Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 22
FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Málefni norðursheimskautsins hafa verið ofarlega á baugi undanfarin misseri en eftir því sem hafís bráðn- ar vegna hlýnunar jarðar opnast fyrir nýjar siglingarleiðir og mögu- leikana á að vinna olíu, gas og málma úr jörð og hafi. Árið 1996 var sérstakt norð- urskautsráð stofnað og eiga átta þjóðir aðild að því. Auk Íslendinga sitja Bandaríkjamenn, Kan- adamenn, Danir, Svíar, Norðmenn, Finnar og Rússar í ráðinu. Þá hefur áhugi fleiri ríkja á málaflokknum farið vaxandi og hafa Kínverjar, Suður-Kóruemenn, Japanir og Evr- ópusambandið óskað eftir áheyrn- araðild að ráðinu. Öryggismál í víðum skilningi „Það má segja að norðurskauts- ráðið sé að fullorðnast eftir ráð- herrafund í Nuuk í fyrra þegar ákveðið var að setja upp fastaskrif- stofu í Tromsö í Noregi. Það út af fyrir sig er ákveðið þroskamerki í samstarfinu. Það er komin miklu meiri formfesta á þetta samstarf en áður,“ segir Hjálmar W. Snorrason, fulltrúi Íslendinga í embættis- mannanefnd norðurskautsráðsins. Hann segir mikið og flókið starf fara fram á vettvangi ráðsins sem felist meðal annars í því fara yfir ör- yggismál á svæðinu í víðu samhengi. Þannig skrifuðu utanríkisráðherrar aðildarríkjanna í fyrra undir fyrsta lagalega bindandi samninginn á vettvangi ráðsins en hann gengur út á leit og björgun á norðurskauts- svæðinu. Hjálmar bendir á að í ljósi þess að siglingar skemmtiferðaskipa hafa aukist mikið um og í kringum hafsvæði Íslendinga þá skipti þau öryggismál okkur máli. Nýr samningur um olíuvá Þá segir Hjálmar gríðarlegt starf unnið í sambandi við umhverfismál innan ráðsins. Nú sé unnið hörðum höndum að gerð annars lagalega bindandi samnings um aðgerðir gegn olíuvá og vonast menn til að hægt sé að ljúka við hann á þessu ári að sögn Hjálmars. Þetta sé mik- ilvægt fyrir Íslendinga í samhengi við olíu- og gasleit á norðurskauts- svæðinu í framtíðinni. „Mengunarmál eru gríðarlegt hagsmunamál okkar. Að það sé staðið vel að verki og að mjög strangar reglur gildi þegar farið er að leita að olíu og gasi. Það eru mikil hafsvæði fyrir norðan Ísland í land- helgi okkar þar sem við veiðum. Ef eitthvað gerðist langt fyrir norðan í mengun þá eru straumarnir þannig að það gæti valdið gríðarlegum usla hér.“ Ýmsir hagsmunir að baki Dr. Níels Einarsson, for- stöðumaður stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri, segir að norðurskautsráðið hafi vaxið mikið að mikilvægi og umfangi eftir því sem alþjóðleg athygli beinist að norðurslóðum. Eins og áður segir hafa nokkur ríki sótt um áheyrnaraðild að ráðinu. Búist er við því að afstaða til umsókna þeirra verði tekin á næsta ári á ráðherrafundi í Svíþjóð. Níels segir ýmsar ástæður liggja að baki því að ríki vilji fá áheyrnaraðild. „Ráðið er viðurkennt sem mik- ilvægur samráðsvettvangur um um- hverfismál, samfélagsþróun, auð- lindanýtingu og fleira af því tagi. Það er hagsmunamál fyrir þá aðila sem sækjast eftir ítökum og áhrif- um á þessu svæði að vera með í þessari umræðu og geta þannig komið ár sinni betur fyrir borð,“ segir Níels. Hann segir ráðið einstakt að því leyti að þar eigi samtök frumbyggja á svæðinu sæti. Mismikill áhugi sé á því að hleypa sterkum ríkjum og ríkjasamböndum að og nefnir sér- staklega að beygur gæti verið í þessum samtökum vegna þessa. Þegar ríkin séu komin inn geti þau tekið töluverðan þátt í starfi ráðsins. Hann bendir á að Bretar hafi sem áheyrnarfulltrúar stöðvað umræður um Sellafield-kjarnorkuverið fyrir tíu árum. Hið sama mætti hugsa sér að gæti orðið um umræður um auð- lindanýtingu, umhverfismál eða mannréttindi frumbyggja. Norðurskautsráðið að fullorðnast  Aðildarríkin vinna að nýjum lagalega bindandi samningi um varnir gegn olíuvá í norðurhöfum  Kína og Evrópusambandið á meðal þeirra sem hafa áhuga á áheyrnaraðild að norðurskautsráðinu Ljósmynd/Gunnar Vigfússon Brýtur ísinn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, afhendir Jóhönnu Sigurðar- dóttur líkan af ísbrjóti sem væntanlegur er yfir norðurskautið til Íslands 2013. � � � � � � � � ����� ��������� ������� ����� ���� ������� ������ �� ������ ���� ���� ���� ��� ��� ��� ��� ������������ ��� ��� ���� ���� ���� Nýjar siglingaleiðir opnast á norðurslóðum Norður- heimsskaut Ísland Grænland Kanada Alaska Rússland Sv íþ jó ð N or eg ur Finnland Svalbarði Jan Mayen Baffinsland Ellesmereeyja Viktoríu- eyja Kyrrahaf Okhotska- haf Norður-Íshaf Barentshaf Norður- Atlantshaf Baffins- flói Innri NA-leiðin Ytri NA-leiðin NV-leiðin 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Vladimír Pútín sór embættiseið sem forseti Rússlands á mánudag en hann gegnir embættinu næstu sex árin. Til marks um þá áherslu sem hann legg- ur á málefni norðurheimskautsins þá var meðal fyrstu verka hans eftir að hann tók aftur við embættinu, sem hann gegndi áður frá 2000 til 2008, að gefa út tilskipanir sem varða hags- muni Rússa á svæðinu. Skipaði hann fyrir um að rússneski flotinn á Norður-Íshafi yrði styrktur, leynileg upplýsingaöflun á svæðinu yrði efld, vopnabúnaður yrði endur- nýjaður og ytri mörk landgrunns ríkjanna sem eiga land að íshafinu yrðu ákvörðuð. Það er Barents Observer, norsk fréttasíða um málefni norðurslóða, sem segir frá þessum ákvörðunum Pútíns. Hann er sagður hvetja til þess að skipulega verði unnið að því að setja niður markalínur milli þjóða við Norður-Íshaf í samræmi við al- þjóðalög. Þetta beri að gera til að tryggja hagsmuni Rússa með tilliti til þjóðaröryggis og efnahags og með það að leiðarljósi að auka traust og samvinnu nágrannaríkj- anna þar. Á laugardag var Pútín sjálfur við- staddur þegar rússneska olíu- fyrirtækið Rosneft skrifaði undir samstarfssamning við norska ríkis- olíufélagið Statoil um olíuleit í rúss- neskum hafsvæðum í Barentshafi og Okhotskahafi. Á móti fær rússneska fyrirtækið hlutdeild í erlendum verk- efnum Statoil og leyfi til olíuleitar í þeim hluta Barentshafs sem til- heyrir Norðmönnum. Eflir flotann við norðurskaut Á MEÐAL FYRSTU EMBÆTTISVERKA VLADIMÍRS PÚTÍNS Heimskort svart matt 110x65cm kr.9.900- Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Wisa innbyggðir WC kassar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum 10 ár á Íslandi – veldu gæði XS kassi 22.900 Argos Hnappur hvítur 2.990 XT kassi WC front 83cm 25.900 Ýmsar gerðir fáanlegar af hnöppum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.