Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Sá sem rýfur lögin rýfur friðinn. Sá sem rýfur sáttina rýfur frið- inn sömuleiðis. Ef lögin virða ekki sáttina virða þau ekki friðinn. Dag- lega og oft á dag hefur sáttin verið rofin í skuldauppgjöri heim- ilanna, lögin hafa verið rofin og friðurinn hefur verið rofinn. Það er farið fram með blekk- ingu og falsi, síðan eru hótanir og ógnanir og að lokum eru eignir teknar af fólki með ólögmætum hætti. Ógnin kemur að ofan Árið 1962 sýndi bandaríski sál- fræðingurinn Milgram fram á það að fólk gaf öðrum banvænan straum, ef því einfaldlega var sagt að gera það af einhverjum í hvítum slopp. Það stoppuðu fáir og spurðu einfaldrar spurningar eins og hvort þetta gæti drepið fólk. Þetta var í framhaldi af rannsóknum bandarísks sálfræð- ings sem hét Asch, sem sýndi fram á það að ef einstaklingur er settur í þá stöðu að velja á milli þess að segja rétt frá í andstöðu annarra eða segja rangt frá eins og allir hinir, þá reynist félagslegi þrýstingurinn í langflestum til- fellum svo sterkur að einstakling- urinn kýs að segja rangt frá. Núna er stór hluti þjóð- arinnar í lifandi tilraun þar sem blekkingu er beitt til að telja þeim trú um að þau skuldi svo og svo mikið. Ef þau malda í móinn er þeim hótað og ef þau ganga ekki að afarkostum eru eignir teknar af þeim. Það er ekki verið að hirða um að fara að réttum lögum, heldur er gert það sem hentar. Samráð um að halda uppi verði á fasteignum og falsa 110% leiðina Lánastofnanir eiga fleiri þús- undir eigna og setja ekki í sölu. Þannig er eignaverði haldið uppi og gert að fölsku viðmiði þegar eignin er verðmetin í 110% leið- inni. Ef frjáls eignamyndun væri á markaði mætti ætla að eignir væru töluvert ódýrari en þær eru í dag. Einnig eru settir að jöfnu einstaklingar sem hafa borgað skilvíslega af sínum lánum og hinir sem hafa ekki borgað neitt í 4 ár. Þetta er ójöfnuður og mikil ósátt fyrir hinn skilvísa og nið- urlægjandi framkoma. Um framsalsáritun og umboð til að framselja lán til annarra aðila Það er ekki víst að gömlu bönk- unum hafi verið frjálst að afhenda nýju bönkunum lánin, nema með formlegum hætti. Í því sambandi er ekki ljóst að innheimtan stand- ist þar sem ekki var hirt um að fara að lögum við yfirfærsluna. Lánasamningar eru gerðir þar sem lögin eru höfð að fífli T.d. skal tilgreina fjárhæð veð- kröfu í skjalinu sem stofnar til veðréttar. Það er ekki víst að vísi- tölubinding lána sé lögleg. Lög um framsöl og áritanir eru ekki virt. Nú man enginn eftir lögum um greiðslujöfnun fasteignaveðlána frá 1985. Það skiptir ekki máli hvort löggerningar eru gildir eða ógildir eftir lögum, heldur bara gerir hver sem honum hentar. Allt virðist vera gilt þegar kemur að aðför eða nauðungarsölu hjá sýslumanni. Ógnin ein ræður. Fjármálakerfið og stjórnvöld beita falsi og blekkingum til að belgja út skuldastöður Það eru lög um hvernig eigi að gæta hagsmuna í árekstrum banka og almennings, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðs- setningu og um upplýsingagjöf til viðskiptavina, en það er bara ekki farið eftir þessum lögum, ekki frekar en lögum um samninga og vitneskju aðila á markaði. Stjórn- völd eru í ákafa að skoða hvaða lög gilda hér og í Evrópusam- bandinu, en hafa minni áhuga á því hvort það sé farið eftir þeim lögum eða ekki, því það hafa verið staðfest hér Evrópulög þar sem réttur einstaklinganna er marg- brotinn, en ógnin ein er látin ráða. Sáttin hefur verið rofin. Lögin hafa verið rofin. Friðurinn hefur verið rofinn Það er ljóst að fjármálakerfið virðir ekki sáttina, heldur ræður hve mikið má plokka af hverjum og einum, en sumir einstaklingar og fyrirtæki halda sínum hlutum oft óskertum. Ójöfnuðurinn og ógagnsæið ræður. Lögmenn, stjórnmálamenn og aðrir virðast gera sér hrunið og þraut- araðstæður fólks að féþúfu. Þeim er sama hvað er satt eða rétt, eina sem virðist gilda fyrir þá er að gera sér sem mestan mat úr þessu. Ákaflega eru þetta sís- vangar stéttir, lögmenn og stjórn- málamenn. Ætlast þeir til að ein- hver muni bera virðingu fyrir þeim að lokum, ef þeir bera enga virðingu fyrir þjóðfélaginu? Stjórnvöld horfa til hliðar og taka stöðu gegn almenningi Stjórnvöld eiga stærstan hluta skuldanna og hlúa að skjaldborg um erlenda áhættusjóði en sinna ekki heimilunum. Harkan í aðför- inni að almenningi er slík að öll lög og reglur í samskiptum eru brotnar eins og dæmin sýna. Yfirvöld virðast ekki taka mark á lögum Það virðist ekki vera að sjá að lög um þinglýsingar, aðfarir, samningsveð, um meðferð einka- mála, um nauðungarsölur, um lög- tak, um lögbann, um samningsveð í fasteignum, um neytendakaup, um neytendalán eða réttaraðstoð við einstaklinga þurfi endilega að virða, heldur gilda hér lögmálin sem bandarísku sálfræðingarnir rannsökuðu. Ef nógu margir segja að lögin gildi ekki þá gilda þau ekki, og það má ganga að fólkinu með ógnina að vopni. Ef einhver í hvítum slopp segir að það sé í lagi. En það er ekki í lagi! Stjórnvöld verða að átta sig á því til hvers er ætlast af þeim. Ef það verður engin sátt sköpuð, gilda engin lög né siðir og það verður enginn friður. Ógnin kemur að ofan Eftir Björn Óskar Vernharðsson » Sá sem rýfur lögin rýfur friðinn. Sá sem rýfur sáttina rýfur friðinn sömuleiðis. Ógnunum, blekkingum og falsi er beitt í skulda- uppgjöri við heimilin. Björn Óskar Vernharðsson Höfundur er sálfræðingur. Leikfélag Reykjavíkur setur nú upp þekktasta leikrit írska nóbelsverðlaunaskáldsins Samuels Becketts. Líklega hefur ekkert eitt leikrit eftir erlendan höfund haft eins mikil áhrif á íslenskar leikbókmenntir síðan um miðja síðustu öld og þetta verk, enda hefur það oft verið flutt hér á landi. Síðast var það gert í Borg- arleikhúsinu árið 2002. Þá fóru þeir Hilmir Snær og Benedikt Erlingsson með aðalhlutverkin og uppfærslan var hefðbundin í þeim skilningi að karlleikarar fóru með hlutverkin í samræmi við venju- lega kynningu og aðgreiningu í persónur og leikendur. Að þessu sinni á kvenfélagið Garpur aðild að sýningunni, sem er í leikstjórn Kristínar Jóhann- esdóttur og það hefur haft í för með sér að reglur sem Beckett setti þessu verki hafa verið brotn- ar, eða hvað? Þetta er þó gert undir rós með tengipersónum, e.t.v. af tilitssemi við ströng fyr- irmæli hins látna lárviðarskálds. Þetta inngrip í verkið undir- strikar kómíska vídd þess og dregur alls ekki úr áhrifamætti þess, heldur vísar það á skyld- leika þess við grínleikarapör reví- anna og þöglu kvikmyndanna, sem eins og allir vita áttu sér tragíkómískar skírskotanir í bland við þjóðfélagsádeilu. Hattur Chaplins spilar þarna hlutverk og svo illa lykt- andi skórnir sem særa. Staf- urinn er þarna, en hann hefur umbreyst í svipu. Þessir hlutir tilheyra sviðsmyndinni sem skilgreinir tilvist mannsins á afmörkuðum stað á jörðinni undir tungli og sól. Þar er líka lífsins tré sem í fyrri hluta verksins er visið, enda löngu búið að eta af því alla for- boðnu ávextina. Persónurnar fjór- ar eru fulltrúar þess firrta mann- kyns sem þjáist vegna fjarveru Guðs sem beðið er eftir í nafni Godots. Þær túlka hrátt valdið, veikleika mannanna og ömurleika ofbeldisins í hárfínum orða- leikjum og svipbrigðum milli þéttra þagna. Orðaleikir eru fyrirbæri sem hafa orðið til einhvers staðar á milli bældra hugsana og dans í víðum skilningi þess orðs. Bent hefur verið á að verkið allt sé hugsað eins og tónlistarverk og ef svo er eru allar hreyfingarnar á sviðinu eins konar dans við þá tónlist. Magían í verkinu er að hluta til vegna bannsins við að flytja hvers konar tónlist sem stef í verkinu. Allt rennur þetta saman á stundum í ósundurgreinda kös mannlegrar niðurlægingar, en auk nafnsins Godot eru ýmsar biblíulegar skírskotanir í þessu verki. Jesús er ákallaður sem frelsari og vandræðagemlingarnir tveir skírskota til ræningjanna á krossinum og vita að annar þeirra iðraðist. Ákallið: „Miskunna þú mér“ stígur til himins og þarna er steinninn sem Estragon leggur höfuð sitt á þegar hann vill sofna í óþolandi biðinni. Godot kemur þó ekki til hans í svefni eins og til Jakobs forðum, sem sá himnastig- ann í draumi. Í staðinn fær Estragon hræðilegar martraðir sem Vladimir samferðamaður hans og félagi neitar honum um að létta af sér. Kannske er það einmitt þess vegna sem það verð- ur nokkuð ljóst að Godot kemur ekki. Tenginguna vantar. Godot sendir engla sína niður á þetta svið í tvígang til að afboða sig. Ekki er efast um að hann sé til og það fara sögur af því að hann sé með hvítt skegg. Grátbroslegir karakterarnir létta áhorfendum biðina með því að ögra umgjörð verksins, stíga út fyrir hana og ávarpa leik- húsgesti eins og til að stytta þeim stundir, gera þeim biðina bæri- legri. Þannig konfronteraði Estragon gagnrýnandann Jón Viðar sem sat alsaklaus meðal áhorfenda og hann veittist góðlát- lega að fyrrverandi forsætisráð- herrafrú sem var á leiðinni út úr leikhúsinu eftir góða frumsýn- ingu. Beckett hefði orðið miður sín ef hann hefði horft upp á þetta og sett lögbann á sýn- inguna. En óhætt er að fullyrða að Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir hafi far- ið á kostum og hér skal mælt ein- dregið með þessari sýningu sem er Borgarleikhúsinu og kvenfélag- inu Garpi til mikils sóma. PÉTUR PÉTURSSON, prófessor í guðfræði við HÍ. Hann er fv. fréttaritari og ritdómari hjá Mbl. Brotinn stigi: 1M28, 1-22. Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsinu Frá Pétri Péturssyni Pétur Pétursson Bréf til blaðsins Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Fjallalamb á framandi máta Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk, ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu 2.690 kr. Hálendis spjótNÝTT Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.