Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2012 Stjórnarráðsmálið er afskaplega illa und- irbúið. Árni Páll Árna- son, fyrrverandi efna- hags- og viðskiptaráðherra, sagði um málið í þinginu: ,,Breytingin að því er varðar efna- hags- og viðskipta- ráðuneytið hins vegar og uppskiptingu þess og niðurlagningu er óunnin, órædd nokkurs staðar utan ríkisstjórnarinnar sjálfrar og órök- studd. Það sem mér finnst verst er að þar er skautað fram hjá öllum lærdómum sem við ættum að draga af nýafstöðnu hruni. Við veigrum okkur einfaldlega við að draga ein- hverjar ályktanir af þeirri alvarlegu lífsreynslu sem við höfum gengið í gegnum. Það er mjög mikið áhyggjuefni. Í stjórnarsáttmálanum er fjallað um samstillta hagstjórn, um að færa skuli á einn stað yfirstjórn efnahags- mála og fjármálamarkaðarins til að tryggja fullnægjandi yfirsýn. Sú litla greining sem liggur fyrir og ég hef séð er örstutt skýrsla, sem varla er hægt að kalla skýrslu, frá þremur sérfræðingum.“ Sjálfur Steingrímur J. hefur tjáð sig um málefni stjórnarráðsins í löngum ræðum. Hans skilaboð hafa verið skýr. Hann hefur viljað sam- stöðu á milli allra flokka á þingi um breytingar þangað til hann varð sjálfur ráðherra. En skoðum hvað hann sagði um stjórnarráðsbreyt- ingarnar 2007, en það skal tekið fram að fjallað var um þær frá októ- ber fram til loka desember. Ólíkt því sem nú er fékk málið hefðbundna þinglega meðferð, kallað var eft- ir umsögnum og var málið í alla staði betur unnið. En gefum Stein- grími orðið: ,,Þetta er nokkuð at- hyglisvert af þeim sök- um að í gegnum tíðina hafa menn litið svo á að málefni stjórnarráðs- ins, verkaskipting og skipulag þar, væri til- tölulega miðlægt í stjórnskipun okkar og lagasafni. Því hafa menn ógjarnan farið á flot með slíkt nema að reyna að undirbúa það vel og skapa um það eins mikla pólitíska samstöðu og mögulegt hefur verið. Að mínum dómi eiga grundvall- arleikreglur eins og stjórnarskráin sjálf, kosningalög í landinu, þing- sköpin og að mörgu leyti einnig skip- an stjórnarráðsins að kalla á að menn leggi mikið á sig til að ná sam- stöðu um breytingar. Það er ekki nýtt að á það sé bent og menn hafa gegnum tíðina jafnan talið sjálfgefið að þannig ætti að standa að málum. Öll vinnan að málinu hefur þann ljóta svip á sér að hún er ákveðin með þeim hætti sem ég hef farið yfir. Engin minnsta tilraun er gerð til að kalla alla stjórmálaflokka og alla þingflokka að borði til að láta á það reyna hvort einhver samstaða gæti verið um slíkar breytingar.“ Reyndar gekk Steingrímur svo langt að hann líkti vinnubrögðunum á þessum tíma við framgöngu ein- valdskonunga. Ekki er gott að segja hvað stjórnarandstæðingurinn Steingrímur Joð myndi kalla vinnu- brögð við tillögurnar sem nú liggja fyrir en það er ljóst að stóryrðin yrðu ekki spöruð hjá þeim mikla kappa. Steingrímur var mjög á móti ýms- um efnisatriðum þess frumvarps. Hann sagði t.d: ,,Hvað efnisatriði frumvarpsins varðar held ég að sú opna heimild til að sameina ráðuneyti án atbeina Al- þingis sé ekki skynsamleg. Ég tel að ákveða eigi hlutina á Alþingi með lögum og að ekki sé eðlilegt að menn geti stofnað eða sameinað ráðuneyti öðruvísi en atbeini Alþingis komi til. Með það á ekki að hringla, það þarf að vera stjórnfesta í þeim efnum. Vanda á undirbúning allra breytinga og vinna þær faglega en ekki með þeim hætti sem nú á að fara að gera.“ Steingrímur samþykkti samt sem áður sjálfur miklu opnari heimild fyrir framkvæmdavaldið og þrengri fyrir þingið þegar ríkisstjórn Sam- fylkingarinnar og VG tók við. Kostnaður Á kjörtímabilinu hafa verið gerðar miklar breytingar á stjórnarráðinu. Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýs- ingar um kostnað vegna þeirra ef undan er skilinn húsnæðiskostn- aður. Hann er um 250 milljónir. Auðvit- að er það einungis hluti af heild- arkostnaðinum og erfitt er að meta þann kostnað sem hlýst af því að sameina og sundra stofnunum og ráðuneytum en allir sem það hafa upplifað vita að slíkar breytingar krefjast mikils tíma starfsmanna. Tíma sem er dýrmætur og kostar peninga. Áætlaður kostnaður við húsnæð- isbreytingar vegna frekari breyt- inga á stjórnarráðinu er áætlaður 125-225 milljónir! Þetta þykir ekki mjög nákvæmt mat og er ástæðan fyrir því ónógur undirbúningur. Tímasetning Ekki er meirihluti fyrir breyting- unum hjá stjórnarflokkunum, en Hreyfingin og Guðmundur Stein- grímsson hafa lofað að bjarga rík- isstjórninni í þessu máli. Hitt er ann- að mál að breytingarnar verða rétt komnar til framkvæmda þegar stjórnarráðinu verður breytt aftur. Niðurlagning efnahags- og viðskiptáðuneytisins Ef þessar breytingar ná fram að ganga verður efnahags- og við- skiptaráðuneytið lagt niður. Fjár- málaráðuneytið og Seðlabankinn fara undir sitt hvort ráðuneytið. Þvert á það sem hefur verið boðað og þvert á ráðleggingar sérfræð- inga. Þetta er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að í desember sl. lýsti Steingrímur J. Sigfússon því yfir að hann teldi að það ætti að sameina Fjármálaeftirlitið og seðlabankann. Árni Páll Árnason sagði þetta í umræðum í þinginu: ,,Það er með ólíkindum að sjá svona víðtækar breytingar settar fram án nokkurs efnislegs rökstuðn- ings og án þess að menn geri minnstu tilraun til að draga álykt- anir af nýafstöðnum áföllum sem yf- ir okkur hafa dunið. Þessi tillaga um að slíta fjármálamarkaðinn og reglu- verk hans frá afganginum af hags- tjórninni er algerlega órökstudd. Hún gengur gegn tillögum Karlo Jännäri og það fáránlegasta af öllu er að hér er nýbúið að leggja fram ágæta skýrslu um framtíð fjár- málamarkaðar og á grundvelli henn- ar er búið að skipa starfshóp þriggja sérfræðinga, þar á meðal Karlo Jännäri, til að fjalla um framtíð- arumgjörðina, meðal annars um möguleika á breytingu á stofn- anaumgjörðinni og möguleika á sameiningu Fjármálaeftirlits og Seðlabanka. En nú er bara ákveðið að slíta þetta allt í sundur að óathug- uðu máli. Hvers konar vinnubrögð eru það þegar engin efnisleg rök- semd er fyrir þessu sett?“ Málþófið Fjölmargt annað mætti nefna og er til dæmis mjög umdeilt að stofna umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Það veit enginn hvar stofnanir sem heyra undir ráðuneytin í dag eiga að vera eins og t.d. Hafrannsóknastofn- un og Landsvirkjun. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa gagnrýnt það að stjórnarand- stæðingar hafi vakið athygli á aug- ljósum göllum við þetta mál með ræðum í þinginu. Er það kaldhæðn- islegt að málþófsmeistararnir Stein- grímur Joð og Jóhanna Sigurð- ardóttir skuli ganga í það verk. Ég tek til máls í mörgum málum en er ekki enn búinn að ná þeim skötuhjú- um í lengstu ræðum þeirra þrátt fyr- ir að ég leggi allar ræður mínar á þessu þingi saman. Þess má geta að þegar þing- sköpum var breytt árið 2007 og ræðutími takmarkaður taldi Stein- grímur að þingmenn væru að afsala sér málfrelsinu. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson » Það getur ekki verið skynsamlegt að fara í breytingar rétt fyrir kosningar sem engin sátt er um. Guðlaugur Þór Þórðarson Höfundur er alþingismaður. Um hvað er deilt í stjórnarráðsmálinu? Hjá Leifi heppna Veðurguðirnir brostu við Reykvíkingum í gær og sáu til þess að veðrið væri fallegt, eftir að hafa hrellt þá með snjókomu kvöldið áður. Ungir sem aldnir nutu sín í blíðunni. Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.