein milljón króna safnist á þennan hátt, að því er fram kemur í tilkynningu. Í gær lagði Arion banki eina milljón í sjóðinn til viðbótar. Brynhildur Þórarinsdóttir, stjórn- arformaður Barnabókastofu á Akur- eyri, flutti tölu við afhendinguna og fór yfir rannsóknir sínar á stöðu skólabókasafna og mikilvægi þeirra til að efla læsi á Íslandi en minnkandi lestrarkunnátta íslenskra barna hef- ur verið mikið í fréttum undanfarin misseri. Benedikt Kristjánsson, stjórnarformaður Skólasafnasjóðs, tók við styrknum úr hendi Höskuld- ar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. Styrkir Benedikt Kristjánsson, Brynhildur Þórarinsdóttir og Höskuldur Ólafsson við afhendingu styrkja til bókasafna. Styrkir veittir til skólabókasafna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.