Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Stebbi og pabbi, Guð gefi ykkur aukinn styrk á þessum erfiðu tímum, missirinn er mikill og söknuðurinn sár. Blessuð sé minningin um Bubba frænda, hana geymi ég á góðum og vísum stað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Inga Huld Sigurðardóttir. Elsku Bubbi minn, vinur minn, ég vil þakka þér í síðasta sinn fyrir þá miklu vináttu sem þú sýndir mér í gegnum árin. Þú varst fyrsti vinur minn í Reykja- vík, fyrsti vinnuveitandi minn í Aðalbjörginni og alltaf varstu uppáhaldsfrændi minn. Þú kenndir mér margt um hvernig á að lifa lífinu, mikilvægi þess að vinna en fyrst og fremst að elska fólkið í kringum sig. Meira þarf ekki, og það vissir þú. Þrátt fyrir að fráfall þitt sé þyngra en tárum taki fyllist ég ekki sorg í dag elsku Bubbi minn, því þegar ég minnist þín koma í hugann svo margar fal- legar minningar að ég get ekki annað en brosað. Saknaðarkveðja, Bjarni Sighvatsson. Minningarnar frá því ég var lítill drengur um hvernig þau hjónin Anna og Bubbi umvöfðu lítinn frænda með innilegri hlýju og væntumþykju í hvert skipti sem við hittumst eru mér afar kærar. Þessi hlýja og væntum- þykja hvarf aldrei og fyrir það er ég innilega þakklátur. Saman rifjuðum við Bubbi frændi oft upp þegar við fjöl- skyldan bjuggum í Ameríku en þá komu Anna og Bubbi og heimsóttu okkur ásamt ömmu Dúnu og afa Gotta. Þar áttum við saman yndislega daga. Sér- staklega fannst okkur Bubba frænda gaman að rifja upp þeg- ar við spiluðum golf saman ég, hann og afi Gotti. Mikið vorum við fjölskyldan glöð og stolt af því að þau skyldu leggja á sig það ferðalag sem þurfti til að komast alla leið til okkar. Við vorum líka svo lánsöm að í brúð- kaupsferð okkar hjóna hittumst við aftur í Ameríku og nutum þess að vera með ykkur. Mér er einnig mjög minnisstætt kvöld eitt þegar ég sat hjá Önnu og Bubba uppi í bústað og við ræddum saman langt fram á nótt. Um hvað var rætt var og verður alltaf okkar á milli en þá eins og svo oft áður kom í ljós hversu góðan vin Bubbi frændi hafði að geyma og þau hjón bæði. Bubbi frændi var vandaður og einstaklega góður maður í alla staði. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að eiga Bubba sem frænda og mun ávallt geyma þær fjölmörgu minningar sem ég á um hann í mínu hjarta. Elsku Anna mín, Sigrún og Raggý, ég votta ykkur og fjöl- skyldum ykkar mína dýpstu samúð. Elsku amma Dúna, Siggi og Stebbi, ykkur og ykkar fjöl- skyldum votta ég einnig mína samúð. Þórður Ágústsson. Það var fyrir tíu árum að ég hringdi í Bubba frænda og spurðist fyrir um sumarvinnu hjá Aðalbjörgu. Hann tók vel í það og nokkrum vikum síðar fékk ég símtal og var boðin vinna. Í verkuninni kynntist ég ömmubræðrum mínum þeim Sigga, Bubba og Stebba. Saman reka þeir Aðalbjörgu sf. sem samanstendur af fiskverkun og tveimur bátum. Það var gott að vinna með Bubba og hann var góð fyrirmynd. Hann var dug- legur, hress og alltaf í góðu skapi. Hann undi sér vel niðri í verkun og var þar daglega til síðasta dags. Ég lærði margt af honum, hann kenndi mér verkin og hann kenndi mér að vinna. Mér eru nýleg orð hans minn- isstæð: „Gunnar, passaðu bara að það sé nóg salt á hnakka- stykkinu.“ Það var leitt að Bubbi skyldi fara frá okkur svo snemma. Hans verður sárt saknað. Ég minnist samveru við hann með þakklæti og sendi Önnu, Sig- rúnu, Raggí, ömmu Dúnu, Sigga, Stebba og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Gunnar Dagur Darrason. Við systur vorum svo lánsam- ar að alast upp í sveit þar sem mikið var um heimsóknir ætt- ingja. Sú fjölskylda sem oft kom á sumrin og einhver sérstakur ævintýraljómi var í kringum var Einarsfjölskyldan, stórfjöl- skylda Bubba frænda. Einar faðir Bubba var bróðir ömmu okkar. Við sjáum það ljóslifandi fyrir okkur þegar þau renndu í hlað, stigu úr bílunum, allir komu inn í bæ, fengu kaffi og sagðar voru sögur. Við munum eftir að hafa setið og hlustað. Frásagnir af stóru sem smáu urðu að ævintýrum. Sögur sem breyttust í ævintýri, svo mikil var frásagnargleðin. Þessum heimsóknum og sögum fylgdi mikil gleði, hressileiki og hlátur. Það voru lausnir á öllu, sem var dýrmætt veganesti í okkar upp- eldi og okkur þykir vænt um í dag. Sem börn munum við eftir að það var alltaf gleði tengd þessari fjölskyldu. Þegar við stækkuð- um og urðum þeirrar gæfu að- njótandi að passa dætur Bubba og Önnu ýmist í Hörgslandskoti í „tjaldinu“ eða í Skipasundi þá mynduðust enn sterkari tengsl. Lilja leigði um tíma herbergi á neðri hæðinni í Skipasundi og þá var samveran einnig mikil. Þeg- ar við vorum að passa hlustuðum við gjarnan á vínilplötur og borðuðum besta rækjusalat sem við höfðum nokkurn tímann fengið. Einnig þótti okkur gam- an að kíkja í verkunina, fá ferða- sögur og sögur úr daglega lífinu. Við þökkum dýrmætar minning- ar sem við eigum sem vorum svo lánsöm að verða samferða Bubba, okkar uppáhaldsfrænda, í þessari jarðvist. Líttu á fólkið þitt ljúfa og lífsglaða vini, fjársjóð af minningum fögrum, fögnuð andrár og daga. (Ólafur Ragnarsson) Við sendum Önnu, Sigrúnu Lilju, Raggý og fjölskyldum ásamt allri Einarsfjölskyldunni okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð og góða engla að blessa þau. Lilja og Jóhanna Steingrímsd. frá Hörgslandskoti. Ein af hetjum hafsins, Guð- bjartur Rafn Einarsson, er allur eftir hetjulega baráttu við illvíg- an sjúkdóm. Guðbjartur, eða Bubbi eins og vinir hans og ætt- ingjar kölluðu hann, átti þrjú systkini, þau Guðrúnu (Dúnu), Sigurð og Stefán, sem sýndu mikla samheldni og sátu við hlið bróður síns síðustu vikurnar sem hann lifði. Bubbi fæddist á Bráðræðisholtinu sem var Mekka KR-inga á þeim tíma. Þar voru Óli B og hans bræður, Baldur Jónsson vallarstjóri á Melavellinum og Þórólfur Beck, aldir upp. Bubbi æfði með yngri flokkum KR og varð Ísland- meistari í 5. flokki. Hann var dyggur stuðningsmaður KR alla tíð. Ungir fóru þeir bræður að róa með föður sínum Einari Sigurðs- syni, kenndum við Aðalbjörgina, sem bar einkennisstafina RE 5. Aðalaðstaða bátanna þá var við gömlu verbúðarbryggjurnar, þar lágu leiðir okkar Hólatorgs- bræðra fyrst saman við þá Að- albjargarbræður. Þar var bæði skrautlegt og skemmtilegt sam- félag, þar sem eftirminnilegir útgerðarmenn og skipstjórar voru í aðalhlutverki. Má þar nefna Gvend prins, Jón Gassa, Pétur á Jökli, Símon á Ásbjörg- inni og fleiri. Ólafur Haukur Símonarson skrifaði eftirminni- lega bók „Fuglalíf á Framnes- vegi“ sem fjallaði meðal annars um þetta samfélag. Faðir okkar var einn þessara útgerðarmanna og gerði út svipaðan bát og Aðal- björgina. Sá vinskapur sem þar hófst við þá bræður hefur haldist alla tíð síðan. Snemma tóku bræðurnir Bubbi og Stebbi við bátnum af föður sínum eða upp úr 1970. Eftir að faðir okkar lést 1975 var okkur bræðrum að sjálfsögðu boðið pláss á Aðal- björginni. Fyrstur þáði það Denni og réri með þeim bræðr- um samtals fjórar vertíðir og Gummi kom eilítið síðar. Þeir voru ungir og lítt reyndir þegar þeir hófu að róa með þeim bræðrum. Þeir nutu góðrar leið- sagnar Bubba en hann var ein- staklega laginn við öll veiðarfæri og sérstaklega þægilegur að vinna með. Það var aldrei hávaði eða læti, heldur prúðmennska og þægilegheit. Oddur réri með þeim bræðrum síðar. Bubbi kastaði dragnótinni öðruvísi en flestir aðrir skip- stjórar, hann skveraði drag- nótina í bakborða sem gerði það að verkum að það var eftirsókn- arvert að vera á bleyðu með hon- um fyrir þá sem skveruðu í stjórnborða, en þá skvera menn hver frá öðrum, það gerði alla samvinnu auðveldari. Við bræð- ur nutum góðs af eftir að við vor- um orðnir skipstjórar og vorum á sömu bleyðu og Bubbi. Á seinni árum áttum við margar góðar stundir á þorrablótum í KR, á KR-leikjum, að ógleymd- um öllum stundunum á Kaffi- vagninum og á kaffistofunni í fiskverkun Aðalbjargar. Við Hólatorgsbræður viljum þakka allar þær ótal gleðistundir sem við höfum átt með Bubba. Anna, Sigrún, Ragnhildur og fjölskyld- an öll, ykkar missir er mikill og megi Guð styrkja ykkur í sorg- inni. Hólatorgsbræður, Jóhannes (Jói), Bjarni, Oddur, Friðrik (Denni) og Guðmundur (Gummi). Þá er hann Bubbi genginn á vit feðra sinna eftir harða bar- áttu. Ég veit að það verður vel tekið á móti honum. Bubbi var sterkur persónuleiki. Í honum voru skemmtilegar andstæður. Hann gat verið ákveðinn, gaf ekkert eftir, en síðan mjúkur, svo óendanlega mjúkur og gef- andi. Í eðli sínu var hann mikill skipstjóri, sem reyndar varð stór hluti af hans ævistarfi. En skipstjórinn var bara notaður þar sem það átti við. Hin hliðin var fjölskyldumaðurinn sem um- vafði fólkið sitt sinnti og aðstoð- aði á alla lund. Samband þeirra hjóna Önnu og Bubba var ein- stakt. Missir fjölskyldunnar er mikill, einkum þó barna- barnanna sem sjá á eftir afanum sem alltaf hafði tíma fyrir þau. Bubbi er nefnilega viðmiðið um hvernig góðir afar eiga að vera. Það eru ekki margir sem ég hef kynnst sem eru jarðbundnari en Bubbi virtist vera. En hann var með öflugt sjötta skilningarvit sem á örugglega stóran þátt í farsæld hans sem skipstjóra og því að hann sigldi alltaf skipi sínu heilu heim. Hann gerði ekki mikið úr þessu, þetta bara var þarna og honum svo eiginlegt. Við Bubbi eru búnir að þekkjast í fjörutíu ár og höfum gert sitt- hvað saman. Á undanförnum ár- um hefur það þó mest verið golf- ið. Bubbi fór auðvitað allt of seint að sinna golfinu en naut þess virkilega. Ábyrgð hans á eigin fyrirtæki og því sem hon- um var kærast var eðlilega í fyrsta sæti. En þegar hann byrj- aði í golfinu tók hann það líka af festu, hann ætlaði að ná árangri þar eins og í öðru sem hann tók sér fyrir hendur í lífinu. Hann var mikill keppnismaður og vildi hvergi vera meðalmaður. Mér er mjög minnisstætt augnablikið þegar hann sigraði okkur spila- félagana í fyrsta sinn á átjándu holu á Hellu. Hann lét okkur líka heyra það að þetta væri bara byrjunin. Fyrir skömmu sagði hann að það væri sérstök áskor- un fyrir sig að komast aftur á sjöunda teig á Kiðjabergi og hann stefndi markvisst á það. Hann náði því ekki núna en hans verður minnst þar. Ég sendi Önnu, dætrunum og allri fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur frá okkur Þór- eyju. Þeirra er missirinn mikill en styrkur þeirra og huggun liggur í öllu því góða sem hann skilur eftir sig. Baldur og Þórey. Ég minnist Guðbjarts vinar míns með gleði í hjarta. Gleði yf- ir að hafa kynnst slíkum öðlingi sem hann var. Guðbjartur eða Bubbi eins og hann var kallaður var alinn upp í vesturbænum í Reykjavík og þá aðallega við sjó- inn sem varð starfsvettvangur hans. Skipstjóraferill, útgerð og síðar verkun á fiski varð ævi- starf sem hann skilaði með sóma. Með bræðrum sínum þeim Sigurði og Stefáni rak hann við góðan orðstír félagið Aðalbjörgu og fengu þeir meðal annars um- hverfisverðlaun LÍÚ fyrir góðan umbúnað sinna fyrirtækja. Yfir- leitt er talað um Aðalbjargar- bræður sem einingu og er þeim Sigurði og Stefáni mikill missir að sjá eftir bróður sínum eftir farsælt samstarf. Eftir situr minningin um góðan dreng sem var gegnheill í því sem hann tók að sér. Gleðin skein er komið var í verkunina og Bubbi var helst með tvo fiska á lofti enda hörku- duglegur til vinnu. En hann kunni líka að njóta lífsins með konunni sinni henni Önnu og voru þær ófáar ferðirnar sem við fengum að njóta samvista við þau og fyrir þær stundir vil ég þakka. Gleðin geislaði af þeim hjónum. Eftir að Bubbi veiktist lét hann það ekki aftra sér við að koma til vinnu og sátum við oft lengi saman, kíktum í neftóbaks- hornið sem við kölluðum oftast sameignina og skiptumst á frétt- um. Hann var ráðagóður og lá ekkert á skoðunum sínum ef eft- ir þeim var leitað. Bubbi var mikill KR-ingur og hafði spilað fótbolta með félag- inu á sínum yngri árum og oft spunnust miklar umræður um gengi liðsins og síðustu leiki. Stoltur þegar þeir lyftu Íslands- meistarabikarnum eftir allt of langa bið, nú var komið að sig- urgöngu og með henni yrði fylgst. En stoltastur var hann af fjölskyldu sinni, dætrunum og barnabörnunum, ekkert var of gott sem að þeim sneri, sem nú mega sjá á eftir ástríkum og frá- bærum föður og afa. Bubbi var sterk grein á lífsins tré og minning hans lifir. Elsku Anna og fjölskylda, missir ykkar er stór og mikil eftirsjá að gengnum góðum félaga. Við vottum ykkur innilega samúð. Ólafur og Sigrún. Það var í mars 1973 að und- irritaður fór á sína fyrstu neta- vertíð, á mótorbátnum Aðal- björgu RE5 sem gerður var út frá Reykjavík. Skipstjóri um borð var Einar Sigurðsson og hafði sér við hlið syni sína Guð- bjart og Stefán Einarssyni. Það er ekki fyrr en núna við andlát Guðbjarts, sem upp fyrir mér rennur raunveruleg merking á nafni hans. Guðbjartur hlýtur að vera sá maður, sem birtu stafar af. Það er akkúrat þannig sem ég minnist hans, með bros á vör eins og sól í heiði. Það getur ekki hafa verið skemmtilegt að hafa með sér óreyndan uppreisnar- gjarnan 17 ára ungling á dekk- inu. En Guðbjartur tók mig strax að sér og kenndi mér hand- tökin með bros á vör. Þannig er minning mín um hann, alltaf brosandi kátur og glaður. Neta- vertíðirnar áttu eftir að verða nokkrar í viðbót fram til ársins 1977, og aftur vorum við saman til sjós árið 1995 er ég var á milli starfa. Útgerðin hafði stækkað og samanstóð nú af tveimur 60 tonna stálbátum, auk fiskverk- unar í Örfirisey. Guðbjartur var ekki skipstjóri sem þurfti að gefa ógnandi fyrirskipanir, hjá honum gekk allt starfið á dekk- inu eins og vel smurð vél þar sem hann ljúflega bað menn að gera eitt og annað fyrir sig. En Guðbjartur bað ekki menn bara að gera eitt og annað fyrir sig, heldur var hann hamhleypa til verka þegar svo bar undir. Mér er minnisstætt eitt atvik er við höfðum rifið illa allar þær snur- voðir sem við höfðum tiltækar, og illa gekk að bæta. Vindur þá Guðbjartur sér út úr stýrishús- inu á klossunum, þrífur nálina af okkur byrjar að bæta af jötun- móð og klárar verkið einn og óstuddur á mettíma. Nokkrum andartökum seinna birtist Gu- bjartur brosandi í stýrishús- glugganum, og segir eins og ekkert hafi ískorist: „Láta fara strákar – láta fara strákar.“ Fyrir mínum hugskotssjónum horfir Guðbjartur nú brosandi út um stýrishúsgluggann í hinsta sinn, og kallar á kajann fyrir neðan Kaffivagninn: „Sleppa strákar – sleppa.“ Björt er minning þín Gubjart- ur Rafn Einarsson. Árni Jónsson Sigurðsson. Að eiga góða og yndislega tengdafjölskyldu er ekki sjálf- gefið. Ég tel mig vera eina af þeim heppnu með mína yndis- legu tengdafjölskyldu. Alveg frá því ég kom inn í fjölskylduna fyrir rúmum 20 árum hefur mér alltaf verið tekið opnum örmum með ást og alúð. Elsku tengdapabbi, þú varst mikið vandaður maður sem var gaman að vera innan um, ein- staklega duglegur, hjálpsamur, góðhjartaður og mikill afi sem öll barnabörnin hændust að. Já lífið getur verið óútreiknanlegt og það er svo sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt, en minn- ingarnar eru margar og ynd- islegar sem við fjölskyldan geymum í hjarta okkar og þökk- um fyrir. Á góðviðrisdögum á sumrin þótti okkur fjölskyldunni ofboðslega gaman þegar við fór- um í bíltúr með ykkur tengda- mömmu austur fyrir fjall að kíkja á hestana í Súluholtinu, brauð varð að vera með í för og ekki skemmdi það fyrir ef folald var komið. Mér er svo kær Flór- ídaferðin sem við fórum öll sam- an árið 2005, við gerðum svo Sigurður Hafsteinn Björnsson ✝ Sigurður Haf-steinn Björns- son fæddist í Reykjavík 23. júní 1942. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 13. apríl 2012. Útför Sigurðar Hafsteins fór fram frá Seltjarnar- neskirkju 24. apríl 2012. margt skemmtilegt, mikið hlegið og góður matur borð- aður, það eru margar dásamlegar minningar úr þeirri ferð. Ég er svo þakk- lát fyrir það að þið tengdamamma og Davíð skylduð koma í heimsókn til okkar upp í bústað um páskana sem reyndist síð- asta stundin okkar fjölskyldunn- ar með þér. Já elsku tengda- pabbi, þér þótti nú ekki leiðinlegt að koma með okkur eða í heimsókn upp í Tungur í bústaðinn og að sama skapi þótti okkur ofboðslega gaman að fá ykkur, hvort sem það var þegar við fórum í Tungnarétt- irnar eða bara í heimsókn. Í einni ferðinni upp í bústað fengu hestarnir að koma með, sem okkur þótti nú ekki leiðinlegt, þú í essinu þínu að leyfa afas- telpunum þínum að fara á bak og allir svo glaðir. Ævintýrið daginn eftir, að leita að hest- unum, endaði sem betur fer vel. Takk fyrir allar dásamlegu stundirnar elsku tengdapabbi, ég hefði svo sannarlega viljað að þær hefðu orðið fleiri. Nikítu þína langar að segja að hún saknar þín ofboðslega mikið, „elsku kaffi-afi“. Það er stormur og frelsi í faxins hvin, sem fellir af brjóstinu dægursins ok. Jörðin, hún hlakkar af hófadyn. Sem hverfandi sorg er jóreyksins fok. Lognmóðan verður að fallandi fljóti; allt flýr að baki í hrapandi róti. Hvert spor er sem flug gegnum foss eða rok, sem slær funa í hjartað og neista úr grjóti. (Einar Benediktsson) Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Berglind Viðarsdóttir (Begga). Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.