Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Ólympíueldurinn fyrir Ólympíuleikana í London í sumar verður kveiktur við hátíðlega athöfn í Ólympíu í Grikklandi í dag. Gríska leikkonan Ino Menegaki er hér í hlutverki hofgyðju og kveikir á ólympíukyndli á loka- æfingu fyrir athöfnina í gær. Ólympíukyndillinn verður fluttur með flugvél til Bretlands 18. maí og hlaupið verður með hann milli breskra borga og bæja þar til Ólympíuleikarnir verða settir 27. júlí. Ólympíueldur kveiktur AFP Elísabet II Bretadrottning flutti stefnuræðu ríkisstjórnar Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata á breska þinginu í gær. Í ræðunni kom með- al annars fram að ríkisstjórnin hyggst leggja fram lagafrumvörp sem ættu að stuðla að „hagvexti, réttlæti og stjórnlagaumbótum“ en for- gangsverkefnið yrði að minnka útgjöld ríkisins og fjárlagahallann. Boð- aðar sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar eru taldar ein af helstu skýr- ingunum á fylgistapi stjórrnarflokkanna í nýlegum sveitarstjórnarkosningum í Bretlandi. AFP Boðar lög til að stuðla að hagvexti Bretadrottning flytur stefnuræðu bresku ríkisstjórnarinnar á þinginu Eitt af hverjum sex krabbamein- stilfellum sem greinast í heiminum, eða um tvær milljónir tilfella á ári, er vegna sýkinga sem hægt væri að meðhöndla og þar með fyrirbyggja krabbameinið. Í vísindaritinu The Lancet Onco- logy kemur fram að vísindamenn rannsökuðu tíðni 27 tegunda krabbameins í 184 löndum. Við rannsóknina fundust fjórar sýk- ingar sem taldar eru orsaka krabbamein. Þessar fjórar sýkingar, meðal annars lifrarbólga B og C, eru tald- ar valda um 1,9 milljónum tilfella af legháls-, maga- og lifrar- krabbameini í heiminum. Flest eru tilfellin í þróunarlöndum. Vísindamennirnir sem unnu rannsóknina segja nauðsynlegt að taka á þessum vanda. Krabbamein vegna sýkinga séu þrisvar sinnum algengari í þróunarlöndum, svo sem í löndum Austur-Asíu, en á öðrum svæðum, til að mynda í Bretlandi þar sem sýkingarhlutfallið er lágt. Í tæpum þriðjungi krabbameins- tilfellanna eru sjúklingarnir undir fimmtugsaldri, að því er fram kem- ur í frétt BBC. Krabbamein er oft fyrir- byggjanlegt  Eitt af hverjum sex vegna sýkingar Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Maður, sem hryðjuverkahreyfingin al-Qaeda á Arabíuskaga (AQAP) hafði sagt að sprengja flugvél í loft upp á leið til Bandaríkjanna, var njósnari sem lék tveim skjöldum og gekk í hreyfinguna í Jemen til að bjóðast til að taka þátt í hryðjuverk- um. Bandarískir fjölmiðlar skýrðu frá þessu í gær og sögðu að leyni- þjónusta Sádi-Arabíu hefði gegnt mikilvægu hlutverki í aðgerðinni. Bandarískir embættismenn láku upplýsingum um aðgerðina í fjöl- miðla eftir að embættismenn í Hvíta húsinu í Washington tilkynntu að tekist hefði að afstýra hryðjuverki á vegum al-Qaeda á Arabíuskaga. Bandaríska dagblaðið Los Angel- es Times sagði að maðurinn hefði verið á vegum sádiarabísku leyni- þjónustunnar. Njósnarinn mun hafa verið í nokkrar vikur á meðal liðs- manna AQAP í Jemen og fengið sprengju sem falin var í nærbuxum. Mjög erfitt hefði verið að finna sprengjuna við venjulega vopnaleit á flugvöllum og haft var eftir embættismönnum að hún væri nógu öflug til að geta grandað farþega- þotu. Í stað þess að beita sprengjunni kom njósnarinn henni í hendur bandarískra og sádiarabískra leyni- þjónustumanna. Sérfræðingar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, eru nú að rannsaka hana. Embættismennirnir sögðu að þetta væri mikilvægur sigur í barátt- unni gegn hryðjuverkahreyfingunni en bættu við að mikil hætta stafaði enn af henni. Hættulegasti liðsmað- ur hennar, Ibrahim Hassan Taleh al- Asiri, væri enn staðráðinn í því að búa til sprengjur sem fyndust ekki við vopnaleit á flugvöllum. Njósnari lék á al-Qaeda  Fékk „nærfatasprengju“ og laumaði henni til leyniþjónustu Bandaríkjanna Reuters Hættulegur Al-Asiri er talinn hafa búið til nærfatasprengjuna. Mannaskipti urðu í gær í for- ustu danska Jafnaðarmanna- flokksins. Var Henrik Sass Larsen kjörinn þingflokks- formaður í stað Mogens Jensen, sem tekur við embætti vara- formanns flokksins. Sass Larsen hefur verið náinn samstarfsmaður Helle Thorning- Schmidt, flokksleiðtoga og forsætis- ráðherra Dana. Almennt var búist við því í haust þegar ný ríkisstjórn undir stjórn Thorning-Schmidt tók við völdum, að Sass Larsen yrði fjármálaráðherra en af því varð ekki þegar í ljós kom að hann hafði átt óformlegan fund með einum af leiðtogum vélhjólasamtakanna Bandidos. Mannaskipti hjá jafnað- armönnum Henrik Sass Larsen 28 ára Þjóð- verji, sem var stöðvaður á flugvelli með 49 eðlur í farangr- inum, bar því við að hann hefði ætlað að borða þær og bauðst jafnvel til að bíta hausinn af einni þeirra til að sanna það. Þjóðverjinn var stöðvaður á flug- velli í München eftir að hann kom þangað með flugvél frá Óman. Sem betur fer fyrir eðlurnar afþökkuðu tollverðir tilboð hans um að sanna mál sitt. Þeir gerðu eðlurnar upp- tækar og þeim var því hlíft við því að lenda á steikarpönnu mannsins. Að sögn þýsku tollgæslunnar eru eðlurnar við „hestaheilsu“ og maðurinn fær líklega sekt að and- virði að minnsta kosti 1.000 evra, jafnvirði 163.000 króna. bogi@mbl.is Sagðist vilja eðlur í soðið Ibrahim Hassan Taleh al-Asiri er 28 ára og eftirlýstur vegna gruns um að hann hafi búið til sprengjur sem al-Qaeda á Arabíuskaga hefur beitt í árásum frá árinu 2009. Hann er m.a. sagður hafa gert sprengju sem bróðir hans beitti í tilraun til að ráða aðstoðarinnan- ríkisráðherra Sádi-Arabíu af dög- um í ágúst 2009. Hann er einnig talinn hafa búið til „nærfata- sprengju“ sem Nígeríumaður reyndi að sprengja í farþegaþotu yfir Bandaríkjunum á jóladag 2009. Þá er talið að hann hafi gert sprengjur sem fundust í tveimur bögglum, sem voru póstlagðir til Bandaríkjanna, en fundust í flug- vélum í Dubai og Bretlandi í októ- ber 2010. Bjó til nærfatasprengju EFTIRLÝSTUR FYRIR SPRENGJUGERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.