Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Þannig hljóðaði fyr- irsögn á forsíðu Mbl. nýlega, þar sem rætt var við Maríu Guð- mundsdóttur, 18 ára skíðalandsliðskonu, sem varð fyrir því óhappi að slasast á hné í skíðakeppni á Akureyri í dymbilviku. Ástæða er til að óska hinni efnilegu skíða- konu góðs bata og að hún geti sem fyrst aftur tekið til við að sinna áhugamáli sínu. En fyrirsögnin vakti hjá undirrituðum spurningar um gildismat og forgangsröðun í sam- félaginu. Það eru nefnilega svo marg- ir um þessar mundir sem geta sagt eitthvað svipað og skíða- konan unga, að þeim líði bara ömurlega. Snemma árs var líkn- ardeild fyrir aldrað, langveikt fólk á Landa- koti lokað og sjúkling- arnir, níu að tölu, fluttir „hreppaflutningum“ í ýmsar áttir, sumir á líknardeildina í Kópa- vogi, aðrir eitthvað ann- að. Ekki er ólíklegt, að einhverju af þessu aldr- aða fólki hafi liðið illa við flutninginn og raskið, sem honum fylgdi, líka aðstandendum þess. Það er slæmt fyrir gamalt, veikt fólk að skipta oft um dvalarstað. Spurði ein- hver um það, hvernig því liði? Ég minnist þess ekki að hafa séð í Mbl. eða annars staðar viðtal við neinn þeirra einstaklinga, sem hér áttu hlut að máli. Þótti það ekki nógu frétt- næmt? Íþróttafólk, einkum í keppnisíþróttum, nýtur mikillar og verðskuldaðrar hylli í samfélaginu í dag. Fjölmiðlar fylgjast grannt með því og greina ítarlega frá, ef eitthvert minnsta óhapp hendir. Íþróttafólk á sér sterkt bakland og miklir fjár- munir fara um hendur íþróttafélaga. Öðru máli gegnir um hina öldruðu. Þeir eiga sér formælendur fáa og eru komnir upp á náð annarra. Aldraðir eru ekki kröfugerðarhópur á Íslandi. Þess vegna er það líka of algengt, að þegar spara þarf í heilbrigðiskerfinu, þá er byrjað á að þrengja að öldr- uðum og sjúkum, þeim sem síst geta borið hönd fyrir höfuð sér. Þar virð- ist gilda einu, hvaða ríkisstjórn situr við völd eða við hvað hún kennir sig. Það þykir ekki fínt að vera gamall. Æskudýrkun er mikil og hennar gætir hvarvetna í þjóðlífinu. Þó er það að eldast það sem bíður okkar og flestir reikna með. Þjóðin er líka allt- af að eldast. Víst skal því ekki gleymt, sem gert er fyrir aldraða, og það ber að þakka. Fjölmiðlarnir end- urspegla þetta viðhorf. Þeir fjalla um það, sem fólk vill sjá og heyra, og birta myndir og viðtöl í samræmi við það. Samfélagsleg ábyrgð þeirra er mikil sem okkar allra að viðhalda góðu og réttlátu þjóðfélagi, þar sem allir eiga sinn rétt, ungir sem gamlir, og sem fæstum þarf að líða öm- urlega. „Mér líður bara ömurlega“ Eftir Ólaf Hallgrímsson »En stundum virðist sem aldraðir séu álitnir eins konar af- gangsstærð, sem hægt sé að ráðskast með að vild, kynslóðir, sem við eigum að þakka þau lífs- kjör og gæði, sem við njótum í dag. Ólafur Þ. Hallgrímsson Höfundur er fyrrv. sóknarprestur. Þegar depurð eykst vex markaður fyrir trúða. Furðuflokkar tilkynna framboð til Al- þingis. Loforð þeirra eru glæst, m.a. skatt- frelsi og tollfrelsi, en ríkissjóður á að lifa á veltunni, sem verður að sögn umtalsvert meiri. Meðal forystumanna þeirra er fólk sem hef- ur tæplega haft stjórn á eigin lífi, en vill nú komast að kjötkatlinum. Það sama á við um forsetaframboð, marg- ir frambjóðenda þekkja ekki stjórn- skipun landsins og er frambjóðandi ríkisstjórnarinnar þar á meðal. Und- irritaður hugleiðir framboð og að lofa að fara í hungurverkfall, ef hann nær á Bessastaði, þangað til að Alþingi hefur uppfyllt allar óskir. Ástandið Ríkisstjórnin hefur ekki meirihluta í nokkru máli og hrekst undan eins og tómur plastpoki í vindi. Hún vonast eftir að berast með vindinum út kjör- tímabilið. Þetta er ákaflega skaðlegt. Frumvarp hennar um stjórn fiskveiða vegur að undirstöðum samfélagsins. Margir spekingar eru fengnir til að reikna út afleiðingarnar og eru allir sammála um að það er afar skaðlegt. Þeir átta sig ekki á að þetta frumvarp er bara tilraun gamals komma til að þjóðnýta fiskveiðarnar. Flestir sem eldri eru en tvævetur muna þann tíma er bæjarútgerðir víða um land ráku togara og fiskvinnslur. Síldarverk- smiðjur ríkisins bræddu uppsjáv- arfisk og úrgang. Þetta var afleiðing af kreppunni miklu á 4. áratugnum. Þaðan hafa kommarnir fordæmin. Seðlabankinn hefur tekið frumkvæði með því að leiða annað stærsta út- gerðarfyrirtæki landsins í gapastokk. Bankinn hefur safnað snjóhengju að höfði sér sem er nú sögð yfir 1.000 milljaðar. Hengjan er því miður hryggjarstykkið í lausa- fjárstöðu bankanna og fjármálastöðugleika er hætta búin ef gengið er hratt fram í að losa um gjaldeyrishöftin. Angist hinna örvingluðu Örþrifaráðin eru nær- tæk hinum örvingluðu. Þeir tala um að taka upp erlenda mynt í stað krónunnar. Unnt er að fara illa með efnahags- og atvinnulíf þó að erlend mynt sé til staðar og kjarni málsins er sá að ef vel er haldið á ríkisfjármálum og peningamálum vegnar hvaða gjaldmiðli sem við not- um vel. Að taka upp aðra mynt er til- gangslaust meðan stjórnmálamenn vilja uppfylla óskir með verðbólgu. Ríkisstjórnin er án meðvitundar í öndunarvél. Forsætisráðherrann hef- ur ekki burði til að vera leiðtogi landsins. Það væri miskunnarverk að kippa vélinni úr sambandi. Atvinna og velferð Ísland þarf nauðsynlega á sókn að halda í atvinnumálum. Við eigum vinnufúsar hendur og auðlindir sem eru vannýttar. Ríkisstjórn sem snýst í hringi og kemst hvorki lönd né strönd vegna sundurlyndis og skorts á framtíðarsýn verður að fara frá hið fyrsta. Munum að þegar Júdas hafði svikið frelsara sinn sá hann sóma sinn í að hengja sig. Ef Jóhanna ryfi þing og boðaði til kosninga í vor væri hún loksins að vinna fólkinu gagn. Hennar tími kom og hennar tími er liðinn. Flotið að ósi feigðar Eftir Elías Kristjánsson Elías Kristjánsson » Þeir átta sig ekki á að þetta frumvarp er bara tilraun gamals komma til að þjóðnýta fiskveiðarnar. Höfundur er ráðgjafi. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og trygg- ir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda grein- ar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, og Þekkingarnet Þing- eyinga bjóða til morgunverðar- fundar um sjálfbæra þróun og sjálfbærniverkefnið á Austurlandi. Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Lands- virkjunar var sett á laggirnar til að fylgjast með áhrifum framkvæmda og starfsemi álvers og virkjunar á samfélag, umhverfi og efnahag á Austurlandi. Á fundinum verður leitast við að skýra hugtök eins og sjálfbæra þróun og samfélagsábyrgð auk þess að skoða hvernig til hefur tekist með sjálfbærniverkefnið á Austurlandi. DAGSKRÁ: 08:30 Setning fundar Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu 08:35 Hvað er sjálfbær þróun? Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í umhverfis- og auðlindafræðum HÍ 08:55 Sjálfbærniverkefnið á Austurlandi Guðlaug Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga 09:25 Sjónarhorn samfélagsins Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs 09:40-10:00 Pallborðsumræður Með þátttöku fyrirlesara Aðgangur er ókeypis. Húsið opnar kl. 8:00 og boðið verður upp á léttan morgunverð. Skráning á www.sjalfbaerni.is MORGUNVERÐARFUNDUR 15. maí á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Þingsal 3 Samfélagsábyrgð ...frá hugmyndafræði til aðgerða DIMMUHVARF 11 - KÓPAVOGUR Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Til sölu 1.415 fermetra eignarlóð (hornlóð) við Dimmuhvarf 11 í Kópavogi. Leyfilegt að byggja einbýli, hesthús og eða vinnustofu. Frábær staðsetning og útsýni í grónuhverfi Verð 17,5 millj. Helgi Jón gefur upplýsingar í síma 893-2233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.