Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 ✝ Anna Óskfæddist í Viðey 8. ágúst 1921. Hún lést á Droplaugar- stöðum 3. maí 2012. Foreldrar: Sig- urður Friðrik Jó- hannesson, f. 10.7. 1898, d. 22.12. 1980, bifreiðastjóri og Bjarnína Krist- rún Sigmunds- dóttir, f. 29.6. 1895, d. 3.11. 1932, húsmóðir. Alsystkini: Sig- urður, f. 8.11. 1925, d. 27.3. 1997; Unnur, f. 25.2. 1928. Hálf- systkini samfeðra: Bjarnína Kristrún, f. 26.9. 1934, d. 30.11. 1935; Ásta Nína, f. 14.2. 1937; Bragi Hrafn, f. 9.12. 1938. Skúli; Ingibjörg Margrét, f. 1948, gift Sigurði Erni Krist- jánssyni, dóttir þeirra er Anna Ósk. Anna Mjöll, f. 1956, dóttir hennar er Birna Ósk. Kristinn Már, f. 1957, kvæntur Dagnýju Þórólfsdóttur, börn þeirra eru Hlynur, Valgerður og Unnur Ósk; Brynjar Karlsson, f. 1964, sambýliskona Cristina Gonzalez Serrano. Anna Ósk fæddist í Viðey en fluttist á þriðja ári með for- eldrum sínum til Reykjavíkur og hefur búið þar og á Seltjarn- arnesi síðan. Hún gekk í Aust- urbæjarskólann og Kvennaskól- ann í Reykjavík. Á yngri árum starfaði hún við neta-hnýtingu og hanskasaum. Eftir lát eig- inmanns síns starfaði hún hjá Krabbameinsfélaginu og var meðal annars matráðskona á pósthúsinu og lögreglustöðinni í Reykjavík. Útför Önnu Óskar fer fram frá Neskirkju í dag, 10. maí 2012, og hefst kl. 13. Anna Ósk giftist 5.3. 1942 Karli Sig- urðssyni, f. 22.11. 1919, d. 3.7. 1965, pípulagningameist- ara og leikara. Foreldrar hans voru Sigurður Sóf- us Karlsson, f. 18.8. 1894, d. 30.9. 1971, og k.h. Vigdís Ingi- björg Bachmann Jónsdóttir, 7.3. 1896, d. 21.8. 1957. Börn Önnu Óskar og Karls eru Birna Soffía, f. 1942, börn hennar eru Kolbrún Anna, Hjördís Unnur og Karl Pétur; Sigurður, f. 1946, sambýliskona Guðrún Erla Gunnarsdóttir, börn hans eru Elín, Karl og Þegar ég var lítil fannst mér ég ekki eiga venjulega ömmu. Amma mín var bara mamma hans Binna frænda, sem var heilu ári yngri en ég, og allra systkinanna á Tjarnarstígnum. Hún var útivinnandi einstæð móðir. Keyrði um á rauðum Skoda og eldaði nýtískumat í bland við hefðbundinn. Hún veggfóðraði, prjónaði á prjóna- vél og gerði við pústið á Skód- anum með garnspotta. Engin venjuleg amma. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn, sem jafnframt var fyrsta barnabarnabarn ömmu, sá ég ömmu í nýju ljósi. Meira svona ömmulega. Þegar ég nefndi við hana að ég þyrfti að setja litlu stelpuna mína til dagmömmu sagði hún: „Hvaða vitleysa. Þú ferð ekkert að setja barnið til ókunnugra, ég kem bara.“ Þar með var það ákveðið og afgreitt mál. Amma kom bara. Í fimm ár gætti hún Nínu minnar, gaf henni hafra- graut og hollustu en þó um- fram allt umhyggju og athygli. Engin venjuleg langamma. Amma mín varð ekkja rúm- lega fertug, nýbúin að eignast sitt sjötta barn. Hún fór út á vinnumarkaðinn, sinnti börnum og búi, stóð hnarreist í lífsins ólgusjó. Barlómur var ekki hennar stíll. Æðruleysið algert. Engin venjuleg kona. Ég hef aldrei kynnst jafn- miklum töffara og henni ömmu. Lífið fór ekkert sérstaklega mjúkum höndum um hana en hún kvartaði aldrei. Hún kall- aði okkur krakkana oft ræfils- tuskur, en einhvern veginn var það fallegt. Já hún var töffari í bestu merkingu þess orðs. Kom börnunum sínum sex til manns, tók þátt í uppeldi barnabarna, gerði lasagna áður en nokkur á Íslandi vissi hvað það var, gerði hafragraut í örbylgjuofni og stillti vídeótækið fram í tím- ann. Betri fyrirmynd get ég ekki hugsað mér fyrir mig og stelpurnar mínar. Nú er hún búin að fá hvíldina og búin að hitta afa Kalla sem hún saknaði alla tíð sárt. Engin venjuleg amma. Kolbrún Anna Jónsdóttir. Elsku amma mín. Á kveðju- stund finn ég fyrir sárum sökn- uði. Dýrmætar minningar ylja mér í sorginni, en efst í huga mér er þó þakklæti. Þakklæti fyrir allan tímann sem þú gafst mér, spjallaðir við mig, fórst með mér um allan bæ og sagðir mér sögur og kenndir mér lög og vísur, fræddir mig um allt á milli himins og jarðar og tókst mig með þér í heimsóknir til vina og fjölskyldu. Alltaf fékk litla stelpan að fljóta með og taka þátt í öllu mögulegu. Þakklæti fyrir umhyggjuna og stuðninginn sem þú gafst mér öll þessi ár, hlýjuna og styrkinn sem ég fann alltaf frá þér elsku amma mín. Þakklæti fyrir að hafa lært af þér tryggð og samstöðu með mínum nánustu, að fjölskyldan sé það dýrmætasta sem við eig- um, að það sé alltaf pláss fyrir fleiri í fjölskyldunni og að við eigum að standa saman og njóta þess að eiga hvert annað að. Þakklæti fyrir bestu ömmu sem hægt er að hugsa sér; æðrulausa og trausta hetju sem lét áföllin í lífinu aldrei buga sig og tókst á við hvert vanda- mál eins og verkefni sem skyldi leysa. Ég er þakklát fyrir að eiga fyrirmynd eins og þig í lífinu; sterka, kraftmikla, trausta og umfram allt stórskemmtilega sjálfstæða konu sem fylgir mér hvert sem ég fer. Takk fyrir allt. Birna Ósk. Kjarnakonan og langamma mín Anna Ósk Sigurðardóttir kvaddi þennan heim fyrir fá- einum dögum og mig langar til þess að deila nokkrum minn- ingum um hana. Ég var svo heppin að eiga langömmu að þegar ég var lítil. Hún sótti mig á leikskólann og passaði mig þegar foreldrar mínir voru í vinnunni. Ég kallaði hana allt- af ömmu Löngu og ég hlýt að hafa verið komin langt á ung- lingsár þegar ég komst að það var ekki hennar raunverulega nafn. Margar af mínum sterkustu og fallegustu bernskuminning- um eru frá heimili ömmu Löngu á Kaplaskjólsvegi. Við dunduðum okkur saman við ýmislegt, ég var svo rólegt barn að ég undi mér miklu bet- ur inni með ömmu heldur en úti með öðrum börnum í ein- hverjum skarkala. Stundum lásum við saman símaskrána en mér fannst það mjög skemmti- legt. Við fórum vandlega yfir hvernig bregðast á við í hinum ýmsu náttúruhamförum en á þeim tíma var það líklegast það mest spennandi í símaskránni. Amma kenndi mér stafina og ég held að það sé að mestu leyti henni að þakka að ég lærði að lesa meðan ég var enn leikskólabarn. Auk þess tileink- aði ég mér ýmislegt úr orða- forða ömmu. Eitt sinn var ég í afmæli hjá strák sem bjó í götunni minni og mér varð á að fórna höndum og kalla: „Ég á ekki eitt ein- asta aukatekið orð!“ Foreldrar og systur afmælisbarnsins tóku bakföll af hlátri því þeim fannst eðlilega alveg út í hött fyrir fjögurra ára barn að taka svona til orða. Flestir sem þekktu ömmu Löngu eru líklegast sammála um það að hún var hörkutól. Hún var ekki mikið fyrir væmnishjal og til að mynda kallaði hún mig iðulega „ræfils- tusku“ eða eitthvað annað í þeim dúr. En alltaf reyndist hún mér vel og mikið ofboðs- lega þótti mér vænt um hana. Fyrir um það bil tíu árum hrakaði heilsu ömmu til muna og hún fluttist á Droplaugar- staði þar sem hún bjó til dán- ardags. Hún varð níræð síðasta sumar og þá fór ég og spilaði litla tónleika fyrir hana og aðra íbúa Droplaugarstaða. Það var í raun ömmu að þakka að ég ákvað að læra á þverflautu því við horfðum svo oft saman á myndbandsupptöku af manni sem lék svo fallega á þver- flautu í helli í Vestmannaeyj- um. Ég kveð ömmu Löngu með þakklæti í hjarta því hún kenndi mér svo margt. Ég veit að ég mun varðveita minning- arnar sem ég hef um hana alla ævi. Hvíl í friði, amma Langa mín. Nína Hjördís Þorkelsdóttir. Fyrir margt löngu hringdi ég í Önnu Ósk og spurði: Viltu koma með til Spánar? „Já, takk! Hvenær förum við?“ Allt- af til í allt. Í þessari sólarferð til Spánar kynntumst við vel. Þegar hún svaraði þessari spurningu vissi hún að vísu ekki um þær kvaðir sem fylgdu en ég var aðstoð- arfararstjóri í þessari ferð og kom það því í hennar hlut að gæta sonar míns Skúla sem var ansi fjörugur og rásgjarn ung- ur piltur og þurfti manninn með sér. Og það urðu ekki vandræðin með þau! Þau fóru í sínar ævintýraferðir út um all- ar þorpagrundir í Torremol- inos, hönd í hönd og hamingju- söm. Það var mjög stíft samkomu- lag um það á milli okkar að ég yrði að sjá til þess að hún kæmist alltaf á „Happy Hour“. Hún smakkaði yfirleitt alls ekki vín en þetta var eina frí- stundin sem hún fékk frá mér og mínum. Það var engin hætta á því að Anna Ósk bjargaði sér ekki á erlendri grundu þótt spænska væri henni ekkert sérstaklega töm. Hún var heimsborgari í eðli sínu. Hún gat talað við alla og hafði þann eiginleika að hún naut sín í hvaða hópi sem var og var ekki með neina minnimáttarkennd gagnvart sjálfri sér í tilverunni. Heil í gegn. Kannske var það einmitt þessi þáttur í fari hennar sem gerði það að verkum hve vel hún tókst á við ýmsa þá erf- iðleika sem mættu henni á lífs- leiðinni. Hún var liðlega fertug og sex barna móðir þegar hún missti eiginmann sinn, Karl Sigurðsson pípulagningameist- ara og leikara. Ekkja með sex börn á framfæri á þessum ár- um og kemur þeim öllum far- sællega til manns. Sá sem get- ur slíkt er ekki einhamur. Hún studdi alla tíð sína mörgu afkomendur á alla lund eftir föngum og við erum æði mörg sem eigum henni margt og mikið að þakka. Svo vildi til að núna um síð- ustu helgi var ég stödd á heim- ili Steinunnar Finnbogadóttur ljósmóður. Hún spurði: „Er það rétt að hún Anna Ósk sé látin?“ Ég sagði svo vera. Sagði Stein- unn mér þá að Anna Ósk hefði verið ráðskona hjá Orlofi hús- mæðra í Reykjavík og hún „hafi svo sannarlega skilað því með miklum myndarbrag. Eitt var það líka að hún skynjaði svo vel meginmarkmið hús- mæðraorlofsins þ.e. að konurn- ar næðu í sjálfsvirðingu sína og gerðu sér grein fyrir því hvað þær hefðu til brunns að bera“. Anna Ósk var greind kona og skemmtileg, vel menntuð, Kvennaskólagengin og með óvenjulegt stálminni til síðustu daga. Merk kona er kvödd. Ég þakka Önnu Ósk Sigurð- ardóttur fyrir allar okkar sam- verustundir fyrr og síðar. Ásdís Skúladóttir. Anna Ósk Sigurðardóttir Elsku amma mín. Nú ertu komin á betri stað og ég er sann- færð um að þér líður betur núna. Svo margt kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Mínar fyrstu minningar um þig eru tengdar Hítará, en þar áttum við margar góðar stundir og þú varst alltaf sú sem hugsaðir um okkur öll með þvílíkri þolinmæði og um- hyggju. Hvort sem það var að kenna okkur krökkunum að veiða, spila við okkur eða föndra með okkur og lita, þá varst þú alltaf til staðar inni í veiðihúsinu eða úti og ég minnist þess eig- inlega ekki að þú hafir fengið Ragnheiður Guðjónsdóttir ✝ RagnheiðurGuðjónsdóttir fæddist á Starmýri í Álftafirði 12. maí 1920. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð á Vífilsstöðum 21. apríl 2012. Útför Ragnheið- ar fór fram frá Kópavogskirkju 4. maí 2012. mikinn tíma fyrir þig persónulega þar sem þú gætir rennt fyrir lax í þessu fal- lega umhverfi í kringum Hítará, heldur varstu boðin og búin til að að- stoða okkur hin við að veiða og kastaðir ósjaldan út fyrir okkur, kræktir í fisk og leyfðir okkur barnabörnunum að draga fiskinn að landi og fá heiðurinn af aflan- um. Svona varst þú, amma mín, settir alltaf þarfir annarra fram fyrir þínar eigin. Jólin í bernsku eru mér líka mjög minnisstæð, en þar sem við fjölskyldan bjuggum úti á landi fórum við öll jól í Kópa- voginn til ykkar og gistum hjá ykkur yfir hátíðarnar og þetta fannst mér það skemmtilegasta við hátíðarnar, að fá að gista hjá ykkur afa í margar nætur. Að- fangadagur fannst mér alltaf of- boðslega lengi að líða, en það sem stytti mér stundir var að vera með þér í eldhúsinu og fylgjast með matreiðslunni hjá þér og fá að aðstoða við matseldina, enginn gat gert eins góðan mat og þú. Þú leyfðir mér að smakka til hjá þér og gerðir alltaf extra mikla kara- mellu með brúnuðu kartöflunum, alveg spes fyrir mig. Upp úr sex ára aldri fór ég að eyða meiri tíma en ég hafði gert áður hjá ykkur afa á Digranesveginum. Þessar stundir kunni ég vel að meta og þú varst tilbúin til að sitja með mér tímunum saman og spila við mig á spil og uppáhaldið mitt var langavitleysa. Ég var vægast sagt uppátækjasöm á þessum árum og hvort sem ég drekkti blómunum þínum, bland- aði saman salt- og sykurdöllun- um í eldhúsinu hjá þér eða þvoði gluggana hjá þér með drullu- malli, þá hækkaðir þú aldrei róm- inn og skammaðir mig aldrei, þær eru margar plönturnar eða blómin, sem ég færði þér í fallega garðinn þinn í sárabót fyrir prakkarastrikin mín. Þetta fannst mér alveg einstakt við þig, þessi þolinmæði sem þú hafðir, en svona varst þú alltaf, amma mín, svo góð við alla og um- hyggjusöm. Ég trúi því að núna sértu kom- in á betri stað og þér líði betur. Við munum hugsa ofsa vel um hann afa, elsku amma. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín dótturdóttir, Jórunn Jónsdóttir. Gylfi Símonarson leigubílstjóri og pípulagningamaður er látinn eftir harða baráttu við erfiðan sjúkdóm sem meðal annars svipti hann röddinni. Hann talaði samt einhvern veginn ágætlega vel með nokkurri fyrirhöfn. Kynni okkar hófust þegar hann leigði af okkur húsnæði ásamt fjölskyldu sinni. Hann var Gylfi Símonarson ✝ Gylfi Sím-onarson leigu- bílstjóri fæddist í Keflavík 22. sept- ember 1955. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 25. apríl 2012. Útför Gylfa fór fram frá Digra- neskirkju 5. maí 2012. nokkuð stjórnsamur fannst mér í byrjun og setti út á eitt og annað í húsnæðinu. En allt var þetta á gildum rökum reist hjá Gylfa og við jöfnuðum allan ágreining fljótt og vel. Og samskiptin urðu upp frá því ávallt eins og best varð á kosið og hús- ið batnaði við búsetu hans. Ég fylgdist með því hvernig hann stundaði vinnu af kappi þótt heilsan væri áreiðanlega ekki upp á sitt besta alltaf og leigubíl- stjórastarfið nógu erfitt fullfrísk- um manni. Síðasta sumar kom hann mér verulega á óvart. Hann kom að máli við mig upp úr þurru og spurði hvort hann mætti ekki mála fyrir okkur húsið allt að ut- an. Stærðarhús upp á tvær hæð- ir. Hann vildi bara fá að gera það til að vera úti í góða veðrinu sagði hann. Við keyptum auðvitað málninguna glöð í bragði og Gylfi málaði húsið svo ósvikið vel og vandlega að þess mun lengi sjá stað. Fleira tók hann að sér að gera smálegt fyrir okkur sem upp á kom og var það sama sag- an. Allt leyst af hendi fagmann- lega og af mikilli sanngirni, allt að því ókeypis. Fágætur maður sem svona gerir. Og aldrei stóð á leigunni hjá Gylfa, það mátti stilla klukkuna eftir greiðslun- um. Öll okkar viðskipti og kynni urðu með þessum ljúfa hætti. Milli okkar fór aldrei öfugt orð. Ég bar mikla virðingu fyrir þess- um manni sem svona mikið veik- ur bar sig svo hermannlega. Enda maðurinn stór vexti og þrekinn og bar sig vel á velli, karlmannlegur og svipmikill. Við þekktumst ef til vill ekki mikið en það sem ég sá var sönn hetja í lífsins oft þunga stríði. Að lokum dró sjúkdómurinn hann uppi og nú er hann genginn veg allrar veraldar. Við í fjölskyldunni eigum bara góðar minningar um Gylfa Sím- onarson. Að honum er sjónar- sviptir og við söknum vinar í stað. Ástvinum hans sendum við samúðarkveðjur. Halldór Jónsson. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, amma, lang- amma og systir, HALLDÓRA BJARNADÓTTIR, Kvígindisfelli, Tálknafirði, sem lést á gjörgæslu Landspítalans í Foss- vogi föstudaginn 27. apríl, verður jarðsungin frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 12. maí kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Guðmundsson. ✝ Ástkær bróðir okkar og mágur, HAUKUR ANGANTÝSSON, Kristnibraut 77, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi föstudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafar- holti föstudaginn 11. maí kl. 15.00. Alúðarþakkir til starfsfólks á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun og hlýju. Ibsen Angantýsson, Hulda Guðmundsdóttir, Bára Angantýsdóttir, Einar Sigurgeirsson, Auður Angantýsdóttir, Ólafur Angantýsson, Guðrún Angantýsdóttir, Viðar Már Matthíasson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.